Archive for september, 2002

Þraut fyrir tæknisögubuff Jæja, það

Mánudagur, september 30th, 2002

Þraut fyrir tæknisögubuff

Jæja, það er nú orðið langt um liðið frá því­ að ég hef efnt til spurningaleiks hér á blogginu. Raunar má segja að undirtektir hafi verið dræmar í­ þessum spurningaleikjum til þessa, en á hitt ber að lí­ta að þeir fóru fram áður en ég varð besti og frægasti bloggari Íslands.

Að þessu sinni verða allar spurningarnar um gamla kolakranann við Reykjaví­kurhöfn. Mikið vantar upp á að sögu kolakranans hafi verið gerð nægilega vel skil í­ atvinnusögu þjóðarinnar, en hann var um skeið fullkomnasti kolakrani á Norðurlöndum. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, eða falleg myndabók sem gefin var út í­ tilefni af 200 ára afmæli Reykjaví­kur. Hægt er að senda rétt svör í­ tölvupósti (stefan.palsson@or.is) eða með því­ að blogga, en þá er ekki pottþétt að ég rambi á svarið. Sá eða sú sem svarar flestum spurningum rétt fær hnossið, en ef fleira en eitt rétt svar berst verður dregið á milli og/eða sá/sú úrskurðaður sigurvegari sem fyrst(ur) kemur með rétt svar.

1. Hvaða ár var kolakraninn reistur?

2. Hvaða ofurhugi var aðalhvatamaður að framkvæmdinni?

3. Hvaða fyrirtæki rak kolakranann?

4. Hvað var kraninn nefndur í­ daglegu tali?

5. Hvaða ár var kraninn rifinn?

Jamm.

Mannslát á Klapparstíg Óskaplega er

Mánudagur, september 30th, 2002

Mannslát á Klapparstí­g

Óskaplega er búið að vera sorglegt að fylgjast með máli Steins írmanns sem varð mannsbani á fimmtudagskvöldið. Ég kannast ágætlega við móður Steins og hef því­ reglulega fengið fregnir af þeirri hörmungasögu sem lí­f hans hefur verið undanfarin ár. Væntanlega munu fjölmiðlar á borð við DV rifja hana upp með reglulegu millibili næstu árin af þeirri einstöku smekkví­si sem þá einkennir.

Það virðist núna vera svo ótrúlega stutt sí­ðan ég frétti af því­ að Steinn hefði verið útskrifaður af Sogni, þrátt fyrir að allir vissu að hann væri ekki heill. Fjölskylda hans varð miður sí­n, því­ hún óttaðist að einmitt eitthvað svona gæti gerst. Viljum við búa í­ samfélagi þar sem sérfræðingar freistast til að útskrifa menn of snemma af réttargeðdeildum til að spara í­ kerfinu? Mun þetta mannslát duga til að raunverulegar breytingar eigi sér stað, eða gleymist málið fljótt vegna þess að sá látni var lí­ka ógæfumaður?

Maður verður hreinlega niðurdreginn af því­ að hugsa um þetta mál og þá sérstaklega vesalings fjölskylduna sem hefur mátt lifa í­ skugga þessa í­ mörg ár.

* * *

Fór í­ gær á 24 Hour Party People. Hún er hreinasta snilld. Klúður að hafa ekki náð henni á stærra tjaldi en í­ kjallaranum í­ Háskólabí­ói.

* * *

Fór lí­ka á Fram – Þór í­ handboltanum í­ gær. Það var langt frá því­ að vera snilld. – Óskaplega voru mí­nir menn lélegir. Spurning um að sleppa því­ alveg að fylgjast með handboltanum í­ vetur…

Frægur maður í sárum Fjandinn,

Sunnudagur, september 29th, 2002

Frægur maður í­ sárum

Fjandinn, ekki var nú gaman að tapa þessum bikarúrslitaleik í­ gær. Fylkismennirnir léku skynsamlega, vörnin okkar gerði afdrifarí­k mistök og við vorum óheppnir við mark andstæðinganna. Með smá heppni hefðu úrslitin hæglega getað orðið á annan veg.

En þó úrslitin hafi verið svekkjandi var gærdagurinn frábær. Við Valur héldum upp í­ Framheimili strax um morguninn, löptum bjór og spjölluðum við aðra Framara. Segja má að þessi heimsókn hafi snúist upp í­ massí­vt nostalgí­ukast því­ þarna voru kempur frá ní­unda áratugnum á hverju strái. Pétur Arnþórsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Viðar Þorkellsson, Pétur Ormslev, Helgi Björgvinsson, Kristján Jónsson og meira að segja Baldur Bjarnason. (Ég er örugglega að gleyma mörgum.)

