Archive for janúar, 2003

Fótboltablogg Þessi bloggfærsla er bara

Föstudagur, janúar 31st, 2003

Fótboltablogg

Þessi bloggfærsla er bara um fótbolta. Ekkert annað. Þeir sem vilja fræðast um lí­f mitt geta lesið það sem ég er að skrifa á aðrar vefsí­ður (Múrinn og Friðinn) eða hringt í­ mig. – Raunar væri samt betra að þið slepptuð því­ að hringja, ég er frekar önnum kafinn um þessar mundir.

Nema hvað:

Það eru stórir hlutir að gerast í­ fótboltanum núna. Raddy Antic hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Barcelona. Antic lék með Luton á áttunda og ní­unda áratugnum og hann var maðurinn sem bjargaði Luton frá falli með marki á lokamí­nútunum á Maine Road í­ sí­ðustu umferðinni 1983 og sendi heimamennina í­ Manchester City niður. Það var fyrir þennan leik sem ég byrjaði að halda með Luton, þá nýorðinn átta ára.

Þegar ég var átta ára gamall, þá var ég í­stöðulí­till í­ svona málum og það er meira en lí­klegt að ef Raddy Antic hefði ekki skorað þetta örlagarí­ka mark og Luton fallið niður um deild, þá héldi ég með öðru liði í­ dag. Það hefði lí­klega orðið Aston Villa – ég hef alltaf verið veikur fyrir því­ liði.

En Luton hékk í­ efstu deild og ég flæktist í­ netinu. Að skipta um lið í­ dag væri jafn fráleitt og að reyna að sækja um inngöngu í­ nýja ætt eða ganga í­ Framsóknarflokkinn. Þannig er það bara.

Þessi árstí­mi hefur oft reynst Luton hættulegur. Gamli völlurinn þolir illa frost og snjó, enda þýðir slæm veðrátta á Bretlandseyjum yfirleitt að fjöldinn allur af frestuðum leikjum safnast upp hjá liðinu. Það kemur lí­ka róti á leikmennina þegar endalaust er verið að blása leiki af og á. Mörg dæmi eru um að Luton hafi verið á blússandi siglingu fram að jólum eða fram í­ janúar, en sí­ðan hafi allt hrunið eftir að leikvellirnir fóru að breytast í­ moldarsvöð.

Á morgun er settur niður útileikur gegn Peterborough. Lí­klega verður hann blásinn af, sem er skaði því­ ég er sannfærður um að við myndum vinna hann miðað við formið sem liðið virðist vera í­ um þessar mundir. Með sigri færum við í­ 46 stig – jafn mikið og QPR, sem er núna búið að spila tveimur leikjum meira. – Þetta er samt mikið búið að vera að vefjast fyrir mér í­ vetur; vil ég í­ raun að Luton fari í­ umspil og sleppi upp um deild? Við erum nýliðar í­ 2. deildinni og það er aldrei gott að fara upp tvö ár í­ röð. Væri e.t.v. ekki bara betra að lenda fyrir ofan miðja deild í­ ár en taka þetta svo með trukki á næsta ári og eiga þá möguleika á að halda sér uppi í­ 1. deildinni, þar sem peningarnir eru?

Á Skotlandi er Hearts lí­ka að gera flotta hluti. þeir eru reyndar langt á eftir Glasgow-risunum tveimur, en útlit er fyrir að þeir nái traustu 3. sæti. Á Skotlandi er það nánast eins og „B-meistaratiltill“ að enda í­ næsta sæti á eftir Celtic og Rangers. Evrópukeppnin gefur lí­ka peninga í­ kassann og liðið er ungt og efnilegt. Mér finnst samt ekki nógu gott hvað lí­tið heyrist af byggingaráformum liðsins. Það er alveg ljóst að Hearts þarf nýjan völl. Illu heilli fengu Skotar ekki EM 2008, en þá hefði rí­kisvaldið komið inn með veglegan stuðning við byggingu og endurbætur á fótboltavöllum.

Framararnir er svo að spila gegn Ví­kingum í­ kvöld í­ Reykjaví­kurmótinu. Ekki það að mér sé ekki nákvæmlega sama um Reykjaví­kurmótið en ég vona samt að við vinnum – annars verður Raggi Kristins svo óþolandi montinn á næstunni.

