Brúðkaupsveislan

Þá er þeirri hátíðinni lokið. Brúðkaupsveislan okkar hér nyrðra tókst með eindæmum vel. Við skáluðum fyrir brúðhjónunum í freyðivíni og gæddum okkur á brúðkaupstertunni (sem var alveg óhugnarlega góð, takk forsjón að ég búi ekki í Reykjavík þar sem ég kæmist í kökuna að vild.) Anna kom með brúðkaupsrauðvínið, ferskt frá frönsku vínekrunni hans Henriks.
Þetta var allt hið besta skemmtun, við klökknuðum með Friðriki þegar brúður hans gekk inn gólfið (í mínu brúðkaupi var það víst ég sem sá um það, en ég býst við að Mary hafi svona sterkar taugar). Ef að Óli hefur klikkað á því að taka þátt í hátíðarhöldunum er hann algjör svikari. Ég leitaði að honum á sjónvarpsskjánum en sá ekki.
Þess má geta að Friðrik var á giftingarlistanum mínum góða, sennilega einn af fáum sem ekki reyndist vera hommi.

Nú er bara beðið eftir Eurovisjón – sem betur fer var þessi hátíð í dag til að gleðja mann eftir sjokkið á miðvikudagskvöld, það liggur við að maður nenni ekki að horfa á svona svindl-og svikakeppni. Ansi hreint sem ABBA myndin var vel heppnuð.

Þess má að lokum geta að ég fékk verðlaun í átakinu mínu, fyrir að missa flest kíló eða hæstu prósentuna eða eitthvað, ég veit það ekki nákvæmlega af því að ég skrópaði í tímanum. En ég vann að minnsta kosti þriggja mánaða kort, svo ég ætti að vera seif í bili. Ekki það að á álagstímum, eins og núna þegar maður er í brúðkaupsveislum, þá kemur smá extra hjúpur.