Archive for apríl, 2003

Goggur glænefur Alveg er það

Þriðjudagur, apríl 29th, 2003

Goggur glænefur

Alveg er það óþolandi þegar posar fyrirtækja eru skráðir á einhver dulnefni sem ómögulegt er að glöggva sig á. Svo rýnir maður í­ reikningsyfirlitin frá bankanum og hváir yfir því­ hvar maður hafi verið að brenna upp peningunum sí­num.

Svæsnasta dæmið um þetta er Hótel Borg, sem heitir á Visa-yfirlitinum „Gentleman´s Club“ eða eitthvað álí­ka. Einhverju sinni lenti ég í­ að leggja út fyrir hóp erlendra gesta sem borðað höfðu á Borginni. Svo kom yfirlitið með tugþúsunda króna færslu, þannig að Steinunn hélt vitaskuld að ég hefði flippað út á strí­piklúbbi og keypt einkadansa í­ hrönnum. (Ókey, reyndar sá hún aldrei yfirlitið, en sagan er betri svona.)

Núna er ég að reyna að átta mig á nýjasta yfirlitinu. Sportbarinn er löngu hættur, en lifir þó væntanlega sem posaheiti Ölvers. Goggur glænefur hljómar eins og sportvöruverslun eða sjoppa í­ Grafarvogi, en er í­ raun Nelly´s. En hvað í­ andskotanum er Darklight og hvers vegna eyddi ég 600 kalli þar?

* * *

Steingrí­mur Ólafsson, Framari og snillingur hringdi áðan. Hann er að reyna að draga mig út í­ vinnu með Framherjum í­ sumar. Það gæti verið skemmtilegt…

Highland Park …er eitt allra

Þriðjudagur, apríl 29th, 2003

Highland Park

…er eitt allra besta viský sem til er, en hvers vegna í­ ósköpunum verður maður svona slappur af því­ daginn eftir? Fékk mér u.þ.b. einn einfaldan og einn tvöfaldan yfir sjónvarpinu í­ gær á meðan við Palli vorum að púsla saman nokkrum barmmerkjum fyrir pönkarann, en í­ dag lí­ður mér eins og ég hafi verið úti á galeiðunni fram undir dagrenningu. Ljótt, ljótt sagði fuglinn.

* * *

Sá í­ Mogganum að Aðalsteinn Þorvaldsson alias Addi pu, fyrrum bekkjarbróðir minn, Palestí­nufari og höfuðsnillingur hafi sótt um 1/2 brauð við Seltjarnarneskirkju. Það væri glapræði hjá Seltirningum ef þeir gengju fram hjá slí­kum meistara. Aðalstein í­ biskupinn!

Rafmagnsnördablogg Jæja, þá er best

Mánudagur, apríl 28th, 2003

Rafmagnsnördablogg

Jæja, þá er best að blogga aðeins í­ hádegismatnum. Ekki svo að skilja að ég éti neitt í­ hádeginu, serí­ós og kókópöffs í­ morgunmat og svart kaffi á tuttugu mí­nútna fresti dugar mér hæglega þangað til í­ kvöld.

íðan voru tólf ára börn í­ heimsókn í­ Rafheimum. Þar voru þrjár Birgittur Haukdal (fléttur, útví­ðar og bleiktar gallabuxur og magabolir). Einn grí­slingurinn var með Friður2000-barmmerki. Kunni samt ekki við að spyrja hann frekar út í­ það. ígætis krakkar, en óskaplega er ég samt feginn að sumarfrí­in séu svona skammt undan…

* * *

Dundaði mér við að lesa útklippusafn um rafmagnsmál frá árinu 1975. Það var skemmtilegt.

Jólin 1974 voru nefnilega „stóra frystikistufloppið“. Þannig var mál með vexti að jólin 1973 og á árinu 1974 fóru frystikistur sigurför á í­slenska rafmagnsmarkaðnum. Fyrir jólin ´74 ætluðu menn svo sannarlega að græða og fjöldi innfleytjenda keypti ógrynni af frystikistum til að selja neytendum. Þá reyndist markaðurinn hins vegar mettaður og grósserarnir sátu uppi með óselda lagera.

Á tengslum við þetta mál birti Þjóðviljinn frétt þann 3.jan., sem undirrituð er „gsp“ – (væntanlega Gunnar Steinn Pálsson). Yfirskrift hennar var: Heimilin eru full rafvædd. Samkvæmt henni töldu forsvarsmenn heimilistækjaverslana að búið væri að metta heimilin af rafmagnstækjum og að einu sölumöguleikarnir lægju á sviði venjubundinnar endurnýjunar og sölu nýrra tækja.

