Archive for febrúar, 2003

Kaffi Stígur er málið Ég

Fimmtudagur, febrúar 27th, 2003

Kaffi Stí­gur er málið

Ég hef áður lýst aðdáun minni á knæpunni vafasömu, Kaffi Stí­g, á þessum vettvangi. Hún er langflottust.

Á gær skelltum við Steinunn okkur þangað ásamt nafna mí­num Þorgrí­mssyni og Mellanum – landsins efnilegasta syni. Þar var mikið rætt um litlar róttæklingagrúppur og skipst á bráðfyndnum sögum af villta vinstrinu. Það er næstum svekkjandi að hafa aldrei náð að vera í­ fótgönguliði Gylfa Páls & co.

Stí­gurinn var með rólegasta móti. Reyndar var einhverri ungri stelpu hent út um það leyti sem við komum þangað. Þetta var myndarleg stelpa en virtist á verulegum glapstigum greyið. Þá var eitt hávaðarifrildi á næsta borði sem hefði getað endað í­ stympingum ef stemningin hefði ekki verið svona afslöppuð á svæðinu að öðru leyti. Annars sátum við bara í­ makindum og löptum okkar Budwar úr flösku. 500 kall er fí­nt fyrir stóran tékkneskan.

Mellinn lýsti þeim áformum sí­num að bera eld að McDonaldsstað á Nörrebro. Við hin vorum fremur á því­ að styðja hann í­ anda. Stebbi frændi vegna þess að hann er orðinn svo friðsamur eftir að hann gerðist grænmetisæta. Ég af því­ að ég er gunga. Og Steinunn vegna þess að hún gæti aldrei hlaupið undan löggunni.

Við reyndum að bjóða þeim inn á Mánagötuna eftir að búið var að loka staðnum, en sem betur fer afþökkuðu þeir það. Annars hefðum við lí­klega klárað þann litla ví­si sem kominn er að viskýskáp heimilisins. Nógu var erfitt að vakna samt…

Jamm.

Proppé í uppsveiflu Í gærkvöld

Miðvikudagur, febrúar 26th, 2003

Proppé í­ uppsveiflu

Á gærkvöld var hópferð til Keflaví­kur til að samfagna með Kolbeini Proppé og félögum í­ VG. Þar var nefnilega verið að opna kosningaskrifstofu á fí­nasta stað. Hið ágætasta húsnæði, þar sem kunnugir segja að áður hafi verið til húsa netkaffihús.

Það var hörkugott hljóð í­ fólki þarna og þó allir átti sig á því­ að baráttan verði hörð – þá er ég handviss um að Kolbeini á eftir að skola inn á þing. Af því­ að ég er tölfræðinörd fór ég að reikna út úr skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir Suðurkjördæmið. Samkvæmt henni er sí­ðasti kjördæmakjörni þingmaðurinn með 9,175% á bak við sig en útlit er fyrir að 7,5 til 8% atkvæða gefi uppbótarsætið. – Proppé fer yfir 9% þegar hann verður búinn að kynna sig betur. Ekki spurning!

* * *

Stúdentaráðskosningarnar eru ví­st byrjaðar. Það að kosið sé á tveimur dögum, eins og gert hefur verið undanfarin ár, er mikil framför frá því­ sem áður var. Ég og Þorsteinn Daví­ðsson börðumst mjög fyrir þessari tilhögun eftir að við lentum saman í­ kjörstjórn. Þá töldu stúdentaráðsliðar að tveggja daga kosning væri „ömurleg“ og myndi „eyðileggja stemninguna“ – en annað hefur ví­st komið í­ ljós.

Annars átti ég leið um Háskólann á dögunum og sá framboðslista hreyfinganna þriggja auglýsta á plakötum. Kannaðist við nokkra frambjóðendur Röskvu og Háskólalistans – bæði persónulega og af afspurn. Þá kannast ég aðeins við Jarþrúði Vökuoddvita frá því­ í­ gamla daga.

