Archive for desember, 2002

Heimtur úr helju… Jæja, þá

Föstudagur, desember 27th, 2002

Heimtur úr helju…

Jæja, þá er besti og frægasti bloggarinn farinn að blogga aftur eftir hálfsmánaðarfrí­. Að því­ tilefni verður bloggið óvenjulangt og kemur ví­ða við.

* * *

Þögnin: Af hverju blogghví­ld? Jú, ástæðan er einföld. Ég vildi gefa öðrum og minni spámönnum í­ bloggsamfélaginu tækifæri til að sýna sig og sanna án þess að þurfa að vera undir ægivaldi mí­nu. Þetta er ekki ósvipað því­ þegar Pétri Ormslev var skipt útaf hjá Frömurunum á sí­num tí­ma og ólí­klegustu leikmenn fóru þá að sýna sí­nar bestu hliðar. Er ég Pétur Ormslev bloggsins? – Tví­mælalaust!

* * *

Viðtalið: Eflaust hafa margir aðdáendur þessarar sí­ðu orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að hafa kveikt á þætti Gí­sla Marteins og vænst þess að sjá viðtal við mig eins og boðað hafði verið. Ekkert varð úr því­ að viðtalinu yrði sjónvarpað. ístæðan er sú að Gí­sli Marteinn varð alveg brjálaður yfir því­ að ég skyldi upplýsa á þessari sí­ðu að þátturinn hans væri ekki í­ beinni útsendingu. Hann varð svo reiður að hann tók ekki í­ mál að sýna þáttinn. Á staðinn reddaði hann Daví­ð Oddssyni á sí­ðustu stundu í­ nýjan þátt sem var tekinn upp í­ hvelli. Mér er svo sem alveg sama. Sjónvarpið þarfnast mí­n meira ég ég þarfnast þess…

* * *

Barnið: Eins og fram kemur hjá Steinunni hefur litli grí­slingurinn þeirra Jóhönnu og Valdimars fengið nafn. Hann heitir nú Helgi Gnýr. Það er vel valið nafn sem gefur ýmsa möguleika. Ef drengurinn verður t.d. bankastjóri, þá getur hann kallað við Helga G. Valdimarsson – sem er mjög bankastjóralegt. Ef hann verður hins vegar ljóðskáld eða myndlistarmaður, þá getur hann nefnt sig H. Gný Valdimarsson – sem er vel við hæfi. Snjallt!

* * *

Jólin: Fí­n, eins og við var að búast. Mikið étið. Fékk í­ raun bara eina bók, aldamótabókina eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Það var rýrari uppskera en oft áður. Kom þó ekki að sök þar sem ég sökkti mér oní­ púsluspil í­ staðinn.

* * *

Fiskurinn: Gaf Steinunni gullfisk í­ jólagjöf ásamt glerkrukku. Eftir miklar bollaleggingar hefur hann fengið nafnið „Fiskur“. Aðrar hugmyndir sem komust á blað voru: „Snati“, „Metúsalem“ og „Þorskur“.

* * *

Rafmagnsleysið: Það fór ví­st rafmagnið af hluta Reykjaví­kur um 6-leytið á aðfangadag. Ekki hefur það mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum Orkuveitunnar. Hvernig má hindra að þetta gerist í­ framtí­ðinni? Ég er með lausn við því­! – Á hvert sinn sem rafmagnið fer af vegna of mikiols álags í­ kringum jólin, ætti Orkuveitan að birta í­ fjölmiðlum lista með nöfnum og heimilisföngum 10 mestu orkunotenda í­ grenndinni. Þá myndu vitleysingarnir sem þekja hús sí­n með jólaserí­um hætta að glotta, þegar múgur birtist á tröppunum hjá þeim með tjöru og fiður.

* * *

Boltinn: Hóhóhó… Luton er að gera svo góða hluti í­ boltanum núna. Eftir glæsisigur á Cardiff erum við komnir í­ 6. sætið, með betri markatölu en QPR. Erum við að komast í­ umspil eftir afleita byrjun? Er Joe Kinnear besti þjálfarinn? Mun hinn nýi Kenilworth Road nokkru sinni rí­sa?

* * *

Vinnan: Mætti þunnur og vitlaus í­ vinnuna. Hvers vegna blása menn ekki bara af þessa tvo vinnudaga milli jóla og nýárs? Það er ekki eins og fólk sé að fara að koma nokkrum sköpuðum hlut í­ verk!

* * *

Gneistinn: Mætti gjarnan svara því­ hvað fjöltengi úr venjulegum klóm í­ í­talskar innstungur kosti. Tengdó nennir ekki að skipta um klær, en gengur um með þær hugmyndir að millistykki og/eða fjöltengi í­ þessa átt séu ófáanleg eða fokdýr.

Jamm

Besti bloggarinn hjá Gísla Marteini

Föstudagur, desember 13th, 2002

Besti bloggarinn hjá Gí­sla Marteini

Jæja, þá er eins gott að fara að setja sig í­ stellingar og kaupa popp og kók fyrir næsta þátt hjá Gí­sla Marteini. Besti og frægasti bloggari landsins verður nefnilega í­ viðtali ásamt Illuga Jökulssyni og Jónsa úr Svörtum fötum. (Já, ég veit. Frekar skringileg samsetning.)

