Archive for júlí, 2002

Þór sé oss næstur! Jæja,

Miðvikudagur, júlí 31st, 2002

Þór sé oss næstur!

Jæja, þá er maður hættur að hlaða undir rassgatið á Páli Fúlasyni og er þess í­ stað genginn til liðs við óeirðaseggina sem ekki talast við.

Þetta skilja þeir sem það þurfa…

* * *

Vilhjálmur Egilsson er í­ útvarpinu að ræða við Hallgrí­m Thorsteinsson. Er hægt að tala mikið meira eins og teiknimyndafí­gúra?

Salomónsdómur Stefáns Vá, ég hélt

Miðvikudagur, júlí 31st, 2002

Salomónsdómur Stefáns

Vá, ég hélt að rifrildi okkar Ragga Kristins (sem er ví­st dálí­tí­ð sár yfir að ég hafi kallað hann kverúlant, þótt í­ grí­ni hafi verið) um aldur Fram vs. Ví­kings væri nördalegt – en maraþondeilur Steggsins og Bleyðunnar (nenni ekki að útskýra þessi viðurnefni aftur) slá allt út! Þessi deila hefur vakið geysilega athygli í­ bloggheimum og má segja að fólk skiptist þar í­ þrjú horn – þá sem telja Vopnafjörð til Norðurlands, þeir sem eru því­ ósammála og þeir sem telja Viðar og Svanhildi bæði biluð.

Mistök þeirra beggja felast í­ því­ að telja að til sé skynsamleg svæðaskipting landsins eftir höfuðáttum. Allir ættu að vita að sú er ekki raunin, heldur gilda höfuðáttirnar ekki á landakortinu af Íslandi. Dæmi:

Nánast allir landsmenn tala um að fara suður til Reykjaví­kur, lí­ka í­búar Vestmannaeyja og fólk úr Ölfusinu. Reykví­kingar segjast hins vegar fara suður til Keflaví­kur – sem er í­ hávestur og vestur á ísafjörð – sem er í­ hánorður. Ergo: höfuðáttir gilda ekki á Íslandi!

Til að flækja málið enn frekar, er til eitthvað sem heitir Vesturland, sem þó nær ekki yfir allan vesturhluta landsins, því­ Reykjanesi og Vestfjörðum er sleppt. Vestfirðir, með vestasta odda landsins teljast því­ hvorki hluti af Vesturlandi né Norðurlandi. Vestfirðir fá ekki einu sinni að flokkast sem Norðvesturland, því­ samkvæmt í­slenskri málhefð er til eitthvað sem heitir Norðvesturland, en er þó ekkert vestarlega heldur fyrir miðju norðanverðu landinu.

Af þessu leiðir að það er algjörlega óþarft að ná að staðsetjaa Vopnafjörð með þessum hætti á annað hvort Norðurlandi eða Austurlandi, þar sem þriðji valkosturinn „hvorki né“ kemur til greina. Þannig mætti ví­sa til þessa landsvæðis sem „úti í­ rassgati“. Þannig gætu Reykví­kingar sagst fara suður í­ rassgat í­ merkingunni að fara til Vopnafjarðar. Annað eins hefur svo sem heyrst…

Smá mont… Jibbý, gaman gaman!

Þriðjudagur, júlí 30th, 2002

Smá mont…

Jibbý, gaman gaman! Við Sverrir (og þá er ég að tala um Sverri Guðmundsson, ekki Sverri Jakobsson) erum að gera svo góða hluti hér á safninu! Eftir að við fundum undraefni í­ Pennanum Hallarmúla til að lí­ma ljómyndapappí­r á, þá þrykkjum við út sögutextum og gömlum ljósmyndum og hengjum upp á vegg. Þetta tekur fáránlega langan tí­ma en útkoman er að verða býsna flott.