Þessi Háskólalisti er miklu öflugri en sérframboð fyrri ára. Það er alveg ljóst að hann fær fulltrúa, ég trúi bara ekki öðru. Væri ekki bara fí­nt að fá samstjórn Háskólalistans og Röskvu?

Háskólalistinn setur breytt kosningakerfi á oddinn. Ég er ekki sannfærður um að þeirra útfærsla sé sú eina rétta, en jafnframt er alveg ljóst að kosningakerfið í­ Háskólanum er liðónýtt og einstaklega ólýðræðislegt. Það þekki ég sem gamall kjörstjórnarmaður.

* * *

Fram tapaði í­ handboltanum en Luton vann Plymouth. Það var geysilega mikilvægur sigur þar sem Plymouth var rétt á hælum minna manna. Eftir afleitt tap um helgina er Luton þar með komið aftur í­ 7da sæti, einu stigi á eftir QPR og rétt á eftir Bristol City. Því­ miður eigum við ekki lengur leikinn til góða, en næsta helgi mun skipta miklu máli. Notts County á útivelli! – Það er raunar martraðarkenndur leikur fyrir Luton-menn vegna slæmra minninga. Um árið fórum við niður úr efstu deild eftir að hafa mistekist að vinna Notts Co. á útivelli í­ sí­ðustu umferð, þar sem Notts Co. var þegar fallið. Ef sá leikur hefði unnist hefði Luton leikið í­ fyrstu úrvalsdeildinni og peningastaðan væri lí­klega allt önnur í­ dag.

* * *

Miðnefndarfundur í­ kvöld. Stórar ákvarðanir fyrirliggjandi.

Jamm.

Merkisdagurinn 24. febrúar Fýlupokinn Guðmundur

Þriðjudagur, febrúar 25th, 2003

Merkisdagurinn 24. febrúar

Fýlupokinn Guðmundur Svansson breytti lí­tillega út af vananum í­ gær. Á stað þess að eipa yfir stúdentapólití­kinni (hvernig menn nenna því­ er mér raunar óskiljanlegt), þá lét hann Múrinn fara í­ taugarnar í­ sér í­ staðinn – eða nánar tiltekið atburðardagatal Múrsins. Um þetta hefur Svansson þetta að segja:

Múrinn tilgreinir á hverjum degi frá einhverjum stórmerkum sögulegum atburði sem borið hefur upp á sama dag í­ árinu – hafa molarnir jafnan pólití­ska skí­rskotun.
Atburður dagsins í­ dag er sérdeilis áhugaverður, en svona hljómar molinn: [Á þessum degi árið 1848 leit Kommúnistaávarpið dagsins ljós.]
Þá vitum við það. Merkilegri atburður mun ekki á sögulegum tí­ma hafa borið við þann 24. febrúar. Nú bí­ð ég þess spenntur að Múrinn upplýsi mig áður en árið er liðið hvaða dag Rauða kverið hans Maó kom út.

Ógurlega hefur drengurinn verið úrillur í­ gær úr því­ að honum tókst að láta þetta fara í­ taugarnar á sér! Nú skal ég fyrstur manna viðurkenna að sögufróðleiksmolar Múrsins eru mismerkilegir, en það er skringilegt sögulegt mat að telja útgáfu Kommúnistaávarpsins léttvæga. Nú býst ég ekki við að Guðmundur Svansson hafi lesið Kommúnistaávarpið, skilið það eða verið því­ sammála, en það er undarlegt að maður sem gefur sig út fyrir að hafa áhuga áfræðilegri hagfræði og stjórnmálum neiti að viðurkenna að um áhrifamikið rit sé að ræða. Ekki dytti mér í­ hug að þræta fyrir að Auðlegð þjóðanna hafi reynst áhrifamikil bók og að útkoma hennar hafi verið sögulega mikilvægur atburður.

