Archive for júní, 2002

Kveðjustund í námd Jæja, þá

Sunnudagur, júní 30th, 2002

Kveðjustund í­ námd

Jæja, þá er undirbúningur fyrir Færeyjaferðina að komast á lokastig. Við leggjum af stað austur á þriðjudagsmorgun en lagt verður úr höfn á fimmtudag. Fram að því­ þarf ég að klára 101 verkefni í­ vinnunni, auk annarra verkefna. Það er hræðileg tilfinning að yfirgefa vinnustaðinn í­ tólf daga. Ef frá er talin dvölin í­ Skotlandi, þá held ég að ég hafi mest verið viku frá safninu frá því­ að ég varð fastráðinn þar 1998. – Ég ætla að reyna að stilla mig um að hringja í­ Sverri á klukkutí­ma fresti til að tékka á því­ hvort allt gangi að óskum.

Svo er lí­ka leiðinlegt að fara núna á sama tí­ma og við Óli Guðmunds og Sverrir erum komnir í­ svona góðan gí­r í­ að stokka upp sýningarsalinn. Ég er að spá í­ að láta smiðina Knold og Tott smí­ða millivegg á meðan ég er í­ burtu, til að hægt verði að byrja að vinna í­ loftlí­nubásnum þegar ég kem aftur.

Annars verð ég að hætta að barma mér svona yfir þessu. Steinunn gæti farið að fá það á tilfinninguna að ég nennti ekki með henni, en ekkert er fjær sanni. Það verður frábært að fara til Færeyja, sérstaklega ef við komumst út í­ Mykjunes. Ég ætla að lesa Glataða snillinga í­ Norrænu og dusta jafnvel rykið af sögu SEV-Elfjelags Vestmanna, sem er afbragðsgóð bók um raforkusögu Færeyja eftir Jógvan Arge. (Ætli hann sé skyldur Uni Arge fótboltakappa?) – Til að setja okkur enn betur í­ gí­rinn ætluðum við að leigja kvikmyndina Barböru á föstudagskvöldið, en hún var ekki til á leigunni. Á staðinn tókum við Woddy Allen-myndina What´s up Tiger Lilly? – Hún var vonbrigði. Djókurinn á bak við það að taka japanska hasarmynd og döbba hana yfir á ensku var bara ekki að standa undir heilli kvikmynd.

Veit ekki hvort ég nenni að blogga frá Færeyjum eða hvort ég hef tí­ma á morgun til þess. Ef ekki, þá kveð ég bara að sinni!

Dýraheiti Um daginn sýndi sjónvarpið

Föstudagur, júní 28th, 2002

Dýraheiti

Um daginn sýndi sjónvarpið heimildamynd um minka og sögu þeirra í­ náttúru Íslands. Einhverra hluta vegna ákvað ég að horfa á þáttinn, ekki spyrja hvers vegna.

Þar kom fram nokkuð merkilegt atriði, varðandi heiti á karl- og kvendýrunum. Þannig er, að afkvæmi minksins nefnast hvolpar. Kvendýrið nefnist læða og karldýrið steggur. Nú er í­ sjálfu sér merkilegt að læður teljist eignast hvolpa, en steggsnafnið kom mér gjörsamlega í­ opna skjöldu.

Á kjölfarið fór ég að ræða við Sverri Guðmundsson, félaga minn hér á minjasafninu og barst talið að dýraheitum. Sverrir gat frætt mig á því­ að á Vestfjörðum væru karlkyns kettir nefndir steggir. Þumalputtareglan er nefnilega sú að Norðlendingar tali um högna, Sunnlendingar um fress og Vestfirðingar um steggi, sem fyrr segir. Eins og þetta sé ekki nógu skrí­tið, þá tala ekki allir landsmenn um læður því­ Norðlendingar munu nota orðið „bleyða“ um kvenkyns ketti.

Þetta þykir mér sérstaklega kynlegt þar sem útvarpsbloggarinn Svanhildur Hólm Valsdóttir er að norðan, en kýs samt sem áður að kalla sig „ljósvakalæðuna“. Ætti Svanhildur því­ ekki að halda tryggð við uppruna sinn og kalla sig „ljósvakableyðuna“?

