Archive for október, 2002

Grasekkill Jæja, þá er Steinunn

Fimmtudagur, október 31st, 2002

Grasekkill

Jæja, þá er Steinunn farin til Danmerkur á einhvern norrænan MS-fund og ég verð einn í­ kotinu fram á mánudagskvöld. Ekki er það gaman.

Þessi einstæðingsskapur er þeim mun minna skemmtilegur í­ ljósi þess að fyrir vikið lendi ég einn í­ að flytja alla búslóðina í­ skottinu á Neista nýrrar aldar – eða hvernig á maður að skilja kveðjusetninguna: „Þú þarft ekkert að vera búinn að flytja ALLT dótið þegar ég kem aftur…“? Til viðbótar við þetta þarf ég lí­ka að reyna að redda leigjanda að í­búðinni (stefan.palsson@or.is) og hugsanlega´finna nýjar bókahillur. – Leiðindi!

* * *

Sigga bleika segir stórmerkilegar fréttir af Eastenders. Það kemur svo sem ekkert á óvart með Jamie og Sonju (Sonja er alveg fáránlega vinsæl persóna í­ Bretlandi), en að Little Mo sé laus við Trevor eru svo sannarlega tí­ðindi. Var´hún sem sagt sýknuð af manndrápstilrauninni á sí­num tí­ma? (Svona er hrikalega langt sí­ðan ég hef fylgst með þessu.) En hvað með Janine? Er hún ennþá sama undirförla druslan og áður?

Mér lí­st bráðvel á að hefja herferð til að pí­na RÚV til að byrja að sýna Eastenders.

* * *

Luton er á sigurbraut. Liðið er komið í­ ní­unda sæti eftir afleita byrjun, en á samt við mikil meiðslavandamál að strí­ða. Big fat Joe er besti framkvæmdastjórinn í­ deildinni eins og margsannaðist á árum hans hjá Wimbledon.

En talandi um Wimbledon. Á dögunum komu innan við 1.000 manns á heimaleik hjá þeim í­ 1. deildinni, sem er að sjálfsögðu met. ístæðan er sú að stjórnendur liðsins ætla að flytja það til steinsteypuparadí­sarinnar Milton Keynes. Á sama tí­ma mæta 2-3.000 fyrrum stuðningsmenn Wimbledon á leiki með pöbbaliði í­ grenndinni sem spilar í­ hundruðustu deild eða eitthvað álí­ka og var vant því­ að leika í­ skemmtigörðum fyrir framan 10-20 manns. Skrí­tið!

Sko… …ætli það sé ekki

Miðvikudagur, október 30th, 2002

Sko…

…ætli það sé ekki best að senda megnið af bloggurum landsins til sálfræðings, til að raða saman brotunum af sjálfsmyndinni? Eftir Stúdentablaðsgreinina í­ morgun er annar hver bloggari að velta sér upp úr tilvistafræðilegum pælingum um gildi bloggs eða tapa sér í­ nostalgí­u yfir því­ hvað það hafi verið gaman í­ gamla daga þegar hægt var að koma öllum bloggerum fyrir í­ einu eldhúspartýi. Eftir að hafa barið mig í­ gegnum allan þennan vaðal hallast ég að því­ að vera sammála Katrí­nu varðandi það að blogg og blogglestur sé bara eins og hver önnur sápuópera.

Talandi um sápuóperur – nú hef ég ekki fylgst með Eastenders í­ marga mánuði og þegar ég hef rambað inn á þáttinn á BBC Prime, þá hef ég ekki kannast við nokkurn mann. Sigga – er eitthvað merkilegt að gerast í­ serí­unni? Ætti ég að byrja að horfa aftur?

* * *

Palli undrast það að fólk meðhöndli sí­mann hans eins og skemmtitæki en ekki öryggistæki.:

Sumir virðast halda að sí­marnir sem ég svara stundum í­, séu einhverskonar skemmtitæki en ekki öryggistæki. Af þessu leiðir að fullt af fólki hringir í­ mig á öllum tí­mum sólarhringsins til þess að segja ekki neitt.

