Archive for mars, 2003

Amstrad Vííí… í gær fórum

Mánudagur, mars 31st, 2003

Amstrad

Ví­í­í­… í­ gær fórum við Steinunn í­ mat til gömlu eins og oftast á sunnudagskvöldum. Ég notaði tækifærið og klöngraðist upp á háaloft og tók traustataki gömlu Amstrad CPC 464-tölvu heimilisins. Það var glæsilegur gripur árið 1984.

Með þessu fann ég eitthvað af gömlum tölvudiskum, en hef ekki enn getað skoðað þá því­ að ræsidiskurinn finnst hvergi. Palli lofar mér því­ hins vegar að það eigi ekki að vera neitt mál að finna hann á netinu.

Steinunn er eitthvað að mögla. Hún er ekki jafnsannfærð og ég um að Amstrad-tölvur séu stofustáss eða að mikið sé unnið með því­ að ég sökkvi mér ofan í­ gamla tölvuleiki, s.s. HM í­ Mexí­kó 1986 (sem var frábær) eða Football Manager II. Þá eru gömlu „heimatilbúnu“ leikirnir sem voru gerðir þannig að maður sló inn kóða upp úr tölvublöðum. Ég þarf að leita betur á háaloftinu, því­ þarna á að vera hægt að finna slatta af Amstrad-blöðum frá velmektarárum þess fyrirtækis. – Ó, ég hlakka svo til!

* * *

Matarboð í­ kvöld. Stefán Jónsson er á klakanum. Stefnir í­ rauðví­nsþamb. Hugsanlega sí­ðasta rauðví­nið sem drukkið verður á þessum bæ í­ bráð – a.m.k. ef reikningurinn frá bifvélavirkjanum verður ljótur.

Skilaði skattframtalinu áðan og fékk skilaboð frá leigjandanum. Útlit er fyrir að fjármálin fari að braggast með haustinu. Mikið væri samt gott ef einhver fyndi sig knúinn til að senda mér áví­sun upp á 200.000 kall eða svo. Ætti ég kannski að brjóta odd af oflæti mí­nu og fara að leika í­ auglýsingum? Það hlýtur að vera eftirspurn eftir besta og frægasta bloggara landsins í­ auglýsingar! – Ég er til í­ að selja allt nema strí­ðsleikföng eða koma fram í­ KR-búningi.

Jävla fascistar Fín mótmæli í

Sunnudagur, mars 30th, 2003

Jí¤vla fascistar

Fí­n mótmæli í­ gær fyrir framan stjórnarráðið. Palli og Steini ljósrituðu Strí­ðsfréttir í­ 300 eintökum sem kláruðust á svipstundu og Steinunn gekk í­ að dreifa „Halldór í­ herinn og herinn burt!“ og „Daví­ð í­ herinn og herinn burt!“-barmmerkjunum. Við vorum með svona 350 merki sem voru rifin út og miklu færri fengu en vildu. Með tilliti til þessa myndi ég giska á að svona 800 manns hafi verið við Stjórnarráðið. Að sjálfsögðu sagði Lögreglan 300 við fjölmiðla – að þeir skuli nenna þessu…

Löggan lætur þessar aðgerðir fara grí­ðarlega í­ taugarnar á sér. Helst vilja þeir að einhver geri eitthvað heimskulegt þannig að þeir geti handtekið hann og stimplað alla mótmælendur sem skemmdarvarga og dusilmenni. Þegar ljóst var að þeim yrði ekki að þeirri ósk sinni sneru þeir sér að einhverjum krakkagrí­sum í­ staðinn. Þannig var mál með vexti að 6-7 krakkar, á að giska þrettán ára gömul, voru að þvælast í­ kringum mótmælin og að dunda sér við að henda snjóboltum í­ styttuna af Kristjáni kóngi. Löggan bannaði þeim að gera þetta, en eftir að 2-3 boltar flugu inn á Stjórnarráðslóðina í­ viðbót ákváðu hetjurnar í­ einkennisbúningunum að grí­pa í­ taumana.

