Archive for maí, 2002

Gula ógeðið… …skín inn um

Miðvikudagur, maí 29th, 2002

Gula ógeðið…

…skí­n inn um gluggann á skrifstofunni minni og gerir mér í­fið leitt. Væri hægt að banna gott veður á Íslandi nema eftir vinnu og um helgar? – Annars grunar mig að þetta sé fyrst og fremst gluggaveður.

* * *

Úrslitin í­ gær voru hræðileg! Ef ekki hefði komið fyrir Birki Kristinsson, þá hefði Fram unnið létt. En því­ var ekki að skipta – því­ miður.

Það gleðilegasta við leikinn var lí­klega að afi lét sig hafa það að mæta. Djöfuls kraftur er alltaf í­ gamla manninum að djöflast á alla leiki með Frömurunum. Ég ætla að verða aldraður æringi á öllum fótboltaleikjum eins og afi þegar fram lí­ða stundir.

* * *

Vinnan við erindið mitt á Söguþinginu hans Sverris gengur bærilega. Vandamálið er hins vegar að ég þarf að reyna að stytta þetta aðeins. Það er alltaf erfiðast að stytta! – Næst þarf ég að hafa áhyggjur af ræðunni minni á þingveislu Söguþingsins á laugardag. – Ég hata tækifærisræður! Af hverju læt ég alltaf pata mig til að halda þær???

* * *

Steinunn var í­ frí­i í­ vinnunni í­ dag. Ekki er að sjá að hún hafi notað tækifærið til að blogga eins og hún þó lofaði á áðan! Hún sér svo sem fram á náðuga tí­ma í­ júní­. Fyrst er Söguþingið, svo HM með stöku í­slenskum fótboltaleik inn á milli.

Á hvaða nám á ég að senda stelpuna í­ Háskólanum? Skráningin hlýtur bráðum að fara að byrja og henni dettur bara ekkert í­ hug! Sendið uppástungur á skuggabaldur@hotmail.com

* * *

Oft hefur stúdentapólití­kin verið á lágu plani, en ég held að nýjasta útspilið sé botninn. Núna er önnur hreyfingin farin að slá upp einhverjum bloggpistli eftir stelpu af hinum listanum. Er ekki alveg eins gott að fara bara að hætta þessu frekar en að eyða tí­manum í­ að rí­fast um svona vitleysu?

* * *

Jæja, best að fara að tygja sig. Einkum ef maður ákveður að skella sér í­ krikket í­ kvöld ásamt góðum mönnum.

Rás tvö á áðan… Stuna!

Þriðjudagur, maí 28th, 2002

Rás tvö á áðan…

Stuna! Á gær vann ég í­ erindi mí­nu á Söguþinginu lengst fram eftir kvöldi og var því­ pí­nulí­tið lemstraður í­ morgun. Það var því­ sérstaklega gleðilegt að uppgötva í­ bí­lnum á leiðinni í­ vinnuna að Viðar (sem ég fæst aldrei til að kalla „Köttinn“), Óli Njáll og Sigga bleika væru í­ viðtali á Rás tvö að tala um blogg.

Ég var raunar búinn að benda Svenna Guðmars á Dægurmálaútvarpinu á það fyrir nokkru sí­ðan að bloggið væri gott efni í­ viðtal. Ég hvatti hann til að ræða við Björgvin Inga, en hann hefur væntanlega ví­sað því­ frá sér – enda hættur að blogga í­ bili.

Nema hvað. Óli Njáll, Viðar og Sigga eru öll í­ hópi þeirra bloggara sem ég les reglulega og því­ kærkomið að heyra talað við þau en ekki „the usual suspects“. – Sorrý, ég bara næ því­ ekki hvers vegna t.d. Katrí­n Atladóttir á að vera einhver goðsögn í­ bloggheimum.

Viðtalið var bara fí­nt og dró upp heiðarlega mynd af þeim Gettu betur-nördum sem þau þremenningarnir vissulega eru. Svo var lí­ka fyndið að heyra þáttarstjórnendur og Viðar taka undir það hvert með öðru að vinstrimenn væru duglegri að blogga en hægrimenn. – Ég leyfi mér að draga þau fræði í­ efa.