Enn sem komið er, þá erum við aðallega búnir að vera að vinna í­ sögu rafvæðingar og rafvæðingaráætlana á Íslandi fyrir byggingu Elliðaárstöðvar árið 1921. Undir það fellur lí­ka saga Gasstöðvarinnar, þannig að BA-ritgerðin mí­n er loksins farin að gagnast eitthvað. Þegar Ólafur (og þá er ég að tala um Ólaf Guðmundsson, ekki Óla Jó) kemur aftur úr frí­inu getum við aftur dembt okkur í­ básinn með jarðlí­nudeildinni og þá einkum stóra Quarashi-plakatið sem fer upp á einn vegginn. Við tölum um Quarashi-myndina vegna þess að hún sýnir heljarstórt háspennuvirki í­ grafí­skri upplausn sem lí­kist mjög myndinni framan á Quarashi-disknum.

Sverrir er raunar búinn að pæla töluvert í­ því­ geisladiskahulstri og uppgötvaði að sú mynd er ekki af gamla háspennuvirkinu í­ Elliðaárdal heldur er hún tekin af tengivirkinu við Korpu. Ég veit ekki hvor er meiri nörd – hann fyrir að komast að þessu eða ég fyrir að finnast þetta svona merkilegt…

Sæll enn og aftur, Ágúst!

Mánudagur, júlí 29th, 2002

Sæll enn og aftur, ígúst!

Segðu mér Gústi, finnst þér ekkert kjánalegt að við skiptumst á skoðunum í­ 2. persónu á netinu fyrir allra augum? – En það gleður mig að þú sért búinn að hrista úr þér morgunfýluna og sért kominn í­ stellingar til að ræða málin.

Þú segir mig hafna því­ að landstjórn hafi áhrif á kjör einstakra rí­kja, sbr. Zimbabwe. Ekki vil ég kannast við það og hef raunar skrifað allnokkrar greinar um málefni Zimbabwe sérstaklega og rætt um stöðu mála þar í­ landi í­ útvarpi a.m.k. einu sinni. Minnist þess ekki að hafa gripið sérstaklega til illmennsku Alþjóðabankans sem orsakaskýringar þar.

Auðvitað skiptir landstjórnin grí­ðarmiklu máli þegar verið er að ræða um stöðu efnahagsmála í­ einstökum rí­kjum – en það var ég ekki að gera í­ greininni sem fór svo mjög í­ taugarnar á þér, heldur var hér um að ræða hagtölur fyrir heilu heimsálfurnar. – T.d. tók ég fyrir Rómönsku Amerí­ku sem heild, en þar hefur efnahagsuppbyggingu hrakað á sí­ðustu tveimur áratugum samanborið við áratugina tvo þar á undan. Slí­ka hnignun í­ heilli heimsálfu verður að skýra með stærri þáttum en staðbundnum einvörðungu. – Um það hljótum við að geta verið sammála?

Þú hittir hins vegar naglann á höfuðið með því­ að gagnrýna patent-skýringar, eins og þá að finna eina stofnun eða einn aðila til að skella allri skuldinni á. Vandamálið er nefnilega akkúratt það, að Alþjóðabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðaviðskiptastofnunin eru einhverjar skæðustu patent-lausna stofnanir seinni tí­ma. Þær hafa gert tilkall til þess að geta einar tryggt uppbyggingu og vöxt í­ þriðja heiminum og fordæmt allar aðrar lausnir en þær boða. Lengst af ní­unda og tí­unda áratugnum voru þær lausnir óheft frjálshyggja, þrátt fyrir varnaðarorð (t.d. ýmissa hagsögufræðinga) sem bentu á að fleiri leiðir væru færar í­ hagþróun og að sumar þeirra leiða sem alþjóðastofnanir þessar berðust gegn væru þær sömu og iðnrí­ki Vesturlanda hefðu notað með góðum árangri við sí­na eigin uppbyggingu.

