Mamma, Sigur Rós, afi og kýrnar á Bjarnastöðum

Hvernig gat ég klikkað á þessu. Ég gleymdi að nefna hinn yndislega Oft spurði ég mömmu. Það er fegursta hugmynd sem þrykkt hefur verið á íslenskt plast á geisladiskaöld.

– – –

Það færðist í tal í hádegismatnum að krakkarnir í Sigur Rós væru að spila á Bít-festivalinu nú um helgi komanda. Sumir undruðust að svona lítil samkunda réði við að bjóða uppá svona stórt heddlæn. Ég þagði sem fastast undir þessu öllu, og kom þar sitthvað til:

  1. Ég er ennþá dálítið hallur undir Hávamálalínuna í því hvernig óhorskur skyli haga sér í ókunnra manna hópi, til að verða ekki „að augabragði.“
  2. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því um hvaða hljómsveit þau voru að tala – maður er ekki vanur alþjóðlega framburðinum á nafninu.
  3. Það kom dálítið á mig þegar farið var að tala um hvað þetta væri rosalega stórt nafn. Ég varð bara alveg stúmm.
  4. Svo var bara ekkert gengið á mig með að tjá mig um þetta, þótt mér ætti kannski að vera málið skylt. Enginn sem spurði mig hvort ég þekkti þessi rosalegu selebb. Og hefði ég þó getað gortað yfir því að hafa kannast við hann Kjartan á æskuárum mínum á Blönduósi: „No, not personally, but I remember him as a little boy. His father was a teacher of mine. And when I was 15, I had a crush on a couple of his older sisters…“  En alas, enginn spurði.

– – –

Þessu óskylt: Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér misheyrn úr æsku. Mér fannst lengi sem von væri á síðustu Bjarnastaðabeljunni um miðaftans-spil.  Að það væri svona mikil spilagleði í fjósinu að Bjarnastöðum.

Sem minnir mig á að afi minn hélt því fram við mig að í laginu væri sungið um kýrnar á Bjarnastöðum í Vatnsdal í Húnaþingi. Getur nokkur staðfest eða hrakið þessa fullyrðingu?