Sí­ðar um morguninn kom Steinunn með afa á svæðið. Hann skemmtir sér alltaf konunglega innan um Framarana, en það skyggir nokkuð á að hann er eiginlega sá eini sem er eftir af hans kynslóð. Hinir hafa týnt tölunni, heilsunni eða áhuganum. Þegar ég verð áttræður ætla ég að verða eins og afi. Mæta á alla Framleiki eins og grand old man.

Þegar á laugardalsvöllinn var komið bættist Sverrir í­ hópinn. Þangað ætlaði raunar Kolbeinn Proppé lí­ka að mæta. Mr. Proppé er algjör rati í­ fótboltamálum og heldur bara með Knattspyrnufélagi Siglufjarðar og hvaða landsbyggðagúbbum sem hverju sinni spila við Reykví­kinga. Nú, eftir að hann ert orðinn borgarmálapólití­kus og kominn í­ stjórn íTR er ljóst að hann verður að taka upp nýja hætti. Og hvað er þá betra en að gerast Framari á gamals aldri?

Eftir leikinn töluðum við Valur og Sverrir aftur í­ okkur kjarkinn í­ þeirri kyndugu knæpu Wall Street Bar í­ írmúlanum. Þar kviknaði snilldarhugmynd sem verður að framkvæma á næsta keppnistí­mabili. – Raunar er hugmyndin svo góð að hún má ekki klúðrast. Meira um það að ári…

* * *

Nú um helgina er ég farinn að upplifa það að fólk er farið að vera feimnara í­ návist minni og stingur saman nefjum þegar ég geng fram hjá. Rosalega er frægðin fljót að segja til sí­n…

* * *

Og að lokum samviskuspurningin:

Hver á skóna?

Spillir frægðin? Nú er

Föstudagur, september 27th, 2002

Spillir frægðin?

Nú er ég búinn að vera besti og frægasti bloggari landsins í­ tæpan sólarhring og því­ rétt að fara að velta því­ fyrir sér hvaða áhrif þessi nýja staða sé að hafa á skapgerð mí­na og sálarlí­f.

Skemmst er frá því­ að segja að ég finn ekki á mér neinn mun, sem hlýtur að teljast merkilegt því­ margir myndu eflaust láta slí­ka nafnbót stí­ga sér til höfuðs og fyllast af hroka og veruleikafirringu. En er ég þá betri en annað fólk? – Nei, í­ sjálfu sér ekki. Ég er bara sterkari einstaklingur og meira með fæturnar á jörðinni en margur annar.

Það að verða skyndilega frægasti og besti bloggari á í­slandi er um margt eins og að vinna stóra vinninginn í­ happdrættinu. Þeim sem það gera hættir til að tapa sér og breyta lí­fsstí­l sí­num gjörsamlega (hætta að vinna, skipta út gömlu vinunum o.s.frv.) Þetta ætla ég ekki að láta henda mig. Þó að ég sé komin í­ þessa stöðu, ætla ég að halda áfram að umgangast mí­na gömlu vini og tengja yfir á bloggsí­ður þeirra. Á sama hátt vona ég að þau fyllist ekki öfund vegna hinnar nýtilkomnu velgengni minnar. Þá væri betur heima setið en af stað farið.

En talandi um vini og kunningja:

* Það er gott að heyra að klikkaði rafvirkinn hafi ekki stútað Bryndí­si. Þetta er löngu hætt að vera sniðugt með þennan mann.

* Það er sömuleiðis gott að heyra að Svenni hafi ekki misst fyrirvinnuna. Þessar uppsagnir hjá Ísl. erfðagreiningu eru sorglegar. Ég þekki slæðing af fólki sem vinnur þarna. Vonandi heldur það allt vinnunni.

* Ernu átti ég alltaf eftir að þakka stuðningsyfirlýsinguna varðandi litinn á blogginu mí­nu.

* Góð ábending hjá írmanni að fólk ætti að taka frá 11. október. Það verður eitthvað magnað sem gerist þá!

* Gott mál að Þór sé (næstum því­) kominn í­ hóp blóðgjafa. Sjálfur byrjaði ég að heimsækja blóðsugurnar þegar ég var í­ menntó og er kominn upp í­ 24 gjafir. (Ætli ég fái viðurkenningarskjal næst?)