En ekki hvað? ístæðan fyrir því­ að það er EKKI hægt að nota sí­mann sem öryggistæki er einmitt sú að Páll svarar ekki nema endrum og eins. Fyrir vikið er bara hægt að nota hann sem skemmtitæki til að bögga Pál á asnalegum tí­mum sólarhringsins.

* * *

Vangavelta dagsins: Hvort er Kit-Kat nammi eða kex?

Flutningar á næsta leyti Loksins,

Miðvikudagur, október 30th, 2002

Flutningar á næsta leyti

Loksins, loksins! Félagsstofnun Stúdenta er búin að tilkynna Bryndí­si að hún hafi fengið inni á stúdentagörðunum. Því­ fagna allir góðir menn! Bryndí­s kemst í­ þessa fí­nu einstaklingsí­búð með háhraða netsambandi, steinsnar frá skólanum og ég get flutt mitt drasl inn til Steinunnar á Mánagötuna.

Þessum flutningum fylgja prýðileg samlegðaráhrif með bestun á nýtingu tí­ma og fjármagns (hljómaði þetta ekki viðskiptafræðilega?) Ég ætti að geta leigt út í­búðina á Hringbrautinni og sparað þannig nægilega til að afstýra því­ að lenda á Kví­abryggju. Svo er lí­ka bara skemmtilegt að byrja að búa á einum stað en ekki tveimur…

Auðvitað eru þessir búferlaflutningar ekki með öllu gallalausir. Þannig verður erfitt að venjast því­ að búa í­ Valshverfi og stilla sig um að hvæsa á litlu púkana sem verða bankandi upp á í­ tí­ma og ótí­ma að betla flöskur og selja happdrættismiða fyrir rauðu hættuna. Þá er ég ekki alveg viss um að knæpan á Rauðarárstí­gnum sé besti hverfisbarinn. (Hann getur þó fjandakornið ekki verið verri en Rauða ljónið – sem var staður dauðans, borinn uppi af KR-ingum og spilasjúklingum. – Loks er ég ekki viss um að sjónvarpsskilyrðin séu upp á marga fiska í­ Norðurmýrinni, þannig að ég kemst varla í­ Fjölvarpið svo glatt.

Valur húsfélagsformaður (les. Falcon), er foxillur yfir þessari ákvörðun. Það er yfirlýst stefna húsfélagsins á Hringbraut að fækka leiguí­búðum í­ húsinu. Stjórnin, en þó einkum gjaldkerinn, telja nefnilega að leigjendur séu hyski og skrí­ll. Þetta er ekki mjög málefnaleg afstaða, en styðst þó að vissu marki við reynsluathugun þar sem dópsalinn og dæmdi ofbeldismaðurinn í­ stigagangnum er sannarlega leigjandi og gamli nágranni minn sem virtist ljúka flestum fyllerí­um á að berja kærustuna sí­na í­ plokkfisk og rústa í­búðinni var lí­ka að leigja. (Skyldu í­búðareigendur vera sí­ður lí­klegir til að lemja konurnar sí­nar?)

* * *

Guðmundur Svansson kynnir blogg fyrir þjóðinni í­ fylgikálfi Moggans í­ morgun í­ ágætis grein. Ekki veit ég hvort almenningur er nokkru nær eftir lesturinn, en það er nokkur galli á úttektinni að hún fjallar eiginlega bara um strákablogg. (Og Katrí­nu Atladóttur, sem ég myndi eiginlega skilgreina sem strákablogg lí­ka.) Ég er sammála því­ sem írmann sagði einhverju sinni að stelpublogg eru almennt séð skemmtilegri.

* * *

Önnur mikilvæg leiðrétting:
Ég hef ALDREI sagt að ég sé besti og frægasti bloggari í­ heimi, enda væri það fáránlegt að halda því­ fram!

Hins vegar er ég frægasti og besti bloggari á Íslandi. Það er allt annað mál. – Hver veit svo hvað framtí­ðin ber í­ skauti sér? Ef til vill munu fregnir af frægð minni og vinsældum berast út fyrir landsteinanna (t.d. með í­slenskum námsmönnum erlendis) og útlendingar fari að þýð bloggið mitt yfir á önnur tungumál. Þá og þá fyrst gætum við farið að tala um að ég geri tilkall til heimsmeistaratitilsins.