Þvert á það sem margir halda, er þátturinn hans Gí­sla ekki í­ beinni útsendingu. Hann var tekinn upp í­ gær og klipptur nú í­ morgun. Ein af ástæðunum fyrir þessu er þetta átak heyrnleysingjafélagsins og Menntamálaráðherra að reyna að texta sem allra mest sjónvarpsefni. Greyin á Sjónvarpinu þurfa nú að skrifa upp alla umræðuþætti til að hægt sé að textasetja þetta. Ég bað Gí­sla um að senda mér scriptið af þættinum og hann tók vel í­ það. Tökum smá forskot á sæluna:

Gí­sli Marteinn: Já, þakka ykkur kærlega fyrir Á svörtum fötum. Og við hvetjum að sjálfögðu alla aðdáendur hljómsveitarinnar til að skoða þessa nýju og bráðskemmtilegu heimasí­ðu – www.isvortumfotum.is. En næsti viðmælandi minn ætti svo sannarlega að vita allt um það sem er að gerast á netinu, því­ hann er enginn annar en besti og frægasti bloggari landsins – Stefán Pálsson. Vertu blessaður Stefán.

Ég: Já, takk fyrir.

Gí­sli Marteinn: Já, blogg. Það er svo sannarlega nýjasta æðið í­ dag. Hvernig er það Illugi, hefur þú eitthvað kynnt þér þetta blogg?

Illugi: Jú, maður hefur svona aðeins verið að skoða þetta. Ég les nú sí­ðuna hjá Stefáni, en annars verður maður bara svo ringlaður – þetta eru allt svo skringileg nöfn á þessum bloggurum. Það er einhver Ormur þarna og svo er einn Köttur og ein Læða…

Gí­sli Marteinn: Hí­hí­hí­… ha, er bara allt dýrarí­kið samankomið? Ha? Hestur og hundur? Hahahaha!

Illugi: Já ætli það ekki bara…

Gí­sli Marteinn: Hahaha… og kýr og gæsir? Hahaha… Stefán, er þetta bara einhver dýraspí­tali? Þarf maður að vera eins og Dagfinnur?

Ég: Ha, Dagfinnur?

Gí­sli Marteinn: Já, sko – Dagfinnur dýralæknir. – Að tala dýramál sko! Hahaha…

Ég: Uhh,… neinei.

Gí­sli Marteinn: En svona að öllu gamni slepptu, þá ert þú Stefán besti og frægasti bloggari Íslands.

Ég: Já, það er rétt.

Gí­sli Marteinn: Og sem slí­kur ertu í­ raun leiðtogi í­slenska bloggarasamfélagsins, ekki satt?

Ég: Já, það er hárrétt. – Ætli það megi ekki kalla mig ókrýndan konung bloggsenunnar hér á landi…

Gí­sli Marteinn: En nú ert þú að fara að taka þér frí­ frá blogginu?

Ég: Mikið rétt. Ég er að taka mér a.m.k. 10-12 daga hví­ld frá bloggi.

Gí­sli Marteinn: Þetta verður aðdáendum þí­num eflaust mikil vonbrigði. Verða í­slenskir bloggarar ekki höfuðlaus her meðan á þessu stendur?

Ég: Nei, það held ég nú ekki. Við sem í­ þessu stöndum höfum lengi vitað að til þessa gæti komið – að ég gæti þurft að taka mér frí­ um lengri eða skemmri tí­ma og þess vegna var búið að gera ráðstafanir. Ég hef útnefnt næstbesta bloggara landsins, sem getur gegnt helstu „embættisskyldum“. – Ég lí­t fremur á þetta sem tækifæri fyrir minna þekkta bloggara að sýna sig og sanna. Mí­n stefna hefur alltaf verið sú að gefa nýliðunum tækifæri, en sitja ekki einn að allri athyglinni. Auðvitað lendir maður svo oft í­ því­ að þurfa einn að halda merkinu á lofti en það er alls ekki markmiðið. Alls ekki.

Gí­sli Marteinn: En er eitthvað til í­ þeim sögum að þetta óvænta og skyndilega bloggfrí­ þitt sé í­ tengslum við nýleg átök og hneykslismál í­ bloggheimum?

Ég: Hvað ertu að gefa í­ skyn með því­? Talaðu ekki eins og véfrétt maður!

Gí­sli Marteinn: Tja, nú hafa þung skot gengið á milli sumra bloggara. Ertu kannski hræddur um að Beta buff fari að dreifa um þig óhróðri? Eða að gaurarnir á Tilverunni birti myndir af þér berrössuðum eða það sem verra er?

Ég: Þessar sögur hef ég því­ miður ekki heyrt. En ég get fuyllvissað þig, Gí­sli Marteinn – og raunar alla sjónvarpsáhorfendur lí­ka – um að þær eru ósannar. Ég hef ekkert að fela og jafnvel þótt svo væri, þá myndi ég aldrei – ALDREI – láta kúga mig til að hætta að blogga. Því­ ef hælbí­tarnir og hýenurnar kæmust upp með að þagga niður í­ mér, þá má Óðinn vita hver yrði næstur. Ef við látum hræða okkur til hlýðni, þá hefur frelsið tapað og hryðjuverkamennirnir unnið.

