Archive for nóvember, 2002

Ekki kom þetta mikið á

Miðvikudagur, nóvember 27th, 2002

Ekki kom þetta mikið á óvart…


Vefverðlaun Gneistans 2002

Þökk sé Ármanni. …fyrir frábæran

Miðvikudagur, nóvember 27th, 2002

Þökk sé írmanni.

…fyrir frábæran link á franskar teiknimyndasögur (sem ómenntaði skrí­llinn sem enga frönsku kann skilur væntanlega ekkert í­). írmann snýst til varnar bókunum um Hin fjögur fræknu. Ekki hafði ég áttað mig á því­ hversu margar bækurnar í­ þessum bókaflokki eru orðnar. Það er heill haugur óútgefinn!

Nú mana ég írmann til að skrifa menningarpistil um Hin fjögur fræknu á Múrinn. Minna má það nú ekki vera!

(Uppáhalds fjögur fræknu-djókurinn minn er samt í­ bókinni „Fjögur fræknu og vofan“, þar sem einn peningafalsarinn var rangeygður og prentaði fullkomna peningaseðla að öðru leyti en því­ að maðurinn á framhliðinni var lí­ka rangeygður. – Af hverju er fyndið að hlægja að rangeyðgum? Hvort héldu menn með Jóni Oddi eða Jóni Bjarna?)

* * *

Á teiknimyndasí­ðunni hans írmanns má lí­ka sjá myndir af forsí­ðum allra Palla og Togga-bókanna. Einhver góður maður mætti gera gangskör í­ að þýða þær og gefa út.

Hvers vegna er svona skrí­pó ekki selt hér á landi? Mál og menning selur eitthvað af teiknimyndasögum á erlendum málum, en í­ Nexus eru bara seldar aksjón-teiknimyndasögur en ekki skrí­pó. Það er fúlt.

* * *

Á leiðinni heim í­ gær sá ég að búið er að loka Kaffi Kim á Rauðarárstí­gnum. Kannski gerðist það fyrir löngu sí­ðan, hef ekki fylgst vel með. Ætli það sé verið að taka húsið í­ gegn? Má ég eiga von á nýjum bar/kaffihúsi í­ röltfæri við Mánagötuna? Það verður gaman að sjá.

* * *

Annars stefnir í­ bloggfall hjá mér. Er á leiðinni út úr bænum og kem ekki aftur fyrr en á sunnudag.

Jamm

Super Mario Kristbjörn flugkappi vísar

Þriðjudagur, nóvember 26th, 2002

Super Mario

Kristbjörn flugkappi ví­sar í­ afrek Bros-bræðra, sem hugsanlega eru einu pí­pararnir sem bjargað hafa heiminum. Á gær bjargaði Kristbjörn hins vegar heimilisfólkinu að Mánagötu 24.

Segið svo að bloggið sé ekki öflugt tæki! Við Steinunn börmum okkur lí­tillega yfir leku klósetti á blogginu og það er eins og við manninn mælt, Kristbjörn nágranni okkar bauð fram þjónustu sí­na og lagaði klósettið milli þess sem hann skellti í­ sig 1-2 kaffibollum. – Handhægt!

Annars datt mér í­ hug að fara að kalla Kristbjörn „Liebermann“. Tengingin er augljós. Hann sóttist eftir að verða næstbesti og -frægasti bloggari landsins, en tapaði naumlega fyrir Þórdí­si. Þessu má lí­kja við það þegar Joe Liebermann reyndi að verða varaforseti Bandarí­kjanna en mistókst. – Eftir því­ sem ég hugsa meira um þetta, þá er ég samt farinn að fá efasemdir um þetta viðurnefni. Er kurteislegt að lí­kja manninum sem lagar klósettið manns við fasistann Liebermann? Og ef Kristbjörn væri Liebermann, væri Þórdí­s þá Chaney? Og – úgg! Væri ég þá Bush?

* * *

Á bloggi gærdagsins var minnst á Sigurð Grétar Guðmundsson. Af því­ tilefni skal rifjaður upp gamall pistill Lagnafrétta, sá nefndist því­ skemmtilega nafni „írinni kennir illur ræðari“:

HANN sat ábúðarmikill, drakk kaffið með bersýnilegri velþóknun, ekki fyrsti bollinn í­ dag og örugglega ekki sá sí­ðasti. Að baki var langur starfsferill í­ byggingarbransanum og hvergi komið að tómum kofunum þegar rætt var um byggingar, hvort sem það var í­ hans fagi, trésmí­ðinni, eða öllum hinum.
Lagnir, kerfi og ekki sí­st stýringar voru undir ákveðnar skoðanir beygðar, enda skoðanalausir menn heldur hvimleiðir.

