Dagarnir líða

Long time, no blog! Reyndar ekki langur tími miðað við oft áður en…

Á sunnudaginn fór ég í Vantrúarlunch. Gestrisnin og veitingarnar hjá Matta og Gyðu klikkuðu ekki frekar en fyrr daginn. Og félagsskapurinn svosem ágætur líka 😉
Eftir lunchið skellti ég mér í sund. Það var bara svo hrikalega gott veður á sunnudaginn að það var ekki hægt að vera inni. Synti 550 m og virðist bara vera í nokkuð góðu sundformi þrátt fyrir að hafa ekkert synt í 2 mánuði. Þarf að gera meira af þessu.
Fór til Rósu og Jónbjörns um kvöldið og horfði með þeim á Næturvaktina. Það eru nokkuð smellnir þættir 🙂

Á mánudagskvöldið fórum við Rósa í bíó. Sáum Heima 🙂 Mér fannst hún æði og væri alveg til í að fara aftur. Hún var falleg, hún var hljómfögur, hún var fyndin, hún vakti gæsahúð, hún fyllti mig stolti, hún fyllti mig kjánahrolli, hún vakti hjá mér löngun til að fara á ródtripp um Ísland. Ég mæli með henni.

Í gærkvöldi fór ég á kaffihús með saumaklúbbnum. Fórum á Kaffi Mílanó sem er alltaf voða næs. Plönuðum margt en kjöftuðum meira 🙂

Ég ætla að vera heima hjá mér í kvöld.