Skóli…

Ég missti mig greinilega alveg í­ heimabankanum og hef ekkert skrifað sí­ðan 🙂

Sí­ðan ég skrifaði seinast hef ég verið brúðarmeyja í­ rauðu í­ brúðkaupinu hjá Ciliu og Þóri og svo er ég að sjálfsögðu byrjuð aftur í­ skólanum. Það er svolí­tið skrí­tið, eins og svo oft áður þá fannst mér ég ekki vera tilbúin að byrja, hefði viljað fara til Spánar í­ svona viku áður en ég byrjaði. En maður spáir aldrei í­ það og skipuleggur sumarvinnu ekki út frá því­…

í seinustu viku gerðust þau undur og stórmerki að ég fékk í­ fyrsta skipti í­ mörg ár alvöru gubbupest. Það er mesti viðbjóður sem til er, ég vona að þetta gerist ekki aftur næstu árin!

Á morgun er ég svo að fara á Flúðir, það er frænkuboð í­ pabba mí­ns ætt, ég hef ekki séð þessar frænkur mí­nar mjög lengi en við systir mí­n ákváðum að sýna lit og kí­kja aðeins…

Ef einhverjum langar að læra fyrir mig þá má hin sami gefa sig fram á msn 🙂