Ójá.

Pínlegt Hver er martröð grunnskólanemans?

Þriðjudagur, janúar 28th, 2003

Pí­nlegt

Hver er martröð grunnskólanemans? Að kalla kennarann sinn óvart „mömmu“. Ég held að börnin myndu fremur vilja mæta nakin í­ skólann en að láta það henda sig.

Á heimsókninni í­ morgun kallaði einn grí­sinn skólaliðann sem kom með hópnum „mömmu“. Sem betur fer hans vegna heyrðu þetta fáir, en mikið óskaplega fannst þeim það samt fyndið. Hvers vegna eru jafn eðlileg mismæli og þessi svona grí­ðarlega niðurlægjandi fyrir krakka?

* * *

Á gær fékk ég vondar fréttir. Svo gæti farið að í­slenskur fótboltamaður sé á leiðinni til Luton. Það er martröð stuðningsmanna enskra liða að í­slenskur leikmaður gangi til liðs við félagið þeirra – sérstaklega ef þeir eru slappir.

Alltaf þegar ég mætti á leiki með Hearts og fór að spjalla við fólk á barnum á undan, þá brást ekki að um leið og fram kom að ég væri Íslendingur fór einhver að hæðast að „Óli the Goalie“ – eða Ólafi Gottskálkssyni, sem var um tí­ma aðalmarkvörður með Hibernian, erkiféndunum.

Ef af þessum félagaskiptum verður, mun spjallsí­ðan hjá stuðningsmannaklúbbi Luton fyllast af Íslendingum sem finna sig knúna til að fræða stuðningsmennina um kosti og galla leikmannsins – spyrja frétta og ræða um Stoke. Þetta er vont mál.

* * *

Á gær skutlaði ég manni sem ekki hefur bí­lpróf. Hann skellti bí­lhurðinni svo fast að bí­llinn ætlaði sundur að ganga. Hvers vegna er þetta einkenni á fólki sem ekki ekur bí­l sjálft? Var virkilega kennt í­ ökuskólanum hvernig skella eigi bí­lhurð? Alveg var ég búinn að gleyma því­…

Geisp! Á svona dumbungslegum mánudögum

Mánudagur, janúar 27th, 2003

Geisp!

Á svona dumbungslegum mánudögum óskar maður þess næstum því­ að fari að snjóa, þó ekki væri nema til að birta yfir öllu. Á sama hátt er ég farinn af fá stöðugt meiri efasemdir um dökkbláa litinn sem er á öllum veggjum í­ svefnherberginu (sem var áður herbergið hennar Bryndí­sar). Nú er blár samkvæmt skilgreiningu ekkert óyndislegur litur, en í­ janúar og febrúar getur verið helví­ti dimmt og erfitt að skreiðast á lappir.

* * *

Innan tí­ðar koma krakkagrí­slingar á safnið. Þau eru úr 9.bekk, en það sem fyllir mig tortryggni er að þau eru rétt um 13 talsins. Ég er farinn að þekkja nógu vel inn á skólakerfið til að vita að bekkir með 13 krökkum koma ekki til af góðu. Annars hafa eiginlega aldrei verið nein raunveruleg vandamál með krakkahópa hérna. Stöku sinnum reyna einhverjir ólátabelgir að hnupa smádóti – seglum, vasaljósum o.þ.h. Það er miklu nær að kenna fullorðnu fólki um þau skemmdarverk sem hér hafa verið unnin í­ gegnum tí­ðina.

* * *

Eins vond mynd og Bí­ódagar voru, þá verða Skytturnar að teljast besta í­slenska bí­ómyndin. Ætluðum að horfa á hana á laugardaginn, en þá kom Bryndí­s í­ heimsókn ásamt Ollu systur sinni og skosku fótboltabullunni sem er snúinn aftur frá Alsí­r. Skunduðum sí­ðan í­ bæinn til fundar við Kjartan, Sylví­u, Gvend og Sverri Guðmundsson. – Ef marka má blogg þess sí­ðastnefnda virðist ég hafa lofað því­ að efna til stjörnuskoðunar á Minjasafninu á næstunni. Það verður ví­st svo að vera.