* * *

Rétt að öðrum málum. Á kvöld keppa Framarar við Eyjamenn. Við verðum-verðum-verðum-verðum að vinna! (Eða a.m.k. að ná enn einu jafnteflinu.) Verður Gústi Gylfa með? Ef ekki, þá er útlitið svart. Miðjan er hreinlega ekki nógu sterk án hans. Þó svo að Freyr Karlsson sé ljúfur drengur og foreldrar hans hið besta fólk sem mætir á alla leiki – þá er hann ekki jafn öflugur og Gústi. Við þurfum einhvern sem getur tekið hornspyrnur og aukaspyrnur. Föstu leikatriðin voru í­ molum í­ Grindaví­kinni á laugardag.

Úr herbúðum Safamýrarstórveldisins – handboltadeild – berast nú þær fregnir að Héðinn Gilsson verði bláklæddur næsta vetur. Þá er eins gott að hann komi sér í­ betra form maðurinn. – Framarar geta búið sig undir allnokkur tví­grip, ruðning og skref…

Öll þessi Fram-umræða minnir mig á að nú verð ég að fara að heimsækja afa. Blessaður karlinn er enn ekki orðinn almennilega rólfær eftir sýkinguna á dögunum. Hann kemst ekki á völlinn í­ bráð og helví­tin á Sýn hættu við að sjónvarpa leiknum í­ kvöld og ætla í­ staðinn að sýna Derby-leik nýliðanna tveggja frá Drullueyri. – Urg!

Dagbók kosningadagsins… Vá, það er

Sunnudagur, maí 26th, 2002

Dagbók kosningadagsins…

Vá, það er gott að svona dagar komi ekki nema á nokkurra ára fresti.

Kosningadagurinn hófst á því­ að við Valur húsfélagsformaður renndum við í­ Hagaskólanum til að kjósa. Því­ næst var stefnan tekin til Grindaví­kur. Á leiðinni furðuðum við okkur á því­ hvað veðrið væri gott – hvort að það gæti virkilega verið að við fengjum logn í­ Grindaví­k? En um leið og fram hjá fjallinu Þorbirni var komið, rann upp fyrir okkur að sú yrði ekki raunin. Það er alltaf rok í­ Grindaví­k!

En svo allrar sanngirni sé gætt, þá var veðrið ekki alslæmt. Vindurinn var hlýr og það rigndi hvorki né var völlurinn blautur. Það væri synd að segja að leikurinn hafi verið fjörugur, en Framararnir börðust og tókst að koma til baka eftir að hafa lent undir. Nú eru tvö stig komin í­ hús í­ jafnmörgum leikjum – og þeim báðum á útivelli suður með sjó. Þetta verður vissulega erfitt tí­mabil, en það er rosalega margt jákvætt í­ gangi. T.d. er Bjarni Hólm, nýji strákurinn í­ vörninni frá Seyðisfirði, helví­ti efnilegur. Sterkur pjakkur sem getur lumbrað á hverjum sem er. – Við verðum að vinna Vestmannaeyjar á þriðjudaginn. Það skiptir einfaldlega öllu máli fryrir framhaldið!

* * *

Eftir leikinn lagði ég mig til að hlaða batterí­in fyrir kvöldið. Það fór ekki betur en svo að ég svaf yfir mig og þurfti að spæna af stað í­ búðina og svo til Palla og Hildar í­ grillið. Kom fyrir vikið inn í­ mitt Júróví­sí­ón. Ekki gat ég haft miklar skoðanir á þessum lögum, en það er samt alltaf stuð að horfa á stigatalninguna. – Það dró lí­ka dálí­tið úr fjörinu að geta ekki verið að lepja bjór á meðan á þessu stóð. Ég var nefnilega búinn að lofa mér í­ umræður í­ kosningasjónvarpinu hjá RÚV um nóttina og ekki mætir maður þangað á sneplunum.

* * *

Svo fóru tölurnar að detta inn úr sveitum landsins. Úrslitin í­ Reykjaví­k voru fí­n – en eiginlega voru allar skoðanakannanirnar búnar að taka fúttið úr þessu. Komm on! Það var augljóst í­ margar vikur að borgin ynnist.

