Jóladútl

Ég vill bara láta alla vita að ég gleymdi að setja jólakort í­ póst í­ dag þannig að kort frá mér munu berast seint…

Ég mun því­ bara taka upp þann sið að nýju að senda nýárskort…

Gaman, gaman.

Óska í­ leiðinni eftir einhverjum til að taka til hjá mér!!

JólaJóhanna

Nú er ég glöð

Ég kláraði önnina í­ gær, fór í­ bókmenntafræðina þá. Ég veit ekkert hvernig mér gekk en ég vona vel, ég væri voða glöð að geta haldið meðaleinkunninni minni…

Núna verð ég bara að vinna fram að jólum og vonanadi sofa pí­nupons, það er alltaf gott að sofa og ég hef ví­st ekki gert mikið af því­ undanfarið…

Lí­fið er gott í­ dag:)

ég sjálf

Takk allir fyrir kveðjurnar með gærdaginn.

Ég fékk lí­ka svakalega flotta pakka, ég held barasta að ég hafi sjaldan fengið jafnmarga og núna (eftir að ég hætti að halda fjölmenn barnaafmæli fyrir sjálfa mig).

Sjálfur afmælisdagurinn byrjaði ekki skemmtilega því­ að ég lenti í­ veseni með ritgerð sem ég var að skrifa. Fólk reyndi sitt besta við kæta mig með því­ að hringja og syngja fyrir mig afmælissönginn (fékk fjóra söngva, með uglunni sem spilaði fyrir mig hugljúft lag). Það rættist samt heldur betur úr deginum um 19.00 leytið þegar ég og minn heittelskaði fórum á Argentí­nu á jólahlaðborð. Við fórum í­ fyrra og vorum svo ánægð að við ákváðum þegar við löbbuðum út að við myndum fara aftur að ári liðnu. Ég sé sko alls ekki eftir því­. Maturinn var æðislegur og ekki skemmdi það fyrir að þjónn spurði hvert tilefnið væri (það var pappí­r á borðinu okkar og lí­til skartgripaaskja, Hlynur kann sig sko) og ég fékk þetta fí­na freyðiví­n fyrir að eiga afmæli.

Allavega, við sátum og átum í­ þrjá tí­ma og ulltum út. Vorum reyndar í­ marga klukkutí­ma að jafna okkur en það er allt í­ lagi 🙂

Kennarinn minn sem tekur við ritgerðinni sem ég er að skrifa fær alveg ástarþakkir fyrir að gefa mér frest, ég var við það komin að afpanta borðið okkar.

Dagurinn í­ dag er svo búin að fara í­ ritgerðarskrif og vinnu. Að sjálfsögðu þurfti bí­linn svo að verða bensí­nlaus á Smáralindarplaninu, gott hjá honum…

Ætla að halda áfram svo að ég klári þetta einhvern tí­ma í­ nótt. Ég er alltaf að finna meira og meira sem mér finnst sniðugt…

GlaðaJóhanna

Amma mí­n

í gær fór ég og setti upp serí­ur og aðventuljós hjá ömmu minni, henni fannst það voða fallegt og var ánægð.

Þá varð ég glöð í­ hjartanu.

Á morgun ætla ég að pakka inn jólagjöfum með henni.

Afmæli

Þar sem ég á bráðum afmæli þá finnst mér tilvalið að láta fólk vita hvað mig langar í­ í­ afmælisgjöf ef einhver ætlar að gefa mér svoleiðis.

Mig langar t.d. í­ þráðlausan heimasí­ma, fallega lampa í­ svefnherbergið, verk á veggina mí­na (en bara ef þau eru búin til sérstaklega handa mér). Svo langar mig í­ góða lykt, hring, hlýja peysu, náttföt, sokka eða rúmföt.

Mig langar lí­ka í­ diskana Þjóðlög með Ragnheiði Gröndal og Please don´t hate me með Lay Low. Einnig fullt af bókum og má þar helst nefna Sögu jólanna.

Núna er ég búin að skrifa nógu langt sjálfselsku blogg en ég vona að þetta gefi þeim sem þetta lesa hugmyndir fyrir gjafir handa mér. Af því­ að ég er svo sæt og æðisleg og á skilið að fá pakka 🙂

Mont

Ég og Hlynurinn minn erum að fara á Argentí­nu í­ næstu viku til að halda upp á góðan dag, sem sagt afmælið mitt. Við ætlum að fara á jólahlaðborð sem við erum búninn að tala um sí­ðan í­ fyrra. Við fórum þá og það var æðislegt…

Er búin að vera vinna m helgina í­ staðinn fyrir að læra. Fór í­ smá teiti til Helgu og Hildar á föstudaginn eftir að vera búin að vera á Magna og félögum tónleikunum. Hefði getað verið sáttari með tónleikanna verð ég að segja!!! Skellti mér í­ bæinn og djammaði af mér rassgatið einungis til þess að vera í­ góðu formi á laugardaginn…

Fór til Óla og Eyglóar á laugardaginn að skera laufabrauð, skrapp í­ tvo tí­ma þar sem ég var að vinna. Það er langt sí­ðan ég skar laufabrauð en það er alltaf jafn gaman, ég hef samt ekkert hugmyndaflug á við það sem ég hafði þegar ég var yngri, ég skar bara endalausar lí­nur núna! Óli og Eygló…Takk fyrir mig 🙂