Dæmisaga af hinni hagsýnu húsmóður

Ég mæli með því að fara í Smáralind rétt fyrir mánaðarmót þegar er nýbúið að tilkynna að verðbólga sé 28%. Þá hefurðu pleisið bara út af fyrir þig. Þá ertu líka rosalega meðvitaður og lætur þér ekki detta í hug að kaupa eina litla gatamöppu á 639 krónur og ferð í næstu búð sem býður alveg eins möppur á 598 krónur og færð þar að auki 20% afslátt af því að þú átt afsláttarkort þar. Og hvað gerir maður svo við möppuna? Jú, setur í hana reikninga svo maður hafi nú gott yfirlit yfir það hvernig lánin (verð)bólgna út og maður verður fátækari með hverjum deginum.

Ennnn svo man maður að peningar eru bara tölur á blaði og fer út að borða fyrir 5000 kall, þó maður eigi varla fyrir því. Hjúkkit að maður sparaði 161 krónu á þessari möppu þarna…

Blogg

Hæhó!

Hér hefur ekkert verið bloggað alltof lengi. Það er eins með það eins og svo margt annað sem situr á hakanum. Ég skil ekki hvert tíminn fer alltaf. Sennilega er ég bara orðin gömul. Merki um elli mína er að ég vaknaði OG fór á fætur milli 8 og 9 báða dagana um helgina án þess að nokkuð sérstakt væri um að vera. Held það hafi varla gerst síðan ég var fimm ára.

Svenni bróðir varð 30 ára 30. mars. Við gáfum honum Baywatch, the complete first season 🙂 Ég er búin að vera flissandi yfir þessari gjöf frá því mér datt þetta í hug. Vona að Svenni hafi haft jafn mikinn húmor fyrir þessu og ég. Það var semsagt heilög stund á laugardagskvöldum þegar Strandverðir voru, svo heilög að maður fór jafnvel með matinn inn í stofu. Ég geri því ráð fyrir að það verði Baywatch maraþon á Þiljuvöllunum næstu vikurnar 😉

Í gær fórum við Helga að heimsækja Magnhildi og fjölskyldu. Þau eignuðust son fyrir mánuði síðan svo við fórum að skoða hann. Hann var auðvitað algjört krútt og sýndi okkur sínar bestu hliðar. Hittum líka Svan Snæ, þriggja ára stóra bróður :)Helga var líka með sín börn, Björt, þriggja ára og Úlf, eins árs, svo það var mikið fjör. Ótrúlega margir í kringum okkur núna sem eru með lítil börn eða börn á leiðinni. Annað ellimerki 😉

Best að fara að sofa í hausinn á sér.

Góða nótt