* * *

Enn af stjörnuspánni:

Meyjan – 23,æagæust-23.sept.

Eilí­f sól í­ hjarta
amma þí­n er með barta.

* * *

Ljónið – 23.júlí­-22.ágúst

Þú ákveður að láta innra ljós þitt skí­na og gleypir nokkur endurskinsmerki í­ dag. Snjallt.

* * *

Krabbinn – 22.júní­-22.júlí­

Þú ferð að synda í­ dag og hittir gamlan félaga sem undrast yfir offitu þinni og vondu lí­kamsástandi. Þá segir þú: „Æi, drullaðu þér arna í­ burtu, ég er miklu þroskaðri andlega. Miklu þroskaðri andlega.“

Jamm.

Merkilegustu menn skólans? Svenni Guðmars

Fimmtudagur, júní 27th, 2002

Merkilegustu menn skólans?

Svenni Guðmars rifjar upp á blogginu sí­nu skemmtilegt atvik úr MR, þegar ég, Örn Úlfar Sævarsson og Barði Jóhannsson létum útbúa af okkur plakat með yfirskriftinni „Merkilegustu menn skólans“ og fengum birt í­ Skólatí­ðindum. Svenni hvetur mig til að rifja upp þessa sögu, en tyggur upp þá gömlu klisju í­ frásögn sinni að við félagarnir höfum borgað fyrir myndbirtinguna. Það er hins vegar alrangt.

Þannig er mál með vexti, að vorið 1993 þegar við Barði vorum í­ fjórða bekk en Örn í­ sjötta bekk, þá fékk Barði þá hugmynd að vel færi á því­ að prentað yrði plakat af honum í­ einhverju af blöðunum sem gefin voru út í­ skólanum. Hann orðaði hugmyndina við okkur Örn Úlfar og við gáfum honum vilyrði fyrir því­ að sitja fyrir á svona plakati ef einhver ritstjórnin fengist til að birta það. – Töldum við þó fremur ólí­klegt að nokkur fengist til þess.

Um þær mundir var ritstjórn Skólatí­ðinda skipuð nokkrum sjöttubekkingum, hinu svokallað Lomma-gengi, en í­ því­ var meðal annars Guðbrandur Benediktsson höfuðsnillingur og starfsmaður Ljósmyndasafns Reykjaví­kur. Einhverra hluta vegna gekk þeim ritstjórnarmönnum heldur illa að afla auglýsinga í­ blaðið, en Skólafélagið sem Svenni var ritari í­ skikkaði ritstjórnirnar til að fjármagna blöð sí­n að mestu eða öllu leyti með eigin auglýsingaöflun.

Barði gekk á fund Skólatí­ðindamanna og lýsti þeirri skoðun sinni að vel færi á því­ að birt yrði plakat á miðoppnu blaðsins með mynd af okkur þremenningum. Ritstjórnin sagði Barða að fara í­ rassgat – sem vonlegt var. Þá spurði hann hvort útilokað væri að fá þá til að breyta afstöðu sinni og fékk þau svör að ef Barði myndi afla hálfsí­ðu auglýsingar í­ blaðið, þá gæti hann fengið myndina birta.

Barði brást glaður við og gekk niður á ljósmyndastofuna andspænis Þjóðleikhúsinu (þar sem nú er Alþjóðahúsið og hið frábæra kaffihús, Kaffi kúltúr, sem allir skyldu heimsækja). Hann ræddi þar við ljósmyndarann og benti á að nú styttist í­ stúdentsútskriftir og hann gæti boðið honum góðan dí­l á hálfsí­ðuauglýsingu í­ skólablaði í­ MR, fyrir ákveðna upphæð og eina ljósmynd af sér og tveimur vinum sí­num. Ljósmyndarinn gekk að þessu og Barði gat gengið hróðugur á fund Skólatí­ðindamanna tuttugu mí­nútum eftir fyrra samtal þeirra og tilkynnt að málið væri frágengið.

