Pastarétturinn minn

Ég kalla þetta pastarétinn minn vegna þess að þetta er sá pastaréttur sem ég geri oftast. Held samt að grunnur hans sé ættaður frá Hildi vinkonu minni, en þá var notaður piparostur og annað grænmeti. Þetta er líka rétturinn okkar Evu, sem er nánast skylda að gera þegar Eva kemur í heimsókn 🙂

300-400 g pasta
1-2 bréf skinka
1 paprika
1/2 blaðlaukur
4-6 stk sveppir
250 g smurostur að eigin vali, skinkumyrja og beikonostur hafa reynst vel.
Mexíkóostur(má sleppa)
Mjólk
Sjóðið pasta.

Skerið skinku, papriku, blaðlauk og sveppi og steikið í olíu.
Setjið smurost og mexíkóost(ef hann er notaður) á pönnu og hrærið mjólk út í þangað til að þetta verður mátulega þykkt sem sósa. Sjóðið sósuna í ca. 2 mín.
Blandið öllu saman í skál og berið fram með grófu brauði.