Ammæli

Ég hélt uppá afmælið mitt í kvöld. Bauð nokkrum vel völdum kvensum. Það var gaman að hitta þær allar. Við spiluðum Actionary sem endaði með því að Helga Jóna, Ingibjörg og Lukka unnu með yfirburðum. Ferlega ótillitssamt af þeim að leyfa ekki afmælisbarninu að vinna 😉

En ég sé fram á kaffiboð í næsta afmæli. Þær voru ferlega slappar í drykkjunni. Sumar höfðu reyndar nokkuð skotheldar afsakanir eins og að vera óléttar eða þurfa að vakna í vinnu eða með börnunum sínum á morgun. Hinar eru held ég bara orðnar gamlar 😉

Ég var allavega sú drukknasta í mínu eigin afmæli (sem var ekki erfitt) og er enn að reyna að ná mér niður eða bara að njóta áhrifanna.

Ég fékk frábærar afmælisgjafir. Þær hittu allar í mark. Fékk túlípana (ég elska að fá blóm!) og páskaegg frá Heiðu og Evu. Fékk Bonzai tré frá Sigrúnu (sé fram á regluleg símtöl við Svenna bró á næstunni 😉 ). Fékk nudd frá þjóðfræðigellunum Helgu, Ingibjörgu, Lukku og Jóhönnu. Hef aldrei farið í nudd og hlakka því mikið til að prófa. Fékk Framandi og freistandi og edik og olíur frá Helgu og Kollu. Þær hittu akkúrat á matreiðslubók sem ég á ekki, sem er vel af sér vikið og edikið og olíurnar eiga eftir að koma sér vel við tilraunaeldamennsku. Svo fékk ég sjóngler og tösku undir stjörnusjónaukann frá Saumógellunum Rósu, Ástu, Ingunni, Björgu, Írisi og Lindu. Sem er snilld. Sævar fær sérstakar stuðkveðjur 😉

Svo heyrði ég í Ósk í lok kvöldsins þar sem við ræddum sameiginlega þráhyggju okkar.*

Kannski að maður fari að sofa eða að dansa nakin í stofunni.

 Góða nótt!

*Spilerí