Fyrir jólin 1974 seldist langmest af „nýjum tækjum“, s.s. mí­nútugrillum og sjálfvirkum kaffivélum. „Það eru svona tí­skuvörur sem koma upp á hverju ári og ég get sagt þér t.d. að við seldum fyrir jólin um 500 kaffivélar á 5 dögum“ – sagði Gunnar Gunnarsson, skrifstofustjóri hjá Heimilistækjum hf.

Sjálfvirkar kaffivélar voru sem sagt jólagjöfin árið 1974…

(Eitthvað segir mér að Sverrir Guðmundsson verði eini maðurinn sem skemmtir sér yfir þessar bloggfærslu.)

Snillingar í Eyjum Hlustaði með

Föstudagur, apríl 25th, 2003

Snillingar í­ Eyjum

Hlustaði með öðru eyranu á fréttir úr bæjarmálapólití­kinni í­ Eyjum í­ morgun og komst að þeirri niðurstðu að ég hefði verið eitthvað utan við mig og heyrt vitlaust. Skoðaði svo Moggann á netinu og sá að þetta var enginn misskilningur – bæjarfulltrúi Framsóknar (sem skipti um samstarfsflokk í­ óþökk flokkssystkina sinna) hélt í­ alvörunni að hann gæti bara sent út fréttatilkynningu um að maðurinn í­ 13. sætinu ætti hér eftir að vera varamaður hans – en ekki konan sem var í­ sæti nr. 2. Þetta er frábærlega fyndið – einkum í­ ljósi þess að Lúðví­k Bergvinsson, félagi hans í­ nýja meirihlutanum á að heita lögfræðingur. Hvernig í­ ósköpunum datt þeim í­ hug að þetta væri hægt?

Annars myndi þessi taktí­k bjóða upp á ýmsa möguleika. Það væri t.d. flott ef ílfheiður Ingadóttir myndi senda út fréttatilkynningu daginn eftir kosningar að Sesar A úr 19. sætinu sé varamaður hennar, Jóhanna Magnúsdóttir myndi tilnefna Dag Kára kvikmyndagerðarmann sem sinn varamann og Steingrí­mur Joð myndi skipa Hörð Flóka handboltamarkmann varamann fyrir þau Þurí­ði… – þá gæti þingflokkurinn komið ýmsum í­ opna skjöldu.

En mun Ingi Sigurðsson missa bæjarstjórastólinn í­ Eyjum? Það væri nú svekkjandi þegar hann er nýbúinn að fara í­ forsí­ðuviðtal í­ Magasí­n. Það væri nánast eins mikil óheppni og þegar Axel Axelsson (úr Axel og félögum) fór í­ viðtal við blað sem dreift var ókeypis í­ öll hús og boðaði miklar breytingar á þættinum á næstunni – þegar blaðið kom úr prentun var „Axel og félagar“ orðið „Björn og félagar“…

Kosningarnar eru ónýtar! …eða öllu

Föstudagur, apríl 25th, 2003

Kosningarnar eru ónýtar!

…eða öllu heldur er endanlega búið að eyðileggja kosningaþættina í­ sjónvarpinu fyrir manni. Nýtt afl náði að safna meðmælendunum og býður fram alls staðar á landinu. Það þýðir að Guðmundur G. Þórarinsson eða Jón Magnússon munu mæta í­ hvern einasta kappræðuþátt fram að kosningum. Hafi verið einhverjar lí­kur á að ég nennti að horfa á slí­kt sjónvarpsefni þá eru þær endanlega fyrir bí­ núna.

Hlaup aldarinnar Það er merkileg

Fimmtudagur, apríl 24th, 2003

Hlaup aldarinnar

Það er merkileg tilfinning þegar maður telur sig upplifa sögulega stund – augnablik sem komast munu í­ sögubækur og verða rifjuð upp aftur og aftur. Einhverra hluta vegna man ég t.d. eftir því­ í­ smáatriðum hvernig mér varð við þegar ég heyrði að Indira Ghandi hefði verið skotin. Eftir á að hyggja reyndist það ekki jafn mikill tí­mamótaatburður í­ mannkynssögunni og ég hélt þá.

Margoft hef ég horft á fótboltaleiki eða aðra í­þróttaviðburði og verið sannfærður um að um tí­mamótaviðburð væri að ræða – eitthvað sem rætt yrði um í­ marga áratugi lí­kt og risastökk Bob Beamons í­ Mexí­kó 1986 eða endurkoma Múhameðs Ali á sí­num tí­ma. Oftar en ekki hefur það stöðumat reynst rangt. Til dæmis gleymi ég flestum fótboltaleikjum undurfljótt. Það er helst að maður muni eftir þeim allra stærstu – eins og þegar A.C. Milan kjöldró Barcelona í­ úrslitum Evrópukeppninnar eða þegar markvörður Steaua varði allar ví­taspyrnurnar í­ öðrum úrslitaleik.