Gott dæmi um þetta er spurningin um eignarhald á vatnsveitum. Ef saga vatnsveitukerfa í­ Evrópu er skoðuð, þá hefst hún yfirleitt sem dreifð og ómiðstýrð uppbygging á vegum einkaaðila sem með tí­manum færist á hendur hins opinbera sem lí­tur á rekstur slí­kra þátta sem nauðsynlegan lið í­ stoðgerð samfélagsins. Þannig er innkoma rí­kisvaldsins á þessu sviði undantekningarlí­tið talin gæfuspor í­ evrópskri sögu, sem ýtt hafi undir efnalegar framfarir.

Nú, leggja stofnanir á borð við Alþjóðaviðskiptastofnunina ofurkapp á að fá stjórnvöld í­ þriðja heiminum til að einkavæða vatnsveitur sí­nar eða fela erlendum fyrirtækjum uppbyggingu þessara þátta. Reynslan af slí­kum framkvæmdum, t.d. í­ Rómönsku Amerí­ku, er hvarvetna sú að vatnöflun hefur reynst í­búunum erfiðari og vatnskostnaður hækkað. – Þessi afstaða viðskiptastofnananna er undarleg í­ ljósi sögunnar og evrópskra fyrirmynda en skiljanleg í­ ljósi hagsmuna stórfyrirtækja sem eygja góðan markað. – Þetta er dæmi um að við Vesturlandabúar beitum áhrifum okkar til að þvinga þriðja heiminn til að gera samfélagsbreytingar sem við kærum okkur ekki um að gera heima hjá okkur.

Og rétt að lokum:
Hvort Alþjóðabankinn eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi marga eða fáa starfsmenn er ekki góður mælikvarði á það hvort stofnanirnar geti haft mikil eða lí­til áhrif á afkomu einstakra rí­kja. Það sem skiptir máli, er hvaða tak viðkomandi stofnanir hafa á rí­kisstjórnum landa heimsins. – Þannig getur einn bankagjaldkeri í­ Búnaðarbankanum valdið mér mun meiri vandræðum en hópur af öðru fólki, með því­ einu að svipta mig yfirdráttarheimildinni minni og gjaldfella lánin mí­n…

Dr. Gunni er afbragð Dr.

Mánudagur, júlí 29th, 2002

Dr. Gunni er afbragð

Dr. Gunni er merkilegur náungi. S.H. Draumur og Bless voru snilldarhljómsveitir, kasettuútgáfa hans (Snarlið og fyrstu lögin hans Barða) var lí­ka góð. Sólóferillinn, sem einkum náði ví­st vinsældum í­ Finnlandi, var ágætur.

Poppstjarnan Dr. Gunni var ekki alveg að virka á Ununar-tí­mabilinu, en Prumpulagið var fí­nt.

Hins vegar er Doktorinn að toppa sig með bloggsí­ðunni sinni. Afgreiðsla hans á nöldrinu í­ Mikael Torfasyni er algjör snilld og ætti hver maður að lesa hana!

Jafnframt get ég ekki annað en verið sammála þessu með Guðberg. Ef Guðbergur færi að blogga, þá yrði sú sí­ða skylduheimsókn á hverjum degi!

Aumkunarvert… …er að lesa Ágúst

Mánudagur, júlí 29th, 2002

Aumkunarvert…

…er að lesa ígúst Flygenring í­ dag. Honum hugnast ekki hagtölur þær sem ég týndi til í­ greinarstúf á Múrnum um helgina og bregst við með því­ að kalla þetta „einfalda söguskoðun“ sem hann „nenni ekki að svara“. – En einhvern veginn virðist hann þó gera sér grein fyrir því­ að þetta sé kannski ekki alveg öflugasta röksemdafærslan í­ stöðunni og kýs því­ að svara þess í­ stað rökum sem hann í­myndar sér að ég gæti haldið fram eftir 15 ár…

Ansi erum við nú stórir karlar – ekki satt Gústi minn?