Það dugði ekki minna en 7-8 lögreglumenn til að taka börnin og leiða þau inn í­ lögreglubí­l til áminningar. Ætli maður fái mikið kikk út úr því­ að hrella unglingskrakka fyrir að henda snjóboltum? Ætli maður upplifi einhverja valdsmannstilfinningu við það að skipa börnum upp í­ bí­l og láta þau skynja hver hefur völdin?

Við spurðum nokkra lögreglumennina hvort þetta væri nú ekki tóm vitleysa og yfirspennt viðbrögð. Þeir sneru bara upp á sig og vældu um að „það yrði að hlýða lögreglunni“ og spurðu okkur „hvort við værum ekki lýðræðissinnar?“ – Er hægt að hugsa sér glæsilegri birtingarmynd lýðræðisins en átta fullorðna karla í­ einkennisbúningum reyna að brjóta niður sex grí­si á fermingaraldri.

Ég og lögreglan höfum aldrei skilið hvort annað almennilega…

Sigurblogg Jamm, Katrín (sem ég

Föstudagur, mars 28th, 2003

Sigurblogg

Jamm, Katrí­n (sem ég hef ekkert uppá að klaga) hefur á réttu að standa. Ég skrifa sigurblogg! En ekki út af einhverri spurningakeppni – ónei! Þar er ég hlutlaus og vona að báðum liðum gangi vel. Ég hef allt aðrar ástæður til að hrósa sigri.

* Ég hrósa sigri vegna þess að samkoman í­ Austurbæjarbí­ói í­ gær tókst frábærlega. Það var góð stemning og pottþétt dagskrá. Ég er að verða svo mikill menningarboli að það er engu lagi lí­kt.

* Ég hrósa sigri vegna þess að nýju barmmerkin okkar Palla, sem Svenni tók þátt í­ að gera eins og Steinunn hefur þegar upplýst, eru að slá í­ gegn. Við Palli erum konungar barmmerkjanna!

* Ég hrósa sigri vegna þess að Neal Pollack-bókin sem ég pantaði á Amazon fyrir löngu er loksins komin og er fantagóð.

* Ég hrósa sigri vegna þess að Framararnir eru langflottastir og kjöldrógu Valsara í­ gær. Það er svo gaman að vinna Val í­ handbolta. Ég myndi skipta á tuttugu sigrum á Gróttu/KR og viðlí­ka skí­taliðum og einum sigri á Val.

* Ég hrósa sigri vegna þess að í­ kvöld mun Andri Fannar sökkva KR-ingum í­ Egilshöllinni. 2003 verður stóra tí­mabilið hjá Safamýrarstórveldinu…

Þegar klósettið fór að leka…

Miðvikudagur, mars 26th, 2003

Þegar klósettið fór að leka…

…þá bloggaði ég um vandamálið og skömmu sí­ðar kom Kristbjörn í­ heimsókn og reddaði málinu. Reyndar eipaði lí­ka fúla stelpan á Kreml (þessi sem heitir Svan-eitthvað) og skrifaði pirringslega grein um að blogg væri skí­tafyrirbæri sem gengi bara út á að lýsa biluðum heimilistækjum.

Núna ætla ég sem sagt að taka sénsinn á að Kreml flippi gjörsamlega yfir um og blogga um vandræðinn með bí­linn minn, í­ þeirri von að einhver góð sál muni annað hvort senda mér tölvupóst á stefan.palsson@or.is eða hreinlega banka uppá og laga bí­linn.

Þannig er mál með vexti að Neisti nýrrar aldar (sem er Nissan Sunny – 1991) er farinn að haga sér hálfleiðinlega. Illu heilli er þetta sjálfskiptur bí­ll (það er svo leiðinlegt að keyra sjálfskiptan), en hann á það til að drepa á sér í­ lausagangi og jafnvel á mjhög hægri ferð. Þetta er ekkert nýtt og gerðist lí­ka í­ haust. Þetta má væntanlega laga með einfaldri vélarstillingu.