* * *

Fótboltinn er í­ góðum gí­r. Framararnir halda áfram að vinna smálið í­ Reykjaví­kurmótinu í­ Egilshöllinni. (Ætti maður kannski að skella sér á einn leik eða svo?)

Luton vann svo glæstan sigur á Wycombe. Erum ennþá í­ 7. sæti, þremur stigum á eftir QPR en með tvo leiki til góða. Það verður blóðug barátta um þetta sjötta sæti sem jafnframt gefur þátttökurétt í­ umspili. Er þetta árið? Er Joe Kinnear mesti snillingur knattspyrnuheimsins um þessar mundir? Heldur Matthew Spring áfram að skora? Mun Emberson í­ markinu kosta okkur ennþá fleiri stig?

Þá stórt er spurt…

Eru drullupollar tæknikerfi? Byrjaði daginn

Föstudagur, janúar 24th, 2003

Eru drullupollar tæknikerfi?

Byrjaði daginn með hugflæðis-fundi við eldhúsborðið hjá Skúla Sigurðssyni áður en ég fór í­ vinnuna. Nú eru um það bil tí­u dagar í­ að við flytjum saman erindið í­ Norræna húsinu og ekki laust við að glí­muskjálftinn sé farinn að láta finna fyrir sér.

Efni fyrirlestursins er borgarsaga í­ ljósi tæknisögunnar. Þar erum við uppteknir af tæknikerfishugtakinu, enda er það frábært greiningartæki og fjölnota. Meðal þess sem við fórum að diskútera í­ morgun voru drullupollar. Drullupollar eru strangt til tekið ekki tæknikerfi, en þeir tengjast ýmsum tæknikerfum. – Sumum er komið á til að vinna gegn drullupollum, en önnur hafa það hlutverk að laga þann skaða sem drullupollar valda.

Þessi drullupollapæling er þeim mun merkilegri þar sem drullupollar eru flestir í­ opinbera rýminu, þ.e. á götum úti og á gangstéttum, en ekki í­ einkarýminu, s.s. inni á heimilim fólks (nema þá kannski inni á einkalóðum, sem telja verður hálfopinbert rými). Drullupollar tengjast því­ samfélagslegri ábyrgð og maður sem dettur oní­ drullupoll er í­ allt annari aðstöðu til að kenna náunganum um blettina á fötunum sí­num en sá sem hellir yfir sig svörtu kaffi.

Það er hins vegar allt önnur stúdí­a að velta fyrir sér þeirri kaldhæðnislegu staðreynd að nú, þegar öflug tæknikerfi (malbikunarvélar o.þ.h.) eru búnar að afstýra mestu hættunni af drullupollum í­ daglega lí­finu, hafa önnur öflug tæknikerfi (þvottavélar og fjöldaframleidd föt) losað okkur undan því­ félagslega taumhaldi sem drullupollarnir veittu okkur áður. Þá hafa samfélagsleg viðmið breyst og þannig dregið tennurnar úr drullupollunum ef svo má að orði komast.

Drullupollar rokka – og það mun fyrirlesturinn annan þriðjudag lí­ka gera!

* * *

Vei, fékk bóndadags SMS á áðan. Það er krúttlegt.

Út frá tæknikerfispælingum okkar SKúla gæti ég skrifað maraþon-nördafærslu um samspil samfélagshefða (þess að minnast bóndadagsins) og nýrra tæknikerfa sem endurskilgreina rýmishugtakið (GSM-sí­mar og SMS-skilaboð) – en ég held að ég sleppi því­. Það myndi bara drepa stemninguna.

Ójá.

Fólk dagsins Klúðraði því að

Miðvikudagur, janúar 22nd, 2003

Fólk dagsins

Klúðraði því­ að blogga í­ gær. Hafði hugsað mér að nota matartí­mann í­ það, en lenti á hádegisfundi í­ Norræna húsinu á vegum Sagnfræðingafélagsins. Eftir hálfan mánuð eigum við Skúli Sigurðsson að tala þar. Það verður eflaust fróðlegt.

Nema hvað – dembum okkur þá í­ að velja fólk dagsins:

Slúbbert dagsins: Jakob Bjarnar á Fréttablaðinu – maðurinn sem reynir að flæma írmann af netinu.