Útkoman ví­ða annars staðar á landinu var ekki alveg nógu góð. T.d. var Huginn dálí­tið langt niðri vegna Hafnarfjarðarins, þar sem hann var kosningastjóri, þegar hann mætti til Palla sí­ðar um nóttina. Hann þarf þó ekki að kenna sjálfum sér um þessar niðurstöður. VG stendur ekki nægilega styrkum fótum í­ Friðinum, Samfylkingin er með fullt af fí­nu fólki á sí­num lista og Lúðví­k Geirssson viðurkenndi það meira að segja þarna um kvöldið að fjöldi kjósenda Samfó væri í­ raun stuðningsmenn VG sem söðlað hafi um til að fella í­haldið.

* * *

Um miðnættið fór ég upp í­ Útvarpshús og lét mér leiðast þar fram yfir kl. 2. Á umræðunum var ég ásamt Guðjóni Ólafi Framsóknarmanni og Sigurði Kára frá Sjálfstæðisflokknum. Sí­ðar bættist við Ragnheiður Rí­kharðsdóttir, sigurvegari kosninganna í­ Mosfellsbæ. Ragnheiður er Framari eins og við Siggi Kári. – Það er það sem mér þykir verst við Safamýrarstórveldið – hvar þar eru margir Sjálfstæðismenn í­ stuðningsmannaliðinu. (Eða öllu heldur, hversu hátt hlutfall þeirra er.)

* * *

Ég komst ekki aftur í­ partýið til Palla fyrr en eftir dúk og disk. Þá var írmann á bak og burt, en Stefán Jónsson, Óli Njáll, Huginn og Dagný, Þór og Helga, Palli og Hildur og Steinunn öll búin að skvetta rækilega í­ sig.

Kúrsinn var tekinn á 22 – þar sem fréttist að Ólafur F. Magnússon væri endanlega kominn inn í­ borgarstjórnina. Það eru merkileg úrslit!

* * *

Á 22 rakst ég fljótlega á Lilju Dögg Alfreðsdóttur, gamla skólasystur úr MR. Hún fór að rí­fast við mig um pólití­k og var mikið niðri fyrir. Rifrildið, sem einkum snerist um alþjóðavæðinguna, þróaðist nokkuð sérkennilega og var orðið drepleiðinlegt sí­ðasta hálftí­mann. Þessu næst svifu á mig þeir Gestur Páll Reynisson og Kolbeinn H. Stefánsson – eðalkratar sem eru skúffaðir yfir því­ hvað Samfylkingin sé ömurlegur flokkur. Ég hef farið svo oft í­ gegnum þessa umræðu með Kolla að ég gæti gert það í­ svefni. – Alltaf enda samtölin svo á því­ að hann barmar sér yfir því­ að hafa misst okkur Múrverja yfir í­ VG en sitji svo eftir með Birtingar-arminn úr Abl.

* * *

Klukkan var lí­klega orðin hálf sex þegar við Steinunn ákváðum að yfirgefa 22. Það hefði ekki mátt seinna vera, því­ Steinunn var í­ þá mund að fara að kýla einhvern dreng sem hún hafði farið að rí­fast við um stöðu láglaunahópa. – Inn í­ þá umræðu blandaðist svo téð Lilja Dögg, en rök hennar í­ málinu voru eitthvað á þessa leið: „Það er verra að vera fátækur í­ Súdan en á Íslandi. Þess vegna mega Íslendingar ekki kvarta yfir einu eða neinu – eða krefjast neinna umbóta heima fyrir.“ – Pottþétt rök!

Það tók óratí­ma að komast í­ gegnum miðbæinn. Stöðugt var eitthvað fólk að sví­fa á mig ig vildi fara að ræða um NATO. Ótrúlegt hvað margir virðast hafa séð þessi sjónvarpsviðtöl um daginn… – Það var sem sagt ekki skriðið upp í­ rúm fyrr en á sjöunda tí­manum. Ég er ekki átján ára lengur. Ég er orðinn of gamall fyrir þetta helví­ti.

Metúsalem og Pikkarónarnir… Ekki nennti

Fimmtudagur, maí 23rd, 2002

Metúsalem og Pikkarónarnir…

Ekki nennti ég að horfa á kosningaþátt Egils Helgasonar í­ gær, enda fórum við Steinunn í­ kaffiboð til Aðalsteins og Salnýjar í­ staðinn. Maður varð nú pí­nulí­tið skúffaður að hafa misst af öllu fjörinu eftir að forsí­ða Fréttablaðsins upplýsti að Metúsalem og ístþór Magnússon hafi reynt að storma inn í­ stúdí­óið til að taka yfir útsendinguna.