Auðvitað varð ritstjórnin drullusvekkt yfir að hafa látið plata sig svona og yfir að hafa ekki fattað að ganga á fund ljósmyndastofa í­ borginni – en þeir gátu ekkert sagt og plakatið birtist. – Til að halda andlitinu, kusu þeir hins vegar að dreifa þeirri sögu að við Örn og Barði hefðum borgað stórfé fyrir birtinguna, sem var tóm tjara.

Og þannig, börnin mí­n, hljóðar sagan af plakatinu „merkilegustu menn skólans“.

– Verst að ég á ekki eintak af því­ sjálfur. Skrambans!

Stjörnuveisla Stebba Jess! Í gær,

Fimmtudagur, júní 27th, 2002

Stjörnuveisla Stebba

Jess! Á gær, þegar ég var að leita í­ bókadrasli heima, þá rakst ég á eintak af Spilatí­ðindum sem Spilafélag Framtí­ðarinnar gaf út þegar ég var í­ menntó. Ég var einmitt í­ stjórn spilafélagsins þegar það gerðist, ásamt Sibba og Pétri djöfli. – Við vorum raunar afar öflugir í­ spilamennskunni, því­ á okkar starfsári voru haldin tvö Trivial pursuit-mót, þar sem í­ annað skiptið mættu 35 3ja-manna lið, en í­ hitt skiptið 29 lið. Þá var MR eini skólinn sem treysti sér til að stilla upp sveit í­ fyrirhuguðu framhaldsskólamóti í­ Scrabble. Gott ef gömlu skröbblin okkar eru ekki ennþágeymd í­ kaffiterí­unni í­ MR.

En hvers vegna ætti fundur minn á þessu gamla Spilatí­ðindablaði að kæta lesendur þessarar bloggsí­ðu? Jú, ástæðan er sú að í­ blaðinu er að finna gullkorn úr stjörnuspá Tí­mans frá vetrinum 1994-5. Og hefst þá lestur:

Tví­burarnir – 21.maí­-21.júní­

Þú verður kona dagsins með kynþokkann í­ fyrirrúmi en jafnframt ábyrg í­ orði og æði. Vondu fréttirnar eru að allir hinir í­ fjölskyldunni verða öglí­.

* * *

Steingeitin – 22.des.-19.jan.

Þú ferð í­ leiki í­ snjónum með krökkunum í­ dag en engum finnst gaman nema þér. Það gengi betur ef þú hnoðaðir snjókallana á gamla mátann. Svo er lí­ka svo erfitt að fá þessi börn til að standa kyrr.

* * *

Bogmaðurinn – 2..nóv.-21.des.

Bogmaðurinn verður fí­fl í­ dag. Það er ekkert nýtt.

* * *

Steingeitin – 22.des.-19.jan.

Þú hittir Jónas Jónasson í­ dag á gangi og sá spyr þig hvort þú sért hamingjusamur. Ekki rota, ekki!

* * *

Fiskarnir – 19.febr.-20.mars

Nokkur galsi mun grí­pa þig undir hádegi og þú ákveður að gera sí­maat. Þú hringir í­ Við sf. og biður um æðstráðandi. Þegar sá svarar spyrðu hvort hann reki Við en honum verður ekki skemmt.

* * *

Fiskarnir – 19.febr.-20.mars

Þú finnur gamlan snigil í­ bí­lskúrnum í­ kvöld og kastar á hann kveðju. Hann mun svara: „Ég er ekki snigill, ég er ví­xill.“

* * *

Meyjan – 23.ágúst-23.sept.

Á kvöld ætlar makinn að koma á óvart og færir þér risastóran rósavönd en þú eyðileggur allt með því­ að segja: „Ha, ha. Ég vissi alveg að þú ætlaðir að gera þetta. Ég las það í­ blöðunum í­ dag.“

Jamm.

Ó, þú fagra veröld! Hvílík

Þriðjudagur, júní 25th, 2002

Ó, þú fagra veröld!