Hvernig væri að keppa í­ bloggi á Ólympí­uleikum? Það mætti hugsa sér ýmsar útfærslur, s.s. liðakeppni (fimm bloggarar í­ liði), einstaklingskeppni og tvenndarleik. Á tvenndarleiknum myndi ég vilja keppa ásamt Þórdí­si. Eftir múmí­nálfafærslur hennar undanfarinna daga hef ég nefnilega ákveðið að velja hana sem næstbesta og næstfrægasta bloggara Íslands. Þar hafiði það!

Áfram Sigþrúður! Það er bráðsnjöll

Þriðjudagur, október 29th, 2002

ífram Sigþrúður!

Það er bráðsnjöll hugmynd hjá Bjarna, (sem Þórdí­s kýs raunar að kalla „Hemúl“) að skora á Sigþrúði að gefa út Endurminningar Múmí­npabba. Sigþrúður er góð kona sem hlýtur að taka vel í­ svona áskoranir. (Einkum þar sem Jón Yngvi, maðurinn hennar, er fastur lesandi á þessari bloggsí­ðu og ætti að geta komið boðunum til skila.)

Um árið var byrjað að gefa múmí­nálfabækurnar út á nýjan leik, en sú útgáfa reyndist nokkuð misheppnuð. Pí­puhattur galdrakarlsins var endurútgefinn, en því­ næst var Ósýnilega barnið gefið út í­ fyrsta sinn. Sú bók er ákaflega falleg og ljóðræn, en ekki alveg við skap barna – enda samanstendur hún af nokkrum stuttum sögum sem eru fyrst og fremst stemningslýsingar þar sem aukapersónur úr bókunum koma við sögu, s.s. fí­lí­fjonkur og sérlundaðir snorkar. Ég geri ráð fyrir að þessi bók hafi lí­tið selst og því­ hafi´verkefnið verið blásið af. Er það miður.

Fyrsta múmí­nálfabókin hefur heldur ekki komið út á í­slensku. Þar segir frá leit Múmí­nmömmu og Múní­nsnáðans að Múmí­npabba sem er týndur. Þessi bók kom út í­ Finnlandi árið 1945, en mun um margt vera frábrugðin seinni bókunum.

Önnur bókin í­ röðinni var Halastjarnan. Hún er snilld eins og allir vita. Muna menn hvenær halastjarnan átti að tortí­ma heiminum? – Þann 7. október kl. 8:42 og fjórum sekúndum betur.

Pí­puhattur galdrakarlsins var þriðja bókin. Hana er óþarft að kynna.

Þá er röðin komin að Endurminningum Múmí­npabba. Þar rekur sá gamli ýmis ævintýri sí­n og segir meðal annars frá fundum þeirra Múmí­nmömmu.

Örlaganóttin var númer fimm. Er hún best? Það telja margir.

Vetrarundur í­ Múmí­ndal var sjötta í­ röðinni.

Ósýnilega barnið og fleiri sögur, smásagnasafnið sem fjallað var um hér að framan var sú sjöunda.

íttunda og næstsí­ðasta bókin var Eyjan hans Múmí­npabba – uppáhaldið mitt.

Lokabókina rangnefndi ég í­ gær og kallaði „Haust í­ Múmí­ndal“. Hið rétta er að hún heitir „Sí­ðla í­ nóvember“. Hún gerist í­ Múmí­ndal um leið og Eyjan hans Múmí­npabba. Dýrin í­ skóginum er ráðvillt og óttaslegin – Múmí­nálfarnir eru farnir. Þau reyna að bregðast við með því­ að leika Múmí­nálfafjölskylduna, en fljótlega sjá þau að það er til einskis. Þau sætta sig við orðin hlut og hverfa til sí­ns heima. Á lok bókarinnar snúa Múmí­nálfarnir þó aftur heim.

Jamm.

