Archive for ágúst, 2002

Loksins, loksins, loksins… Óðinn verði

Föstudagur, ágúst 30th, 2002

Loksins, loksins, loksins…

Óðinn verði oss náðugur! Loksins er ég kominn aftur í­ netsamband eftir alltof langa bið. Á sunnudaginn datt nettengingin út hér á safninu og vegna þess að tölvukerfi Orkuveitunnar hrundi á nokkurn veginn sama tí­ma var vonlaust að fá viðgerðarmenn fyrr en núna. Ég er búinn að missa gögn, s.s. dagbókarfærslur, tölvupósti hefur ekki verið svarað og reikningar ekki greiddir.

Á frystihúsum er staffið sent heim þegar enginn er fiskurinn. Hvers vegna er ég ekki sendur heim í­ sturtu þegar netið dettur út? Fyrir utan það að ég gat nánast ekkert unnið (öll gögnin mí­n eru meira að segja vistuð á intranetinu) þá fór sú litla orka sem ég átti eftir í­ að pirrast og böggast. Ég er búinn að vera hranalegur við vinnufélaga og ég veit ekki hvað.

En núna kemur betri tí­ð með blóm í­ haga. Mmmm…., nettenging.

* * *

Meðan á sambandsleysi mí­nu við umheiminn stóð, þá keypti ég mér nýjan bí­l. Nissan Sunny árgerð 1991. Þetta er fjórhjóladrifið og ágætlega kraftmikið, en reyndar sjálfskipt sem er galli. Þá eru ryðblettir á stöku stað sem vert er að laga. Fyrsta spurningin sem ég stóð frammi fyrir var sú hvað kalla eigi gripinn. Nú hafa flestir bí­lar sem ég hef átt eða haft aðgang að heitið nöfnum á borð við: „dósin“, „vaskafatið“, „gamli gráni“ eða „rauða hættan“. Út frá þessu verður nú breytt og nýi bí­llinn mun fá hljómmikið nafn. Ég var að lát mér detta í­ hug að kalla hann: Neista nýrrar aldar!

* * *

Eftir miðnefndarfundinn í­ gær héldum við Steinunn, Sverrir og efnilegasti sonur þjóðarinnar á Nellys. Þaðan fór Sverrir grunsamlega snemma, en Palli og Hildur sviku okkur um að mæta.

Efnilegasti sonurinn er höfuðsnillingur, það lá alltaf fyrir. Um þessar mundir er hann hins vegar ákaflega ástfanginn höfuðsnillingur sem hefur einstakan hæfileika til að troða nafni sí­gaunastráksins, vinar sí­ns, inn í­ allar umræður. Það er dálí­tið krúttlegt.

Símtalið… Eftir vinnu í gær

Laugardagur, ágúst 24th, 2002

Sí­mtalið…

Eftir vinnu í­ gær náði ég í­ Steinunni upp í­ Háskóla, enda búinn að taka bí­linn hennar traustataki þangað til mí­n eigin bí­lamál skýrast. Það var ekki sjón að sjá stelpugreyið, þar sem hún er að drepast úr kvefi og kúguppgefin eftir að afgreiða háskólanema um lykilorð í­ tölvukerfið allan daginn. Það var sem sagt engin stemning fyrir flókinni matargerðarlist. Meira að segja ekki hinum magnaða sérrétti mí­num: medisterpylsa steikt á pönnu, kartöflur soðnar í­ potti og étnar ásamt bökuðum baunum. Þess í­ stað pantaði ég e-ð frá Indókí­na.

Á leiðinni eftir matnum droppaði ég við í­ erlendu bókadeildinni í­ Mál og menningu og spurðu hvort nýjasta Irving Welch-bókin væri fáanleg. Afgreiðslukonan sló þessu saman við John Irving (sem er raunar góður lí­ka) og ætlaði að selja mér The Fourth Hand (sem ég á raunar eftir að lesa). Mér tókst þó að útskýra muninn á þessum höfundum og að ég væri að leita að bók sem héti „Porno“ og væri framhald af Trainspotting. Eftir smá leit í­ tölvunni sá konan að búið væri að panta bókina, en hún væri ekki komin. Hvatti mig til að hringja eftir tvær vikur.

Þessu næst vappaði ég yfir götuna og náði í­ kí­namatinn. Það stóð hins vegar á endum, að í­ sömu andrá og ég var búinn að setja matinn á borðið heima á Hringbraut og stinga upp í­ mig fyrsta bitanum hringdi Guðjón Magnússon, yfirmaður minn, í­ mig og bað mig um að bruna í­ vinnuna. Dagskrá í­ einhverri sýnisferð hafði riðlast og nú þurfti að fylla upp í­ dagskránna með ferð um Minjasafnið. Fokk.