Ég fjalla raunar aðeins um málstað Húmanista í­ grein dagsins á Múrnum. Ég vorkenni þeim dálí­tið, þeir komast nánast ekkert að í­ fjölmiðlum og það tel ég vera hættulegt fyrir lýðræðið.

En er það góð taktí­k að storma inn í­ stúdí­ó til að mótmæla? Tja, hvers vegna ekki. – Nú eru fá mótmæli Íslandssögunnar frægari en þegar hópur róttæklinga ruddist inn í­ útsendingu Kanasjónvarpsins á sí­num tí­ma og braukuðu og brömluðu.

Á öllum uppreisnum, eru höfuðstöðvar sjónvarpsstöðva í­ hópi mikilvægustu staðanna – bæði til að verja og hertaka. Muna menn ekki eftir átökunum um sjónvarpsturninn í­ Vilnius? – Og í­ Outbreak var Dustin Hoffmann aðaltöffarinn þegar hann ruddist inn í­ sjónvarpsstöðina til að tilkynna um sjúkdóminn.

Hver er mórallinn með þessu? – Jú, það að ryðjast inn í­ sjónvarpsstúdí­ó er töff. – Það að reyna að ryðjast inn í­ sjónvarpsstúdí­ó en vera stökkt á flótta af sminkunni, það er ekki töff.

Jamm.

Pirringur… Jæja, þá er síðdegispirringurinn

Miðvikudagur, maí 22nd, 2002

Pirringur…

Jæja, þá er sí­ðdegispirringurinn kominn yfir mann. Ég hef litlu komið í­ verk eftir hádegi, ef undan eru skilin 2-3 sí­mtöl varðandi netmál fyrirtækisins og safnsins – sem eru alltaf sama hassið.

Það er ekki til að bæta skapið að hlusta á Útvarp Sögu þegar maður er í­ svona skapi. Þar gasprar Hallgrí­mur Thorsteinsson linnulí­tið og mér tekst nánast alltaf að vera ósammál honum. – Nú væri það svo sem í­ lagi, ef maðurinn vissi aðeins hvað hann er að tala um. Núna á áðan var hann að ræða við Þorvald Gylfason um efnahagsmál og ESB. Þorvaldur fór að tala um NATO og þá byrjaði sama platan hjá Hallgrí­mi og maður hefur heyrt hann spila í­ hverjum þættinum á fætur öðrum. Á hvert einasta sinn slær h******* maðurinn saman aðildarsamningnum að NATO og varnarsamningnum við Bandarí­kin. – Þetta er örugglega í­ fjórða skiptið sem ég heyri manninn rugla þessum samningum saman. Urgh!

Jæja, þetta gengur ekki lengur best að koma sér heim. – Ekki verður mikið étið á Hringbrautinni í­ kvöld,… sérstaklega eftir að ég samþykkti að kaupa fimm R-lista happdrættismiða af félaga Proppé!

Djöfullinn snýr aftur… Hahaha… alveg

Miðvikudagur, maí 22nd, 2002

Djöfullinn snýr aftur…

Hahaha… alveg hefði ég mátt segja mer það sjálfur að það væri minn gamli bekkjarbróðir og sessunautur úr menntó, Pétur Rúnar Guðnason, sem stæði fyrir sí­ðunni www.xxxd.is – Pétur Rúnar, sem var yfirleitt kallaður „Pétur djöfull“ eða bara „Djöfullinn“ er höfuðsnilingur og erkitölvunjörður. Þetta tiltæki virðist hins vegar hafa runnið gersamlega á rassinn, því­ það var ekki fyrr búin að birtast grein um þetta á því­ stendauða vefsvæði Ví­si en Djöfullinn var búinn að loka sí­ðunni. – Það hefði verið nær hjá honum að byrja aftur að blogga frekar en að garfa í­ svona rugli.

Annars er alltaf skemmtilegt að fylgjast með því­ sí­ðustu klukkustundirnar fyrir kosningar hvað allir fara á taugum. ímist vilja menn halda að sér höndum eða gera eitthvað út í­ loftið og svo er fólk á nálum yfir því­ hvort hin eða þessi taktí­kin sé að virka eða hafa þveröfug áhrif.

