Kosningar

Ég vil fá að kjósa til Alþingis fljótlega. Ég held að heppilegur tími væri eftir áramótin, helst strax í janúar. Núverandi ríkisstjórn er ekki að vinna vel saman og hún á stóra sök á því hvernig komið er og hvernig hefur spilast úr hlutunum síðustu vikur. Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi mesta sök á því að þetta fór svona illa. Hann hefur verið í forystu í frjálshyggjukjaftæðinu og gróðahyggjunni. Við þurfum á nýrri hugsun að halda, nýjum hugmyndum, til að reisa samfélagið okkar upp úr rústunum. Og vonandi trúir því enginn lengur að vinstri menn hafi ekkert peningavit.

Þau ykkar sem viljið sjá Alþingiskosningar á næstunni farið á kjosa.is og kvittið.