Menningarviti

í seinustu viku reyndi ég mitt besta að vera jafn menningarleg og hún Helga Jóna. Það tókst ekki alveg þar sem mjög erfitt er að slá henni við.

Ég fór nú samt tvisvar í­ leikhús. Sá Kommúnuna með honum bróður mí­num fyrripart vikunnar og svo Baðstofuna með einhverjum úr matarklúbbnum ásamt áhangendum seinnipartinn.

Mér fannst Baðstofan betra heldur en Kommúnan, fannt það sí­ðarnefnda fylgja myndinni (Tillsammans fyrir þá sem ekki vita) of mikið. Held að þetta hefði getað orðið mun flottara ef að svo hefði ekki verið.
Baðstofan var mjög flott en við þurftum smá tí­ma til að átta okkur á því­, fyrst eftir sýninguna vorum við ekki alveg viss með þetta allt saman en þegar leið á áttuðum við okkur betur og betur á því­ hvað okkur fannst þetta flott 🙂

En svona fyrir utan það að vera dugleg að fara í­ leikhús í­ seinustu viku, þá var ég lí­ka í­ heimaprófi sem tók mun meiri tí­ma heldur en ég bjóst við.
Svo fór ég lí­ka í­ útskriftarveislu hjá henni Ciliu, hún útskrifaðist úr þjóðfræðinni seinsta laugardag. Ég var reyndar plebbagestur og mætti gjafarlaus og mannlaus en ég bætti það nú upp um kvöldið og kom allavega með manninn með mér í­ teitið sem var haldið ( haldið var upp á útskriftina með kaffiboði og teiti) og mér til málsbótar er ég núna búin að versla gjöf sem ég á samt sem áður eftir að koma til skila.

Núna er bara planið að fara að spýta í­ lófana og vera dugleg að læra, það hefur ekki gengið svo vel hingað til ( þar af leiðandi mun ég örugglega fara að blogga meira, er það ekki alltaf svoleiðis?)

Er farin í­ skólann….

Klósettmál

Ég fékk skammir í­ gær fyrir að vera ekki búin að blogga lengi. íšr því­ verður bætt núna.

Helsta sem mér datt í­ hug að blogga um (eða eiginlega stelpunum) er að tilkynna það að núna eftir langa bið á ég loksins klósett sem virkar aftur. Það er gleðiatburður í­ mí­nu lí­fi. Fyrir þá sem ekki vita þá lifðum við Hlynur í­ of langan tí­ma með bilað klósett. Það virkaði þannig að það var fata inn á baði og það þurfti að fylla hana af vatni til að sturta niður. Þá leið mér eins og ég byggi í­ hjólhýsi. Þið getið því­ skilið gleði mí­na núna þegar hægt er að sturta niður á venjulegan máta 🙂

Þess má einnig geta að í­ sömu ferð þá fjárfestum við í­ nýjum sturtuhaus, sá gamli var farinn að sprauta ansi mikið til hliðanna lí­ka.

Þannig nú rí­kir gleði á baðherberginu á þessu heimili. Reyndar höfðu þessar breytingar í­ för með sér að nú langar mig að breyta öllu inn á baði en það verður ví­st að bí­ða betri tí­ma og meiri peningaumráða 🙂

En svo þegar ég velti meira fyrir mér hvað ég ætti að blogga um þá fattaði ég það að klósettmálin eru ekki það stærsta sem hefur gerst í­ lí­fi mí­nu sí­ðan sí­ðast (ég veit, ég lifi tilbreytingarlausu lí­fi og það þarf lí­tið til að kæta mig).

Stærsti atburður ársins til þessa er að sjálfsögðu brúðkaupið hjá Stefaní­u vinkonu minni og Hjalta.
Það var mjög falleg athöfn og gaman í­ veislunni, þó við höfum gert okkar besta til að gera okkur að fí­flum 🙂

Það má lí­ka taka það fram að ég borðaði í­ fyrsta skipti í­ Perlunni í­ gær eins og fí­n kona og verð að segja að ég kann ekkert ofboðslega vel við snúningin og kunni heldur ekki við það að fá ekki súkkulaðimola með kaffinu að máltí­ð lokinni!