2007 var árið sem…

…ég varð föðursystir
…ég fékk gleraugu
…ég gekk til liðs við Háskólalistann (með engum árangri 😉 )
…ég fór á Landsfund VG
…ég keyrði í fyrsta skipti ein og sjálf frá Reykjavík til Vopnafjarðar, tvisvar
…ég uppgötvaði hljómsveitina Cure
…ég eignaðist marga góða vini
…ég kind of glataði gömlum vinum, eða þeir mér
…ég fór í fyrsta skipti til útlanda með mömmu og Svenna bróður (og Hrönn og Frey, það er bara ekki jafn merkilegt 😉 )
…ég fór í mína lengstu utanlandsferð til þessa, 12 dagar í Danmörku
…ég fór uppí turninn á Vor Frelsers Kirke í Köben (hafði reynt það áður 3 árum fyrr en gefist uppá miðri leið)
…ég fór á bekkjarmót (10 ára fermingarafmæli)
…ég keyrði yfir Hellisheiði eystri í fyrsta sinn sjálf, tvisvar (í annað skiptið var hávaðarok, hitt svartaþoka)
…ég keyrði hringinn í kringum Ísland
…ég skipti um vinnu og varð skjalastjóri
…ég prófaði að búa ein í fyrsta skipti á ævinni
…ég fór til Írlands
…ég ferðaðist í fyrsta skipti ein til útlanda
…ég hélt jól á eigin spýtur (með Óla að sjálfsögðu) í fyrsta sinn
…ég eldaði rjúpur í fyrsta sinn
…ég gerði ýmislegt fleira sem ég er að gleyma

 Hey, já! Gleðilegt ár og takk fyrir öll þau gömlu 🙂