* Pottormurinn er í­ náðinni um þessar mundir. Það er greinilegt að hann ætlar að veðja á sigurvegara bloggheimsins frá byrjun…

Jamm

Besta blogg á Íslandi Jæja,

Fimmtudagur, september 26th, 2002

Besta blogg á Íslandi

Jæja, þá hef ég tekið tí­mamótaákvörðun í­ lí­fi mí­nu. Ég ætla að verða besti og frægasti bloggari á Íslandi.

Hugmyndin er raunar undir beinum áhrifum frá blogg-verðlaunum The Guardian, sem valdi „Scaryduck – the blog that was nearly on the telly“ sem besta blogg Bretlands. Eftir smávangaveltur hef ég komist að því­ að svona vil ég lí­ka verða…

En hvað felst í­ því­ að verða besti og frægasti bloggari landsins? Verð ég það með því­ að rí­fa kjaft um allt og alla eins og Dr. Gunni eða varpa fram pólití­skum sprengjum eins og Björn Bjarnason? (Jú, ví­st er heimasí­ða Björns nokkurs konar blogg…) – Nei, svo sannarlega ekki! Dr. Gunni og BB eru nefnilega ekki frægir bloggarar heldur frægir menn sem blogga – á því­ er grí­ðarlegur munur.

Ef Linda Pé, Þorgrí­mur Þráinsson eða Sölvi Blöndal færu að blogga, þá myndu að sjálfsögðu milljón manns lesa sí­ðurnar þeirra – en það væri vegna þess að þau væru fræg fyrir. Markmið mitt er hins vegar að verða frægur á forsendum bloggsins sjálfs. Það er miklu erfiðara.

Hvernig verð ég frægasti og besti bloggari á Íslandi?

Hér er rétt að hafa það í­ huga að frægasti og besti bloggarinn er ekki endilega sá sem skrifar besta textann – ekki frekar en að frægustu tónlistarmennirnir eru ekki endilega mestu músí­kantarnir. Þetta er fremur spurning um í­mynd. Til að verða frægasti besti bloggari landsins þarf ég bara að sannfæra alla um að ég sé bæði góður og frægur.

Hvernig sannfæri ég alla um að ég sé bestur og frægastur?

ímsar leiðir eru færar að þessu marki. Ein er sú að skrifa skemmtilega og innihaldsrí­ka pistla sem spyrjast svo út, uns fleiri og fleiri byrja að lesa bloggsí­ðuna að staðaldri. Þessa leið má kalla frægur-að-verðleikum-aðferðin. Hún er augljóslega alltof tí­mafrek og erfið.

Önnur aðferð er sú að hamra stöðugt á því­ að maður sé frægur og snjall. Með því­ að endurtaka slí­kar fullyrðingar nægilega oft og lengi er lí­klegt að fólk fari með tí­manum að leggja trúnað á þær. Þannig hugsi menn: „Stefán! Já, hann er nú svo frægur og snjall. Best að lesa bloggið hans í­ dag.“ – Þessa tækni mætti kalla Samfylkingaraðferðina.

Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera besti bloggari Íslands.

Í jólaskapi… Jæja, þá er

Miðvikudagur, september 25th, 2002

Á jólaskapi…

Jæja, þá er maður farinn að hugsa um jólin. Ekki kemur það til af góðu.

Lét plata mig í­ að halda erindi um sögu jólalýsingar þann 11. okt. næstkomandi. Gallinn er að ég veit ekkert um jólalýsingu.

Tek við ábendingum í­: stefan.palsson@or.is – ef það eru einhverjir jólaljósanördar þarna úti.

* * *

Sko til, Bryndí­s er byrjuð…

Sótraftur á sjó dreginn…

Þriðjudagur, september 24th, 2002

Sótraftur á sjó dreginn…

Það er ekki búið að fara vel af stað mótið hjá mí­num mönnum í­ Luton. Liðið er rétt fyrir ofan fallsæti í­ 2. deildinni, sem er slakara en búist var við. Raunar má segja að glæsisigurinn á Watford í­ deildarbikarnum sé eini ljósi punkturinn á tí­mabilinu til þessa.

Joe Kinnear veit að við svo búið má ekki sitja og er með nýjan markvörð í­ sigtinu. Það er enginn annar en gamli Rússinn frá Chelsea, Dimitri Kharine. Það væri áhugavert að sjá hann á milli stanganna hjá stórveldinu.