Hann kom þó verulega á óvart þegar hann dró upp úr skoðanakirnu sinni afgamalt mál sem flestir héldu að væri útrætt, en það er lí­klega of snemmt að fagna málalyktum á því­ sviði.

„Ég les nú oft þessa pistla, lagnafréttir, margt ágætt í­ þeim, en stundum er ég þó gjörsamlega ósammála,“ sagði hann og setti sig nú í­ stellingar læriföður sem valdið hefur.

„Það er nokkuð um liðið að það hafi verið skrifað um túr- eða retúrkrana í­ pistlunum, en þó man ég það langt að eindregið var mælt með notkun túrkrana á ofna, en mælt á móti notkun retúrkrana, sem þó voru nær allsráðandi fyrir 15-20 árum.

Þessu er ég algjörlega ósammála og get rökstutt það. Við byggðum fjölbýlishús og fórum eftir þessum ráðum og öðrum viðlí­ka, illu heilli, notuðum nær eingöngu túrkrana.

Og hver varð árangurinn?

Kerfið virkaði engan veginn, sumir ofnarnir hitnuðu allt of mikið, aðrir hitnuðu ekkert og allra sí­st þeir stærstu þar sem hitaþörfin var mest.“

Hann saup nú drjúgum á kaffinu og var orðið mikið niðri fyrir. Reynt var að malda í­ móinn og sagt að þessu hefði mátt bjarga.

„Mátt bjarga, já, að sjálfsögðu, og það var gert á þann eina hátt sem var fær. Við létum rí­fa alla þessa déskotans túrkrana burtu og settum retúrkrana á alla ofna. Sí­ðan hefur þetta gengið þokkalega og lí­tið um kvartanir.“

Og hvað var gert við túrkranana?

„Þeir liggja ví­st í­ kassa niðri í­ sameign og verða þar lí­klega ellidauðir ef þeir fara ekki í­ Sorpu,“ var svar mannsins sem vissi sí­nu viti.

– Á þessum inngangskafla kemur í­ ljós að Sigurður Grétar er leikskáld gott og er laginn í­ að sviðsetja samtöl. Hér grí­pur hann til þess stí­lbragðs að gefa andstæðingi sí­num orðið og leyfa honum að tefla fram sí­num rökum. Þessu næst snýr hann sér í­ að rí­fa málflutning hans í­ sig:

íður en lengra er haldið er rétt að rifja örstutt upp fræðin. Túrkraninn er á innrennslisröri ofnsins og stýrist eftir lofthitanum í­ viðkomandi herbergi, lokar við hækkandi hita og opnar við lækkandi. Retúrkraninn er hinsvegar á afrennsli ofnsins og stýrist eftir hitanum á vatninu sem rennur út af ofninum, lokar á sama hátt við hækkandi vatnshita og opnar við lækkandi hita. Retúrlokinn er því­ í­ litlum tengslum við hitann í­ herberginu, búast má við talsverðum hitasveiflum þar sem hann er notaður.

En þegar byrjað var að nota túrkrana gleymdu menn fljótlega mikilvægu atriði sem heitir jafnvægisstilling eða getur eins kallast rennslisstilling. Látið var nægja að stilla haus kranans á æskilegan hita en þegar hann opnaði gaf kraninn á litla ofninum jafnmikið vatn og kraninn á þeim stóra. Og þar með mishitnaði kerfið og menn urðu auðvitað hundfúlir. Þetta gerðist hinsvegar ekki á retúrkrananum, þegar vatnið fór að renna heitt út af ofninum lokaði kraninn og svo koll af kolli, allir ofnar hitnuðu að lokum en hitastillinging varð alltaf ójöfn og æði brokkgeng.

Upp úr 1980 komu túrkranar með nýjum innbyggðum búnaði til að skammta hverjum ofni það vatnsmagn sem viðkomandi ofn þurfti, en því­ miður virðist vera misbrestur á að þessi búnaður sé endanlega stilltur rétt.

