Flutt

en ekki hætt að blogga. Enn er allt á hvolfi og engin tölva nettengd heima (já, ég segi engin því það hefur fjölgað í tölvufjölskyldunni). Og það virðist vera samsæri í gangi í vinnunni, því ég þarf að hlaða bloggsíðunni ótal mörgum sinnum til að komast á leiðarenda. Ekki hvetjandi.

Nýja húsið leggst vel í mig. Kassarnir gera það hins vegar ekki og það liggur við að ég sé þunglynd yfir öllu sem bíður. Þess vegna fór ég í leikhús í gær til að lyfta andanum á hærra plan. Ég gaf Mumma sem sagt árskort í leikhús, sem svona bónusafmælisgjöf – ég nýt þá góðs af henni. Við sáum Brim og það var mjög skemmtilegt. Gríðarlega fyndið á köflum, þess á milli sorglegt. Ég lifði mig óskaplega inn í (eða eins mikið og ég get lifað mig inn í sjómannslífið eh). Gaman að eiga þrjár sýningar inni.