Ennþá er snjór…(Til hamingju með daginn Cilia :)

Ég kann ekkert á þetta blogg. Ég gat ekki einu sinni skipt um útlit! Ég nenni heldur kannski ekki að skoða þetta nógu vel, reyni aftur sí­ðar. Ég er að sjálfsögðu ekki búin að vera nógu dugleg að læra, fór í­ Kringluna á föstudaginn og í­ Ikea í­ gær. Það var reyndar voða gaman en það beit og sleit í­ samviskubitið mitt! Ég er voða mikið farin að virka þannig að því­ styttra sem er í­ próf því­ mun kærulausari verð ég. Mér finnst þetta glatað. En að einhverju glaðara, ég var viss um að það væri fyrsti í­ aðventu í­ dag og ætlaði að fara að setja upp ljósið mitt glöð þar til einhver stoppaði mig í­ því­ og leiðrétti misskilningin. Mér sýnist samt á þeim ljósum sem eru komin í­ glugga að aðrir hafi verið haldnir sömu ranghugmyndum. Ég held áfram að vera dugleg að versla jólagjafir og með þessu áframhaldi þá verð ég bara búin vel fyrir jól. Sem væri reyndar ljúft þar sem ég hljóp um í­ fyrra til að versla! En fréttir vikunnar eru reyndar þær að mí­nar ástkæru Helga og Hildur eru að fara að flytja í­ bæinn og verða meira að segja nágrannar mí­nir 🙂 það eru góðar fréttir…

Langar í­ rauðví­n.