Brandur Logi

Á sunnudaginn fór fram athöfn þar sem litli frændi minn fékk nafn, ég get því­ hætt að kalla hann litla frænda og farið að kalla hann Brand Loga. Athöfnin var falleg og barnið enn fallegra.

Núna sit ég sveitt við að skrifa ritgerð, seinustu ritgerð annarinnar. Henni verð ég að ljúka ekki seinna en núna, því­ að morgundeginum hafði ég hugsað mér að verja í­ það að gera allt tilbúið fyrir utanlandsferðina 🙂

Get ekki beðið með að fara út….

íštlandaJóhanna

Mexico (sagt með spænskum hreim)

Eftir örfáa daga fer ég erlendis í­ annað skipti á þessu ári og aftur fer ég til tveggja landa. Ég verð því­ orðin ansi veraldarvön þegar ég kem tilbaka aftur 🙂

Annars finnst mér of stutt í­ það því­ það minnir mig lí­ka á að ég þarf að vera duglegri við að skrifa þessar tvær ritgerðir sem ég er að reyna að gera. En þetta reddast svo sem eins og alltaf, vill bara ekki þurfa að vera að pakka á milljón, taka til og skrifa ritgerðir, þið skiljið…

Litli frændi minn fær nafn um næstu helgi og ég hlakka heilmikið til að vita hvað hann á að heita. Hann stækkar og stækkar og er hreint út sagt æðislegur, ekki sí­ðri en eldri systkini hans sem eru best lí­ka 🙂

Er að hlusta á Juanes og Molotov til að koma mér aðeins í­ rómönsku amerí­ku fí­ling…

íštlandaJóhanna