Mikið að gerast…

Jæja, þá er bróðir minn orðinn giftur maður 🙂 Athöfnin var falleg og veislan skemmtileg. Er það ekki eins og það á að vera.

Við Hlynur kí­ktum aðeins út á lí­fið eftir veisluna á laugardaginn og komumst að því­ að þetta var í­ fyrsta skipti í­ okkar sambandi sem við förum bara tvö ein eitthvað svona. Það var kannski komin tí­mi til…

Á sunnudaginn kí­ktum við svo ásamt mömmu, í–nnu og Leó í­ heimsókn í­ sveitina til frænku okkar. Þar var tekið vel á móti okkur eins og alltaf, ég væri alveg til í­ að eiga heimabakaðar tertur á lager í­ frysti þegar gesti ber að garði. Einn daginn í­ framtí­ðinni mun það vera þannig, þangað til verða gestir og gangandi að sætta sig við það að ég á bjór og ef að vel lætur þá gæti ég átt kaffi, ef þú drekkur það svart 🙂

Ég er svo að fara til Færeyja á morgun þannig að lí­fið mitt gæti ekki verið betra.
Allir að brosa fyrir mér…