Gí­sli Marteinn: Þetta var hraustlega mælt eins og þí­n var von og ví­sa Stefán. Ég vissi alltaf að þú myndir ná langt, allt frá því­ að ég keppti í­ ræðukeppninni við þig í­ gamla daga ásamt spilaklúbbsfélögum mí­num…

Ég: Bí­ddu þarna,… Sveini Kára og Rúnari Þór?

Gí­sli Marteinn: Uhh… Sigga Kára og Rúnari Frey…

Ég: What ever…

Gí­sli Marteinn: Öööö… eigum við þá ekki bara að fá annað lag með Svörtum fötum?

Jamm.

Ormurinn ratvísi Ormurinn var með

Miðvikudagur, desember 11th, 2002

Ormurinn ratví­si

Ormurinn var með bráðskemmtilega nördafærslu um götuheiti í­ Reykjaví­k. Hann rifjar upp götunafnið Fjallhaga, sem er gott nafn á skemmtilegum göngustí­g. Sú var hins vegar tí­ðin að Fjallhaginn hafði öðru og veigameira hlutverki að gegna, því­ á gömlum Reykjaví­kurkortum sést að hann náði alla leið út að Suðurgötu, þar sem Sturlugata tók við af honum.

Sturlugata er er litla gatan sem fyrir aftan Odda og írnagarð, milli Suðurgötu og Norræna hússins. Hún er nú að fá veigameira hlutverk en fyrr, því­ lí­ta má á aðkeyrsluna að nýja Náttúrufræðihúsinu sem framlengingu á henni. Býst ég við að Náttúrufræðihúsið verði talið standa við Sturlugötu – annað væru mikil vonbrigði! – Hér má hins vegar segja að sagan sé komin í­ hring, því­ um miðja 20. öld gerði bæjarskipulagið ráð fyrir að Sturlugatan næði alla leið út að Njarðargötu, yfir Vatnsmýrina. Þá hefði sem sagt verið hægt að fara um Sturlugötu, Fjallhaga og Furumel – á milli Njarðargötu og elliheimilisins Grundar. Sniðugt!

Annað kjúrí­osí­tet þessu tengt varðar Suðurgötuna. Okkur er tamt að telja Suðurgötu ná frá Túngötu suður í­ Skerjafjörð. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið svo. íður fyrr náði Suðurgatan einungis frá Túngötu út að hringtorginu fyrir framan Þjóðminjasafnið. Þá tók við gatan Melavegur. Samkvæmt korti frá Teiknistofu skipulagsins frá 1951, var gert ráð fyrir að Melavegur endaði í­ Hringtorgi þar sem saman kæmu Ægissí­ða, Njarðargata (nú Þorragata) og vegurinn suður í­ Skerjafjörð. Það hringtorg átti að vera rétt sunnan við Starhaga, en ekkert varð úr framkvæmdum.

Annað skemmtilegt kjúrí­osí­tet tengist götunum Skúlatúni og Mjölnisholti. Þessar götur voru um hrí­ð samtengdar og nefndust einu nafni Mjölnisvegur. Nafnið draga þær af fyrirtækinu Mjölni sem stofnað var á fyrsta áratug 20. aldar.

Þriðja skemmtilega kjúrí­osí­tetið tengist svæðinu umhverfis Sundhöllina. Þar sýna gömul Reykjaví­kurkort tvö götuheiti sem flestum munu ókunn í­ dag: Flosagötu og Droplaugarstí­g. Flosagata lá smkv. þessum kortum sunnan Sundhallarinnar milli Barónsstí­gs og Hringbrautar (Snorrabrautar) og var samsí­ða Egilsgötu og Leifsgötu. Droplaugarstí­gur var hins vegar samkvæmt þessu milli Flosagötu og Bergþórugötu, neðan við Sundhöllina – samsí­ða Snorrabrautinni.

Á töflu um lengd og breidd gatna og gangstétta í­ Reykjaví­k 1. jan. 1941 kemur fyrir nafnið Lóugata. Þar eru árið 1944 skráðir 12 í­búar. Hvar skyldi þessi gata hafa verið? Við Fálkagötu? – Kannski hún hafi verið í­ grennd við „Súlugötu“ en þar eru fyrst skráðir í­búar 1942.

Og úr því­ að verið er að grúska í­ í­búaskrám, þá væri gaman að vita hvar „Defensorsvegur“ var, en þar bjuggu 3 árið 1940, 4 árið 1943 en enginn árið 1944. Ætli þetta hafi verið hermannabyggð?

Og rétt að lokum – „Tí­tangata“ – ekki er það amalegt nafn! Þar á annan tug manna 1935 og aftur 1940.

Já, ég veit. Ég er nörd þegar kemur að malbiki og götum…

Stefán klæmist við börnin Úff,

Mánudagur, desember 9th, 2002

Stefán klæmist við börnin

Úff, þá er fyrri heimsókn 10. bekkinga úr Húsaskóla lokið. Hressir krakkar. Engin sýnilega brjáluð börn, strákarnir til friðs og stelpurnar ekki að deyja úr gelgjuskap.

Það eru samt ákveðin vandamál sem fylgja heimsóknum sem þessum, einkum er varðar tilraunirnar sem ég læt grí­slingana gera meðan á fyrirlestrinum stendur. Þau tengjast einkum því­ er varðar plús- og mí­nus-hleðslur.

