PDF er vont – Issuu er verst

PDF skjöl eru góð ef maður vill búa til skjal í einu tölvu og tryggja að það sé hægt að prenta það óbreytt út í annarri tölvu. Ef þú ætlar að gera eitthvað annað við skjalið þá ættirðu ekki að nota PDF. En þó PDF skjöl séu óþolandi ein og sér þá ná ýmsir að gera hlutina verri með því að reyna að búa til þá tilfinningu hjá mér sé að fletta bók/blaði/matseðli á tölvuskjá. Versti brotamaðurinn er þetta fyrirbæri sem heitir Issuu.

Ef maður notar Issuu þá kann maður ekki á vefinn. Ef þú vilt setja eitthvað upp í PDF skjali og setja á netið þá skaltu leyfa notendum sjálfum að velja leið til að skoða skjalið. Ekki neyða þá til að “fletta” af því þér finnst það flott. Síðurnar passa ekki í vafragluggann og maður þarf að nota einhverjar bjánaleiðir til að stækka og minnka það sem maður vill skoða. Á vefnum þá flettir maður ekki síðum, maður smellir á hlekki til að opna þær. Ef textinn kemst ekki allur fyrir þá er hægt að renna síðunum upp og niður. Þetta virkar allt alveg rosalega vel og fólk er vant þessu.

Ég skrifa þetta af því að mig langar á veitingastað sem hefur ákveðið að setja matseðilinn sinn upp í Issuu. Af hverju? Það er ekki þægilegt að nota það. Það er ekki þægilegt að uppfæra það. Finnst fólki þetta í alvörunni flott? Búið frekar til heildstæðan og fallegan vef.