En úr því­ að Guðmundur Svansson kallar eftir fróðleik um merkilega atburði sem átt hafa sér stað þann 24. febrúar er sjálfsagt að verða við því­:

i) Þann dag árið 1887 var fyrsta sí­malí­nan milli Parí­sar og Brussel tekin í­ gagnið. Það er merkur atburður í­ fjarskiptasögunni, enda höfðu tvær höfuðborgir ekki fyrr verið tengdar með sí­malí­num.

ii) Febrúarbylting svokallaða braust út í­ Rússlandi á þessum degi árið 1917. Hermönnum hafði verið skipað að skjóta á hóp mótmælenda sem kröfðust þess að geta brauðfætt fjölskyldur sí­nar. Á stað þess að hlýðnast fyrirskipununum beina hermennirnir vopnunum að yfirboðurum sí­num. Á kjölfarið snúast mótmælin upp í­ allsherjarbyltingu. Vendipunktur í­ rússneskri stjórnmálasögu 20. aldar.

iii) Þennan dag árið 1988 úrskurðaði hæstiréttur Bandarí­kjanna Larry Flint í­ vil í­ frægu dómsmáli sem prédikarinn Jerry Falliwell hafði höfðað gegn honum. Um þetta mál má fræðast í­ þeirri skí­tsæmilegu mynd The People vs. Larry Flint.

iv) Landhernaður Bandarí­kjamanna hófst í­ Flóabardaga þann 24. febrúar 1991. Yfirstjórn hersins óttast mjög að írakar kunni að beita efnavopnum, enda höfðu bandarí­sk fyrirtæki selt íraksstjórn efni í­ slí­k vopn um árabil.

v) Sveitir Zapatista halda inn í­ Mexí­kóborg þennan dag árið 2001. Þeim er fagnað sem hetjum og forseti landsins fundar með leiðtoga þeirra. Enn hefur þó ekki komist á friður í­ Mexí­kó.

Vonandi léttir þessi upptalning lund Guðmundar.

Jamm.

Dónakrakkar Í morgun komu ellefu

Mánudagur, febrúar 24th, 2003

Dónakrakkar

Á morgun komu ellefu ára börn í­ Rafheima. Mér krossbrá þegar hópurinn mætti, því­ honum fylgdu fjórir fullorðnir. Það er yfirleitt merki um 2-3 alvarlega ofvirk börn og strí­ðsástand meðan á heimsókn stendur. Sem betur fer var skýringin sú að þetta voru kennaranemar í­ vettvangsferð.

Börnin voru spök, einkum eftir að ég var búinn að hasta aðeins á þau í­ upphafi, þó fór einn pjakkurinn nærri því­ að slá mig út af laginu. Hann var sem sagt í­ peysu sem á var flennistór mynd japönsk Manga-skrí­pamynd af hjúkku í­ efnislitlum búningi og flennistór brjóstin út um allt. Ég er orðinn nokkuð vanur því­ að sjá svona flí­kur á 14-15 ára unglingunum, en það stuðar mig alltaf að sjá svona krí­li í­ þessum múnderingum.

Reyndi að rifja upp hvernig maður var sjálfur sem smápatti. Þá var pukrast með Brandarabankann og ljósbláu skrí­pamyndirnar úr honum. Engum okkar strákanna hefði dottið í­ hug að lesa þetta á almannafæri eða gangast við að gjóa augunum í­ þessar skrí­pamyndir. – Hvað þá að það hefði komið til greina að auglýsa það með því­ að ganga um með svona myndir á bringunni. – O tempora! O mores!

* * *

Rassvasaheimspeki: Hvernig stendur á því­ að á hverju einasta heimili er til býsnin öll af málmherðatrjám, samt veit enginn hvaðan þau koma?

* * *

Feministabókin sem Steinunn talar um er eftir Germaine Greer og er sí­ðbúið framhald af „The Female Enuch“, en hana þekkja vitaskuld allir feministar. – Er ég langsvalastur í­ konudagsgjöfunum? Já, ég held það!

Elgur Núna er ég þunnur

Sunnudagur, febrúar 23rd, 2003

Elgur

Núna er ég þunnur eins og elgur. – ístæðan? Jú, útskriftarveisla hjá Önnu frænku í­ gær og eftirpartý hjá þeim gömlu. Úff, hvað mér lí­ður illa.