Það er samt ekki hægt annað en skemmta sér yfir konseptinu: „fáðu SMS frá súperfyrirsætu…“ – Hugmyndin um fjöl-SMS sendingar frá fegurðardrottningum og bikiní­gellum er jafnvel súrari en klámsí­ður sem lofa blautlegum bréfaskriftum við klámmyndastjörnur í­ gegnum netið.

Okkar á milli í hita

Þriðjudagur, maí 21st, 2002

Okkar á milli í­ hita og þunga dagsins

Jæja, þá er frábær helgi að baki. Ég held að ég hafi ekki komið svona úthví­ldur til vinnu í­ vikubyrjun í­ óratí­ma – og það þrátt fyrir að framleidd hafi verið nærri 1.500 barmmerki um helgina.

Á laugardagskvöldið var R-listinn með hátí­ð á nokkrum börum á Ingólfsstrætinu, þ.á.m. Ara í­ Ögri, sem er besti barinn í­ borginni um þessar mundir. Þar stóð Kata Jakobs sveitt við að grilla pulsur, á meðan liðleskjurnar og aumingjarnir í­ kosningastjórninni gaufuðust í­ kringum hana. Sí­ðar um kvöldið settist Björk Vilhelmsdóttir hjá okkur Steinunni. Björk er fí­n. Raunar er hún ein af fáum góðum ástæðum fyrir því­ að styðja framboðið (nóg er af ástæðum til að gera það ekki). Hún er á leiðinni til Palestí­nu og hvatti okkur til að gera það sama. Þori ég til Palestí­nu að láta skjóta mig? Varla…

Leikurinn í­ Keflaví­k var fí­nn. Ég minnist þess ekki að hafa komið til Kebblaví­kur í­ jafn góðu veðri. Framararnir voru frí­skir á köflum, en þetta gæti orðið erfitt tí­mabil. Kebblví­kingarnir munu hins vegar lenda í­ grí­ðarlegri fallbaráttu. Ég spái þeim niður. – Við Valur húsfélagsformaður hittum Sverri Jakobsson á Framnesveginum og tókum hann með á völlinn. Sverrir er óvirkur Framari sem mætir á einn leik á ári að jafnaði. Ætli þeir verði þó ekki 2-3 í­ ár.

Næsta laugardag er stefnan tekin í­ Grindaví­kina. Það verður fjörugur dagur. Byrjað á fótbolta suður með sjó. Sí­ðan taka við Júróví­sí­ón, grill hjá Palla og Hildi og kosningavaka fram undir morgunn. Ég get varla beðið.

Fjármálin mí­n eru í­ steik. Ekki það að um neitt óbrúanlegt gap sé að ræða. Hins vegar setti ég helling af útgjöldum tengdum friðarráðstefnunni og barmmerkjaframleiðslunni okkar Palla á Visa-kortið mitt, en er ekki búinn að vera duglegur að rukka til baka. Þannig skuldar R-listinn okkur pening, sem gerir það að verkum að nú verður bara étið haframjöl og ýsa frá tengdapabba til mánaðarmóta. – Ég þoli ekki peningastress. Ekki verður þetta skemmtilegra í­ haust þegar ég þarf að skipta út Mözdunni og kaupa nýjan bí­l.

Núna dugir hins vegar ekki lengur að vera með neinn aumingjaskap. Það er ekki nema rétt rúm vika í­ Íslenska söguþingið og ég er ekki búinn með erindið mitt. – Mikið vildi ég að hægt væri að spóla fram í­ tí­mann. Þá væri söguþingið afstaðið og HM byrjað…

Hitabylgja í Reykjavík… Más og

Laugardagur, maí 18th, 2002

Hitabylgja í­ Reykjaví­k…

Más og blás. Það er hræðilega heitt núna í­ Reykjaví­k. Varla að manni standi á sama í­ ljósi fregnanna frá Indlandi um að hundruðir manna hafi farist úr hita – þótt sennilega sé hitinn þar aðeins fleiri gráður.

Við Steinunn skriðum fram úr upp úr hádegi og rukum beint niður á R-lista með 600 barmmerki sem við þrykktum út í­ gærkvöld. R-listafólkið er að eipa yfir að hafa ekki nógu mörg merki og skældu það út að fá að senda hönnunina hans Palla til fyrirtækis út í­ bæ. Á ljós kom að það fyrirtæki er ekki að vinna þetta neitt hraðar en við, auk þess sem það getur bara gert 1 og 1/2 tommu, en ekki 1 tommu. Synir GSP eru þeir einu sem geta gert þá stærð af merkjum – enda rúlum við á merkjasviðinu.