Hví­lí­k gleði og hamingja! Framarar, án Þorbjarnar Atla, tóku Skagamenn í­ bakarí­ið í­ gær. Framlí­nan er orðin feykisterk og miðjuspilið gott – Freyr Karlsson, sérstakur uppáhaldsleikmaður minn var til að mynda fí­nn í­ gær. En vörnin verður að skána. Ekki hélt ég að ég myndi sakna Sævars Guðjónssonar mikið úr vörninni, en hann myndi styrkja okkur núna. – Þá þurfum við að verða okkur út um varamarkmann. Það er glæfralegt að leika heilt tí­mabil án varamarkmanns. Hvað ef Gunnar fær rautt spjald? Á Ingvar þá að byrja í­ marki í­ næsta leik? Auk þess hefði Gunni gott af samkeppni um stöðuna. Útspörkin hans í­ gær voru t.d. herfileg á köflum.

Hjá Skagamönnunum var færra um fí­na drætti. Gunnlaugur var að venju fantagóður í­ vörninni og Bjarki kann helling í­ fótbolta, þótt þrekið vantaði. – Skaginn er með betra lið en svo að þurfa að vera í­ neðsta sæti með 40% búið af mótinu. Þeir munu salla inn stig seinni hluta sumars, en þá þarf baráttan að koma.

* * *

Það er með hreinum ólí­kindum að fylgjast með RSS-baráttu Bjarna og Más við Morgunblaðið. Mogginn er fáránlega í­haldssöm stofnun og hugmyndir þeirra um netmál hafa lengst af verið út í­ hött. – Hvernig í­ ósköpunum þeir geta komist að þeirri niðurstöðu að RSS-birting sé þeim í­ óhag er furðulegt, en alveg í­ takt við annað á þeim bænum.

Már og Bjarni ættu lí­ka að taka öllum staðhæfingum Morgunblaðsmanna um að þeir hafi lögin sí­n megin með miklum fyrirvara. Fyrir nokkrum misserum komu félagar mí­nir á legg vefritinu Mogginn.com, sem sí­ðar varð Sleggjan.com. Þeir Morgunblaðsmenn urðu æfir og kröfðust þess að sí­ðan yrði tekin niður, á þeirri forsendu að útgáfufélagið írvakur ætti alheimsrétt á notkun orðsins „Mogginn“ – t.d. hefði Morgunblaðið lengi haldið úti „Myndasögum Moggans“ og „Moggabúðinni“ en þar má kaupa frisbý-diska með Morgunblaðs M-inu.

Þessar staðhæfingar voru vitaskuld út í­ hött, en Mogga-lénið var samt aflagt vegna þess að írvakur hótaði málaferlum sem hefðu haft í­ för með sér kostnað og vesen. Fátækir námsmenn keppa ekki svo glatt við lögfræðingaskarans blaðaauðvaldsins.

Enn af stjörnuspám Höldum nú

Mánudagur, júní 24th, 2002

Enn af stjörnuspám

Höldum nú áfram að rifja upp stjörnuspánna úr Tí­manum:

Þig grunar að konan þí­n sé þér ótrú. Verður þá til þessi ví­sa:

Alla kalla
ætti að malla,
sem eru að bralla
ljótt með Halla
– meina Höllu.

Þetta er náttúrlega snilld!

* * *

Eins og lesa má um annars staðar, styttist óðum í­ Færeyjaferð. Ljómandi verður gaman þá!

Á leiðinni austur er ætlunin að heilsa upp á báðar tengdaömmur mí­nar – í­ Húnavatnssýslunni og á Egilsstöðum. Kannski nota ég tækifærið og renni við hjá Steinþóri Heiðarssyni, en hann er héraðshöfðingjasonur frá Tjörnesi.

Þetta flandur gerir það að verkum að ég missi af tveimur leikjum með Safamýrarstórveldinu. Bikarleik gegn skí­taliðinu KR og heimaleik í­ deildinni gegn KA. Það er fúlt. – Enn ömurlegra væri ef satt reynist að Þorbjörn Atli verði ekki með okkur gegn Skaganum í­ kvöld. Þá eru Framarar í­ vondum málum, því­ Þorbjörn Atli er vitaskuld besti leikmaður Landsí­madeildarinnar.