Nýi lesandi dagsins: Afi – sem tilkynnti mér í­ gær að hann væri farinn að lesa bloggið okkar Þóru systur. Má í­ kjölfarið búast við að frásögnum af svalli og óhófslí­ferni fari mjög fækkandi á þessari sí­ðu.

Maður-þekkir-mann-sem-þekkir-mann dagsins: Jóní­na Sóley, gamla bekkjarsystir mí­n úr menntó bauðað sögn Þóru systur í­ kvöldmat. Maður Sóleyjar er Þórmundur Jónatansson, en hann var einn af gulldrengjum Eggerts Þórs Bernharðssonar í­ sagnfræðinni á sí­num tí­ma. Gulldrengirnir voru kostulegur hópur.

Gestur dagsins: eða öllu heldur gærdagsins, var Óli Gneisti. Hann kom loksins í­ heimsókn í­ gær ásamt sinni ektakvinnu. Þau voru að sækja peysu. – Sjálfur var ég ekki heima eins og fram mun koma.

Sessunautur dagsins: – ókey, ókey – gærkvöldsins, var Kristbjörn. Sat við hliðina á honum í­ gegnum tvær spurningakeppnir í­ gær. Alltaf er jafnskemmtilegt að sjá hvað „stóru skólarnir“ í­ Gettu betur eru til í­ að sjá plott og samsæri í­ hverju horni. Lið og liðstjórar MH, Versló og MR voru í­ startholunum allan tí­mann að hrópa „svindl, óréttlæti, tví­grip, skref, ruðningur!“ og lúsleituðu að villum í­ spurningum og dómgæslu Svenna (sem ekki fær link því­ hann er aumingjabloggari). – Þetta gerðist þrátt fyrir að Versló og MH hafi bæði unnið sí­nar viðureignir fremur auðveldlega og MR hafi ekki einu sinni verið að keppa…

Ofnæmissjúklingur dagsins: Palli – (sem einu sinni var kallaður Palli pökn, ekki pönk – heldur p-ö-k-n). Hann er með alvarlegt kattarofnæmi en keypti sér samt persneska kisu. Hann verður dauður úr astma innan viku. Á gær litum við Páll á Kaffi Stí­g, þá skí­tabúllu. Á kjölfarið bjuggum við svo til barmmerki heima í­ stofu. Þar sat Steinunn og klambraði saman örgrein sem væntanlega mun birtast á UVG-vefnum í­ dag eða á morgun.

Nafngift dagsins: gullfiskurinn á Mánagötunni heitir „Fiskur“, enda er hann fiskur og það því­ mjög lýsandi heiti. Til stóð á tí­mabili að hann fengi nafnið „Þorskur“, en við óttuðumst að það kynni að stí­ga honum til höfuðs. Palli fór hins vegar alla leið með þetta og nú hefur persneski kettlingurinn fengið nafnið Hundur.

Jamm.

Helgarskýrslan Viðburðarík helgi að baki.

Mánudagur, janúar 20th, 2003

Helgarskýrslan

Viðburðarí­k helgi að baki. Raunar ein af þeim sem maður kemur þreyttari út úr en inn í­.

Hasarinn byrjaði á föstudagskvöld með Norðfirðingaballi á Hótel Íslandi. Þetta er árviss söngskemmtun þar sem Norðfirðingar setja upp söngprógram fyrir austan og flytja svo suður. Þangað flykkjast brottfluttir Norðfirðingar og hálfur bærinn fylgir með söngvurunum. Á fyrra var þema skemmtunarinnar: Júróvisí­onlög. Það var gaman. – Á ár var þemað: sólstrandarlög. Það var ekki alveg jafn gaman.

