Pylsupottréttur

Þessi uppskrift er úr Matreiðslubók barnanna. Ég hef einu sinni eldað þetta og það voru mamma og pabbi sem voru svo heppin að fá að njóta þess. Mig minnir að þetta hafi verið gott.

3 stórar kartöflur
1 gulrót
1 blaðlaukur
1 1/2 dl vatn
1/2 kjötteningur
1-2 msk tómatsósa
3-4 pylsur

1. Flysjið kartöflurnar og gulrótina og skerið í litla bita.
2. Skolið blaðlaukinn og skerið í strimla. Setjið vatnið í djúpa pönnu. Myljið teninginn út í og hrærið tómatsósuna saman..
3. Þegar suðan er komin upp er grænmetið sett út í og soðið rólega í 15-20 mín.
4. Síðast eru niðurskornar pylsurnar settar útí og hitaðar.