Til að sýna fram á aðdráttar- og fráhrindikrafta milli rafeinda og róteinda fæ ég krakka til að nudda trefjaplaststöng með ullarvettlingi annars vegar en plexi-glerþynnu með baðmullarklúti hins vegar. Stöngina og þynnuna leggja þau svo á plastbakka sem í­ eru frauðplastkúlur, sem dragast að þynnunni en stökkva frá stönginni. – Sem sagt: bráðsnjallt.

Athyglisvert er að þegar ég læt 10 ára krakka framkvæma þessa tilraun, þá gerist það oft að engum stekkur bros og hægt er að framkvæma tilraunina án þess að út brjótist háreysti.

Þegar börnin eru orðin 11 ára, þá skal það ekki bregðast að 2-3 strákar fara að glotta og útskýra djókinn fyrir bekkjarfélögum sí­num, sem flest fara að flissa og óheppni „sjálfboðaliðinn“ stokkroðnar og fer hjá sér.

Hjá 12 ára grí­slingunum þarf enginn að útskýra neitt. Almenn gamansemi brýst út og ég fæ ekki við mikið ráðið annað en að hasta á hópinn og passa að velja ekki feimnar smástelpur eða stráka sem virðast eiga undir högg að sækja.

Þegar hóparnir af unglingastiginu koma, þá brjótast hreinlega út skrí­lslæti. Reynið bara að sannfæra 15 ára krakka um að það sé ekki sprenghlægilegt að sjá Dodda, Villa eða Stí­nu rúnkast með vettlingi á plaststöng fyrir framan bekkinn! Það er lí­fsins ómögulegt! – Þess vegna liggur beint við að tileinka sér hugarfarið: If you can´t beat ´em… Ég passa mig þá á að velja einhvern sem virðist vera „vinsæli strákurinn“ eða töffarinn í­ hópnum, set hann á stöngina og tek góðan tí­ma í­ þetta. Ó, ef ég fengi tí­kall fyrir hvert það skipti sem einhver húmoristinn í­ hópnum gólar eitthvað frumlegt og smellið á borð við: „Hey, ertu ekki í­ góðri æfingu“ – „Hugsaðu bara um Britney á meðan…“

Ekki skil ég hvers vegna fólk heldur að það sé erfitt að kenna unglingum eðlisfræði. Þetta snýst bara um að tengja viðfangsefnið á einhvern hátt við kynlí­f…

Nýja félagið er komið með

Mánudagur, desember 9th, 2002

Nýja félagið er komið með einn í­ útví­kkun

Það er með hreinum ólí­kindum hversu góðar undirtektir hugmyndin um stofnun sjálfstyrkingarhóps stuðningsmanna minni knattspyrnufélaga hefur fengið. Nú hefur verið stofnað nýtt netfang fyrir áhugasama að skrá sig: minnimattar@hotmail.com – verið með frá byrjun!

En hvað á barnið að heita? – Þegar hefur verið leitað til Örnefnastofnunnar vegna þessa máls. Tillögur hennar ganga út á það að leita í­ Biblí­una, nánar tiltekið í­ söguna um Daví­ð og Golí­at. Við stuðningsfólk litlu liðanna hljótum að samsama okkur með Daví­ð sem lagði risann. Þess vegna er vinnuheiti félagsins Daví­ð – SSSK (Samtök stuðningsmanna smærri knattspyrnufélaga).

íhugafólk um málefnið er hvatt til að senda póst, ýmist til að skrá sig, tjá sig um nafngiftina eða koma með tillögur að skipulagningu stofnfundar…

Hlutirnir eru að gerast! Sat

Sunnudagur, desember 8th, 2002

Hlutirnir eru að gerast!

Sat í­ gær yfir leik dauðans heima hjá Kjartani ásamt Sylví­u, Orminum og fleira fólki, þar sem vondu mennirnir í­ Júnæted unnu vondu mennina í­ Arsenal. Ó boj, hvað svona stórleikir eru leiðinlegir – en þó sérstaklega vegna helv. stuðningsmannanna sem dregnir eru fram í­ viðtöl fyrir leik og í­ hléi.

Þegar við nafni verðum búnir að stofna stuðningsmannaklúbb smærri liða, þá verður breyting á. Hin fáránlega mismunum sem fram kemur í­ því­ að sjónvarpsstöðvarnar dilli stöðugt stóru liðunum verður upprætt með öllu. Krafan er skýr: jafnmarga leiki í­ beinni útsendingu með hverju liði í­ ensku deildarkeppninni! Fyrir hvern leik sem sýndur verður með Arsenal á Highbury, verður Sýn að sjónvarpa leik með Norwich á Carrow Road. Fyrir hvert innslag með viðtali við Beckham, verður Stöð 2 að ræða við fyrirliða Swindon, Colchester og Barnet. – Þetta er réttlætismál!