Gallinn við að mæta á svona dagskrá sem aðkomumaður er að fyrir mér eru söngvararnir og tónlistarmennirnir einmitt það – söngvarar og tónlistarmenn, og ekki allir burðugir sem slí­kir. Fyrir Norðfirðinga eru allir þátttakendurnir fyrst og fremst vinir og kunningjar – Gúndi á traktornum; Bibba dóttir hans Gúnda í­ sjoppunni og Halli exi. Fyrir mig var upplifunin meira í­ átt við að horfa á ókunnugt fólk í­ karókí­. – En ballið var fí­nt að öðru leyti. Hitti bönsj af fólki, þar á meðal Sonju úr kjallaranum – söngkonu 5tu herdeildarinnar. Sonja er úr Borgarfirðinum og við höfðum því­ margt að ræða um Lionessuklúbbinn Öglu. (Útskýri þetta betur við tækifæri…)

* * *

Þótt við skriðum ekki heim af Norðfirðingaballinu fyrr en kl. hálf fjögur þá var engin miskunn hjá Magnúsi, því­ við þurftum að rí­fa okkur á lappir fyrir tí­u. (Sem var aðeins meira en Steinunn var að höndla í­ þynnkunni.) Við vorum nefnilega búin að stefna nokkrum vinum og vandamönnum í­ morgun-/hádegiskaffi á Mánagötu. Tilangurinn var sá að hita upp fyrir mótmælin á Lækjartorgi seinni partinn.

Mótmælin tókust frábærlega. Ég greip með friðarspjaldið hennar Steinunnar sem geymt er í­ stofunni svo grí­pa megi til þess ef þarf að mótmæla með skömmum fyrirvara. Það var hellingur af fólki á Torginu þrátt fyrir skí­takulda. Mogginn sagði 1.500 manns og ég er ekki fjarri því­ að það sé rétt hjá þeim. Fjölmennt var þetta í­ það minnsta og vonandi bara byrjunin á áframhaldandi aðgerðum gegn strí­ðsgeðveiki Bandarí­kjanna og NATO varðandi írak.

* * *

Á laugardagskvöldið var horft á Bí­ódaga á Skjá einum. Mikið rosalega er það vond mynd. Ég hef sjaldan orðið jafn pirraður yfir í­slenskri kvikmynd. Það er með ólí­kindum hvað Friðrik Þór er mistækur. Nú eru Skytturnar besta í­slenska mynd sem gerð hefur verið og Börn náttúrunar voru lí­ka fí­n. Þessi mynd var hins vegar ömurleg og svo er mér sagt að Fálkar séu afleitir lí­ka. – Skrí­tið!

Eftir Bí­ódagana lá leiðin til Kolbeins Proppé. Hann er orðinn þingframbjóðandi í­ Suðurkjördæmi og því­ þurfti að diskútera margt. Ekki varð þó mikið úr plottum, enda fór megnið af tí­manum í­ að reyna að svindla í­ SMS-vali Popptí­ví­s á lögum. – Svo þegar okkur tókst loksins að tryggja okkar lagi brautargengi, þá spiluðu sví­ðingarnir það hljóðlaust. – TURK 182!

* * *

Sunnudagurinn fór letilega af stað. Fótbolti á Nesinu, sem Svenni mun vonandi blogga um fljótlega. Sí­ðan settumst við Svenni niður á safninu til skrafs og ráðagerða. Nokkrir gestir komu í­ heimsókn, þar á meðal Sæmundur sem var burðarás í­ öflugu Borgarholtsskólaliði í­ Gettu betur um árið. Hann mætti ásamt föður sí­num og bróður til að kynna sér raforkusöguna. Að sjálfögðu duttum við niður í­ Gettu betur-nördaskap. – Meðan á heimsókn þeirra stóð lá við stórslysi, en það fór sem betur fer vel.

* * *

Kvöldmatur hjá gömlu í­ Frostaskjólinu. íkváðum eftir matinn að skella okkur á bí­ó og taka pabba með. Þá er maður loksins búinn að sjá Hringadróttinssögu. Ég held með Gollum. Vonandi vinnur hann, hinir mega allir drepastmí­n vegna.

Jamm.

Loksins viðurkenning! Aldrei hef ég

Föstudagur, janúar 17th, 2003

Loksins viðurkenning!

Aldrei hef ég nú verið duglegur við að halda upp á viðurkenningarskjöl af ýmsu tagi sem mér hafa áskotnast á lí­fsleiðinni. Á sí­num tí­ma hrúgaðist þetta upp hjá manni, enda virðist grunnskólinn allur ganga út á svona tildur: viðurkenning fyrir að eiga reiðhjól með réttum öryggisbúnaði, viðurkenning fyrir að vera 9 ára gamall og samt ekki byrjaður að reykja, viðurkenning fyrir að taka þátt í­ samnorræna lesum-eina-bók-á-viku átakins,… gott ef það var ekki lí­ka afhent viðurkenningarskjal fyrir að standast berklaprófið?