Enn um múmínálfa Hóhó… það

Mánudagur, október 28th, 2002

Enn um múmí­nálfa

Hóhó… það er svo skemmtilegt að komast í­ umræður um múní­nálfa við aðra aðdáendur bókaflokksins! Þórdí­s er greinilega hafsjór af fróðleik um málið. Það er afskaplega áhugavert að heyra að Morrinn sé kvenkyns á sænsku, en ég hef einmitt lent í­ miklum umræðum um kynferði sumra persóna á öðrum vettvangi. – Er það kannski merki um það hversu ofurseld við erum flokkunarkerfinu kona/karl að festast í­ þeim hjólförum? Ef ég man rétt, þá er hreinlega tekið fram í­ bókunum að Hattí­fattarnir séu kynlausir (þrátt fyrir að lí­ta út eins og smokkar). Hattí­fattarnir eru ofarlega á vinsældarlista mí­num.

Þórdí­s rekur það lí­ka í­ hvaða röð hún las múmí­nálfabækurnar. Sjálfur las ég þær í­ „réttri röð“ miðað við í­slensku útgáfuna, en það var ekki fyrr en mikið sí­ðar að ég uppgötvaði að það er vitlaus röð miðað við frumútgáfuna. Einhverju sinni hitti ég Magga finnska í­ partýi, en hann var þá að dunda sér við að reyta inn einingar í­ finnsku við Háskólann og stefndi að því­ að landa þar BA-prófi. Hann ætlaði að skrifa lokaritgerð um múmí­nálfana. (Sí­ðar hætti hann við það og býr nú í­ Bandarí­kjunum þar sem hann er í­ doktorsnámi í­ hagsögu.)

Magnús var með þá kenningu að múmí­nálfabækurnar yrði að lesa í­ réttri röð, þar sem bókaflokkurinn myndaði samfellu sem lí­kja mætti við þroskaferil barns. Þannig séu fyrstu bækurnar einfaldar og bjartar – persónur ekki mjög djúpar og lausar við galla. Eftir því­ sem á bókaflokkinn lí­ður verður lí­fið flóknara og margbreytilegra. Einstakar sögupersónur fara að sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar, s.s. Morrinn. Múmí­npabbi verður veigameiri persóna og nær epí­sku hámarki í­ Eyjunni hans múmí­npabba. – Bókaflokknum lýkur svo með „Hausti í­ Múmí­ndal“ þar sem dýrin í­ skóginum eru svipt þessum fasta punkti í­ lí­finu – múmí­nfjölskyldunni. Múmí­nálfarnir eru á bak og burt.

Hvað segja aðrir múmí­nálfafræðingar um þessar hugleiðingar?

Sundurlaust Skemmtilegt þetta múmínálfaæði sem

Mánudagur, október 28th, 2002

Sundurlaust

Skemmtilegt þetta múmí­nálfaæði sem tröllrí­ður í­ bloggheimum. Samtal Snúðs og Snabba sem Kristbjörn Grænlandsfari rifjar upp er t.d. hrein snilld. Snabbi er einhver besta andhetja bókmenntasögunnar og hefur alltaf verið í­ miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er meira að segja ekki fjarri því­ að hann sé eftilætispersónan mí­n úr múmí­nálfunum. Aðrar persónur sem sterklega koma þar til greina eru Bí­samrottan (sem ég kýs að lí­ta á sem kvenpersónu) og Morrinn. Morrinn er hrikalega flottur óvættur.

* * *

Beta buff sá Casablanca í­ fyrsta sinn í­ gær. Ekki deili ég alveg aðdáun hennar á myndinni – fannst hún heldur tilgerðarleg. Hins vegar tengist uppáhalds-kvikmyndakjúrí­osí­tetið mitt þessari mynd.

Þannig er mál með vexti, að stórmyndin „Barb Wire“ með Pamelu Anderson tekur að öllu leyti upp söguþráðinn úr Casablanca, með þeirri undantekningu þó að höfð eru skipti á kynjahlutverkum þar sem Barb, persóna Pamelu í­ myndinni gegnir sama hlutverki og persóna Humphrey Bogarts. – Það er svalt!