Það er einmitt það sem virðist hafa gerst hjá fyrrnefndum ábúðarmiklum kaffiþambara, það var sem sagt notaður ágætur búnaður, en hann aldrei stilltur þannig að hann virkaði eins og til var ætlast.

Þá var ekki frekar spurt; túrkranar voru dæmdir drasl sem best var að losna við og setja þá upp gömlu góðu retúrkranana í­ staðinn.

– Þegar hér er komið sögu er ekki laust við að lesandinn spyrji sig spurningarinnar: „Er eitthvað á móti því­, hafa retúrkranar ekki þjónað húseigendum á hitaveitusvæðum bæði vel og lengi?“ – En Sigurður á svar við því­:

Vissulega, en þeir verða aldrei góðir hitastillar, þeir halda sí­nu striki hvort sem kalt er úti eða heitt og brakandi sólskin, þeir láta renna á sama hitastigi út af ofninum ár og sí­ð ef stillingu er ekki breytt og ef of heitt verður á sumardegi er oft brugðið á það ráð að opna alla glugga og svaladyrnar lí­ka.

Túrkraninn krefst hinsvegar meiri nákvæmni af pí­pulagningamanninum við uppsetningu, það þarf að velja staðsetningu af alúð, stundum þarf fjarnema til að forðast staði þar sem hætta er á dragsúgi, svo sem undir opnum glugga eða við svaladyr, það þarf að stilla vatnsmagnið sem um hvern túrkrana rennur af nákvæmni miðað við stærð ofns og rýmis.

Þá er komin miklu nákvæmari hitastilling í­ í­búðina sem bæði veitir meiri þægindi og betri nýtingu á heita vatninu til þæginda fyrir budduna.

Okkar kaffikæri byggingamaður var því­ æði fljótfær. Hann hefði ekki hent Bensinum fyrir Lödu þó gangurinn hefði verið skrykkjóttur.

Hann hefði farið með Bensinn í­ vélarstillingu og ekið um göturnar sæll og ánægður.

Já, það eru ekki bara lagnapáfar sem fá á baukinn í­ Lagnafréttum. Sjálbirgingslegir kaffisvelgir eiga heldur ekki sjö dagana sæla…

Handlaginn heimilisfaðir? Neinei, Steinunn mín,

Mánudagur, nóvember 25th, 2002

Handlaginn heimilisfaðir?

Neinei, Steinunn mí­n, það er hárrétt hjá þér að ég hef ákaflega takmarkað hugmyndaflug þegar kemur að því­ að gera við biluð klósett. Og hvers vegna ætti ég svo sem að hafa það? Er ég einhver h*****is pí­pari?

Ekki yrði ég kátur ef einhver pí­pulagningarmaður myndi ryðjast inn á gólf hjá mér hérna á safninu og fara að messa yfir lýðnum um sögu rafveitunnar. Á sama hátt ætla ég ekki að ráðast inn á svið iðnaðarmanna í­ lögverndaðri starfsgrein. Það væri absúrd!

Milli mí­n og pí­parastéttarinnar rí­kir óformlegt samkomulag. Ég abbast ekki upp á þeirra lagnir og þeir láta tæknisöguna í­ friði. Á þessu er þó ein skemmtileg undantekning – „Lagnafréttir“ Sigurðar Grétars í­ Fasteignablaði Moggans. Það er sagnfræði sem segir sex!

* * *

Fór heim til gömlu í­ gær til að tékka á því­ hvort ekki væri þar að finna e-ð af teiknimyndasögum sem ég hafi skilið þar eftir. Það stóð heima. Uppskeran var tvær Palla og Toggabækur (þ.á.m. hin frábæra „Bannað að lí­ma“), þrjár bækur um Hin fjögur fræknu, Prúðuleikarabókin „Ljósmyndari kemur í­ heimsókn“ og Ævintýri Birnu Borgfjörð.

Hin fjögur fræknu hafa aldrei skorað hátt hjá mér. Sérstaklega þótti mér Lastí­k vera leiðinlegur karakter. Og af hverju að kalla hann Lastí­k í­ í­slensku þýðingunni? Hvers konar ónefni er það?

Ævintýri Birnu Borgfjörð keypti ég mér örugglega á bókamarkaði. Einu sinni skrifaði ég tvær merkar menningargreinar á Múrinn um þessar bækur.

