Einn besti dagur lífs míns

Bókstaflega einn besti dagur lífs míns og ráðstefnan er ekki einu sinni hafin.

Ég er þarna með The Selfish Gene í höndunum eftir að hafa fengið hana áritaða frá Dawkins.  Myndin er líka góð.

Kátur sem skólastelpa.

Það er bara ekki það að hitta þetta fræga fólk heldur líka að hitta venjulega trúleysingja víðs vegar að.  Við Hjalti, Matti og Musi spjölluðum heillengi við náunga frá Bretlandi sem heitir Josh.  Hann var alveg ótrúlega skemmtilegur.  Ég hitti líka sænskan líffræðinema sem var ekki alveg nógu hugrökk til að spjalla við Dawkins en hún valdi sína braut í lífinu eftir að hafa lesið bók eftir hann.  Markmið morgundagsins er að ýta henni til að spjalla við hann.  Ég spjallaði líka við náunga sem heitir Dennis sem kom með alveg frábæra hugmynd fyrir Skeptíkus í vetur.

Dan Barker hafði líka góðar hugmyndir fyrir okkur um hvernig við eigum að vekja athygli á okkur.

En þetta er bara æðislegt, indælt, skemmtilegt, klárt, fyndið og almennt frábært fólk þarna.  Það er yndislegt að hitta svona margt fólk sem er líkt þenkjandi og maður sjálfur (ekki það að ég sé búinn öllum þessum kostum sem ég taldi upp hér að ofan).  Ég er svo glaður að vera til.