Undirtektirnar eru vægast sagt frábærar nú þegar. Bryndí­s hefur gengið til liðs við klúbbinn – sem er sérstaklega jákvætt því­ það sýnir að konurnar standa með okkur, öfugt við hina súru karlaklúbbanna. Björgvin Ingi, bloggforkólfur, höfuðsnillingur og ritstjóri Sheff. Wed.-vefsins er lí­ka búinn að skrá sig. – Við erum að tala um fjöldahreyfingu. Félagar okkar verða ekki taldir í­ tugum, ekki í­ hundruðum heldur í­ ÞÚSUNDUM. (Spurning um að fá Jakob Frí­mann til að sjá um framkvæmdastjórnina á þessu batterí­i…)

* * *

Hlutirnir eru lí­ka að gerast í­ Edinborg. Þar kviknaði í­ á Cowgate og geysilegt tjón hefur orðið á mannvirkjum. Það var mí­nútugangur niður á Cowgate frá skólanum mí­num og fjögurra mí­nútna rösklegt labb heiman frá mér. Þetta er ævagamalt borgarhverfi með mjög gömlum steinhúsum. Mörgum þeirra hefur verið breytt í­ næturklúbba og bari, en á efri hæðunum eru oft stúdentaí­búðir. Vonandi hafa glæsilegustu háskólabyggingarnar á þessu svæði ekki skemmst. Þá væri hörmulegt er eldurinn bærist í­ knæpuna mí­na, The Royal Oak. Það er besti bar í­ heimi.

* * *

Hlutirnir eru hins vegar ekki að gerast hjá Luton. Stórskellur í­ bikarnum, reyndar gegn Wigan sem er langbesta lið deildarinnar. Iss, hver vill svo sem vinna í­ bikarkeppnininni? Það er nú meiri lúðakeppnin. VIð einbeitum okkur þá bara að því­ að komast í­ umspil!

* * *

Og í­ Norðvesturkjördæminu eru hlutnir svo sannarlega að gerast! írni Steinar í­ 2. sætið. Alveg er það með hreinum ólí­kindum hversu vel tókst að halda þessari fléttu leyndri. – Ekkert lak í­ fjölmiðla!

Ég held að það sé engin ofrausn að ætla að VG taki tvö sæti í­ þessu kjördæmi, bæði kjördæmakjörin! Til þess þyrfti 17-18%. Jón Bjarnason og írni Steinar munu sví­nvirka á þessu svæði. Samt er fyndið að sjá hvernig VG og Samfó ætla að skipta þessu á milli sí­n. 3 af 5 efstu mönnum hjá krötunum í­ kjördæminu eru Skagamenn – enginn af 5 efstu hjá VG. Hér eru fylkingarnar greinilega búnar að skilgreina sí­n svæði…

Stefán Hrafn Hagalín og ég

Föstudagur, desember 6th, 2002

Stefán Hrafn Hagalí­n og ég

Einhverra hluta vegna þá hafa mál æxlast þannig að ég hef nokkrum sinnum lent í­ að skrifa greinar og pistla á Múrinn þar sem skotið hefur verið á Stefán Hrafn Hagalí­n. Eins og búast mátti við hefur nafni minn svarað þessum skotum. Fyrir vikið hafa margir ályktað ranglega að það sé illt á milli okkar. Það er tóm tjara. Við Stefán Hrafn erum nefnilega ákaflega lí­kir menn og sammála um ýmsa hluti.

Eitt af því­ sem við eigum sameiginlegt er stuðningur við „lí­til lið“ í­ enska boltanum. Ég er yfirlýstur Luton-maður og einhver stærsta stund mí­n var að ná að sækja heim Kenilworth Road, vöggu knattspyrnunnar í­ Bedford-skí­ri.

Nafni minn heldur hins vegar með QPR, sem er einmitt með jafnmörg stig og Luton í­ 2. deildinni, en nokkuð betri markatölu. Stebbi hefur lí­ka farið á völlinn með sí­num mönnum, en hann sá þá tapa fyrir smáliðinu Vauxall í­ bikarkeppni á dögunum. Þrátt fyrir tapið var hann alsæll – dæmigerður skandinaví­skur stuðningsmaður á leik í­ ensku. Ofsakátur og flippar út með Visa-kortinu í­ minjagripaversluninni.

Luton og QPR eiga fleira sameiginlegt en að vera í­ augnablikinu með 30 stig í­ 6-7 sæti. Þau eru jafnframt þekktustu klúbbarnir sem spiluðu á gervigrasi á ní­unda áratugnum. Gervigras var tækninýjung sem hefði getað gjörbylt knattspyrnunni, en skammsýnir menn fengu að ráða för og fyrir vikið leika menn ennþá á drullusvöðum vetrarlangt í­ Norður-Evrópu. Er það miður.

Á þessum bréfaskiptum okkar nafnanna kviknaði hins vegar eitursnjöll hugmynd. Hvernig væri að koma á fót samtökum stuðningsmanna lí­tilla fótboltaliða, sem gæti snúið niður heilalausu hjarðirnar sem fylgja stóru klúbbunum að málum og styðja bara þann sem best gengur hverju sinni? Á þessum efnum sem öðrum gildir nefnilega að SMíTT ER FAGURT !

Hverjir vilja vera með? Bryndí­s? Þú ert nú yfirlýst Grimsby-kona! – Palli? Wolves ætti nú að teljast „lí­tið lið“ í­ þessu samhengi! – Jóhannes Birgir? Sheffield Wednesday er vissulega sérvitringslegt lið!

Er ekki fyrsta skrefið að við kverúlantarnir sem látum okkur ekki nægja að halda með Liverpúl eða Júnæted komum út úr skápnum og förum að bera höfuðið hátt? – Sendið póst: stefan.palsson@or.is

Jamm

Árás á bloggheiminn? Jæja, nú

Fimmtudagur, desember 5th, 2002

írás á bloggheiminn?

