Fröken pirripú

Ég er fröken pirripú í dag. Gunnsteinn (btw eignaðist son 17. júlí, hef víst ekki minnst á hann áður á þessu bloggi ;-)) er búinn að eiga óvenju erfiðan dag og ég öll einhvernveginn upptrekkt og uppskrúfuð m.a. þess vegna. Stundum mætti ég reyndar alveg verið upptrekktari og uppskrúfaðari og svara fyrir mig og rífast. En það er annað mál (eða ekki).

Mér leiðist alveg ógurlega allt sem er í fréttum. Stundum fylgist ég lítið sem ekkert með fréttum í 2-3 daga. Svo horfi ég á fréttir og það er bara sama helvítis argaþrasið, allt einhvernveginn í sömu hjólförum. Og endalausar arfavitlausar hugmyndir og tillögur lagðar á borð og sumar étnar. Finnst t.d. algerlega út í hött að ætla að skerða atvinnuleysisbætur 18-24 ára fólks og heimski félagsmálaráðherrann dregur upp þá mynd að þetta fólk sé bara einhverjir fokkings ónytjungar sem snúa sólarhringnum við, éti óhollustu og hafi engan áhuga á að vera í vinnu eða skóla. Auðvitað þarf að gera eitthvað fyrir þetta fólk en að skerða bæturnar er alveg út úr korti. Og svo á að fara að þvinga fólkið sem er „á Féló“ til að fara á einhver námskeið, sem eru sjálfsagt tilgangslaus og heimskuleg, annars fái það ekki bætur. Og svo er það blessað húsnæðislánaúrræði fyrrnefnds ráðherra sem á eftir að setja þá sem það nýta í enn verri stöðu (amk ef fólk hefur efni á að borga af lánunum hvort sem er). Við erum allavega búin að segja okkur frá þessari vitleysu. Og þjóðfundurinn – bara eitthvað frasakjaftæði.

Ohhhhh…