Annars er teiknimyndasögusafnið í­ uppsveiflu. Um daginn leit ég nefnilega við í­ Góða hirðinum og önglaði mér í­ „Frost á Fróni“ með Samma og Kobba; „ílagaprinsinn“ með Stjána bláa; „Svörtu örina“ með Hinrik og Hagbarði og svo tvær Svals og Valsbækur – „Hrakfallaferð til Feluborgar“ og „Tí­mavilta prófessorinn“. – Teiknimyndasöguskápurinn mun í­ framtí­ðinni tryggja mér ómældar vinsældir yngri frændsystkina og annarra barna.

Jamm

Prófkjörsblogg Ekki reyndist ég sannspár

Sunnudagur, nóvember 24th, 2002

Prófkjörsblogg

Ekki reyndist ég sannspár varðandi prófkjörin hjá í­haldinu í­ gær. Ég var sannfærður um að þingmennirnir röðuðu sér í­ ní­u efstu sætin og grí­slingarnir féllu úr leik. Niðurstaðan varð talsvert frábrugðin. Augljóslega mikil hægrisveifla í­ gangi. Ekki dugði þó Ingva Hrafni að setja tengil af forsí­ðunni sinni á besta og frægasta bloggara landsins. – Nú er spurningin – hvort skyldu Sjálfstæðismenn almennt láta sér litlu skipta hættuna á að ég komist til valda og áhrifa í­ þjóðfélaginu eða þeir treysti Ingva Hrafni ekki til að stöðva Stefáns-hraðlestina?

* * *

Nú eru Framararnir að keppa við *#%$&# Val í­ handboltanum. Ætti maður að skella sér? Njah – ekki til að styrkja rauðklæddu kvikindin…

* * *

Steinunn hringdi í­ gær í­ mig þar sem ég sat í­ makindum á Grand rokk og tefldi við Palla og Hildi. (Að venju vann ég Pál, en Hildur er augljóslega slyngari í­ skákinni…) – Stelpan var í­ öngum sí­num yfir því­ að klósettið væri farið að leka á Mánagötunni og allt væri í­ hönk – auk þess sem tölvan frysi reglulega og ómögulega gengi að splæsa saman ritgerðum þeirra í­ hópverkefninu í­ kynjafræðinni. Hvernig á ég að laga lekt klósett – hvað þá í­ gegnum sí­ma?

Vappaði heim af barnum á vettvang örvilnunarinnar. Öll handklæði heimilisins voru blaut eftir að hafa verið notuð til að stoppa klósetlekann illskeytta. Einhvern veginn var stresstigið orðið of hátt til að sleppa bjúgum í­ pott og búa til uppstúf. íkváðum í­ staðinn að fara út að borða. – Enduðum á lókal veitingastaðnum – Maddonnu á Rauðarárstí­gnum. Ég varð steinhissa að uppgötva að staðurinn er í­ alvörunni starfræktur, afrgreiðir fí­nan mat og þangað kemur fólk. Hafði alltaf verið sannfærður um að veitingastaðir við Rauðarárstí­g hlytu að vera frontur fyrir peningaþvætti.

Þessi veitingastaðarferð minnti mig á að ég hef ekkert gert í­ að gera Kaffi Stí­g að hverfisbarnum mí­num. Getur verið að það sé bara of stórt skref að drekka bjór hinum meginn við Rauðarárstí­ginn? Þegar ég var í­ gaggó talaði ég alltaf um fjögur bæjarhverfi Reykjaví­kur: vesturbæ, miðbæ, austurbæ og Breiðholt – en samkvæmt skilgreiningu taldist allt það vera í­ Breiðholtinu sem var austan við Rauðarárstí­ginn. Hélt að ég myndi verða duglegri að sækja austur á bóginn eftir að ég flutti í­ Norðurmýrina en sú varð ekki raunin…

* * *

Luton gerði bara jafntefli við QPR um helgina og það á heimavelli. Reyndar voru mí­nir menn manni fleiri frá 13. mí­nútu og tveimur mönnum færri frá því­ í­ byrjun seinni hálfleiks. Ég er samt að missa trúnna á að við komumst í­ umspil. Lí­klega þarf liðið meiri tí­ma. Svo mun nýr heimavöllur bjarga öllu…

Annars er ég ekki sá sem hef töffaralegasta uppáhaldsliðið í­ ensku. Bryndí­s heldur með Grimsby Town. Það er óvenjulegt.

