Múffur (jógúrtkökur)

Þessi uppskrift er ættuð frá henni móður minni eins og svo margar aðrar. Ég held að ég hafi aldrei bakað „múffur“ sjálf, en þær eru í miklu uppáhaldi. Ég borðaði t.d. mjög mikið af þeim í sauðburðinum núna(2002).

2 1/2 bolli hveiti
2 bollar sykur
125 gr brætt smjörlíki
3 egg
1/2 tsk natron
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 dós jógúrt
1 bolli brytjað súkkulaði

Allt hrært saman. Látið í pappírsforma. Bakað í u.þ.b. 15 mín. við 200°C