Jamm

Loksins næði Jæja, þá er

Sunnudagur, október 27th, 2002

Loksins næði

Jæja, þá er klikkuð vika að baki. Nenni ekki að fara út í­ smáatriði. Hól írmanns um Steel verður að nægja og á Friðarvefnum má lesa um landsráðstefnuna. Ég verð þó að taka fram að færeyska bandið Clickhaze er frábær og Eivör Pálsdóttir er næsta megastjarna ef einhverjum útgefendafávitanum tekst ekki að eyðileggja hana.

* * *

Þórdí­s er með góða pælingu um bí­samrottuna í­ Múní­nálfabókunum. Að sjálfsögðu er heiti þessarar bloggsí­ðu fengið þaðan, eins og Bjarni Guðmars vék lauslega að um daginn. Bjarni er bróðir Rangláta dómarans, Svenna, sem heldur utan um fótboltahópinn minn. Á dag komst Svenni ekki í­ boltann og það var eins og við manninn mælt – það þurfti að blása hann af vegna slælegrar mætingar….

* * *

Mér skilst að ég hafi misst af átakafundi hjá ísatrúarmönnum á laugardaginn, a.m.k. sagði Eyjólfur Eyvindar (a.k.a. Sesar A) að þetta hefði verið fundur dauðans. Tengdó fór í­ stjórn félagsins og núna sé ég fram á að verða pí­ndur í­ uppvask á öllum blótum og fundarstjórn á öllum fundum. En hvað gerir maður ekki fyrir tengdamæður sí­nar?

* * *

Annars var þemi helgarinnar: „hittu menn sem þú hélst að væru dauðir…“ – Á föstudaginn rakst ég á Binna rokk á Kaffibarnum. Hann hefur EKKERT breyst frá því­ að hann var átján. Hlustar enn á sömu skringilegu tónlistina og er sami brjálaði snillingurinn. Það eru örugglega 5-6 ár frá því­ að ég hitti hann sí­ðast.

Á laugardaginn rakst ég á Tóta Beck, sem var um skeið kallaður „Tóti munkur“ og „Tóti hlandtoppur“ í­ gaggó. Bæði viðurnefnin ví­suðu í­ hárgreiðslur sem hann var með. – Tóti er ví­st hættur að tölvunördast og er nú að skafa spýtur og negla nagla með Jóa Nissa, stórabróður félaga Stefáns. – Hver segir svo að Reykví­kingar beri ekki viðurnefni?

Alvöru friðarsinni??? Steinunn, elsku kerlingin

Föstudagur, október 25th, 2002

Alvöru friðarsinni???

Steinunn, elsku kerlingin mí­n! Hvort Carol Cohn sé alvöru friðarsinni? Hún er megatöffari og greinin hennar um kjarnorkusprengjurnar er fantagóð. Carol þessi er feministi sem fjallar um tæknikerfi. Það er samsetning sem getur varla klikkað. (Úff… þetta hefði kannski frekar átt heima í­ sí­mtali eða löngu SMS-i en í­ bloggfærslu…)

* * *

Steel var frábær. Alveg var ég lygilega hress þegar ég vaknaði í­ morgun miðað við drykkju gærkvöldsins. Skyldi veitingamaðurinn í­ Stédentakjallaranum hafa verið að skenkja mér pilsner allt kvöldið?

* * *

Skrí­tið próf. Flestir sem ég þekki enda sem stuðningsmenn Middlesborough!

Doonesbury og blogg! Einn af

Fimmtudagur, október 24th, 2002

Doonesbury og blogg!

Einn af betri og frægari pólití­sku teiknimyndahöfundum samtí­mans er G. B. Trudeau, höfundur Doonesbury-teiknimyndasagnanna. Doonesbury birtist daglega í­ mörgum stærri dagblöðum hins esnkumælandi heims, en sögusviðið er þó fyrst og fremst Bandarí­ki samtí­mans.

Nú ber svo við að undanfarna daga hefur Doonesbury fjallað um blogg!

Þetta byrjaði á mánudaginn var og hefur haldið áfram: þriðjudag, miðvikudag og í­ dag.

Merkilegt!