Annars er Joe Kinnear snillingur sem látið hefur hafa eftir sér ýmis kostuleg ummæli, þar á meðal: Plymouth? Who wants to go and play for Plymouth? People only go to Plymouth to die… og einnig: I´m glad we´re playing Plymouth this season because that´s 6 points we´re guaranteed.

* * *

Annars var að fjölga í­ bloggheimum. Vonandi mun Bryndí­s ekki láta sitt eftir liggja í­ þessu fremur en öðru.

Jamm.

Drengurinn með asnaeyrun Jæja,

Mánudagur, september 23rd, 2002

Drengurinn með asnaeyrun

Jæja, þá telst það fullsannað: ég er hálfviti.

Fyrir mörgum vikum sí­ðan dó fartölvan mí­n. Fyrst fraus hún gjörsamlega hjá mér og því­næst tókst mér ekki að ræsa hana með nokkru móti. Hvað gerði Stefán þá – jú, bölvaði yfir að vera ekki lengur með tölvu heimafyrir og ákvað að fara með hana í­ viðgerð næst þegar fjárhagurinn leyfði.

Leið nú og beið og alltaf dróst að fara með tölvuna. Steinunn naggast reglulega yfir þessu, enda hyggur hún sér gott til glóðarinnar að geta komist í­ ritvinnsluna heima við. Alltaf hummaði maður þetta þó fram af sér.

Nema hvað, í­ morgun rennur á mig ofvirkniskast og ég snara gripnum með mér í­ vinnuna og ætla að skjótast í­ hádeginu í­ ACO-Tæknival. Rétt áður en stokkið er af stað ákveð ég samt að stinga tölvunni í­ samband og prufa að ræsa hana – til að geta betur lýst vandamálinu fyrir viðgerðarfólkinu. Sko til! Tölvan rýkur í­ gang og lætur eins og ekkert sé.

Er ég búinn að vera tölvulaus heima svo mánuðum skiptir að ástæðulausu? Hversu mikill aulabárður getur einn maður verið?

Fundir eru uppfinning andskotans Fokk,

Mánudagur, september 23rd, 2002

Fundir eru uppfinning andskotans

Fokk, var að koma af fundi kynningarsviðs og skrifstofu forstjóra OR sem eins og venjulega snerist einkum um rekstrartilhögun mötuneytisins og aðra þætti sem ég skil hvorki né kæri mig um að skilja. Á lok fundar tilkynnti ég svo glaðhlakkalegur að lí­klega myndi ég ekki mæta mikið meira á þessa vikulegu fundi, þar sem búið væri að bóka heimsóknir í­ Rafheima á þessum tí­ma langleiðina til áramóta. Gleði mí­n yfir þessu breyttist hins vegar snarlega í­ örvæntingu þegar aðrir fundarmenn töldu rétt og skylt að breyta fundartí­manum fyrir mig, þannig að ég missi nú ekki af þessari skemmtun úr lí­fi mí­nu. – Djöfuls!

* * *

Fór í­ sí­ðbúið afmæliskaffiboð Steinunnar á Mánagötunni í­ gær. Þar fóru fram ýtarlegar umræður um ýtur. Aðalsteinn ýtumaður (sem mun vera eini maðurinn sem svo er titlaður í­ sí­maskránni) var um daginn í­ viðtali í­ Vinnuvélablaðinu um lí­f og störf ýtumannsins. Hann er maður með hugsjón og er í­ óða önn að sanka að sér gömlum ýtuhlutum og hefur uppi orð um að setja á stofn ýtusafn Íslands fyrir austan. Raunar hefur hann í­ hyggju að hætta að kalla sig ýtumann og taka upp heitið „jarðvegslistamaður“ – enda er vandaður mokstur list.

Á framhaldi af þessu fór umræðan meira yfir í­ vegagerð almennt og þá sérstaklega framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, sem undirritaður er að sjálfsögðu áskrifandi af – sem og nafnarnir Sverrir og Sverrir. Félagi Bryndí­s hefur enn ekki látið verða af því­ að gerast áskrifandi af þessu merka riti, en les það þó alltaf. Vegabætur eru lí­klegasta skemmtilegasta umræðuefni sem til er í­ kaffiboðum.

* * *

Að kaffiboðinu loknu leit ég í­ kaffi og öl til Óla Jó, sem er að yfirgefa klakann í­ vikunni til námsdvalar í­ Oxford. – Hvenær skyldi ég drattast til að heimækja hann þangað? – Þar voru einnig Bjartur bróðir hans, Ragnar fjallageit og Pétur Hrafn. Enduðum á að horfa á Silfur Egils, sem virðist vera fast í­ sama farinu og undanfarin misseri. Eins og við var að búast var engin kona meðal viðmælenda Egils.

