Allt að smella :)

Hér allt svo innilega á réttri leið. Ekkert eftir nema að pakka inn öllum jólagjöfum til fjölskyldunnar á Akureyri, sömuleiðis skrifa á öll jólakort sem fara innan bæjar, baka síðustu sortina (fékk innblástur að horfa á Birgittu baka blúndur í Innlit/útlit), kaupa örfáar jólagjafir, ákveða enn færri jólagjafir, þrífa smá og fara í bað og þá mega jólin koma. Alt under kontrol som man siger. Ég er reyndar enn í valkvíða með jólagjöfina hans Mumma. Akkúrat þegar ég fann loksins upp á einhverju með góðum fyrirvara, þá laust andanum aftur niður og nú er ég með tvær frábærar hugmyndir sem kosta nánast það sama. Báðar bráðnauðsynlegar og gleðja manninn væntanlega álíka mikið. En fulldýrar til að splæsa báðum. Ég ætla amk ekki að endurtaka mistök síðasta árs og segja honum hvað stóð til að gefa honum. Brandarinn var bara of góður í fyrra til að segja hann ekki. Sjávarkíkirinn sko… 😉