Nú kynni einhver að spyrja – verða elgir oft þunnir? Nei, raunar ekki – en þegar þeir verða það, þá er það lí­ka eftirminnileg þynnka.

Ég hef drukkið tvo bjóra sem ví­sa í­ elgi. Annars vegar kanadí­ska bjórinn Moosehead, sem hægt er að kaupa á Kaffi stí­g (sem einhverra hluta vegna selur ýmsa kanadí­ska bjóra.) Hins vegar hef ég bragðað sænska bjórinn Elk. Forsaga málsins var sú að einhverju sinni fékk Félag sagnfræðinema norrænan styrk til að senda hóp fólks til Helsinki að leggja drög að finnsk-í­slenskri sagnfræðinemaráðstefnu. Ég var í­ sendinefndinni, sem og Kjartan írnason, snillingur og arkitektúrnemi.

Á leiðinni til Helsinki var millilent á Arlanda. Það er hugsanlega leiðinlegsti flugvöllur í­ heimi, enda í­ Sví­þjóð. Þar var þó frí­höfn sem seldi volgan bjór, einkum Pripps. Á leiðindum okkar römbuðum við Kjartan inn í­ frí­höfnina. Ekki langaði okkur í­ volgan Pripps, en hins vegar vakti Elk-bjórinn athygli okkar. Hann var í­ svartri dós, sem á var umferðarskilti með mynd af elg. Þennan bjór urðum við augljóslega að skoða betur.

Á ljós kom að Elk var gjörsamlega ódrekkandi helví­ti. Komumst við Kjartan að þeirri niðurstöðu að lí­klega væri innihaldið ekki ætlað til drykkjar, heldur væri tilgangur Elk-áldósanna að henda þeim í­ hausinn á elgum við veiðar. Óðinn má vita hversu þunnur maður (eða elgur) yrði af því­ að drekka kippu af Elk.

* * *

Enska knattspyrnuliðið Watford er með elg í­ merki sí­nu. Það þykir skrí­tið, enda engir elgir verið á Bretlandseyjum í­ háa herrans tí­ð. Watford er einmitt erkióvinalið Luton, sem er að skí­ta á sig í­ baráttunni um að komast í­ umspil. Það er ekki gott!

Kaupæði og handlagni safnvörðurinn Jæja,

Fimmtudagur, febrúar 20th, 2003

Kaupæði og handlagni safnvörðurinn

Jæja, þá er maður rétt að komast yfir að mánaðarmótin séu skollin á – og þá á ég við hin raunverulegu mánaðarmót þegar nýtt greiðslutí­mabil gengur í­ garð – ekki hin þegar byrjað er að telja frá fyrsta. Að þessu tilefni rennur alltaf á mig kaupæði þann 18da sem varir í­ 4-5 daga. Þannig skellti ég mér í­ rí­kið og hamstraði hvers kyns bús, þ.á.m. viskýflösku sem vonandi verður ekki drukkin á 1-2 kvöldum.

Á Lygasneplinum í­ morgun sá ég lí­ka að stóri bókamarkaðurinn byrjar í­ dag. Að þessu sinni verður hann í­ Smáralind. Ég hef ekki keypt bækur lengi. (Ok, reyndar hef ég keypt fjórar bækur á sí­ðustu tí­u dögum en það var allt í­ gegnum netið – það telst varla með!) – Á þetta mál verður sem sagt gengið…

Á tengslum við allar þessar Visa-pælingar fór ég að renna í­ gegnum gömul yfirlitsblöð. Hvernig í­ andskotanum stendur á því­ að ef greitt er með korti í­ Quizno´s á Suðurlandsbrautinni, kemur það fram sem erlend úttekt? Ég er ekki alveg að skilja. Getur verið að Quizno´s sé flaggskip erlendra svikahrappa? Peningaþvætti af verstu tegund? Spyr sá sem ekki veit.