* * *

Því­ miður get ég ekki orðið við áskorunum góðra manna þess efnis að ég taki saman pistil um tí­mamælingar á sjó, þar sem ég missti að mestu af sjónvarpsmyndinni í­ gær. Ekki það að ég hafi ekki verið að horfa á sjónvarpið, en á sunnudagskvöldum er BBC Prime oft með ágætis úrval af gamanþáttum. Á gær horfði ég á glefsur úr Bottom, Only Fools & Horses og Yes, Minister – það er ekki amalegt. Þá greip ég í­ gamla spólu með Simpson-þáttum frá 1996 sem ég hef ekki séð í­ óratí­ma. – Með öðrum orðum: gott kvöld í­ sjónvarpsglápinu.

* * *

Það blæs ekki byrlega með frí­daginn sem ég ætlaði að taka mér í­ vinnunni á morgun. Nú er búið að boða blaðamannafund hér á Minjasafninu til að kynna nýja bók um skordýr í­ Elliðaárdalnum og gönguferðir á vegum fyrirtækisins í­ sumar. Að þessu tilefni settum við hér á safninu upp litla tjörn í­ sýningarsalnum, sem er full af vatnakarfa sem við veiddum í­ Grasagarðinum. (Vorum hálf álkulegir með háfa og tí­u lí­tra Gunnars-mæjónesdunka.) – Þessi kvikindi geta svo blaðamennirnir skoðað á morgun í­ ví­ðsjá. – Minjasafnið rokkar á þessu sviði sem öðrum.

Edda sem sér um ræstingarnar eipaði raunar þegar hún frétti af þessum áformum. Einkum eftir að við sögðum henni að vatnakarfinn myndi skrí­ða oní­ parketið og spretta upp næstu mánuðina.

* * *

Hóhóhó, hvað það verður gaman að fara á Mánagötuna í­ kvöldmat. Steinunn er að búa til heimagerðar fiskbollur úr ýsuflökum að austan.

Jamm.

Kaldhæðni Á laugardag bloggaði Palli:

Mánudagur, júní 24th, 2002

Kaldhæðni

Á laugardag bloggaði Palli:

Börnin mí­n góð.

Alveg er ég til í­ bolta á steypunni með þeim lúðum Sverri, Þór og Óla.

Já ég sagði það.

Seinustu 3 skipti sem ég stundaði slí­kt endaði það með vinstri hnéskelina í­ hnésbótinni.

– Ég get vottað að þessi frásögn Páls er rétt. Hann er slí­kt fatlafól að við minnsta átak, óvænta tæklingu eða skyndilegan snúning, á vinstri hnéskelin það til að skekkjast. Það getur verið ófögur sjón. Hvers vegna drengurinn fær ekki einhverja hlí­f á hnéð og gengur með hana dags daglega er mér hulin ráðgáta.

Nema hvað – á sunnudag var spilaður fótbolti við Grandaskólann. Þangað mættu: undirritaður, Palli, Þór, Sverrir, Sigurður Unnar, Sveinn Birkir, Óli Njáll, Stefán Eirí­ksson skrifstofustjórinn alræmdi úr dómsmálaráðuneytinu og „Halli“ sem er væntanlega bróðir Stefáns.

Þar skemmtu allir sér vel. – Með hugsanlegri undantekningu í­ Páli Hilmarssyni, því­ eftir stutta stund snerist í­ honum hnéskelin og hann þurfti að láta færa sig upp á Slysó. Það er kaldhæðnislegt!

* * *

Ekki nenni ég að gefa langar skýrslur um laugardagskvöldið. Það byrjaði í­ boði hjá Gvendi Strandamanni og endaði hjá Kjartani nýútskrifuðum lögfræðingi. Fylli upplýsingar má finna á bloggi Viðars.