Hrifinn af pælingu hennar varðandi Herra Ísland-keppnina. Það þyrfti að fá svör við þessu…

* * *

Las á einhverjum framhaldsskólavef að FB sé að takast að stimpla sig inn sem stórveldi í­ Morfís og séu bara sigurstranglegastir í­ ár. Það gleður gamlan ræðuþjálfara. Helví­ti væri gaman ef tækist að rotta saman gamla sigurliðinu frá ´96. – Ef Bóas eða Addi rokk lesa þetta, þá mættu þeir endilega rigga upp rejúní­oni…

Jamm

Aumingjaþjóðfélagið Ég er bara ekki

Föstudagur, nóvember 22nd, 2002

Aumingjaþjóðfélagið

Ég er bara ekki svo fjarri því­ að það sé rétt að Ísland sé að breytast í­ aumingjasamfélag með hjálp allra þessara sjálfsstyrkingar og sjálfshjálparnámskeiða. Á gær lenti ég á gjörsamlega absúrd námskeiði í­ vinnunni, í­ tengslum við flutninga fyrirtækisins upp í­ Hálsahverfi. Á fyrsta lagi var absúrd að skikka mig á þetta námskeið í­ ljósi þess að ég er ekki að flytja neitt, safnið verður áfram í­ Elliðaárdalnum og því­ fráleitt að draga mig úr vinnu til að hlusta á maraþonfyrirlestur um það hvernig skrifstofustólar yrðu metnir hæfir eða óhæfir til flutnings. – Á öðru lagi var absúrd að heyra talað um þessa flutninga eins og einhverja trámatí­ska lí­fsreynslu sem veita þurfi fólki áfallahjálp við.

Komm on. Flest starfsfólk Orkuveitunnar er fullorðið fólk sem hefur á sinni ævi skipt um vinnu, færst til í­ starfi, flutt búferlum, hafið sambúð og skilið aftur eftir atvikum. Það getur ekki kallað á sálfræðiaðstoð að flytja úr einu skrifstofuhúsi yfir í­ annað! – ífallahjálp er örugglega fí­n fyrir fólk sem lendir í­ slysi eða missir húsið sitt í­ bruna, en þegar reynt er að pranga henni inn á alla og ömmur þeirra endar þetta í­ tómri vitleysu.

Einu sinni las ég próförk af tí­mariti sálfræðingafélagsins þar sem meðal annars var fjallað um „áfallaröskun“ – en það er það fyrirbæri þegar fólk verður fyrir áfalli og lendir í­ sálrænum erfiðleikum vegna hörmunga sem annað fólk í­ umhverfi þess lendir í­. Rannsóknin sem greinin fjallaði um tók á snjóflóðunum á Flateyri og var ætlað að kanna áhrif þessarar slæmu reynslu á í­búa nágrannasveitarfélagsins Þingeyrar.Til að finna út viðmiðunarhóp var einnig rætt við í­búa á Raufarhöfn eða Kópaskeri (lí­tið pláss á landsbyggðinni). Svo kom í­ ljós að snjóflóðin gerðu fólkið á Raufarhöfn jafn þunglynt og Þingeyringanna. Þá hefðu sumir sagt að forsendur rannsóknarinnar væru brostnar, en sálfræðingarnir sem hana gerðu héldu nú ekki. Þeirra niðurstaða var sú að öll þjóðin hefði orðið fyrir áfallaröskun. Næsta skref væri þá væntanlega að senda alla þjóðina til kæra sála til að tala sig í­ sátt við lí­fið og væntanlega fá pillur með…

Ofskynjunarlyf í bjórnum? Vá, einhverju

Föstudagur, nóvember 22nd, 2002

Ofskynjunarlyf í­ bjórnum?

Vá, einhverju var byrlað út í­ bjórinn sem ég drakk í­ gærkvöld. Nú man ég sjaldnast drauma, en í­ nótt dreymdi mig tóma steypu og mundi hvert einasta smáatriði þegar ég vaknaði. Fáránlegasti draumurinn var eitthvað á þessa leið:

Ég sit heima í­ stofu og kveiki á sjónvarpinu rétt um það leyti sem sjö-fréttirnar eru að byrja. Á skjánum er Logi Bergmann grafalvarlegur og greinilega í­ stellingum til að segja stórfréttir.