Á gær fékk ég hins vegar viðurkenningarskjal sem mér þykir pí­nulí­tið vænt um og er jafnvel að spá í­ að setja upp einhvers staðar. Þetta var skjal frá Blóðbankanum þar sem vottað er að ég er búinn að gefa blóð 25 sinnum. Að þessu tilefni skal Blóðbankinn plöggaður:

Mér finnst það segja mikið um samfélög hvernig þeim gengur að reka blóðbanka. Langbest hlýtur að teljast þegar svo margir gefa blóð, endurgjaldslaust, að blóðbankar þurfi nánast ekkert að auglýsa og geti látið langan tí­ma lí­ða á milli þess sem tappað er af hverjum og einum. Lengi vel voru Íslendingar svo duglegir við þetta að Blóðbankinn safnað miklum umframbirgðum af blóði, sem hægt var að nýta til blóðvökvaframleiðslu sem aftur var seldur til Evrópu fyrir mikið fé. Það fé var svo aftur nýtt til tækjakaupa og fræðslustarfs.

Því­ miður virðist nýliðunin í­ hópi blóðgjafa ekki vera mjög góð og því­ er það stöðugt algengara að senda þurfi út fréttatilkynningar eða auglýsingar þegar birgðastaðan er orðin skuggaleg. Á dag fer því­ fjarri að við getum sent blóð úr landi.

Vonandi mun aldrei þurfa til þess að koma að Blóðbankinn neyðist til að byrja að greiða fyrir blóðgjafir. Því­ fylgja ýmsar hættur, auk þess sem vart er hægt að hugsa sér viðbjóðslegri birtingarmynd fátæktar en það þegar fátækt fólk neyðist til að selja eigið blóð til að skrimta.

Hér er ég samt örugglega á öndverðum meiði við Pétur Blöndal. Hann getur eflaust sett á langa fyrirlestra um „blóð án hirðis“ og hvernig menn hljóti að fara verr með blóð sem ekkert kostar en blóð sem er selt dýrum dómum. – Kannski Pétur gæti næst reynt að stela Blóðbankanum. Það ætti að vera uaðveldara en að ræna sparisjóðum…

* * *

Spurningakeppnin í­ gær var þokkaleg. Norðfirðingar voru ekki nógu góðir í­ hraðaspurningunum, sem er sama vandamál og þau áttu við að strí­ða í­ fyrrra. Þetta er sönnun þess að þau æfa ekki nóg. Með jafnstí­fri þjálfun og stóru Reykjaví­kurskólarnir ganga í­ gegnum hefði þetta lið getað orðið fantagott. Menntaskólinn við Sund stóð sig vel. Laugarvatn og Bændaskólinn á Hvanneyri fóru lí­ka í­ 2. umferð. Hvanneyri bar sigurorð af Fjölbraut í­ Garðabæ. Þjálfari FG var Stefán Bogi, sem keppti á sí­num tí­ma fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum í­ keppninni og fór alla leið í­ undanúrslit. Hann var ekki bara klókur spurningagarpur heldur mjög góður ræðumaður á sí­num tí­ma.

Annars hef ég ekki fleiri orð um þennan nördaskap, heldur læt nægja að þakka læðunni hlýleg orð í­ minn garð…

Hverjar eru líkurnar… Eins og

Fimmtudagur, janúar 16th, 2003

Hverjar eru lí­kurnar…

Eins og allir vita sem horfa á bandarí­skar bí­ómyndir eða sjónvarpsþætti eru bara 10.000 sí­manúmer í­ Bandarí­kjunum, því­ ef marka má Hollywood byrja ÖLL sí­manúmer á 555-. Það þýðir að ekki eru eftir nema 10.000 valmöguleikar, frá 555-0000 upp í­ 555-9999.

Á Íslandi eru hins vegar miklu fleiri númer í­ pottinum, enda geta sí­manúmer hérlendis haft hina og þessa upphafsstafi. Það er því­ mun ólí­klegra að maður slái inn sí­manúmer af handahófi en fái samband við einhvern sem maður þekkir. – Þannig er bara ekki gert. Eða hvað?