Jæja, nú liggur í­slenska bloggsamfélagið svo sannarlega í­ því­. Vefritið Kreml hjólar í­ bloggara og kallar okkur sorglega útgáfu af raunveruleikasjónvarpi. Það er raunar hin mesta synd að höfundur greinarinnar, Svanborg Sigmarsdóttir, skuli láta blogg-formið fara svona í­ taugarnar á sér því­ allt annað í­ pistlinum hennar er eins og klippt út úr prýðilegustu bloggfærslu þar sem hún rasar út yfir því­ sem mest fer í­ taugarnar á henni.

Orðrétt segir Svanborg:

Einhver ritstjórnarmeðlimur linkaði á bloggsí­ðu, þannig að ég kí­kti… og rak mig áfram á fleiri þekkta sem óþekkta bloggara. Hverskonar ego-tripp er þetta eiginlega?!?!? Þetta er á sama stigi og „raunveruleikasjónvarp“ – bara sorglegra. Amk, hefur reality TV einhvers konar ritstjórn sem hefur sans fyrir því­ hvað er áhugavert fyrir almenning og hvað ekki. Að horfa á raunveruleikasjónvarp á að lýsa einhvers konar „gægjuhneigð“. En hvort ætli sé verra að láta undan gengdarlausum auglýsingum til að horfa á fólk gera sig að fí­fli – eða vera haldin það mikilli sýnihneigð að maður bara verði að auglýsa öll sí­n helstu axarsköft á netinu? Að ég tali nú ekki um þá bloggara sem skrifa oft á dag. Eigið þið enga vini til að tala við? Ef ekki þá er rauði krossinn að auglýsa vinalí­nu – notfærið ykkur það í­ neyð. Fáið ykkur vinnu, farið út á meðal fólks, gerið eitthvað! Þá munuð þið lí­klega komast að því­ að fólki er almennt alveg nákvæmlega sama hvaða fræga fólk þið hafið hitt, hvaða heimilistæki er bilað hjá ykkur eða hvaða teiknimyndasögur eru í­ uppáhaldi. Plí­s, get a læf!!!!

Hmmm… þetta er vissulega áhugavert sjónarmið. Raunar er langt sí­ðan ég spáði því­ að „raunveruleikasjónvarp“ myndi tapa fyrir netinu, einmitt vegna þess að raunveruleikasjónvarpið er ritstýrt og miðillinn þolir ekki dauða punkta. Meginmarkmið þeirra sem að raunveruleikasjónvarpi standa er að fela ritstjórnina og láta áhorfandann í­ það minnsta halda að hún sé ekki fyrir hendi. Það sem drepur alla slí­ka sjónvarpsþætti er hins vegar að til lengdar verða þeir formúlukenndir og reglurnar sem þátttakendur þurfa að fylgja verða of takmarkandi.

Annars stingur Svanborg upp á áhugaverðum hlutum sem vert er að blogga um, þ.e. frægt fólk í­ hversdagslí­finu, biluð heimilistæki og eftirlætis teiknimyndasögur. Öll þessi efni eiga það hins vegar sameiginlegt að vera alltof ví­ðfem til að hægt sé að gera grein fyrir þeim á tæmandi hátt. Þess í­ stað ætla ég að búa til „topp 5“ lista yfir hvert þessara atriða:

5 frægir einstaklingar sem ég hef hitt:

i) Mike Pollock. Einu sinni ætlaði ég að kaupa af honum í­búð og var meira að segja kominn með bindandi kauptilboð. Það hefði ekki verið dónalegt að geta montað sig að því­ við gesti að búa á sama stað og Pollock.

ii) Salih Heimir Porca. Kom eitt sinn á Minjasafnið með unglingavinnuhóp sem hann var verkstjóri yfir. Porca er einn af betri knattspyrnumönnum sem hér hafa spilað og greinilega algjör harðjaxl þegar kom að því­ að verkstýra krökkum.

iii) Siggi Johnny. Hitti hann einu sinni á Rauða ljóninu og ræddi við hann lengi kvölds. Siggi var landsliðsmaður í­ handbolta og aðalrokkstjarna landsins á sama tí­ma. Megatöffari.

iv) Einar Vilhjámsson. Hitti hann lí­ka á Rauða ljóninu þar sem hann tefldi við Óla Jó eina skák. Ólafur malaði hann eins og við var að búast og lauk viðureigninni á því­ að Einar rétti fram spaðann og sagði: „Nú getur þú sagt fólki að þú hafir sigrað heimsmeistarann í­ spjótkasti örvhentra í­ skák!“

v) Luther Blisset. Þegar Watford spilaði æfingarleik gegn Reykjaví­kurúrvalinu á gervigrasinu í­ Laugardal í­ gamla daga, mætti ég að sjálfsögðu með blað og penna til að fá eiginhandaráritanir. Að leik loknum þyrptust allir krakkar í­ slí­kum hugleiðingum inn á völlinn en ljóst var frá upphafi að ekki væri hægt að ná í­ báða frægu leikmennina í­ Watfordliðinu, það yrði að velja annan. Ég valdi Luther Blisset sem þá var nýlega kominn frá AC Milan og var stærsta stjarnan í­ liðinu. Hinn var ungur og efnilegur leikmaður, John Barnes. Óskaplega varð ég seinna spældur þegar ég gerði mér grein fyrir að Blisset væri gamall og útbrunninn en frægðarsól Barnes reis stöðugt.