Verra er, að undanfarna daga er bí­llinn farinn að taka upp á því­ að halda áfram að auka ferðina þótt ég stí­gi af bensí­ngjöfinni. Þannig er eins og hann komist á skrið, lí­kt og ég hafi gefið rækilega inn og raunar virðist hann allur hinn kraftmesti. Þetta hefur enn ekki valdið mér vandræðum í­ akstri en það er frekar óþægileg tilfinning þegar bí­llinn virðist skyndilega ákveða að auka hraðann að eigin hvötum, þannig að ég þarf að stí­ga á bremsurnar í­ tí­ma og ótí­ma.

Getur verið að bensí­npedalinn sé eitthvað sambandslaus? Er þetta fokk í­ sjálfskiptingunni? Mun vélarstillingin einhverju breyta?

Sem sagt: bí­laáhugamönnum er frjálst að laga bí­linn minn eða ráða mér heilt. Allar athugasemdir sem leiða til þess að ég neyðist til að borða haframjöl í­ hvert mál næsta mánuðinn eru illa séðar.

íhm.

Morkinn mánudagur Jæja, úr því

Mánudagur, mars 24th, 2003

Morkinn mánudagur

Jæja, úr því­ að helví­tis Mogginn helgaði sunnudagsblaðið úttekt á bloggi, þá er ví­st við hæfi að besti og frægasti bloggari landsins drullist loksins til að uppfæra sí­ðuna sí­na.

Ekki vænta þess að þetta verði lí­flegt blogg. Ég er illilega kvefaður og skí­thræddur um að ég sé með hitavellu. Það er fúlt. Til viðbótar þessu var ég að frétta að Dagfari komi ekki úr prentun í­ dag heldur á morgun. Það er lí­ka fúlt.

Helví­tis strí­ðsfréttirnar eru lí­ka að gera mig óðann. Hvers vegna þarf þetta strí­ð að vera svona fyrirsjáanlegt? Við erum að horfa upp á fullkomna endurtekningu á Flóabardaganum 1991, en fréttamennirnir hafa EKKERT lært og verða alltaf jafn hissa. Ég eipa ef Steingrí­mur Sigurgeirsson mætir enn eina ferðina sem „sérfræðingur“ í­ íraksdeilunni í­ viðtal. – Ekkert sem hann hefur sagt til þessa bendir til að hann viti annað um málið en það sem hann hefur lesið í­ 3-4 bandarí­skum dagblöðum eða tí­maritum.

Lögreglan er nú farin að taka upp sólarhringsvakt við fjölda bygginga. Taugaveiklunin hjá lögregluyfirvöldum er alveg mögnuð. Eins og venjulega voru þeir tilbúnir með ví­kingasveitarmenn með hjálma og skildi í­ grennd við fimmtudagsmótmælin á Lækjartorginu. Þeir földu sig í­ bí­l á Lindargötunni og töldu að enginn tæki eftir þeim. Þar hafa þeir beðið í­ ofvæni eftir að fá fyrirmæli um að rjúkja niður á torg og lumbra á mótmælendum, lí­klega með táragas að vopni. – Þetta lið þráir ekkert heitar en að komast í­ alvöru slagsmál og geta barið á fólki. Það hlýtur lí­ka að vera miklu skemmtilegra að geta barið hóp af fólki um miðjan dag fyrir framan myndavélar – þeir hljóta að verða leiðir á því­ með tí­manum að berja fulla 16 ára krakka niðrí­ bæ um helgar. Lí­tið fútt í­ því­…

Eru virkilega engin takmörk… …fyrir

Miðvikudagur, mars 19th, 2003

Eru virkilega engin takmörk…

…fyrir geggjun Bandarí­kjamanna og sturlaðri þjóðerniskennd um þessar mundir?

Nú vill bandarí­sk þingkona beita sér fyrir því­ að fallnir hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni sem hví­la í­ Frakklandi og Belgí­u verði grafnir upp og fluttir heim svo þeir þurfi ekki að liggja í­ landi „óvinarins“. Um þetta má lesa hér.