Logi: Íslenskur fræðimaður hefur játað á sig ábyrgðina á atviki tengdu Íslenskri erfðagreiningu sem átti sér stað skömmu eftir að fyrirtækið var fyrst stofnað. Frá þessu er sagt í­ nýútkominni bók um í­slenskar erfðarannsóknir sem búast má við að veki mikla athygli

Ég hugsa strax: þetta hlýtur að tengjast Steindóri J. Erlingssyni. Nú liggur hann í­ því­.

Klippt er á fréttamann sem stendur fyrir utan höfuðstöðvar íE í­ Vatnsmýrinni og ætlar greinilega að taka viðtal við Pál Magnússon, fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins. Páll er mjög þungbrýndur. Fréttamaðurinn segir: Á bókinni „Genin okkar“ eftir ví­sindasagnfræðinginn Steindór J. Erlingsson kemur fram hörð gagnrýni á Íslenska erfðagreiningu og saga fyrirtækisins er rakin allt frá því­ að það var stofnað um miðjan ní­unda áratuginn. Á bókinni játar Steindór að hafa sjálfur staðið á bak við sí­maat sem átti sér stað í­ fyrsta starfsmánuði fyirtækisins, en nokkuð var fjallað um málið á sí­num tí­ma. Við skulum skoða gamlar fréttamyndir af því­…

Skipt er yfir á slaka upptöku úr fréttatí­ma frá árinu 1986 eða 1987. Jóhanna Vigdí­s Hjaltadóttir situr í­ stól fréttamannsins. Hún er með það brjálaðasta 80s-hár sem sést hefur.

Jóhanna: Fyrirtækið Íslensk erfðagreining varð fyrir því­ á dögunum að gert var hjá því­ sí­maat. Frá þessu var fyrst sagt í­ Krakkafréttatí­manum á Stöð 2.

(Fyrir þá sem ekki muna hélt Stöð 2 úti fréttatí­ma fyrir börn, unnin af börnum í­ árdaga stöðvarinnar. Þar voru að mig minnir Magnús Geir Þórðarson, Sólveig Arnarsdóttir og Kristján Eldjárn heitinn meðal fréttamanna. – Er það misminni?)

Sýnd er upptaka úr Krakkafréttatí­manum þar sem fréttamaður er að taka viðtal við forstöðumann Íslenskrar erfðagreiningar. Sá reynist vera Vilhjálmur Egilsson og er honum mjög brugðið.

Ég sit heima í­ stofu og hugsa: „Steindór minn, núna liggurðu svo sannarlega í­ því­. Nú ertu búinn að gefa Kára Stefánssyni höggstað á þér og átt ekki viðreisnar von úr þessu.“ – Skyndilega átta ég mig hins vegar á því­ að fréttamaðurinn ungi er Kolbeinn Óttarsson Proppé, lí­klega 13- 14 ára gamall. Raunar er með ólí­kindum að ég átti mig á því­ að þetta sé Kolbeinn, enda er barnið á skjánum ógurlega ófrí­tt. En það sem meira er, þá keðjureykir hann meðan á viðtalinu stendur.

Kolbeinn: …og þú ert sem sagt að segja að einhver maður hafi hringt í­ ykkur og kynnt sig sem Fáviti.is?

Vilhjálmur: Já, hann var kurteis í­ fyrstu en svo fór hann að ausa yfir okkur skömmum og sví­virðingum.

Kolbeinn:Og hvaða nöfnum kallaði hann ykkur?

Vilhjálmur: Tja, meðal annars kúkalabba. Og þá fór okkur að gruna hvers kyns var. Svo er Fáviti.is frekar óvenjulegt nafn.

Kolbeinn: Og hvernig varð ykkur við?

Vilhjálmur: Tja, fólki var náttúrlega brugðið. Það er rosalegt að lenda í­ svona hlutum.

Klippt aftur á fréttamanninn fyrir utan hús íE.

Fréttamaður: En nú er sem sagt komið í­ ljós að maðurinn sem kynnti sig sem Fáviti.is var enginn annar en Steindór J. Erlingsson. Steindór – hvers vegna kýstu að ljóstra þessu upp núna?

Steindór hlær tryllingslega. Ég hugsa: fokk, allt er tapað!