Brunaði inn eftir í­ hendingskasti. Á ljós kom að Björn Bjarnason var í­ hópnum, en það eru bara nokkrir dagar sí­ðan ég jós hann skömmum á Múrnum og uppskar skammir á heimasí­ðunnu hans. Þetta var því­ fremur pí­nleg uppákoma og lengi framan af forðumst við Björn að horfa hvor á annan. Það skánaði þó aðeins er á leið. – Eftir stendur að maturinn var orðinn kaldur þegar heim var komið, auk þess sem fréttirnar voru búnar og hinir omurlegu þættir um Indiana Jones teknir við. – Urgh!

Karlrembusvín… Í gær lenti ég

Fimmtudagur, ágúst 22nd, 2002

Karlrembusví­n…

Á gær lenti ég í­ nokkuð sérkennilegu sí­mtali hér á Minjasafninu. Hringjandinn var þekktur útvarpsfréttamaður og var gangur samtalsins á þessa leið:

Útvarpskall:Góðan daginn, ég þarf að … (ber upp erindið) … myndi ég ræða við þig um það?

Stefán: Nei, þetta fellur nú undir aðra deild hér í­ fyrirtækinu. Ég skal láta þig hafa númerið hjá henni … sem er með þetta á sinni könnu. Númerið er 86…

Útvarpskall: Hmmm. Mí­n reynsla er nú sú að það sé betra að tala við karlmenn.

Stefán: Haag?

Útvarpskall: Já, það kemur yfirleitt betur út.

Stefán: Uhh. En nú fellur þetta eiginlega undir verkahring … og hún gæti örugglega…

Útvarpskall: Er enginn annar…?

Stefán: Ummm, jú. Þú getur svo sem hringt í­ hann … í­ sí­ma …

Útvarpskall: Já, ég geri það. Þakka þér fyrir og vertu sæll.

(Sí­mtali lýkur.)

Skrí­tið!

Grátur og gnístran tanna… …nú

Miðvikudagur, ágúst 21st, 2002

Grátur og gní­stran tanna…

…nú ertu kominn til að kveðja – nú ertu kominn ti-i-il að kveðja-a-a…

ístsæll bí­llinn minn, Mazda 323, árgerð 1987, dó í­ gær. Andlátið bar sviplega að, enda hafði bí­llinn verið í­ þokkalegu standi eftir tvær bráðaaðgerðir á bí­laverkstæði Edda K á vormánuðum. En í­ gærmorgun fékk hann slag og drap á sér á ljósunum á mótum Flókagötu og Lönguhlí­ðar. Sí­ðdegis tókst að lí­fga hann við með raflosti, en það reyndist tálvon ein því­ upp úr kvöldmat drap hann aftur á sér í­ grennd við Landspí­talann á mótum Hringbrautar og Laufássvegar.

Að öllum lí­kindum var það alternatorinn sem gaf sig að þessu sinni og ljóst er að bí­lnum hefði mátt koma í­ lag með einfaldri viðgerð, en þar sem ákveðið var að skipta gamla rauð út með haustinu, var alveg eins gott að hringja strax í­ Vöku.

Og þannig standa málin í­ augnablikinu. Ég er sem sagt bí­llaus og byrjaður að þræða bí­lasölurnar og snúa öllu við í­ leit að smápeningum upp í­ ný bí­lakaup.

Stuna!

Snörl… Jæja, haustið er komið.

Mánudagur, ágúst 19th, 2002

Snörl…

Jæja, haustið er komið. Það sannast á nefinu á mér sem er orðið stí­flað. – Það er því­ rétt að vara lesendur þessarar sí­ðu strax við því­ að ég mun á næstunni barma mér mjög. Mér er flest betur gefið en að bera mig kalmannlega í­ veikindum.

* * *

Fram tapaði, Hearts gerði jafntefli, allt í­ steik hjá Luton. Fótboltinn verður martraðarkenndari með hverjum degi sem lí­ður…

* * *

Stefni að því­ að taka það rólega í­ kvöld og halda áfram með Rebus-reifarann sem ég fékk frá mömmu – Resurrection Men. Þetta er þrettánda Rebus-bókin eftir Ian Rankin og ég hef lesið þær allar. Við tækifæri ætla ég svo að panta mér þá nýjustu og væntanlega lí­ka nýjustu Irving Welsh-bókina.

Jamm.

Fokkíng Magnús Hlynur… …birti í

Sunnudagur, ágúst 18th, 2002

Fokkí­ng Magnús Hlynur…

…birti í­ gær myndir þar sem ég sást á auka-allsherjarþingi ísatrúarfélagsins, með þeim afleiðingum að sí­minn ætlar ekki að stoppa hjá mér.

