Val stúdenta

Ég hef fylgst með stúdentapólitík í Háskóla Íslans síðan árið 2003 og var virkur í henni sem meðlimir Háskólalistans frá 2005-2007.

Vaka er samansafn af óháðum stúdentum sem munu flestir, um leið og ferli þeirra í stúdentapólitík lýkur, átta sig á því að þeir eiga samleið með Sjálfstæðisflokknum og verður frami þeirra svo snöggur innan flokksins að manni gæti dottið í hug að þar sé litið á vinnu innan Vöku sem starf fyrir flokkinn.

Röskva fer hins vegar ekki í felur með tengsl sín við stjórnmálastefnur.

Skrökva hæðist að öllu kerfinu sem sýnir að þeir skilja það betur en gömlu hreyfingarnar.

Ég hef, í fyrsta sinn frá 2004, ekki kosningarétt, en ég myndi kjósa Skrökvu og vona að sem flestir geri það.