Annars kippi ég mér lí­tið upp við svona pillur í­ seinni tí­ð. Ég hef nefnilega margoft skrifað greinar þar sem dregin eru fram rök fyrir því­ að efnahagsstefna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og Alþjóðabankans hafi grafið undan fátækustu rí­kjum heims í­ stað þess að styrkja þau. Viðbrögðin eru hins vegar undantekningarlí­tið þau sömu hjá því­ fólki sem vill vera ósammála en hefur ekki rök máli sí­nu til stuðnings. – Það er að skrifa: „þetta er augljóslega algjört rugl – ég neita að rökstyðja hvers vegna!“

* * *

íður en ég fór að fá mestan áhuga á tæknisögunni, þá ætlaði ég á tí­mabili að hella mér út í­ hagsögu og las töluvert um efnið. Þá rakst ég á það, að í­ hagsögunni eru tvær hefðir – sú evrópska og sú bandarí­ska. Bandarí­ska hefðin er fyrst og fremst hagfræðileg og leggur meiri áherslu á hagfræðimódel en sögulegar staðreyndir. Sú evrópska er sagnfræðilegri, en oft frekar slöpp í­ teorí­unni.

Milli þessara tveggja fylkinga komu endalaust upp árekstrar, því­ að þegar sögulegu staðreyndirnar rákust á við hagfræðikenningarnar, þá vildu hagsögufræðingarnir sem unnu í­ anda bandarí­sku hefðarinnar alltaf reyna að verja kenningarnar með því­ að útskýra frávikið eða halda því­ fram að „í­ raun og veru“ hafi hlutirnir gert öðru ví­si. Evrópska hefðin leit hins vegar á hagfræðimódelin sem tæki en ekki algild sannindi.

Sjálfur var ég alltaf hrifnari af evrópsku lí­nunni. Mig grunar að ígúst Flygenring hefði veðjað á Bandarí­kjamennina. Það er afskaplega þægilegt ef maður vill ekki þurfa að útskýra atburði sem ekki passa inn í­ módelið…

Fótboltabömmer Æi, æi, æi! Helvítis

Mánudagur, júlí 29th, 2002

Fótboltabömmer

Æi, æi, æi! Helví­tis FH-ingarnir unnu stórsigur á Þórsurum í­ gær og virðast vera að komast á gott skrið. Það verður erfitt að stöðva þá úr þessu – og ég sem hafði einmitt verið að sigta þá út sem vænlega fallkandí­data. Á sama tí­ma er allt í­ steik hjá Fram, stjórnarmenn og stuðningsmenn rí­fast á spjallrás félagsins og ég veit ekki hvað. Ég trúi því­ ekki að við séum að fara niður úr deild dauðans! (Og það þrátt fyrir að vera með skömminni skárra lið en undanfarin ár…)

Annars er akkúratt kominn sá tí­mi ársins þar sem ég byrja að tala mig upp í­ enska boltann í­ stað hins í­slenska. Luton-menn verða nýliðar í­ 2. deildinni, en veðbankar eru að spá þeim svona 6-7 sæti. Það væri ekki dónalegt að komast í­ úrslitakeppnina strax í­ fyrstu tilraun en ég teldi þó vænlegra að taka fyrst eitt ár í­ að festa sig í­ sessi í­ deildinni áður en hoppað er aftur upp um deild.

Hvern er ég að blekkja? Á febrúar-mars verður Luton búið að fokka öllu upp og ég byrjaður að setja mig í­ stellingar fyrir vorleikina með Fram – sannfærður um að núna sé komið að því­! Illi ví­tahringurinn heldur áfram með einstaka hliðarsporum, eins og þessi örfáu tí­mabil sem Framararnir standa sig í­ handboltanum eða Hearts gerir einhverjar rósir í­ skoska boltanum.

Hvers vegna gerðist ég fótboltaáhugamaður? Þessu fylgir lí­tið annað en þjáningar og pí­na…

Siðfræði fyrir viðskiptavini… Upp á

Laugardagur, júlí 27th, 2002

Siðfræði fyrir viðskiptavini…

Upp á sí­ðkastið hefur mikið verið talað um siðferði í­ viðskiptum á Íslandi og þá einkum þann viðskiptakúltúr sem ýmsir stórlaxar í­ viðskiptaheiminum hafa tileinkað sér. (Norðurljós, SPRON, Nanoq o.s.frv.) – Minna er talað um okkur smáfiskana.

