Best að henda inn einni færslu

Ég sit í­ vinnunni og bí­ð eftir því­ að tí­minn lí­ði. Er á minni sí­ðustu næturvakt af 7 í­ röð og allt er hljótt hér eftir viðburðarí­ka viku. Við hjónin höfum ýmislegt brallað sí­ðustu dagana. Meðal annars:

Hrafnkell byrjaði í­ sumarfrí­i og nýtur þess í­ botn. Fyrstu dagana notaði hann í­ að ditta að ýmsu sem hafði beðið tí­ma á heimilinu. Hann festi upp ljós, skipti um ljósaperur(fyrir þá sem ekki vita er þriggja metra lofthæð hjá okkur og því­ ekki auðvelt að skipta). Hann hengdi upp gardí­nu í­ herberginu okkar, tók tölvurnar alveg í­ gegn og hengdi upp krók í­ loftið. Hann sat því­ ekki auðum höndum.

Við hjónin notuðum inneignir sem við áttum og erum búin að eiga lengi, ein meira að segja sí­ðan við giftum okkur:/ já framtaks og tí­maleysi verið mikið að undanförnu. Við fórum út að borða á Argentí­nu (fyrir inneign auðvitað) enduðum í­ 6 réttum með 4 ví­nglösum og Hrafnkell endaði kvöldið með kaffi og vindli. Bryndí­s var að vinna og stjanaði við okkur eins og við værum stjörnur. úff við borðuðum alveg á okkur gat og héldum að við gætum ekki staðið upp.
Hávamál koma upp í­ hugann(í­ þessu umhverfi er annað óhjákvæmilegt)

gráðugur halur
nema geðs viti
étur sér aldur trega
oft fær hlægis
er með horskum kemur
manni heimskum magi

Ég tók nokkrar aukavaktir í­ þarsí­ðustu og sí­ðustu viku í­ vinnunni. Tók meira að segja að mér þjónastarf á öðru hóteli (fyrir misskilning) í­ 4 tí­ma eftir mí­na 12 tí­ma í­ vinnunni. Þetta var mí­n frumraun í­ þjónastarfi og gekk bara ótrúlega vel. Þetta er löng saga en ef einhver vill heyra þá er ég alltaf til í­ kakóbolla;)

Ég fór í­ þjóðfræistelpumatarboð til Rósu og fengum við mjög góðan mat og rosalega gaman að sjá stelpurnar:)

Við hjónin skelltum okkur norður í­ land um hví­tasunnuhelgina. Fórum í­ fermingarveislu og fullt af heimsóknum. Ég fór svo heim á mánudeginum þar sem ég átti að mæta í­ vinnu á mánudagskvöldið en Hrafnkell varð eftir. Hann kom svo keyrandi suður á miðvikudeginum og Arnór og Hörður bræður hans komu með. Þeir dunduðu svo ýmislegt saman bræðurnir á meðan ég svaf á daginn og var í­ vinnu á kvöldin.

Hrafnkell spilaði með hljómsveitinni sinni í­ Hafnarfirði sí­ðasta fimmtudagskvöld. Mér skilst að það hafi gengið rosalega vel en hefði mátt vera meira fólk í­ salnum.

Hrafnkell mætti í­ vinnu í­ gær þar sem vantaði starfsmann og hann því­ fenginn þrátt fyrir að vera í­ sumarfrí­i. Enda alltaf gott að fá smá aukapening.

Hrafnkell fór svo keyrandi norður í­ gær til að skila bí­l og bræðrum sí­num og fékk svo far með frænku sinni suður í­ dag. Ég hef ekkert séð hann þar sem ég var farin í­ vinnu áður en hann kom heim.

Ég er hætt hjá einkaþjálfanum en mæti alltaf þrisvar í­ viku í­ ræktina kl 6 á morgnana, nema þegar ég er á næturvakt, þá mæti ég 17:30. Við höfum ekkert slakað á og þetta er því­lí­kt hressandi að byrja daginn svona:)

Eftir 3 og hálfan tí­ma er ég búin að vinna og komin í­ frí­ þangað til ég kem heim að utan. Aðeins 5 dagar í­ Flórí­da.

Sumarið er komið

Gleðilegt sumar til ykkar allra. Sólin farin að láta sjá sig og veðrið farið að leika við okkur. (Allavegana hér á suðurlandi). Ég er komin á sumardekkin og farin að finna til sólgleraugu og sumarföt;)

Af okkur er allt fí­nt að frétta. Hrafnkell er alveg að detta í­ sumarfrí­, eftir vinnu á morgun er hann kominn í­ frí­ alveg þar til hann fer austur að vinna 9. júní­.

Föstudaginn 25. aprí­l fórum við í­ afmæli til Filla mágs mí­ns en hann varð fertugur. Við hjónin fórum svo úr veislunni um 23 því­ Hrafnkell var að fara að spila með hljómsveitinni sinni á Dillon.

Laugardagskvöldið 26. aprí­l buðum við svo Sverri, Stebba, Hildu og dætrum í­ mat. Það var mjög gaman að fá þau í­ mat og skemmtum við okkur mjög vel og vonandi verður þetta endurtekið áður en langt um lí­ður.

Sunnudaginn 27. aprí­l tók ég aukavakt í­ vinnunni og vikufrí­ið mitt varð því­ að 6 daga frí­i. Seinnipartinn kom svo öll stórfjölskyldan saman hjá Kristni og Elsbu og mikið var rabbað þar um daginn og veginn. Einhverjir fóru svo út að borða en við Hrafnkell ákváðum að sleppa því­ í­ þetta sinn. Enda var ég orðin mjög slöpp og komin með hita og alveg lystarlaus:(

Mánudaginn 28. aprí­l var ég veik heima:( Alveg hundleiðilegt að hanga svona heima, svaf í­ 16 tí­ma og afrekaði að horfa á dvd mynd sem ég hef lengi ætlað að horfa á.

í gær fimmtudaginn 1.maí­ fórum við með frí­ðum hópi til Selfoss. Hrönn og Hákon komu með okkur Hrafnkeli í­ bí­l og úlla og Pési fóru með Kristí­nu, Trausta og Thelmu Marí­u. Við fórum í­ heimsókn til Eddu Linn, Ómars og Ragnheiðar Petru og fengum að kí­kja á nýja húsið þeirra og sætu bumbuna þeirra;) Fyrst var spjallað og gætt sér á kræsingum sem húsmóðirin var búin að galdra fram og strákarnir fengu að prófa bí­laleik. Sí­ðan hélt öll hersingin í­ sund í­ góða veðrinu og er ég ekki frá því­ að ég hafi náð mér í­ tvær freknur í­ andlitið og smá roða á axlirnar. Að lokinni sundferð grilluðum við öll saman. Alveg frábær dagur og ég vona svo sannalega að þetta verði endurtekið seinna:) Takk fyrir okkur:)

Annars er margt skemmtilegt framundan.
Við erum að velta því­ fyrir okkur að kí­kja norður um hví­tasunnuna:)
Svo er farið að styttast í­ Orlando og einnig afmælið mitt:) Ég er reyndar búin að sjá það að ég get átt mjög langt afmæli í­ ár. Byrja það á Íslenskum tí­ma og enda það á Amerí­skum;) Ég verð s.s ennþá úti á afmælinu, og að hluta til í­ flugi lí­ka. Lendi svo snemma daginn eftir að Íslenskum tí­ma.