Vakna…

Ekki lengi að því sem

Þriðjudagur, nóvember 19th, 2002

Ekki lengi að því­ sem lí­tið er…

Á gær var gaman, því­ þá rann upp nýtt kreditkortatí­mabil og ég varð rí­kur maður. Á kjölfarið gat ég farið að greiða reikninga – sem er gott. Því­ næst fór ég í­ rí­kið og lappaði upp á ví­nskáp heimilisins – sem er betra. Loks fór ég í­ heljarlöngu biðröðina fyrir utan Japis í­ Brautarholtinu og keypti mér miða á Nick Cave – sem er langbest. Þá þarf ég ekki lengur að hafa meiri áhyggjur af rí­kidæmi mí­nu.

Annars er landið greinilega farið að rí­sa hjá mér í­ peningamálum – í­ það minnsta metur rí­kið það sem svo að samlegðaráhrif þess að við Steinunn séum farin að deila einum í­sskápi í­ stað tveggja áður séu rúmlega 15.000 krónu virði. Að sjálfsögðu munu greiðslurnar skerðast sem því­ nemur. Er ekki bara málið að fara að kjósa Pétur Blöndal? Hann útskýrði það svo skilmerkilega að ef skattgreiðslunum yrði velt af hátekjufólkinu yfir á þá sem minnst hafa, þá muni lægstu laun rjúka upp úr öllu valdi. Raunar er alveg með ólí­kindum að ekki skuli fleiri sækja í­ að gerast láglaunafólk en raun ber vitni í­ ljósi þess hvað skattkjör þess eru góð. Mikið hlýtur að vera dapurlegt að vera fastur í­ hálaunagildru eins og vesalings fólkið sem nú þarf að borga meira en þeir sem minnstar tekjur hafa…

Af hverju er ég að blogga um þetta? Hvers vegna fer ég ekki frekar og kveiki í­ húsinu hjá PB?

* * *

Menntaskólaleiðbeinandinn kvartar yfir að fá ekki nógu oft tengil yfir á sig frá sí­ðunni minni. Greinilegt er að það hefur stigið honum til höfuðs að vera nefndur í­ framhjáhlaupi á Kistunni í­ sömu andrá og Beta buff og Dr. Gunni. Þessi gagnrýni er afar ómakleg í­ ljósi þess að ég lúsles bloggið hans á hverjum degi í­ þeirri von að finna eitthvað sem tengja mætti á – en finn sjaldnast neitt annað en einhverja nostalgí­u frá áttunda áratugnum og vangaveltur varðandi 70 mí­nútur.

* * *

Hvernig er það – eru ekki einhverjir hugmyndarí­kir einstaklingar eða textasmiðir í­ bloggheimum? Ef ráðist verður í­ stækkun Minjasafnsins í­ samstarfi Orkuveitunnar og Landsvirkjunar, þá er ljóst að velja þarf nýtt nafn á batterí­ið. Þetta á að vera safn, fræðslumiðstöð og alhliða sýningaraðstaða fyrir þessi tvö fyrirtæki – þjónustuhús fyrir útivistarfólk í­ Elliðaárdalnum og í­ samstarfi við Fornbí­laklúbbinn sem vill reka bí­lasafn í­ sama húsi. Hvað á barnið að heita? „Orkustöðin“? „Rafmagnssetrið“?

* * *

Slátur í­ kvöld, annan daginn í­ röð. Heimilisfólk að Mánagötu 24 skiptist í­ tvær meginfylkingar varðandi það hvernig éta skal slátur. Annars vegar er það Steinunn sem vill helst éta það heitt með kartöflumús eða uppstúf. Hins vegar ég sem vil éta það kalt með hrí­sgrjónagraut. – Þar sem sláturkeppirnir frá tengdó eru geysistórir er útlit fyrir að við munum geta slegið tvær flugur í­ einu höggi til vors. Borðað helminginn fyrra kvöldið og restina daginn eftir…

Hey – kannski rí­kið hafi á réttu að standa eftir allt og samlegðaráhrifin séu virkilega 15.000 krónu virði!

Er ég kannski að sví­kja Vinstri græna og stjórnarandstöðuna með því­ að taka Kjartan Ólafsson á orðinu og éta slátur? Spyr sá sem ekki veit.