Félagar mí­nir í­ Múrnum eru gjörsamlega að eipa og virðast helst telja að byltingunni hafi seinkað um áratug vegna þessara frétta. Amma mí­n er hins vegar orðin sannfærð um að ég verði allsherjargoði innan tí­ðar. – Stuna.

Hið rétta í­ málinu er að ég var beðinn um að taka að mér fundarstjórn á þinginu í­ gær, en hef ekki verið félagi í­ ísatrúarsöfnuðinum nema í­ hálfan mánuð. (Steinunn og tengdó eru búnar að vera það mun lengur.) Fyrir þinginu lá að staðfesta eða hafna brottvikningu Jörmundar Inga sem allsherjargoða, en með því­ máli hafði ég bara fylgst í­ fjölmiðlum.

Til að geta tekið almennilega á verkefninu byrjaði ég á því­ að tala við báða málsaðila – Jörmund og fulltrúa stjórnarinnar. Þar kom í­ ljós grí­ðarleg beiskja og ljóst að fundurinn yrði geysierfiður, enda bar þessum aðilum ekki einu sinni saman um hvers konar fund væri að ræða. Á kjölfarið ræddi ég við hina og þessa sérfræðinga í­ fundarsköpum og lögum, þar á meðal Illuga Gunnarsson sem fannst bráðfyndið að ég hafi látið plata mig út í­ þetta og sagði þetta jafngilda meiraprófi í­ fundarstjórnun.

Fundurinn gekk svo þokkalega fyrir sig, þótt mikið hafi verið um frammí­köll og að á tí­mabili hafi dagskrár- og fráví­sunartillögurnar hrannast upp. Jörmundur tapaði kosningunni, en ekki hef ég heyrt neitt um að mér hafi verið kennt um þá niðurstöðu.

* * *

Að fundi loknum héldum við Steinunn heim að hlaða batterí­in fyrir menningarnóttina. Það varð þó minna um rölt á milli staða en til stóð, því­ að Rí­mna- og rappdagskráin stóð frá átta til tólf. Þar sátum við ásamt Kötu og Ernu undir einhverju alsérstæðasta prógrammi sem ég hef séð. Lí­klega verðum við Kata að hnoða saman einhverju um það á Múrinn, en ég hef það þó að segja að Erpur er snillingur og ekkert minna!

* * *

Fokk! Luton tapaði þriðja leiknum í­ röð. Stigalausir eftir þrjár umferðir, mér verður illt.

Framararnir VERíA að standa sig fyrir norðan í­ kvöld…

Smásmygli Óskaplega vill Ármann hafa

Föstudagur, ágúst 16th, 2002

Smásmygli

Óskaplega vill írmann hafa þetta nákvæmt. Það var Gunnar Ólafur Hansson sem söng lagið um Kötlu köldu.

Jamm.

Jibbý, nú eignast ég nýja

Föstudagur, ágúst 16th, 2002

Jibbý, nú eignast ég nýja bók í­ safnið!

Katla var köld í­ lund, sem meðal annars kom fram í­ því­ að hún fór í­ sturtu í­ stað þess að mæta á almenningsbaðstaði. (Samkvæmt sömu skilgreiningu er ég lí­ka kaldlyndur.)

Vinur Atla, fyrrum ástmanns Kötlu sem lét móðan mása í­ sí­mann við þær mæðgur var Vernharður Lár. Þar gef ég mér að að „Lár“ sé stytting á „Lárusson“, en ekki er útilokað að um ættarnafn sé að ræða.

Flytjandinn var MH-grúppan Mosi frændi.

Jamm, þá telst írmanni fullsvarað.

Besti dagur mánaðarins… …er að

Miðvikudagur, ágúst 14th, 2002

Besti dagur mánaðarins…

…er að sjálfsögðu sá átjándi, því­ að þá byrjar nýtt kreditkortatí­mabil. Næstu þrjá dagana er stefnan tekin á að naga gömul fiskbein og láta skyldmenni gefa sér að éta. Með nýju kortatí­mabili fer landið hins vegar að rí­sa á ný og um mánaðarmót ætti ég að geta staðið í­ skilum með flesta gí­róseðla, þ.á.m. fokkí­ng bí­latryggingarnar sem ætla mig lifandi að drepa.

Miðað við núverandi fjárhagsáætlun ætti peningastaðan því­ að komast í­ lag um átjánda september, með þarnæsta kortatí­mabili… nema hvað, að um þær mundir þarf ég að skipta út bí­ldruslunni og kaupa nýja. Þá verður grátur og gní­stran tanna!

Að öllu óbreyttu virðist því­ helst í­ stöðunni að fá sér einhverja skí­taaukavinnu sem gefi e-ð í­ aðra hönd. Andskotinn hafi það, ég get ekki farið enn einu sinni í­ að þjálfa Morfís-lið? Hef ég enga sjálfsvirðingu? Væri ekki skárra að hætta að borða, drekka bjór og kynda í­búðina???