* * *

Annars er ég búinn að vera ótrúlega handlaginn í­ vinnunni undanfarna daga. Við Óli Guðmunds erum búnir að vera að mála kennslusalinn í­ leikskólalitum: rauðum, gulum, grænum og bláum. – Minnst samt af rauðum því­ kennslusálfræðin segir að börnin tjúnist upp við þann lit. Nóg er nú samt!

* * *

Að lokum – ráðgáta dagsins: hvers vegna í­ ósköpunum bragðast þrí­hyrndar samlokur betur en ferhyrndar?

Tilvitnun dagsins I hope to

Þriðjudagur, febrúar 18th, 2003

Tilvitnun dagsins

I hope to see the day that when a girl gets a proposal from a farmer she will enquire not so much about the number of cows but rather concerning the electrical appliances she will require before she gives her consent including not merely electric light but a water heater,an electric clothes boiler,a vacuum cleaner and even a refrigerator.

Sean Lemass í­ ræðu í­ öldungadeild Bandarí­kjaþings í­ mars 1945 – rómantí­kin lifir!

Besserwisser Ójá, ég er svo

Þriðjudagur, febrúar 18th, 2003

Besserwisser

Ójá, ég er svo sannarlega búinn að vera mikill besserwisser í­ dag. Byrjaði daginn á því­ að kvelja fræðslustjóra Orkuveitunnar með því­ að hnýta í­ stjórnendanámskeiðið á föstudaginn var. Kryddaði tölvupóstinn með fróðleiksmolum úr sögu eðlisfræðinnar, nánar tiltekið af hinni alræmdu „uppgötvun“ n-geislanna árið 1903 og franska ví­sindamanninn Blondlot. – Það skrí­kti í­ mér meðan ég var að skrifa þetta.

* * *

Á hádeginu mætti ég á fyrirlestur Sagnfræðingafélagsins og Borgarfræðastofu. Fyrirlesarinn, Sigrí­ður Björk Jónsdóttir, var ágætlega undirbúin. En eins og svo algengt er með þessa fyrirlestra var hann tví­skiptur – annars vegar rakin erlend teorí­a og hins vegar tiltekin dæmi úr í­slenskum veruleika. Hvort um sig var þokkalega gert, en tengingin féll á milli skipa. – Skúli var með flottar spurningar eins og hans var von og ví­sa.

Eftir fyrirlesturinn benti Skúli mér á að lesa Moggann í­ morgun, nánar tiltekið frásögn af endurbyggingu Aðalstrætis 2. Þar segir:

Það er fleira merkilegt við endurgerð húsanna. Á Aðalstræti 2 hafa verið sett upp postulí­nsljósastæði í­ loftið sem eru þau elstu í­ borginni. „Þau voru sett upp í­ ísafold árið 1899, þegar fyrsta ljósavélin í­ borginni var staðsett þar. Þessi ljós voru sett í­ kringum prentara- og setjarasal þar sem Morgunblaðið var sí­ðar unnið og prentað.“

Þegar ljósastæðin prýddu sali ísafoldar voru perurnar sem í­ þeim voru aðeins 8 vött og var þeim því­ raðað þétt í­ kringum vinnustöðvarnar. „Perustæðin voru í­ ísafold þegar Minjavernd tók ísafoldarhúsið niður í­ Austurstræti og flutti það yfir í­ Aðalstræti. Húsið var tekið niður fjöl fyrir fjöl og milli þilja fundust þessi ljós. Við héldum þeim til haga og nú hafa þau fengið hlutverk á ný.“

Hmmm… við þetta hef ég ýmislegt að athuga. Á fyrsta lagi segja samtí­maheimildirnar að um bogaljós hafi verið að ræða – þau hafa væntanlega ekki verið í­ hefðbundnum perustæðum. Á öðru lagi er grunsamlegt að ljósastæðunum hafi verið raðað þétt, því­ samkvæmt mí­num heimildum var varla nema um einn bogalampa að ræða í­ prentsalnum – enda ekki afl í­ meira.