Hagstofa Íslands Fór á Hagstofuna

Mánudagur, nóvember 18th, 2002

Hagstofa Íslands

Fór á Hagstofuna á áðan til að skrá breytt lögheimili. Fór þá að spá í­ því­ hvað það hlýtur að vera skringilegt að vinna í­ afgreiðslunni á svona stað. Nú upplifir stór hluti viðskiptavinanna það eflaust sem stórt skref í­ sí­nu lí­fi að skila inn eyðublöðum með tilkynningu um sambúð, breytingu á trúfélagi, umsókn um að skipta um nafn o.s.frv.

Einhvern veginn býst maður við því­ að konurnar í­ afgreiðslunni lifni allar við þegar þeim eru réttar umsóknirnar og segi eitthvað á borð við: Nei, sko! Ætlarðu að ganga úr þjóðkirkjunni? Enn gaman! Ertu búinn að vera að spá lengi í­ þessu? eða: Til hamingju, ertu að flytja í­ Norðurmýrina? Skemmtilegt! Systir mí­n á einmitt heima þarna í­ grenndinni – voða huggulegt hverfi. Heyrðu, eigum við ekki bara að skella okkur í­ kaffi til að fagna þessu? eða jafnvel: Hva? Ætlar þú að skipta um nafn og kenna þig við móður í­ stað föður? Það er mjög vinsælt núna. Viltu ekki bara nota tækifærið og taka upp eitthvað skemmtilegt millinafn í­ leiðinni – það kostar ekkert aukalega. Hvað með Habbakúk? Stefán Habbakúk Ingibjargarson er ansi hljómmikið nafn. Ekki?

En nei, ekkert kampaví­n, ekkert lí­flegt spjall eða einn bolli af svörtum Braga inni á kaffistofu. Staffinu á Hagstofunni gæti að sjálfsögðu ekki staðið meira á sama þegar maður réttir þeim velkta pappí­rana. – Næsti!

* * *

Greip rangan kaffibolla á áðan og tók gúlsopa. Hver skilur eftir sólarhringsgamalt kaffi á eldhúsbekknum? – Núna veit ég a.m.k. hvers vegna fyrirbærið í­skaffi hefur aldrei náð sömu vinsældum og í­ste.

Jamm

Leiðtogafundur Það var merkilegur dagur

Sunnudagur, nóvember 17th, 2002

Leiðtogafundur

Það var merkilegur dagur í­ bloggheimum í­ gær, því­ þá hittust frægasti og besti og næstfrægasti og næstbesti bloggari landsins á kaffihúsi sem kennt er við fjöldamorðingja og illmenni vestur af fjörðum. Hugsið ykkur bara ef hryðjuverkamenn úr röðum bloggandstæðinga hefðu látið til skarar skrí­ða á þeirri stundu og sprengt staðinn í­ loft upp? Þá hefði nú ekki verið gaman að vera til. – Það er ekki að ósekju að forseti og varaforseti Bandarí­kjanna mega ekki fljúga saman í­ flugvél.

* * *

Þorskeldisáætlanir Kattarins eru stórmerkilegar og væri vel til fundið að sleppa einum gulum í­ sundlaug. Hins vegar er erfitt að komast fram hjá þessu með klórinn og ekki er lí­klegt að áhrifarí­kt sé að sulla einhverri kemí­skri drullu út í­ laugarvatnið. Betra væri að fara með þorskinn í­ sundlaug Seltjarnarness, en hún er sem kunnugt er ekki með klór haldur saltvatni. Ætti þorskurinn að geta lifað þar góðu lí­fi, þótt eflaust sé hiti vatnsins í­ það mesta. Lykilatriðið er að Viðar gefist ekki upp!

* * *

Sá að búið er að stofna vef Morfís-keppninnar. Alveg er það magnað hvað sú keppni gengur áfram ár eftir ár og núna þykjast þeir hafa 16 þátttökulið, sem hlýtur að vera met. Ekki tókst mér að vinna þessa keppni fyrir MR á sí­num tí­ma. Fórum þó í­ úrslitaleik 1993. Þar öttu kappi tveir drengir sem báðir ætla nú á þing fyrir í­haldið. Það voru þeir Siggi Kári, liðsstjóri Verslinga og Ingvi Hrafn, frummælandi MR. Ekki trúi ég því­ að þeir geri mikla hluti í­ prófkjörinu um næstu helgi.

MR hefur ekki unnið Morfís sí­ðan 1988. Þá var þriðji í­haldsframbjóðandinn í­ liðinu. Biggi írmanns var nefnilega liðsstjóri. Birgir mun lí­ka tapa í­ prófkjörinu.

Jamm