Klukkstund

Eftir langa og erfiða fæðingu

-Ég hef drukkið kaffi frá sex ára aldri. Ömmu fannst það ekki það versta sem krakkar gætu fengið sér (og reyndar ekki sykur oná allt – slátur, rúgbrauð, gúrku etc.)

-Ég er með bilaðan líkamstermóstat. Venjulega er ég föst á frosti og þá elska ég lopapeysuna mína og lopateppi og álíka hjálpartæki. En þegar ég er í gálulega gírnum, get ég klætt mig mjög lítillega og verið funheitt eftir sem áður.

-Ég er með dásamlega svefnnáðargáfu. Ég sofna um leið og ég leggst út af, svo gott sem að minnsta kosti, og skiptir þá einu hvort ég hef lagt mig um daginn. Afar fá frávik frá þessu.

-Ég ætlaði aaaaldrei að verða mamma en alltaf að verða amma.

-Ég skæli iðulega yfir sjónvarpi og bíó.

Ég ætla ekki að klukka neinn. Mér telst svo til að það séu um það bil tveir sem ég les sem hafa ekki verið klukkaðir eða amk ekkert gert í því. Þá móðgast enginn.