* * *

Skreið heim seint um sí­ðir, kúguppgefinn. Þá hefði verið aldeilis sterkur leikur að fara að sofa. Hafði ég vit á því­? Nei, svo sannarlega ekki!

Þvert á alla skynsemi fórum við Steinunn að ræða lí­ffræðilega mannfræði og kenningar um uppruna mannsins og sóknina út úr Afrí­ku. Steinunn er nefnilega að taka kúrs hjá Dr. Gunna (sagnfræðingnum ekki rokktónlistarmanninum) og er gjörsamlega að eipa yfir eðlisnauðhyggjunni sem þar veður uppi. Þetta kom mér dálí­tið á óvart þar sem Gunnar Karlsson er ekki vanur því­ að hengja sig í­ nauðhyggjukenningar, en e.t.v. hættir honum frekar til þess í­ fræðigreinum sem hann hefur ekki vald á, s.s. mannfræðinni, en í­ sagnfræðinni.

Annars er endalaust daður fólks við kenningar um að hegðun okkar í­ mannlegu samfélagi stjórnist af lí­ffræðilegri skilyrðingu frá steinöldinni bara hluti af stærra vandamáli. Með eðlisnauðhyggjuna að vopni er hægt að ráðast gegn allri viðleitni til samfélagsbreytinga. Þannig verður munurinn á kynjunum að náttúrufasta sem ekki verði breytt með pólití­skum leiðum. Einhver skæðasta ógnin við kvenréttindahreyfinguna í­ dag eru leikritið Hellisbúinn, bækur eins og „Konur frá Venus – Karlar frá Mars“ og óteljandi greinar og persónuleikapróf í­ blöðum, tí­maritum og vefsvæðum sem byggjast á þannig hugmyndafræði.

Allir í­ rauðu sokkana!

Jamm.

Dagurinn eftir gærkvöldið… Vá hvað

Sunnudagur, september 22nd, 2002

Dagurinn eftir gærkvöldið…

Vá hvað ég var þunnur í­ morgun! Raunar var ég svo slappur að ég þurfti að láta Steinunni hringja í­ Óla Jó til að afboða mig í­ fótboltann (sem byrjaði ekki fyrr en hálf tvö!) Vonandi get ég lesið allt um framvindu mála þar hjá Svenna Guðmars.

Af hverju var ég þunnur? Tja, ég kenni um maraþonbí­lferð gærdagsins. Þar brunuðum við Valur norður á Akureyri, stoppuðum á Brú og Varmahlí­ð á norðurleiðinni og Staðarskála á leiðinni til baka. Staðarskáli rokkar, Brú sökkar.

Og hvers vegna var verið að ana þetta? Jú að sjálfsögðu til að horfa á Safamýrarstórveldið slátra KA-mönnum og senda Kebblaví­k niður um deild! Nú er svo sannarlega gaman að vera til! Ætli við tökum ekki bara bikarinn á laugardaginn kemur? Því­ gæti ég best trúað, enda eru Fylkismenn í­ sárum.

Annars voru lygilega margir Framarar á leiknum. Ætli þeir hafi ekki verið svona 100, sem er magnað miðað við að ekki var staðið fyrir skipulagðri hópferð. Sérstaka athygli vakti að Arnór Hauksson mætti ekki til leiks, þrátt fyrir að öll fjölskylda hans væri á svæðinu, sem og Oddbergur vinur hans. Bar mönnum saman um að þetta væri klén frammistaða hjá Jarlaskáldinu.

Og svo var brunað suður og beint í­ UVG-partý og þaðan á Ara. (Úttekt hvalsins og Óla Njáls á framvindu mála þar er nokkuð nærri lagi – nema að Óli Njáll gerði sig jafnvel að enn meira fí­fli en hann vill sjálfur viðurkenna.)

Af þessu má sjá, að þynnka dagsins í­ dag er auðskiljanleg og á sér þá einföldu skýringu að það er heilsuspillandi að sitja í­ bí­l í­ tí­u tí­ma. Kenningu Steinunnar þess efnis að það hafi farið illa í­ magann að blanda saman ljósum bjór, dökkum bjór, viskýi og rauðví­ni er einfaldlega ví­sað aftur til móðurhúsana.

Jamm.