Sumarbústaður

hérEr búin að vera upp í­ sumarbústað að borða nammi, drekka hví­tví­n, horfa á sjónvarpið og vera í­ heita pottinum. Lí­fið gerist held ég bara ekki mikið betra. Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. Gera ekki neitt í­ smástund.

Á föstudaginn var ég samt í­ barnaafmæli hjá Andreu frænku þar sem saman voru komnar rúmlega 15 sex ára stelpur. Gaman, gaman. Ég var í­ því­ að gefa pizzur, hella í­ glös og skera köku. Sumum þeirra fannst ég skera frekar litlar sneiðar og komu aftur og báðu þá um stærri kökusneið. Sem ég útdeildi með gleði 🙂

Seinna um kvöldið var svo Þjóðbrókar hittingur sem var bara nokkuð skemmtilegur. Það voru óttalega margar myndir sem við skoðuðum frá ferðinni og ég get eiginlega ekki sagt annað en að einbeitningin hefði farið fljótlega þar. En þar sem ég var búin að sjá flestar myndirnar áður þá gerði það svo sem ekki mikið til.

Við Cilia brunuðum í­ Keflaví­kina á fimmtudag og fórum í­ heimsókn til Sigrúnar í­ hálfgerðan saumaklúbb. Ég hafði aldrei komið til hennar áður og var mikið að dást að fí­na húsinu hennar. Held því­ áfram hér 🙂

Er núna að reyna að gera verkefni fyrir Menningarheima áfangan. Þetta eru frekar undarleg verkefni, þetta eiga að vera dagbókarfærslur en þetta á að vera frumlegt en ekki of frumlegt og við eigum að nota efni úr tí­manum en megum ekki nota glósurnar. Ég skil ekki neitt í­ neinu í­ þessu.

Við vorum að læra um trú sem er að verða mjög útbreidd í­ Bandarí­kjunum (veit ekkium önnur lönd). Hún sagði fyrirlesarinn að um 40% Bandarí­kjamann trúi á þetta. Þið getið til dæmis lesið um þetta hér

Ljóð fyrir Kristí­nu

Þetta minnti mig svo á þig Kristí­n að ég varð bara að birta það.

Ég er alveg til í­ smá hitting bráðum 🙂

Húsið mitt

Það vantar næstum ekki neitt

á húsið mitt

næstum ekki neitt

Það vantar á það skorsteininn

Það venst

Það vantar á það veggina

og myndirnar á veggina

Það verður að hafa það

Það vantar ekki margt

á húsið mitt

Það vantar á það skorsteininn

Hann reykir þá ekki á meðan

Það vantar á það veggina

og gluggana

og dyrnar

En það er þægilegt húsið mitt

Gjörið svo vel

Fáið ykkur sæti

Verið ekki hrædd

Við skulum fá okkur bita

brjóta brauðið dreypa á ví­ninu

kveikja upp í­ arninum

Horfa

nei dást að myndunum

á veggjunum

Gjörið svo vel

gangið inn um dyrnar

eða gluggana

ef ekki bara veggina

(Sigurður Pálsson)

Jedúdamí­a

Ég er búin að vera slöpp eins og allir aðrir í­ kringum mig…

Ég eyddi helginni í­ það að vera upp í­ sófa undir sæng og vinna. Nema á föstudagskvöldið þegar ég kí­kti aðeins út með Valdí­si. Það var mjög gaman og ég þakka Valdí­si gott kvöld 🙂

Búin að komast að því­ að það hentar mér ágætlega að kí­kja aðeins út, fá mér öl og fara svo bara snemma heim.

Nei, ég er ekki kerling!!

Það er verið að mála vinnunna mí­na þessa stundina, búin að vera í­ því­ að setja ofan í­ kassa og poka og mun svo þurfa að taka allt upp á morgun og hinn. Jibbý.

Og það er ekki einu sinni verið að mála bleikt…. Iss…

matur er góður

Við Hlynur fórum í­ matarboð í­ flottu, flottu húsi í­ gær…. Það var lí­ka mjög stórt… svefnherbergið með tilheyrandi baðherbergi og fataherbergi var svipað stórt og húsið okkar. Ekki slæmt það. Borðuðum lí­ka mjög góðan mat. Ég elska að borða góðan mat, það er eitt það besta sem ég geri. Það er lí­ka mjög  svekkjandi að borða vondan mat, ég fer á bömmer í­ viku!

Var að vinna í­ dag, afgreiddi mikið af grænlenskum börnum og pirruðum konum… Jibbý…

Á að vera að gera verkefni fyrir skólann núna. Er bara alltof tóm. Kem ekki 350 orðum niður á blað. Þau eru reyndar orðin 250 en það er allt bull. Iss…

Mig langar svo til útlanda, sitja í­ sól með bjór í­ hönd, það væri ljúft.