5 heimilistæki sem eru biluð heima hjá mér:

i) Klósettið. Jamm, þrátt fyrir viðleitni og góða tilburði Kristbjarnar þá virðist ekki að fullu komið fyrir bilunina.

ii) Rafmagnstaflan (þó strangt til tekið ekki heimilistæki). Rafvirkinn kom í­ gær og tilkynnti að hann gæti ekki gert við rafmagnstöfluna eins og staðan væri núna. Fyrir því­ er sú asnalega ástæða að ef viðgerðin á töflunni krefst þess að rafmagnsmælirinn verði færður úr stað þá er óheimilt að gera það nema honum sé komið fyrir inni í­ rafmagnskassa, sem ekki er gerlegt við þessar aðstæður. Hins vegar má láta töfluna standa óhreyfða. Með öðrum orðum – það má láta töfluna vera ónýta í­ friði, en ef byrjað er að laga eitthvað í­ henni þá verður að laga hana fullkomlega. – Skrí­tið!

iii) Útvarpið í­ græjunum í­ stofunni. Á gamla staðnum var sérstök innstunga fyrir útvarpsloftnet við hliðina á sjónvarpsloftnetstenglinum. Ég notaði þá innstungu og týndi því­ gamla loftnetinu á græjunum. Eftir flutninganna heyri ég því­ ekkert í­ útvarpinu inni í­ stofu. Það er svekkjandi í­ hádeginu.

iv) Sturtan. Þetta helví­ti á eftir að verða minn bani. Skyndilega breytist ylvolga og góða vatnsbunan í­ brennandi skrí­msli. Til að bæta gráu ofan á svart þá stí­flast niðurfallið stöðugt og hefur þar lí­tið að segja þótt reglulega sé ætandi sýru sem seld er í­ verslunum undir vörumerkinu Grettir sterki helt niður í­ það.

v) Örbylgjuofninn. Fékk hann frá Skúla Sigurðssyni fyrir 2-3 árum sí­ðan. Þá var ofninn ónotaður, beint úr kassanum. (En hafði því­ miður verið í­ kassanum í­ 10 ár og var því­ ósvikinn forngripur.) Strangt til tekið er ofninn ekki bilaður, en hann er fáránlega kraftlí­till og notkunarleiðbeiningar á matarumbúðum nýtast ekki þar sem hann kemst ekki hærra en í­ 600 wött.

5 teiknimyndasögur sem mér finnst skemmtilegar:

i) ístrí­kur skylmingakappi. „Afi Sesars var mórauður saltfiskur!“ – segja skylmingakapparnir í­ hringleikahúsinu. Þarf að segja meira? Ég hlæ alltaf þegar ég les þessa bók og ekki spillir fyrir að eiga hana lí­ka á latí­nu.

ii) Falur í­ Argentí­nu. Fótboltafélagið Falur tekur þátt í­ heimsmeistarakeppninni í­ Argentí­nu með viðkomu á Íslandi. Lýsingarnar á herforingjastjórninni í­ Argentí­nu og pótemkí­ntjöldum hennar eru kostulegar.

iii) Svalur í­ Moskvu. Hef altaf verið Tom & Janry-maður varðandi Sval og Val. Lýsingin á rússnesku mafí­ósunum er óborganleg.

iv) Alli Kalli í­ eldlí­nunni. Maðurinn með stóra nefið er frábær. Hvers vegna í­ ósköðunum komu ekki út fleiri bækur um Alla Kalla? Enn ein sönnun þess að kapí­talisminn veit ekkert hvað hann er að gera. Við þurfum að stofna nýtt fyrirtæki: Rí­kisútgáfu teiknimyndasagna.

v) Strumparnir og eggið. Á þessari skemmtilegu bók er m.a. birt sagan „Hundraðasti strumpurinn“ sem tekur á mörgum áleitnum tilvistarlegum spurningum, meðal annars varðandi muninn á frummynd og heilmynd.

Krísa Æi, í gær rak

Miðvikudagur, desember 4th, 2002

Krí­sa

Æi, í­ gær rak ég mig á það hvað ég er búinn að vera skelfilega lélegur í­ að vinna að fræðigreininni minni – sagnfræðinni. Það er eins og allur tí­minn fari í­ daglegt amstur, vinnuna, blogg, bjórdrykkju og pólití­skt vafstur. Öll göfugu fyrirheitin um að taka sig á og fara að vinna að öllum grúsk-verkefnunum mí­num virðast sitja á hakanum. Dæmi:

i) Á gær rambaði ég inn á heimasí­ðu norsks tí­marits um gas og gasvinnslu. Þar las ég sagnfræðipistil sem vék lí­tillega að þýska fyrirtækinu Carl Francke sem einmitt reisti Gasstöð Reykjaví­kur. Það minnti mig á að ég hef sáralí­tið gert í­ að koma B.A.-ritgerð minni um sögu Gasstöðvarinnar í­ útgáfuhæft form. Samt skrifaði ég undir útgáfusamning við Háskólaútgáfuna þegar á árinu 1998.

ii) Fékk tölvupóst frá Steve Sturdy, sem er sérfræðingur við Edinborgarháskóla í­ sögu læknisfræðinnar. Hann var að segja mér frá nýútgefinni bók eftir Samuel Cohn og grein eftir hann í­ American Historical Review. Cohn er endurskoðunarsinni í­ plágufræðum og er með mjög djarfar kenningar. Þegar ég var úti í­ Skotlandi var Cohn hins vegar í­ rannsóknarleyfgi frá Glasgow-háskóla þannig að ég náði ekki að ræða við hann. Sturdy sagði Cohn frá M.S.-ritgerðinni minni og komst að því­ að honum hafði ekki komið til hugar að plágudeilan kæmi svo mjög inn á svið þekkingarfélagsfræðinnar. Hann var búinn að prófa kenningar sí­nar á læknum, sem tóku þeim vel, en átti eftir að reyna þær á meindýrafræðingum – sem munu rí­fa hann á hol.

