Epicurean Delights

Krufning gekk að óskum. Henni var reyndar mestanpart lokið þegar ég kom að, en ég fékk þó að krukka eitthvað. Annars má ég ekki einusinni tala um þetta: Rannsóknarlöggan tók af mér loforð að tala ekki við fjölmiðla.

Rétt er að taka fram að titill þessarar færslu er ekki í neinum tengslum við innihaldið.

Það veit enginn alveg hvað þetta er – en það er kallað SNITZEL

Og mynd af dýrunum að valsa útúr Örkinni hans Nóa.

Það eru allir að velta fyrir sér hvað þessi ríkisstjórn á að heita. Snitzel-stjórnin er kannski ekkert verra en hvað annað.

Mér sýnist sem síðasta færsla sé sú fyrsta þar sem orðið þjónvarp birtist í rituðu máli. Ég er dálítið rogginn yfir því.

Á morgun tek ég þátt í krufningu. Uppi í Fossvogi. Og það ekki í vinnunni. Neinei. Þetta er tómstundagaman.

Ráðherrastóll

Og af því tilefni vil ég vísa á þjónvarp. Það hafa ýmsir flutt lagið „The Mercy Seat“ í gegnum tíðina. Þessir gera það best. Og þetta er besta lag í heimi sem ber þann titil.

Þó að hitt sé vissulega mjög gott líka. Og býsna magnað bæði í frumútgáfunni og með svartklædda manninum.

Allavega.

Ég gróf þennan gimstein úr internetsorpinu í gærkveldi. Brast þá á með nostalgíu. Ég vildi endilega prófa hvernig kæmi út að planta því hérna inn en var of bloggheftur. Svo ég geri þetta svona í staðinn.

Allavega.

Eitthvað varð að gera. Í ljósi síðustu tíðinda.

Nautagúllas m/kartöflu…

…[mynd af nagdýri].

Reyndar bara síðasti rammi af þremur.

Sá fyrsti:

Naut. Fyrir framan skriðdreka.

Sá annar:

Skriðdreki. Og eitthvað rautt undir beltunum.

 Sem er eitthvað svipað og ég hugsa bolunum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir allranýjustu tíðindi: Það var greinilega ekkert verið að hrista upp í hlutunum meira en góðu hófi gegndi.

Fiskur í raspi m/kartöflum og lauk

Ojæja. Verst að vera ekki með myndablogg af listaverkinu sem fylgir: allt frá syngjandi sjómanninum sem spilar á gítar svo fiskarnir hoppa af gleði uppá færibandið til rasphúðuðu bitanna sem koma dansandi út um hinn endann.

Það má hafa eftir mér að ég sé ekkert ósáttur við þreifingarnar. Það voru fjögur mynstur í stöðunni og ég gat sætt mig við þrjú þeirra.

Litli mágur minn og spúsa hans eru að festa sér hús í nágrenninu við okkur. Þá er öll tengdafjölskyldan flutt í hverfið.

Gamanaððí. Liddl.

Svínið snýr aftur

Ég hef ákveðið að byrja með tema. Allar þær færslur sem ég byrja á næstunni munu sækja titilinn í töfluna niðri í mötuneyti þar sem kokkurinn skrifar sínar innblásnu athugasemdir um það hvað er í matinn þann daginn.

Tíu punktar um gærkveldið

  1. Í gvuðanna bænum hættiði þessu væli.
  2. Eini almennilegi entransinn vestan Alpafjalla var frá Andorra.
  3. Allt sem átti upptök sín norðan þeirra var hinsvegar afspyrnuömurlegt hrat.
  4. Ergo: Balkan- og austantjaldsþjóðirnar áttu fyllilega skilið að taka þetta í nefið. Bestu númerin unnu. Svo einfalt er það.
  5. Svo í gvuðanna bænum viljiði hætta þessu væli.
  6. Fyrir utan að ég sýti dálítið að bojbandið frá Andorra hafi ekki köttað það.
  7. Eiríkur var ágætlega svalur áðí. Hann söng vel. En hann var í of litlu sambandi við myndavélina.
  8. Kúlið missti sig þó tölvert þegar hann fór að tala um „Austurblokkarmafíuna“ og „risavaxið samsæri.“
  9. Eiríkur. Hættu þessu væli. Og þið hin líka. Barlómur og uppdráttarsýki er þetta.
  10. Þegar Vestur-Evrópulönd fara að senda inn tónlist sem stenst samanburð geta þau farið að gera sér vonir. Þangað til eiga þau fyllilega skilið að éta það sem úti frýs. Svo einfalt er það.

Vegurinn heim og kveðja úr gullæðinu

Þegar ég settist upp í bílinn niðri í Vatnsmýri heilsuðu spírurnar í Víðsjá mér með Pálma-Gunn-slagaranum „Hver vegur að heiman“ af því tilefni. Ég skrúfaði niður rúðuna og naut tilefnisins.

Mikið rosalega er það ógeðslega gott lag vinur.

Hreinn. Galdur.

Annars er allt gott að frétta. Það var þarna tveggja mánaða tímabil sem var bókstaflega brjálað að gera. Svo mjög að keyrði um þverbak. Ég missti af fermingu systurdóttur minnar. Sá of lítið af konu minni og börnum. Það er hægara núna. Það brestur eitthvað á aftur einhverntíma. Á næstu vikum eða mánuðum. En þangað til er líf.