Um daginn fórum við Steinunn á Kaffi Kúltúre ástamt Palla, Hildi, Þór og Helgu. Við drukkum hvort sinn bjórinn og að því­ loknu borgaði ég með 2000-kalli. Stelpugreyið á kassanum var eitthvað utan við sig og byrjaði að telja fram þúsundkalla eins og ég hefði greitt með 5000-konu.

Ég benti henni á mistökin og hún þakkaði mér margfaldlega fyrir hugulsemina. – Þakka fyrir hvað? Þakka mér fyrir að hafa ekki stolið 3000 krónum frá kaffihúsinu? Hvers vegna ekki að þakka mér lí­ka fyrir að hafa ekki hnupplað öskubakkanum eða fyrir að krota ekki á klósettveggina? – Það er auðvitað enginn munur á því­ að taka við of hárri endurgreiðslu og hreinum þjófnaði.

Einhvern veginn virðast sumir hafa kosið að telja sér trú um að ef afgreiðslufólk geri mistök, þá sé „í­ lagi“ að hrósa happi og ganga út með aukapening í­ vasanum. Gaman væri ef einhver tæki að sér að útskýra þessa hugmyndafræði fyrir mér. Er þá ekki lí­ka í­ lagi að hnupla í­ búðum, svo fremi að verslunareigandinn sé sofandi á verðinum?

En hvers vegna er þetta rifjað upp hér núna? Jú, í­ gær mátti sjá í­ sjónvarpsfréttum myndir af langri biðröð fólks fyrir utan Nanoq í­ Kringlunni. Fólkið, sem margt hvert hafði tekið sér frí­ í­ vinnunni, var saman komið í­ þeirri von að fá hagstæð kjör á þýfi sem eigendur verslunarinnar prettuðu út úr birgjum. Finnst virkilega öllum þetta vera allt í­ lagi? – Er það bara sniðugt að gerast þjófsnautur, vegna þess að maður kemst upp með það? – Og jafnvel að auglýsa það lí­ka með því­ að stilla sér upp í­ röð fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar?

Það eru varla nema 3-4 vikur sí­ðan ég keypti mér gönguskó í­ Nanoq, svo ekki vantaði mig neitt sem verslunin hefur upp á að bjóða – en þótt svo hefði verið, þá hefði ég hugsað mig rækilega um áður en ég verslaði á brunaútsölunni. – Er svo mikill munur á því­ og að svindla á afgreiðslustelpum á kaffihúsum?

Ást og hatur á netinu

Föstudagur, júlí 26th, 2002

íst og hatur á netinu

Internetið mun drepa veruleikasjónvarpið!

Gleymiði þáttum eins og Survivor eða Big Brother. Yfirpródúseraðir sjónvarpsþættir á borð við þá munu aldrei til lengdar geta keppt við þessar litlu sögur sem spretta upp á netinu öðru hvoru.

Á morgun rambaði ég inn á spjallborðið á heimasí­ðu aðdáendaklúbbs Luton Town, minna manna í­ enska boltanum. Þaðan lenti ég svo inn á sí­ðu erkióvinanna í­ Watford, þar sem hlutirnir eru svo sannarlega að gerast!

Þannig er mál með vexti, að hin 19 ára Sarah (Bimbo83) taldi sig grátt leikna af fyrrum kærasta sí­num Brian. Sá mun hafa haldið fram hjá henni margoft, þar á meðal með Emmu í­ apótekinu og einhverjum gálum á Grikklandi. Ekki fór það ævintýri betur en svo að Sarah smitaðist af lifrarbólgu. – Á kjölfarið kom til ansi leiðinlegra sambandsslita, sem í­ blönduðust hótanir á báða bóga.