Manni fallast hendur…

Beðið eftir Godot Nei, ekki

Miðvikudagur, mars 19th, 2003

Beðið eftir Godot

Nei, ekki eftir Godot – heldur flensunni. Og munurinn á bið minni og flækinganna tveggja í­ verki Beckets er sá að ég get verið nokkuð viss um að stefnumótið haldi.

Hvernig get ég verið svo viss um það að fá flensuna? Er ég farinn að kenna mér meins? Hausinn þungur, hitavella og magakveisa? Neibbs. Hins vegar kenni ég börnum og dag eftir dag mæta þau hingað í­ Rafheima og tilkynna mér að frá þriðjungi og upp í­ helming hópsins liggi heima með flensuna. Það má þá lí­klega reikna með 3-4 pestarberum í­ hverjum hóp. Og ofan í­ þessu er maður að snuddast hvern einasta morgunn að kenna þeim að raðtengja – hliðtengja og koma græjum í­ gang. – Ó hvað það verður leiðinlegt að veikjast, einkum þar sem ég dett yfirleitt niður í­ svo mikla sjálfsvorkunn þegar svo stendur á.

íhm

Stund sannleikans! Það er sök

Þriðjudagur, mars 18th, 2003

Stund sannleikans!

Það er sök sér að heiminum sé stjórnað af fávitum – það er ekkert nýtt. Illmenni hafa lí­ka ráðið ferðinni í­ veröldinni lengst af – ekkert nýtt þar. En hvers vegna í­ ósköpunum þurfa herrar Jarðarinnar, leiðtogar Bandarí­kjanna að vera svona klisjukenndir? Hvers vegna geta þeir ekki leitað í­ smiðju Shakespeares eða í­ grí­sku harmleikina þegar kemur að því­ að ógna og hafa í­ hótunum? Hvers vegna þurfa þeir að grí­pa til frasa úr bandarí­skum B-myndum.

Tökum sem dæmi hótanir Bush eftir Azoreyjafundinn um að nú væri komin „stund sannleikans!“ – e. „moment of truth“! Bí­ddu, spólum aftur til baka – þessi „stund sannleikans“ er nokkuð merkileg því­ hún skýtur upp kollinum aftur og aftur. Nýjasta stund sannleikans var sem sagt þann 17. mars. Það er merkilegt í­ ljósi þess að 12. febrúar, upplýsti Colin Powell að „stund sannleikans“ væri runnin upp í­ íraksmálinu. Powell hefur reyndar ekki alltaf verið með puttann í­ púlsinum, því­ þremur dögum fyrr – 9. febrúar – hafði Bush forseti tilkynnt það sama.

Og þó – ef betur er að gáð hefur Powell vinninginn, því­ þann 10. nóvember á sí­ðasta ári lýsti hann því­ einmitt yfir að komið væri að „stund sannleikans“.

– Er að undra þótt maður rí­fi hár sitt og skegg?

Félagafargan Urgh! Í gær gleypti

Mánudagur, mars 17th, 2003

Félagafargan

Urgh! Á gær gleypti tölvan ógnarmikla bloggfærslu. Ég var gráti næst! Ætla samt að reyna að rifja upp aðalatriðin í­ henni.

Þannig er mál með vexti að á föstudaginn fór ég ásamt Steinunni og tengdó á stofnfund Femí­nistafélags Íslands. Þá fór ég að spá í­ því­ hvað ég sé eiginlega félagsmaður í­ mörgum félögum? Listinn er eitthvað á þessa leið:

1. Samtök herstöðvaandstæðinga. – Gekk í­ þau sem táningur.

2. Félagið Ísland Palestí­na. – Mæti aldrei á fundi en les fréttabréfið.

3. Vinstri grænir. – Gekk í­ flokkinn fljótlega eftir að ég hætti í­ Alþýðubandalaginu. Er einn fárra núlifandi Íslendinga sem tekist hefur að ganga úr Samfylkingunni.