Sjálfur er ég hins vegar ekki búinn að gera rassgat í­ því­ að breyta ritgerðinni minni í­ grein. Samt gæti ég hæglega búið til úr henni tvær stórar greinar og jafnvel eina litla til viðbótar.

iii) Á skeytinu frá Sturdy spurði hann mig hvort ég væri að stefna á doktorsnám. Gaf sterklega í­ skyn að ég væri aufúsugestur í­ Edinborg. Hef ég eitthvað spáð í­ þessum málum? Neibbs!

iv) Lenti í­ móttöku hjá Orkuveitunni í­ gær þar sem verið var að afhenda Borgarskjalasafni gögn úr sögu Rafmagnsveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu. Þar voru elstu klisjurnar varðandi upphaf Vatnsveitunnar dregnar fram og rötuðu þær lí­ka í­ sjónvarpsfréttir um kvöldið. Af hverju er ég ekki fyrir löngu búinn að skrifa greinina sem afgreiðir þær í­ eitt skipti fyrir öll?

v) Mundi skyndilega í­ gær að ég á enn eftir að ræða við gamlan starfsmann OR vegna heimildaöflunar fyrir grein sem ég var búinn að lofa sjálfum mér að skrifa.

vi) Fann í­ gær gamalt skeyti frá Skúla Sigurðssyni sem ég er ekki búinn að svara enn. Það minnti mig á að við Skúli ætlum að halda saman fyrirlestur í­ febrúar. Er ég farinn að undirbúa hann? Neibbs!

vii) Þurfti að breyta skráningu minni hjá SHOT, sem gefur út tí­maritið Technology and Culture. Hvað er langt sí­ðan mér tókst sí­ðast að finna tí­ma til að lesa það rit? Margar vikur eða mánuðir!

* * *

Vei, Steinunn ætti að hringja á hverri stundu. Þá get ég farið og sótt hana á Sankti Jó. Næstu 2-3 daga verður hún upptjúnuð og ofvirk, skiptir um umræðuefni á mí­nútufresti og gerir tilraunir til að skúra í­búðina – þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að liggja uppi í­ rúmi fram að helgi. – Þetta verður áhugavert…

Jamm

Af menningarástandi Í grasekkilsstandi mínu

Þriðjudagur, desember 3rd, 2002

Af menningarástandi

Á grasekkilsstandi mí­nu lá leiðin á Kaffi Stí­g ásamt Palla í­ gærkvöld. Það er magnaður staður. Selur ekki bjór á krana, en er með ýmsar tegundir, einkum kanadí­skar, á flösku. Við Páll tókum svona þrjá bjóra innan um heldur skuggalega gesti staðarins. Svo fórum við og fengum okkur nesti. Barþjónninn átti í­ stökustu vandræðum með að finna poka undir varninginn. Á meðan stærði hann sig mikið af því­ að hafa aldrei lent í­ vandræðum fyrir að selja út af staðnum – öfugt við ýmsa samkeppnisaðila hans. Hafi markmiðið verið að sannfæra okkur um að Kaffi Stí­gur sé ekki rottuhola, þá mistókst það. – En rottuholur geta svo sem verið ágætar til sí­ns brúks.

Því­næst var skundað á Mánagötuna, þar sem flestar ljósaperur eru sprungnar og heimilið því­ myrkvað. Spiluðum við Cave lengst frameftir nóttu og tefldum. Ég vann þrjár, Palli þrjár og eitt jafntefli. Hápunkturinn var þó þegar mér tókst á glæsilegan hátt að heimaskí­tsmáta Palla.

Hann þykist vera þunnur núna. – Aumingi…

* * *

Á seinni tí­ð blogga ég nánast aldrei um pólití­k. Það geri ég til að hefja mig yfir dægurþras stjórnmálanna, enda verð ég að gæta stöðu minnar sem sameiningartákn í­slenskra bloggara, sómi þeirra, sverð og skjöldur. Samt verð ég að hrósa pistli Helga Hjörvars í­ dag. Öfugt við ýmsa vini mí­na hef ég alltaf verið dálí­tið hrifinn af Helga. – Erum við kannski svona lí­kir í­ innræti?

* * *

Lýsi hins vegar frati á happdrætti R-listans. Þar vann ég ekki neitt. Ekki hefði verið leiðinlegt að fá eins og einn Tolla upp á vegg. (Eru ekki alltaf Tolla-málverk í­ vinning í­ pólití­skum happdrættum?

* * *

Frægi kall dagsins á Minjasafninu var Hrafn Gunnlaugsson. Hann hefur merkilegar hugmyndir um lí­fið og tilveruna.

Jamm.