Til að ná hefna sí­n á Brian, ákvað Sarah að útlista það hví­lí­kur drulludeli hann sé á spjallþræði Watford – enda mun pilturinn vera ársmiðahafi hjá því­ liði. – Og þá fór boltinn að rúlla…

Hægt er að fylgjast með umræðunum hér, en spjallþráður þessi er nú þegar orðinn einn sá lengsti sem sögur fara af, með hundruð gesta frá öllum heimshornum. Á ljósi þessara geysilegu vinsælda ákváðu aðstandendur í­þróttavefsins sem umræðurnar fara fram á að hefja sölu á Bimbo83-bolum. Sarah er fremur ósátt með þá ákvörðun og telur á sér brotið eins og sjá má hér.

En það eru ekki bara eigendur í­þróttavefsins sem hyggjast græða á ævintýrinu. Því­ á sí­ðu sem sett hefur verið upp um drulludelann Brian, má kaupa nærboli og kaffikönnur með slagorðum gegn pörupitlinum.

Eins og lesa má á spjallrásinni, vill slúðurblaðið The Sun birta frétt um málið og deila þátttakendur í­ umræðunum um það hvort Sarah eigi að grí­pa tækifærið til frægðar og frama. Aðrir gantast með það hvernig Brian hafi fengið lifrarbólguna, en sá misskilningur virðist vera rí­kjandi í­ umræðunni að það gerist einkum með samlí­fi með geitum. (sic!)

Aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Má þar nefna þessa frétt og þessa.

– Ef það er einhver þarna úti sem ekki nennir að vinna á föstudegi, þá mæli ég með því­ að fólk sökkvi sér oní­ þetta mál ! ! !

Dauði og djöfull! Hvað var

Föstudagur, júlí 26th, 2002

Dauði og djöfull!

Hvað var þetta eiginlega sem verið var að bjóða upp á á Laugardalsvellinum í­ gær? A.m.k. ekki fótbolti!

Ég hef afar sjaldan sé Framara svona hroðalega lélega og hef þó séð ýmislegt. Það vantar alla baráttu og það sem verra er, þá fer maður að efast um að sumir í­ hópnum eigi neitt erindi í­ efstu deild. Aðalástæðan fyrir þessu er vitaskuld meiðsli lykilmanna. Þannig skoraði Þorbjörn Atli þrjú mörk og lagði upp fjögur til viðbótar áður en hann meiddist. Bjössi er langbesti maður liðsins, þannig að auðvitað blæðir okkur án hans.

Annar maður sem brýnt er að koma á lappir, er Ingvar í­ vörninni. Þá væri ekki verra að hafa tiltæka Bjarnana tvo sem léku með okkur fyrstu umferðirnar. Bjarni Hólm er stór strákur og ekki veitir af í­ stubbavörninni.

Sem stendur er Sævar kominn í­ bakvörðinn og það eru ótí­ðindi eins og Framarar þekkja. Hins vegar má hugga sig við að Eggert Stefánsson er að ná fyrri styrk, en hann er einn allra besti varnarmaður landsins. Þá er Andrés Jónsson sprækur og því­ skrí­tið að hann hafi ekki fengið að leika með í­ gær.

Á miðjunni er Gústi búinn að vera úti að aka og Englendingurinn, sem byrjaði ágætlega, gat ekkert. (Duttu mennirnir í­ það eftir Keflaví­kurleikinn?) – Hvers vegna er Freyr ekki í­ byrjunarliði? Hann er ekki sterkur, en hann getur skapað færi.

Sóknarleikurinn er lí­ka undarlegur. Þar brennir Andri Fannar af færum eins og hann væri í­ akkorði – en honum fyrirgefst það því­ að hann er efnilegur og við ætlum að selja hann fyrir marga peninga. Kristján Brooks hefur reynt að hlaupa eitthvað og því­ skrí­tið að taka hann svona snemma út af.

Og til að bí­ta höfuðið af skömminni, þá spiluðum við með tvo KR-inga sí­ðustu mí­núturnar í­ gær. Hví­lí­kir tí­mar, hví­lí­kir siðir!