Óskalög sjómanna

Fiskifréttir eru keyptar inn í Foldasafn. Í morgun kom nýja blaðið í mínar hendur og ég rak augun í fyrirsögn á forsíðunni…Óskalög sjómanna. „Hmmm, best að skoða þetta. Örugglega eitthvað sem Rósa gæti haft áhuga á.“ En þetta var þá heillöng grein eftir Rósu sjálfa, byggð á BA-ritgerðinni hennar! Ég eyddi hádegishléinu mínu í lestur. Það var vel þess virði. Mjög fróðleg grein og margar skemmtilegar pælingar.
Það er ekki svo lítið að afrek að fá birta eftir sig grein, áður en maður útskrifast 🙂 Til hamingju, Rósa.

Finnst viðeigandi í ljósi nýjustu frétta af þorskstofninum að láta þennan texta eftir Bubba og Tolla fylgja með. Hann á fyllilega við í dag.

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn
ryðgað liggur bárujárn við veginn
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin

Meðan þung vaka fjöll yfir hafi
í þögn stendur verksmiðjan ein
svo langt frá hafi,
ekkert okkar snýr aftur heim.

Því allir fóru suður í haust
í kjölfar hins drottnandi herra
Bátar fúna rotna við naust
það nam vart með öðru en að hnerra

Dauðadóm sinn hvað hann upp og glotti
þorpsbúa hann hafði að háði og spotti,
síldin farin, fer ég líka
suður á bankana vald