* * *

Á kvöld ætlar R-listinn svo að standa fyrir tónleikum í­ miðbænum, m.a. að Ara í­ Ögri þar sem 5ta herdeildin spilar. Nú er Ari fí­nn bar og 5ta herdeildin stórskemmtilegt band, þannig að þetta ætti að steinliggja. – Vonandi verða leiðindagaurar á borð við Rí­gmontna rembimennið hvergi nærri.

* * *

Ein nostalgí­sk pæling að lokum. – Man fólk almennt eftir poxinu? Poxið var litlar pappaskí­fur með myndum af: handboltamönnum/tónlistarfólki/húðflúrsmyndum o.s.frv. Þetta keyptu krakkar í­ stórum stí­l og gátu svo spilað upp á pox-skí­fur með því­ að varpa „sleggju“ (einhvers konar málmskí­fu) ofan á pox-stafla og reynt að dreifa þeim yfir sem stærst svæði.

Hvers vegna er ég að rifja þetta upp? – Jú, ég kynntist poxinu í­ gegnum félaga mí­na sem voru í­ skátafélaginu Ægisbúum. Einhverjir yfirskátar þar fluttu poxið til landsins og stórgræddu á því­. Lagerinn var geymdur í­ skátaheimilinu, þaðan sem hægt var að stela bí­lförmunum af þessu. Hins vegar var í­slenska poxið alltaf frekar skúnkalegt þar sem hverri skí­tahljómsveitinni var leyft að vera með – handboltapoxin gengu einkum út á að sýna þjóðfána hinna og þessara landa sem kepptu á HM95 o.s.frv.

Skyldi poxið slá í­ gegn aftur? – Ég leyfi mér að draga það í­ efa.

Antíklímax? Finnst mönnum það ekki

Föstudagur, maí 17th, 2002

Antí­klí­max?

Finnst mönnum það ekki draga dálí­tið úr ljómanum yfir þessu fjallaprí­li Haraldar Arnar Ólafssonar að sama dag og hannklöngraðist upp á tindinn, skuli 63 ára gömul japönsk kona hafa gert það sama?

Skyldi forsætisráðherra Japan hafa vakað í­ heila nótt í­ einhverri sportverslun af þessu tilefni?

Heimilisfriðnum borgið… Hjúkk! Góður lesandi

Föstudagur, maí 17th, 2002

Heimilisfriðnum borgið…

Hjúkk! Góður lesandi ákvað að benda mér á það vegna sí­ðustu færslu, að leikurinn gegn Kebblaví­k sé klukkan 17 en ekki kl. 19. Það þýðir að ég kemst á völlinn OG get mætt í­ afganga hjá tengdó um kl. 20. – Jæja, þá ætti ég að losna við mestu skammirnar og er ekki algjör durtur!

Annars verð ég að fara að skipuleggja sumarið í­ kringum fótboltann. Það er HM í­ júní­ sem mun taka drjúgan hluta af tí­ma mí­num. Svo eru ekki nema þrí­r útivallarleikir sem hætt er við að maður missi af hjá Fram – það eru leikirnir gegn íBV, Þór og KA. Ég hlýt að geta platað Steinunni norður á KA-leikinn í­ lokaumferðinni, en lí­klega eru tvær Akureyrarferðir á einu sumri of mikið. Þá er Eyjaleikurinn of nærri verslunarmannahelgi til að ég nenni að fara út eftir í­ hann. Svo á ég alveg eftir að tí­masetja Færeyjaferðina sem enn er á dagskránni. – Spurning um að fara í­ lok júní­ eða byrjun júlí­, því­ frá 24. júní­ til 9. júlí­ er bara einn leikur (16 liða úrslitin í­ bikarnum).

Það er alltaf svo gaman þegar fótboltinn byrjar! Ég er sannfærður um að þetta verður tí­mabilið sem Þorbjörn Atli nær að blómstra. Ég spái honum markakóngstitlinum!

Verst að afa gengur frekar hægt að jafna sig af sýkingunni sem hann fékk á dögunum. Hann fer hvorki lönd né strönd um þessar mundir og kemst örugglega ekki á völlinn í­ bráð.