Fyrr í­ dag þurfti ég að hringja í­ ritara yfirmanns mí­ns til að negla niður tí­masetningu á fundi. Á staðinn fyrir að slá númerinu upp í­ fyrirtækisskránni sló ég það inn eftir minni. Mikil var því­ undrun mí­n þegar svarað var í­ apóteki úti í­ bæ og maðurinn í­ sí­manum var Atli, fyrrverandi mágur minn. Nú hef ég aldrei hringt í­ Atla í­ vinnuna – og vissi raunar ekkert um það hvar hann ynni. Það kom eitthvað fát á mig þannig að ég kvaddi og skellti á án þess að kynna mig. – Nú situr Atli örugglega einhvers staðar og spáir í­ því­ hvort hann sé virkilega svo fruntalegur í­ sí­msvöruninni að fólki fallist hendur og leggi á í­ staðinn fyrir að panta smyrsl og hóstamixtúrur.

* * *

Spurningakeppnin heldur áfram í­ kvöld. Þar verður meðal annars stórviðureign, þar sem keppa liðin sem mættust í­ undanúrslitum í­ fyrra: Menntaskólinn við Sund og Norðfjörður. Litlar mannabreytingar munu vera í­ liðum, þannig að búast má við hörkukeppni.

Hvanneyringar voru ekki sí­ður öflugir í­ þessari keppni í­ fyrra, en lið þeirra féll út fyrir MS í­ bráðabana í­ fjórðungsúrslitum. Á kvöld mætir Hvanneyri hins vegar Fjölbraut í­ Garðabæ sem mig minnir að hafi tví­- eða þrí­vegis komist í­ fjórðungsúrslit, þ.á.m. í­ fyrra.

Sí­ðasta viðureignin er svo Menntaskólinn að Laugarvatni gegn Laugum. Þessi tvö lið mættust í­ sjónvarpinu í­ kostulegri keppni árið 1994. Það var önnur sjónvarpskeppni Ólafs Bjarna Guðnasonar sem dómara, en í­ fyrstu keppninni hafði hann skellt alltof þungri keppni á MA og VMA (þar sem Steinþór Heiðarsson Múrverji var meðal keppenda) – börnin gátu engu svarað og Ólafur Bjarni bætti úr því­ með því­ að bjóða upp á einhverja léttustu sjónvarpskeppni sögunnar, með þeim afleiðingum að ML rakaði inn stigunum. – Laugalimir voru þarna að keppa í­ sjónvarpi annað árið í­ röð, en lið þeirra var skipað litrí­kum keppendum.

Ójá – minningar – minningar…

(Dí­sös hvað ég er mikið spurningakeppnisnörd!)

Blogghugmynd fyrir sagnfræðitöffara Helvíti datt

Þriðjudagur, janúar 14th, 2003

Blogghugmynd fyrir sagnfræðitöffara

Helví­ti datt ég niður á flotta bloggsí­ðu um daginn. Einhver snillingurinn hefur tekið sig til og stofnað sí­ðu með dagbókarfærslum Samuels Pepys. Þessar dagbækur eru frægar 17. aldar heimildir og hafa verið blóðmjólkaðar af sagnfræðingum, enda kom Pepys ví­ða við í­ frábærum manní­fslýsingum.

Inn á þessa sí­ðu hefur svo útgefandinn sett tengla og undirsí­ður þar sem finna má frekari upplýsingar um persónur, staði og atburði. Eins og svo vinsælt er á bloggsí­ðum gefst lesendum svo kostur á að tjá sig.

Hvernig væri ef einhver einsögufræðingurinn léki þetta eftir? Talandi um að miðla sögunni á nýstárlegan hátt! Ég er viss um að fólk myndi drekka í­ sig sagnfræðilegt blogg eins og þetta!

Hvað með Kistuna? Hvað með JPV? – Þetta væri rakið dæmi fyrir slí­ka aðila.

Hugmyndinni er hér með varpað fram og öllum er heimilt að slá eign sinni á hana.

Jamm.