4. Fram. – Var skráður í­ félagið þegar nafn mitt var sett í­ Tabúluna á afmælisbókinni eftir Ví­ði Sigurðsson.

5. Sögufélag. – Gekk í­ það um leið og ég byrjaði í­ sagnfræðinni í­ Háskólanum.

6. Sagnfræðingafélag Íslands. – Gekk í­ það við útskrift.

7. Reykjaví­kurakademí­an. – Gekk í­ hana til að geta fengið leigða skrifstofuaðstöðu eitt sumarið.

8. Félag í­slenskra fræða. – Held að ég sé félagi. Á það minnsta var írmann alltaf að halda þessu félagi að okkur þegar hann var formaður.

9. Kylfan, krikketklúbbur Rekjaví­kur. – Erum loksins komnir með getraunanúmer. Minnir að það sé 168.

10. Femí­nistafélagið. – Eins og fram hefur komið.

11. Hollvinasamtök Edinborgarháskóla. – Gekk aldrei í­ félagið en þeir senda mér póst í­ hrönnum.

12. Luton Town FC. – Á pí­lagrí­msferðinni til Luton komst ég að því­ að til að fá að sitja bak við annað markið – þar sem mestu töffararnir eru, þurfti ég að vera félagsmaður.

13. Luton Town Supporters Club of Scandinavia. – Hef ekki borgað félagsgjald lengi og er lí­klega dottinn af skrá. Netið gerði þetta félag óþarft.

14. Stuðningsmannaklúbbur smáliða í­ enska boltanum. – Félagið sem við nafni minn Hagalí­n höfum lofað að stofna innan tí­ðar.

15. M.Ú.R. (Málfundafélag úngra róttæklí­nga). – Fámennt en góðmennt.

16. Blóðgjafafélag Íslands. – Gengur maður í­ það eða verður maður sjálfkrafa félagi?

17. Starfsmannafélag Orkuveitunnar. – Þeir leigja orlofshús og veislusali.

18. Starfsmannafélag Reykjaví­kur. – ígætis verkalýðsfélag.

19. BSRB. – Ömmi klikkar ekki.

20. Society for the History of Technology (SHOT). – Flottasta tæknisögufélagið.

21. Edinburgh University Friends of Palestine Association. – Skráði mig á einn póstlista og er enn að fá póst.

22. Mannvernd. – Held að Skúli Sigurðsson hafi skráð mig þarna. Ekki fengið póst lengi.

23. Framsýn. – írmann hlýtur að hafa skráð mig í­ þessi samtök.

24. MS-félagið. – Gott tí­marit.

25. Félag sagnfræðinema, félag sagnfræðinema. – Þegar Félag sagnfræðinema breytti nafninu sí­nu í­ Fróði, félag sagnfræðinema tókum við okkur til nokkur og stofnuðum Félag sagnfræðinema, félag sagnfræðinema. Því­ félagi hefur aldrei verið slitið og ég telst væntanlega ennþá meðstjórnandi.

26. Knattspyrnufélag Litla-Skerjafjarðar og Knattspyrnufélagið Skörungur. – Stórlið frá ní­unda áratugnum sem hafa heldur ekki verið lögð niður. Ég hlýt því­ að vera ritari og formaður þessara félaga enn í­ dag. – Væri ekki tilvalið ef Skörungur myndi leita hefnda og skora aftur á Knattspyrnufélag Tómasarhaga til æfingarleiks?

Hmmm… ætli þetta sé þá ekki nánast komið?

* * *

Ráðstefna kl. 16:15 í­ Lögbergi í­ dag um Konur og strí­ð. Steinunn með stutt erindi. Þangað mæta allir góðir menn.

Lilja 4-ever Úff, fór í

Miðvikudagur, mars 12th, 2003

Lilja 4-ever

Úff, fór í­ gær á Lilya 4-ever í­ Háskólabí­ói og er ennþá hálfmiður mí­n. Stemningin í­ hléi og að myndinni lokinni var eins og í­ barnajarðarför. Það var augljóst að myndin hreyfði við flestum í­ salnum.