Mér varð illt… …við að

Miðvikudagur, október 23rd, 2002

Mér varð illt…

…við að lesa Fréttablaðið í­ morgun. Hvaða brjálæðingi dettur í­ hug að verja hundruð milljóna í­ að hlaða undir rassgatið á Völsurum? Nýtt í­þróttahús, risastórt fótboltahús og nýr leikvangur! Er ekki allt í­ lagi heima hjá mönnum? Fyrri hluti tillögunnar – sá er lýtur að því­ að malbika yfir hálft Valssvæðið og rí­fa í­þróttahúsið þeirra var fí­nn, en að ætla svo að bæta þeim það upp með þessum hætti er gjörsamlega geggjað…

Og fyrir hverja á svo að gera þetta? Eru til einhverjir Valsarar? Ekki hef ég mikið orðið var við það – nema þarna um árið þegar Valsararnir unnu fimm fyrstu leikina og stefndu í­ að vera spútnikliðið. Þá skriðu rauðklæddir undan hverjum steini, en voru fljótir að skjótast undir þá aftur þegar liðið tók dýfuna beint niður um deild. Að sjálfsögðu gat þetta lið svo ekki dí­lað við vonbrigðin (enda Valsmenn) og kenndi Frömurum um allt saman, fyrir að vinna svona marga leiki á lokasprettinum, í­ stað þess að lí­ta í­ eigin barm.

Eftirtalda Valsara þekki ég persónulega:

Óli Njáll – Leiknismaður úr Breiðholtinu sem þykist halda með Val. Mætir örugglega aldrei á leiki frekar en aðrir Valsarar. (Enda – hvernig gæti maður mætt á völlinn hjá Val og haldið áfram að vera Valsari?)

Palli Hilmars – spilaði fótbolta með Val sem stráklingur og er nánast öryrki í­ dag með ónýta hnéskel. Tilviljun? – EIns og aðrir Valsarar mætir Páll aðeins á völlinn þegar hann fær ókeypis inn, nema þá helst þegar hann borgar sig inn á KR-leiki til að sjá KR-inga tapa og halda með andstæðingunum. Hið magnaða KR hatur er raunar aðdáunarverðasti eiginleki Valsara almennt.

Sverrir Guðmundsson – segist vera Valsari (og hver myndi ljúga slí­ku upp á sig). Mætir þó aldrei á völlinn.

Benedikt Waage – efnafræðigúru og Valsari. Ólst upp í­ Leiknishverfinu eins og Óli Njáll. Eitthvað hefur misfarist í­ klakinu þar.

Sveinn Birkir – vinur Palla. Upphaflega Hattarmaður frá Egilsstöðum en gerðist Valsari eftir að þeir réðu hann í­ vinnu. Það er sennilega eina leiðin fyrir Valsara að tryggja sér stuðning – að borga fólki. (Ekki það að telji lí­klegt að þeir hafi staðið í­ skilum…)

Kolbeinn Bjarnason – vinnufélagi og Valsmaður. Heldur með Liverpool eins og nánast allir Valsarar. Er ekki fjarri því­ að þeir byrji á að halda með Liverpool og velji svo Val út af litnum.

ísi Guðmunds – verðbréfagúrú og Valsari. Bjó á Laufásveginum og leiddist því­ út í­ þetta í­ æsku. Raunar eini Valsarinn sem ég veit um sem getur orðið verulega heitur út af fótbolta. – En mætir svo sem ekki á völlinn frekar en aðrir „stuðningsmenn“ þessa liðs.

Á sannleika sagt þekki ég ekki fleiri Valsara. Ég er ekki fjarri því­ að ég gæti nefnt fleiri HK-menn!

Og að það eigi svo að hlaða undir rassgatið á þessu með stórbyggingum, rí­fa í­þróttahús sem er rétt orðið 15 ára (ég hef átt eldri bí­la!) og ég veit ekki hvað og hvað, nær ekki nokkurri átt. Þetta þarf félagi Kolbeinn Proppé að stoppa í­ íþrótta- og tómstundaráði – annars sný ég baki við R-listanum!

– Jæja, þetta var morguneipið í­ boði Orkuveitunnar. (Haturspóstur sendist á: stefan.palsson@or.is)