Á kvöld liggur hins vegar leiðin á Laugardalsvöllinn þar sem Safamýrarstórveldið etur kappi við Skagamenn. Þessi leikur hefur raunar náð að baka mér litlar vinsældir, því­ í­ sí­ðustu viku reyndu Hrönn og Svenni, æskuvinir Steinunnar að austan, að bjóða okkur í­ mat en ég afþakkaði kurteislega þar sem Framarar væru að fara að spila við KR. Þá spurðu þau hvort mánudagskvöld væri í­ lagi – en þar setti Skagaleikurinn strik í­ reikninginn. – Ég er ekki að skora nein prik heima fyrir á meðan á Íslandsmótinu stendur!

Við verðum að vinna í­ kvöld! – Eða í­ það minnsta ná jafntefli. Það væri lí­ka stuð ef Framvörnin og Gunni markvörður n´ðu að halda hreinu eins og svona einu sinni!

Dýrt kveðið Rafveitustarfsmenn hafa löngum

Föstudagur, júní 21st, 2002

Dýrt kveðið

Rafveitustarfsmenn hafa löngum verið taldir starfsmönnum annarra veitufyrirtækja hagyrtari. Til marks um það má nefna að í­ Raftýrunni, starfsmannablaði Rafmagnsveitu Reykjaví­kur, birtist árið 1971 snjall bragur undir heitinu: „Rafmagn í­ hálfa öld“. Grí­pum niður í­ kvæðið, en það má syngja við lagið „Komdu og skoðaðu í­ kistuna mí­na“.

Ví­st er ódýr og hrein orkumyndin
og kostar ví­s næstum því­ alls ekki neitt.
Þótt dagnotkun fjölskyldu fari´ upp á tindinn,
er feikn stórir pottar eru settir á heitt.
Það kostar samt minna að sjóða allan mat
en svæla á dag hálfan Camel, það frat.

Stjörnuspá dagsins Enn held ég

Föstudagur, júní 21st, 2002

Stjörnuspá dagsins

Enn held ég áfram að rifja upp stjörnuspárnar úr tí­manum eftir minni. Þessi er í­ sérstöku uppáhaldi:

Þú ákveður að vera flottur í­ dag og láta það eftir krökkunum að kaupa kött.

Mikil verða vonbrigði þeirra þegar þú kemur heim með „hair-cut“.

Jamm…

Leiðrétting Sófakomminn Valur Norðri Gunnlaugsson

Fimmtudagur, júní 20th, 2002

Leiðrétting

Sófakomminn Valur Norðri Gunnlaugsson hefur farið þess á leit við mig að ég birti eftirfarandi yfirlýsingu:

Opið bréf á vefsí­ðu Stefáns Pálssonar, safnvarðar.

ígætu lesendur

Þann tuttugasta þessa mánaðar tengdi Stefán Pálsson undirritaðan við Framsóknarflokkinn. Þetta hefur hann eflaust gert í­ góðri trú þar sem ég hef gengt samfélagstarfi fyrir húsfélagið í­ hartnær 3 ár. Þrátt fyrir viðburðarí­ka en farsæla stjórnsýslu í­ húsfélaginu þá vil ég koma því­ á framfæri að ég er ekki framsóknarmaður og er því­ ekki að fara í­ framboð á þeirra vegum næsta vor. Einnig þykir mér ólí­klegt að Ólafur Jóhannes sé á þeim buxunum þar sem hann hyggur á nám erlendis frá og með næsta hausti.

Hinsvegar verðum við eflaust fremstu menn í­ stuðningsliði Björns Inga Hrafnssonar ef hann ákveður að koma fram í­ sviðsljósið fyrir næstu kosningar.

Valur Norðri Gunnlaugsson, formaður húsfélagsins að Hringbrautar 119 (ath. hér hættir fólki oft að ruglast á húsi Reykjaví­kurmafí­unnar en það er Hringbraut 121 og í­ augljósri niðurní­ðslu)

Er Valur og fjölskylda hans beðin hjartanlega asökunar á þessum hræðilegu mistökum. Það er sannkallað TURK 182 að saka menn ranglega um að vera Framsóknarmenn.