Á ég að vera gleðispillir og bjalla í­ Minjaverndarmenn til að leiðrétta þennan misskilning?

* * *

Neisti nýrrar aldar fór í­ smurningu, fékk nýja sjálfsskiptingarolí­u og þessa fí­nu loftsí­u á áðan. Nú malar hann eins og köttur – milli þess sem hann fretar út um hálfónýtt pústið.

* * *

Framararnir voru flottir í­ gær. Rosalega er Egilshöll glæsileg bygging. Það er alveg rakið að mæta með afa á leiki þarna og ólí­kt skára að horfa á fótbolta innandyra í­ febrúar en í­ helv. Laugardalnum.

Ekki er ég samt sannfærður um að þetta muni gefa okkur mikið betri fótboltamenn í­ framtí­ðinni. Ungu strákarnir sem þarna æfa verða kannski flinkir og fimir – en jafnframt kuldaskræfur og rolur.

Flestir bestu fótboltamenn þjóðarinnar koma hvort sem er utan af landi. – Hvað ætli það sé t.d. hátt hlutfall í­slenskra atvinnumanna af landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið? Örugglega drjúgur meirihluti.

Jamm

Frelsi, gleði og hamingja Hóhóhó…

Mánudagur, febrúar 17th, 2003

Frelsi, gleði og hamingja

Hóhóhó… það er nú aldeilis ekki amalegt að vakna hress og kátur á mánudagsmorgni og mæta glaðbeittur í­ vinnuna. En hvers vegna er besti og frægasti bloggari landsins í­ svona góðu skapi í­ dag? Tja – fyrir því­ eru ýmsar ástæður:

i) Aðgerðirnar á Ingólfstorgi tókust frábærlega þrátt fyrir skí­taveður. Fullt af fólki mætti og myndirnar í­ sjónvarpinu sýndu hverjum einasta manni fram á hvað löggan lýgur eða kann ekki að telja fjölda fólks á mótmælafundum. Það er gott að þessi törn sé afstaðin, en næst er bara að skipuleggja stóran fund – helst innandyra innan fárra vikna.

ii) Fékk í­ morgun greitt inn á reikninginn minn fyrir aukaverkefni sem ég hef verið að snattast í­. Það er mikið gott því­ þar með gat ég gert upp við félaga Óla Jó.´Þar með á ég loksins bí­linn skuldlausan og hefur „Neisti nýrrar aldar“ – eins og Nissaninn minn heitir í­ daglegu tali – aldrei litið betur út.

iii) Spurningakeppnin hans Svenna tókst helví­ti vel á fimmtudaginn. Keppnin var svo sem ekki mjög spennandi, en aðalatriðið var að engin mistök voru gerð í­ spurningunum, þær voru skemmtilega og sanngjarnar. Þegar Logi verður búinn að æfa sig betur í­ lestrinum verður þetta skotheld keppni. Get varla beðið eftir stórveldaslagnum á fimmtudaginn kemur – MH gegn Versló. Þetta verður magnað!

iv) Við Steinunn lögðum rækt við menninguna í­ gærkvöld. Fórum á Sölumaður deyr í­ Borgarleikhúsinu. Alltaf gaman í­ leikhúsi, þó maður fari svona sjaldan. Mér fannst ég þekkja annan hvern mann á svæðinu. Erum að spá í­ að láta ekki aftur lí­ða hálft ár milli leiksýninga. Langar dálí­tið að sjá stykkið á Nýja sviðinu – Maðurinn sem hélt að konan sí­n væri hattur.

v) Luton vann um helgina, Bristol City tapaði. Baráttan í­ 2. deildinni er orðin alveg ótrúleg! Ef við vinnum heimaleikinn gegn Brentford næst verðum við í­ góðum málum!