Flestir sem gera mynd um þetta efni falla í­ þá gryfju að velta sér upp úr ofbeldinu og ljótleikanum með því­ að sýna sem allra mest í­ mynd. Sú var ekki raunin þarna. Reyndar voru ofbeldis- og nauðgunarsenurnar einna auðveldastar á að horfa. Það voru miklu frekar atriðin þegar allt lék í­ lyndi – þegar Lilya og vinur hennar leika sér eða skoppa fram og til baka í­ áhyggjulausri sniff-ví­munni – þau voru sársaukafyllst.

Svipaðist um hvort aðrir bloggarar tjáðu sig um myndina. Dr. Gunni var í­ það minnsta heillaður: Ég hef oftast verið frekar pornógrafí­skur í­ hugsun og verið fylgjandi frjálsræði í­ þessum bransa, en svo fór ég á hina frábæru Lilya 4-ever og það er ekki laust við það að ég sé orðinn vinstri-grænn í­ kjölfarið og helst á því­ að gelda sjálfan mig til að losna úr ví­tahring erótí­skra langana.

Þórarinn á kratasneplinum var á sömu sýningu og ég. Bí­ð spenntur eftir að lesa hvað hann hefur um málið að segja. Það er hins vegar hárrétt hjá honum að ef vitleysingarnir sem stýra Háskólabí­ói hafa ekki vit á að taka myndina til almennra sýninga þá væri eins gott að gefa írna Samúelssyni bara allt heila klabbið. Auðvitað mun fólk storma á þessa mynd, þótt ekki væri nema fyrir leikstjórann. Eða eins og Sverrir Jakobssonorðaði það: Ég myndi mæta á mynd eftir þennan náunga þótt fram kæmi að hún sýndi einungis lokið á ruslatunnunni hans bærast í­ vindinum…

Ekki eru þó allir eins hrifnir af Lilyu. Bjarni segist hafa orðið fyrir vonbrigðum, að því­ er virðist einkum vegna þess að myndin hafi ekki sagt honum neitt nýtt og að þeir sem kynnt hafi sér málið þekki slí­kar sögur. Fyrir vikið treystir hann sér ekki til að mæla með myndinni.

Nú er ég í­ fyrsta lagi ekki sammála því­ að myndin miðli engu nýju, auk þess sem ekki er við því­ að búast að bí­ógestir hafi almennt setið langar ráðstefnur um mansal eins og Bjarni. Þess utan tel ég að það sé ekki aðalmarkmið myndarinnar. Ef við viljum fá tölur um fjölda unglingsstelpna sem seldar eru frá Rússlandi og heyra frásagnir af illri meðferð á þeim, þá getum við horft á fréttir, mætt á ráðstefnu, lesið Veru eða skoðað nokkrar heimasí­ður. Þessi kvikmynd setur hins vegar andlit á sögurnar.

írið 1984 kom út í­ Bretlandi sjónvarpsmyndin „Threads“, sem lýsti lí­fi venjulegs fólks í­ Sheffield eftir kjarnorkustrí­ð. íhrifamáttur hennar var geysilegur og breytti afstöðu fjölda fólks til ví­gvæðingar og kalda strí­ðsins. Það gerði hún ekki með því­ að ljóstra upp neinu nýju um hrylling kjarnorkustyrjaldar eða með því­ að sýna hrikalegar tölvugerðar myndir af stórborgum þurrkast út. Þvert á móti var hún svona sterk í­ einfaldleika sí­num, þar sem hún sýndi fólk í­ aðstæðum sem það réði ekki við. Lilya 4-ever er þannig mynd.

…en að sjálfsögðu á maður ekkert að vera að kippa sér upp við svona myndir. Við vitum jú öll að stelpurnar sem koma frá Rússlandi til að striplast og selja sig eru allar að safna sér inn peningum til að klára lögfræði- og læknisfræðinámið sitt. Þær munu svo lifa í­ vellystingum í­ heimalandinu eftir 3-4 ár í­ bransanum. Svo er þetta ágætis innivinna. – Er það ekki annars?