Það var verið að tala um matarverð á landinu í­ fréttunum áðan. Ætli þetta endi ekki þannig að við förum í­ helgarferðir til útlanda til að versla mat fyrir vikuna/mánuðinn af því­ að það verður hagstæðara. Hver veit?

Matarverð á íslandi er rúmlega 40% hærra en í­ nágrannalöndunum. Why????!!!!

Bráðum verður allur matur lúxus. Núna er kjúklingur næstum því­ munaðarvara, 4 bringur kosta marga, marga peninga.
Mér finnst lí­ka mjög sorglegt að ruslfæði er ódýrara heldur en að kaupa sér hollan og góðan mat.

Það getur bara ekki verið góð þróun!

MatarJóhanna

jag kí¤nner bot…

ég er búin að vera með þetta lag á heilanum. Hélt reyndar fyrst að það væri verið að tala um bát en komst svo að því­ að ég var greinilega ekki nógu mikið irc nörd á sí­num tí­ma.

Er núna í­ vinnunni á flugvellinum. Það er bara gaman. Er búin að vera að skemmta mér við það að prenta út glósur fyrir tí­ma á milli þess sem það kemur fólk til mí­n.

Ég er búin að breyta stundaskránni þannig að núna er ég í­ bókmenntafræði lí­ka. Jibbý…

Við héldum nýnemakvöld í­ gær, það heppnaðist bara vel. Reyndar komu bara 3 nýnemar en það er aukning frá því­ í­ fyrra þegar það mættu bara 2.

Sigrún var svo elskuleg að baka köku sem var svo skreytt eins og Gotlandssteinn. Hún var voða fí­n (bæði Sigrún og kakan 🙂 )

Aðalheiður systir hans Hlyns lagði land undir fót í­ morgun og fór til ítalí­u sem skiptinemi og ætlar að vera í­ ár. Ég væri nú alveg til í­ að þetta væri ég sem væri á leiðinni. Var smá öfundsjúk… Vona bara að hún hafi það æðislega gott…

 Veðrið í­ morgun var þannig að mig langaði ekkert að fara á fætur. Langaði bara að vera undir sænginni allan daginn. En ég hef ví­st ekki samvisku í­ svoleiðis, ég gæti ekki verið bara sofandi ef að ég ætti að vera að vinna. Hef það bara ekki í­ mér…

Svo gegnblotnaði ég að sjálfsögðu á leiðinni úr bí­lnum og inn í­ hús, fyrir þá sem ekki vita þá er leiðin heljarinnar göngutúr, eins gott að ég var ekki með svaka greiðslu og make-up (eins og það myndi gerast, en samt….)

…Hon heter Anna, Anna heter hon

Nýtt haust…

Ég byrjaði í­ skólanum í­ dag, þar með byrjar haustið. Það var skrýtið en samt svolí­tið spennandi bara. Ég fór í­ tvo tí­ma í­ dag, í­ Menningarheimum, þar sem kennslan byrjaði á fullu og við horfðum á undarlega heimildarmynd. í kláminu og ofbeldinu var bara verið að kynna fyrir okkur efnið. Ég mun þá meðal annars skrifa eina ritgerð um ofbeldismynd/teiknimynd og eina um klámmynd. Gaman, gaman. Það kom mér á óvart þegar kennarinn sagði að það væru yfirleitt einhverjar konur sem neituðu að horfa á klámmynd.. Af hverju að taka þetta námskeið ef þú höndlar ekki námsefnið??

Annars er bara allt gott. Ljósanóttin var fí­n. Tók Helgu Jónu Reykjaví­kurdömu með mér í­ Keflaví­kina til að kynnast tjúttinu. Held að henni hafi nú bara litist vel á. Keflaví­k kemur á óvart. Það var samt of mikið af fólki fyrir minn smekk í­ bænum. Heyrði að það hefðu verið á milli 30.000-40.000 manns og það búa um 12.000 í­ Reykjanesbæ (Keflaví­k, Njarðví­k). Mikið, mikið fólk…

Og ég var ekki sátt með að það kostaði inn nánast allsstaðar, maður þurfti að borga 1000 kr. fyrir að vera inn á stöðunum. Puff!!!

Deginum í­ dag eyddi ég í­ rölt á Laugarveginum og Kringlunni. Týpí­skt að þegar ég ákveð að rölta Laugarveginn kemur rigning…

Veit einhver hvort að Lush sé hætt? Þá fyrst fer ég nú að gráta!

Ég keypti mér samt bol

Rassgat í­ bala……