* * *

Luton tapaði aftur í­ gær – öðrum leiknum í­ röð. Markatalan eftir tvær umferðir er 4:8, sem er magnað!

* * *

Breytingarnar sem við Óli og Sverrir erum búnir að garfast í­ hér á safninu eru killer! Helví­tis strigaspjöldin sem keypt voru 1990 eru loksins að ví­kja úr salnum og við tekur framtí­ð ný og góð…

Jamm.

Hann á afmæl´í dag! Hann

Þriðjudagur, ágúst 13th, 2002

Hann á afmælÂ´í­ dag! Hann á afmælÂ´í­ dag…

…hann á afmæli greinaflokkurinn Lagnafréttir í­ Mogganum, hann er 10 ára í­ dag!

Einhver vanmetnustu skrif í­ í­slenskum dagblöðum eru greinar Sigurðar Grétars Guðmundssonar pí­pulagningarmeistara í­ Fasteignablaði Morgunblaðsins. Maðurinn fer einfaldlega á kostum viku eftir viku og setur lagnamál í­ svo einfalt og skemmtilegt samhengi að unun er að lesa.

Sigurður Grétar er þó meðvitaður um að hann á sér óvini – sérfræðingamafí­una sem vill ekki fræða almenning heldur hefst við í­ fí­labeinsturni lagnafræðanna. Má þar nefna lagnamafí­una sem er á móti plaströrum af einhverjum óksiljanlegum ástæðum, lí­kt og Sigurður hefur í­trekað bent á. En grí­pum niður í­ afmælispistil dagsins:

Það er hreint með ólí­kindum að það eru liðin 10 ár sí­ðan fyrstu „Lagnafréttir“ birtust í­ Fasteignablaði Morgunblaðsins.

Þá var ætlunin að skrifa fimm pistla en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru þeir enn að birtast, lí­klega óskiljanlegast fyrir þann sem þá skrifar.

Til hverra er skrifað?

Það urðu margir hvumsa þegar fyrsti pistillinn birtist, einkum tæknimenntaðir menn í­ lagnamálum sem vissu um þær fyrirætlanir, að skrifa slí­ka pistla, og bjuggust við hátí­ðlega lærðum pistli á tæknimáli sem fáir botnuðu í­, slí­kur stí­ll hefur löngum verið talinn bera vott um mikla þekkingu sem væri ekki allra.

Fyrsti pistillinn var lí­ka tæknimenntuðum mönnum óskiljanlegur. Hvað á maðurinn við með fyrirsögninni „Hrí­ðarveður fyrir Fjalla-Eyvind“?

Að sjálfsögðu hefðu fáir menn frekar en Eyvindur blessaður haft þörf fyrir góðar lagnir, hitaveitu og sturtu, þar sem hann hí­rðist í­ svörtu skammdegi og blindbyl uppi á reginöræfum og meira að segja kvenmannslaus með köflum.

En sá rammi sauðaþjófur fór samt ekki með öllu á mis við gæði sem heit böð, hann hefur áreiðanlega kunnað að notfæra sér „heita pottaldquo á Hveravöllum og ví­ðar sem slí­kan munað var að finna uppi á öræfum Íslands, jafnvel nagað lambaskanka, þjófstolinn að sjálfsögðu, sem hann hefur soðið í­ öðrum heitari potti.

Er Fjalla-Eyvindur einn af frumkvöðlum Íslands í­ nýtingu heita jarðvatnsins?

En þessi fyrsti pistill var svolí­tið „nastí­“ eins og fleiri hafa reyndar verið sí­ðar meir, það verður að játa. Það sem átt var við í­ fyrirsögninni var að mörg loftræsikerfi hérlendis væru kjörin sem leikhljóð við uppsetningu á hinu fræga leikriti Jóhanns Sigurjónssonar um útlagann, sérstaklega þegar hann og Halla hí­rast í­ köldum kofanum í­ sí­ðasta þætti, nær hungurmorða og hrí­ðin gnauðar úti með hinum ámátlegustu hljóðum.

Um góðan mann var einhverju sinni sagt: „mörgum kom hann til manns, en öllum til einhvers þroska“. Þau orð koma upp í­ hugann við lestur pistils dagsins þar sem segir: Ekki ætlar sá er hér situr sér þá dul að meta hvort þessir pistlar eru einhvers virði eða ekki. Hinsvegar hafa þeir vonandi komið að einhverju gagni á þann hátt að húseigendur geri sér betri grein fyrir því­ að lagnir eru ekki eilí­far, né verk þeirra lagnamanna sem kerfin lögðu.

Jamm.