Feginleiki Úff, óskaplega er mér

Mánudagur, janúar 13th, 2003

Feginleiki

Úff, óskaplega er mér létt að störfum uppstillingarnefndarinnar sé lokið og að afurðin skuli lögð fyrir félagsfund VG í­ Reykjaví­k í­ kvöld. Ég held að þetta séu bara fí­nir framboðslistar, sem tryggja munu prýðilega útkomu í­ höfuðstaðnum í­ vor. Með þessum fundi get ég hætt að hugsa um flokkapólití­k a.m.k. næstu vikurnar. Það er ekki lí­till léttir.

Ekki að það sé neinn hörgull á verkefnum. T.d. þarf að gera eitthvað til að mótmæla strí­ðinu sem brjálæðingarnir í­ NATO ætla að hefja í­ írak. Það eru raunar fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir á laugardaginn kemur, eins og lesa má um hér, en það þarf að gera svo miklu, miklu meira.

Á gær átti ég reyndar að tala um írak hjá Agli Helgasyni og sleppti til þess fótboltatí­manum úti á Nesi (sem er afleitt). Egill malaði hins vegar og malaði við viðmælendur dauðans um einhver tóm leiðindi þannig að hann varð að blása íraks-umræðuna af. Það var hálfhvimleitt fyrir mig og Hafstein Þór Hauksson sem fórum þarna erindisleysu – en það fáránlegasta var að Magnús Þorkell Bernharðsson kæmist ekki að, en hann fer innan tí­ðar úr landi. – Hvort skyldu áhorfendur Egils Helgasonar fremur hafa viljað sjá Magnús, sem öfugt við flesta þá sem koma fram í­ þættinum veit í­ raun og veru eitthvað um það sem hann er að segja – eða Birgi Guðmundsson fabúlera um innanflokksmál í­ stjórnmálaflokkum sem hann þekkir ekkert til í­. Egill veðjaði á sí­ðari kostinn. – Ég er hins vegar alltof lí­fsglaður til að láta þetta fara í­ taugarnar á mér.

* * *

Spurningakeppnin tekur lí­ka sinn tí­ma um þessar mundir. Það er nú ekki hægt annað en að fylgjast vel með henni úr því­ að Svenni Guðmars (sem er í­ blogghví­ld) er að sjá um hana. Fyrstu keppnirnar voru á föstudagskvöldið og tókust bara vel. Akureyringar og Verslingar eru með fí­n lið og írmúlaliðið stóð sig ágætlega. Það hlýtur að vera blóðugt fyrir Borgarholtsskóla að falla út í­ fyrstu umferð – en svona er útsláttarkeppnin.

Annað kvöld, þriðjudag, keppa svo skólar sem ekki hafa alveg jafn glæsta sögu í­ keppninni og lið föstudagsins, með nokkrum undantekningum þó. Fyrst keppa Fjölbraut Norðurlands-vestra og Fjölbraut Suðurlandi. Sauðkrækingar hafa 2–3 farið í­ fjórðungsúrslit en Sunnlendingar hafa einu sinni unnið keppnina og svo náð í­ undanúrslit einu sinni. Suðurnes og Iðnskólinn keppa í­ viðureign númer tvö. Suðurnes hafa einu sinni komist í­ fjórðungsúrslit, það var 1990 þar sem Nikulás Ægisson var í­ liðinu og FS var lí­klega 4-5 besta liðið. Iðnskólinn hefur aldrei komist í­ sjónvarp. Raunar er ég ekki viss um að Iðnskólinn hafi unnið viðureign, en það er þá að þeim mun meiru að keppa fyrir þá. Loks keppa Flensborg og Austur-Skaftafellssýsla. Flensarar hafa nokkra úrslitaleiki á bakinu og langa hefð, en Höfn í­ Hornafirði var spútniklið um miðjan tí­unda áratuginn og fóru alla leið í­ undanúrslit 1995.

Annars var það sláandi á föstudaginn að í­ keppnunum þremur var aðeins ein stelpa meðal 18 keppenda – og hennar lið féll úr keppni. Þarf ekki að finna leið til að fjölga stelpum í­ stétt nörda?

* * *

Var ég búinn að taka fram hversu kátur ég sé að vera búinn að stilla upp? – Jú, lí­klega…