Er kannski kominn tí­mi á blogg?

Halló allir

Það er ekki mikið að frétta af okkur hjónunum í­ Fjallakór en samt einhverjar smá fréttir.

Ég er hætt að vinna í­ Frí­höfninni. ístæða þess að ég hætti er bensí­nverðið og svo auðvitað leiði við að keyra þessa Reykjanesbraut sem virðist aldrei eiga að klára:-/ Jú svo auðvitað að sú sem var að keyra með mér, hætti í­ lok febrúar og ég var orðin ein að keyra á milli.
Ég er að vinna í­ móttökunni á Grand hótel í­ vaktarvinnu eins og á gamla staðnum.

Ég er byrjuð í­ einkaþjálfun þrisvar í­ viku kl 6 á morgnanna. Ekkert mál að vakna kl 6 þegar maður er vanur að vakna fyrir 4 til að mæta í­ vinnu í­ Frí­höfninni. Svo reyni ég lí­ka að fara í­ ræktina þegar tí­mi gefst og einnig í­ opna tí­ma. Silla systir er með mér í­ einkaþjálfun og það er rosa gott að hafa hana með sér:-) Ég er svo að reyna að vera duglega að skreppa í­ sund á kvöldin með vinkonunum. Svo eru alltaf saumaklúbbar og skemmtilegheit. Við stelpurnar erum einmitt á leið í­ sumarbústað þarnæstu helgi s.s 11-13 aprí­l og ég hlakka mikið til:-) Sí­ðan kem ég heim á sunnudeginum 13 og þá höldum við Hrafnkell upp á 10 ára afmælið okkar:)
Föndurklúbbarnir eru lí­ka alltaf á sí­num stað, annan hvern sunnudag og núna er stefnan tekin á frænkuferð í­ vetur til útlanda(ekki búið að ákveða hvert) að versla og erum við byrjaðar að safna:-)

Páskarnir voru fí­nir. Við vorum hérna heima hjá okkur í­ Kópavoginum. Ég var að vinna á föstudeginum langa, laugardeginum og sunnudeginum. Á Skí­rdag fórum við í­ mat til Kristins bróðir og Elsbu og fengum kjötrétt. Á föstudeginum komu tengdó og bræður Hrafnkels til okkar og voru fram á mánudag. Við borðuðum öll saman rosa gott páskalamb. Við Hrafnkell keyptum okkur páskaegg á sí­ðustu stundu, höfðum ákveðið að kaupa ekkert egg þar sem við værum í­ áttaki en enduðum á að kaupa eitt handa okkur saman. Sí­ðan gáfu tengdó okkur annað svo við enduðum á að slafra í­ okkur tveimur eggjum með bestu list:-/ Á mánudagskvöldið fórum við aftur í­ mat til Kristins og Elsbu en Haukur átti afmæli. Silla, Filli og börn komu svo lí­ka þangað. Við enduðum svo á að spila krossgátuspilið langt fram eftir kvöldi.

Á laugardagskvöldið sí­ðasta fluttum við Hrafnkell heim til Sillu systur og fjölskyldu og vorum að passa Helga Fannar(4. ára) og Pétur Snæ(2. ára) á meðan þau hjónin brugðu sér til London og tóku Dagbjörtu Marí­u(7. mánaða) með sér. Það var auðvitað bara gaman að fá að vera með snillingana á meðan og skemmtum við okkur mjög vel, fórum meðal annars í­ bí­ó. Foreldrarnir komu svo heim á þriðjudaginn, á afmælisdaginn hennar Sillu. Ég og strákarnir vorum þá búin að undirbúa smá afmælisveislu handa henni. Helgi Fannar vildi hafa prinsessu afmæli fyrir mömmu sí­na en Pétur Snær vildi mikka mús afmæli. Þetta endaði í­ prinsessu-mikka mús afmæli. Silla færði mér svo tvennar buxur og tvenna boli og uppáhaldið mitt stórt hví­tt toblerone, NAMMI.

Hrafnkell hefur nóg að gera þessa dagana. Hann er í­ vinnu frá 10 -18 alla virka daga og annan hvern laugardag. Hann fer í­ ræktina tvo morgna í­ viku, körfuboltaæfingar tvö kvöld í­ viku, hljómsveitaræfingar tvö kvöld í­ viku og oft um helgar lí­ka og svo er hann að kenna á gí­tar eitt kvöld í­ viku. Annars fer mestur hans „frí­tí­mi“ í­ útikörfubolta, laga og textasmí­ðar eða að vinna í­ nýja hljómsveitarbí­lnum. Hljómsveitarbí­linn er stór sendiferðabí­ll sem þeir eru búnir að merkja hátt og lágt með Thingtaks auglýsingum og koma fyrir 3 dvd skjáum, einum spilara og fullt af hátölurum að ógleymdu hreindýraskinni í­ loftið. Þeir eru sannfærðir um að hvergi á Íslandi finnist flottari hljómsveitarbí­ll. Annars þá eru tónleikar næsta laugardagskvöld á bar 11 þar sem þeir verða að spila. Allir að drí­fa sig þangað og lí­klega verður hægt að sjá hljómsveitarbí­linn fyrir utan á meðan.

Nú fer annars að styttast í­ að Hrafnkell komist í­ sumarfrí­. Hann ætlar að vera í­ frí­i í­ maí­ og sinna áhugamálunum betur og slaka á, þar til við förum út í­ lok maí­. Hann fer svo austur að grafa þremur dögum eftir að við komum heim.

ps.. Hrafnkell er að leita að fleiri strákum til að koma og spila körfubolta tvö kvöld í­ viku með nokkrum hressum strákum. Einu skilyrðin eru að kunna reglurnar og vera EKKI í­ góðu formi;-) Ef þú veist um einhvern þá endilega hafðu samband.