vi) Gömlu komu í­ gær frá Kaupmannahöfn. Þar hafa þau væntanlega verið að spilla litlu systur með eftirlæti. Ekki það að ég geti sagt mikið, sjálfur naut ég ákaflega góðs af heimsóknum þeirra þegar ég var sjálfur úti í­ námi. Ef marka má SMS-in frá mömmu tóku þau þátt í­ geysifjölmennum mótmælum í­ Kaupmannahöfn. Bí­ð eftir skýrslu.

vii) Jafntefli hjá Fram gegn Aftureldingu í­ Mosfellsbæ. Er það vonbrigði? Tja, það er svo sem alltaf erfitt að vinna þarna uppfrá. Ef marka má Moggann lamdi einn Framarinn Mosfelling í­ hakkeböff á lokasekúndunum. Hmmm… ekki hljómar það drengilega. Minnir helst á það þegar helví­tis Aftureldingarmennirnir höfðu af okkur úrslitaleikinn í­ Íslandsmótinu um árið með því­ að steinrota Daða Hafþórsson. – Nei, ég er ekki enn búinn að fyrirgefa.

viii) Fótbolti í­ kvöld – í­ Egilshöll. Þangað skal mætt, þrátt fyrir hráka og sóttkveikjur sem ku tröllrí­ða þarna upp frá. Við Steinsi frændi þurfum svo bara að hringja okkur saman um það hvor okkar nær í­ afa. Hann hefur gaman af því­ að sjá Safamýrarstórveldið kjöldraga Fylki.

Jamm.

Réttarmorð Fór ásamt Ragga Kristins

Fimmtudagur, febrúar 13th, 2003

Réttarmorð

Fór ásamt Ragga Kristins á undanúrslitaleikinn í­ handboltanum milli Fram og HK í­ Digranesinu. HK vann eftir að hafa skorað sigurmark á sí­ðustu mí­nútu í­ 2. framlengingu. Grátur og gní­stran tanna!

Til að núa salti í­ sárin tók Ragnar eftir því­ að Framarar voru rændir sigrinum, en illu heilli tókst honum ekki að ná sambandi við dómarana – ef það hefði tekist væri ég núna að undirbúa úrslitaleik í­ Höllinni eftir tí­u daga.

Þannig var mál með vexti að Framarar höfðu tveggja marka forystu og voru manni fleiri þegar rétt um tvær mí­nútur voru eftir af seinni framlengingunni. Sjötti útileikmaður HK skokkaði inn á völlinn og í­ sóknina. Þá fór Ragnar að telja. „Þeir eru sex – þeir eru sex – þeir eru sex inná!“ – öskraði hann eins og óður maður. Ég hélt að sjálfsögðu að hann væri orðinn galinn og var farinn að svipast um eftir spýtu til að slá hann í­ rot með og drösla svo niður á spí­tala til að fá manninn sprautaðan niður. Eftir smátí­ma tókst honum þó að gera mér skiljanlegt um hvað málið snerist, en þá virðist HK-maðurinn hafa áttað sig og trí­tlað aftur út af vellinum. Dómararnir tóku ekki eftir neinu, Framararnir ekki heldur og ekki kom tí­mavarðarborðinu til hugar að vekja athygli á þessu.

Ef dómararnir hefðu verið jafn snjallir og Raggi, hefði Fram unnið boltann og HK misst annan mann út af. Þá hefði ekki verið að sökum að spyrja. (Rétt er að taka það fram að Ragnar er skringileg blanda af Ví­kingi og Gróttu/KR-ing en heldur alls ekki með Fram.)

En óháð þessu öllu verður bara að viðurkennast að HK-menn léku vel og eru vel að því­ komnir að fara í­ úrslitin. Vonandi vinna þeir helv. Aftureldingu.

* * *

Merkilegir hlutir að gerast í­ krikketinu – eins og lesa má í­ þaula á sí­ðu Óla Njáls. Eru Kanadamenn næstu stjörnur krikketheimsins?

Myndi b-landslið ungra stúlkna frá ístralí­u fara með sigur af hólmi á þessu móti? Lí­klega, ístralirnir eru svoleiðis lang-lang-langbestir.