Aldrei hef ég þó upplifað „þetta-er-söguleg-stund“-tilfinninguna sterkar en þegar ég horfði á 100 metra hlaupið á ÓL í­ Seoul 1988, þar sem Ben Johnson vann það sem í­ fyrstu var talið mesta í­þróttaafrek sögunnar, en var svo úthrópaður svindlari örfáum dögum sí­ðar.

Á ljósi sögunnar er hins vegar magnað að rifja upp þetta hlaup:

Ben Johnson kom fyrstur í­ mark, en eins og allir vita var hann snarlega sviptur verðlaununum vegna lyfjanotkunar´.

Á öðru sæti var Carl Lewis, sem nú virðist komið í­ ljós að féll í­ raun á lyfjaprófi rétt fyrir leikana og hefði því­ ekki átt að hreppa gullverðlaunin.

Á þriðja sæti var Linford Christie. Á kringum Seoul-leikanna mældist einhver óþverri í­ blóðsýni úr honum, en lyfjanefndin ákvað að fallast á þær skýringar hans að ástæðan væri te sem hann drakk skömmu áður. írið 2000 féll hann hins vegar á lyfjaprófi svo leiða má lí­kum að því­ að te-afsökunin hafi verið fyrirsláttur. Ef sú var raunin – þá hefði Christie heldur ekki átt að fá medalí­u í­ Seoul.

Fimmti maður í­ mark (og því­ hugsanlega „réttmætur“ silfurverðlaunahafi í­ „hlaupi aldarinnar“) var Dennis Mitchell, sem einmitt féll á lyfjaprófi 1999. Þá greip hann til þeirrar afsökunar að hafa stundað kynlí­f og drukkið sex bjóra skömmu fyrir blóðtökuna og að það væri skýringin á óvenju háu hlutfalli testósteróns. – Slí­k málsvörn dugði Hjalta Úrsusi skammt á sí­num tí­ma og Dennis Mitchell fékk lí­ka keppnisbann. – Freistandi væri að grí­pa til kenningarinnar: „eitt sinn dópari – ávallt dópari“ og draga í­ efa heilindi hlaupagikksins í­ Seoul.

Sjötti maður í­ hlaupinu var Desai Williams frá Kanada. Strax 1989 komu upp ásakanir um lyfjanotkun hans.

Af þessu má ráða að fimm af sex fyrstu mönnum í­ 100 metra hlaupinu 1988 hafa annað hvort fallið á lyfjaprófi eða sterkur grunir verið uppi um að þeir hafi óhreint mjöl í­ pokahorninu. En hver var þá sjötti maðurinn?

Það var enginn annar en Calvin Smith – sem lýst hefur verið sem besta 100 metra hlaupara sem aldrei hafi náð að vinna heimsmeistaramót eða Ólympí­uleika. Hann átti meira að segja heimsmet um skeið, en stóð alltaf í­ skugganum af Carl Lewis. Um feril hans má fræðast hér.

En hvað með 7da og 8da sætið í­ hlaupinu – sem lí­ta má á sem „hina mórölsku silfur- og bronsverðlaunahafa ÓL 1988“? – Jú, í­ áttunda og sí­ðasta sæti lenti vesalings Ray Stewart frá Jamaí­ku. Um hann má lesa á skemmtilegri sí­ðu sem fjallar um óheppna Jamaí­kubúa á Ólympí­uleikum. Sjöunda sætið kom hins vegar í­ hlut Brasilí­ubúans Robson ds Silva. Helstu hagtölur um hann má finna á þessari frönsku sí­ðu. Leit að frekari upplýsingum um hann á netinu leiðir hins vegar á heimasí­ðu brasilí­ska sendiráðsins í­ Bretlandi. Þar kemur fram að Brasilí­umenn eru heldur ekki búnir að gleyma þrí­stökkskeppninni 1956.

jamm

Og enginn þorir að kalla

Þriðjudagur, apríl 22nd, 2003

Og enginn þorir að kalla þetta samsæri…

Ég er grátt leikinn.

Um miðnæturbil í­ gærkvöld flaug þyrla – væntanlega frá hernum – yfir Norðurmýrina og sveimaði þar yfir í­ drykklanga stund. Þyrlan kom og fór aftur með reglulegu millibili næstu 30-40 mí­núturnar. Um þrjúleytið kom hún aftur og hegðaði sér nákvæmlega eins. Á það skiptið tókst henni að vekja þann er þetta ritar, með þeim afleiðingum að hann sofnaði ekki aftur fyrr en laust fyrir klukkan sjö. Það var óstuð.

Hvers vegna er herþyrla að sveima yfir Mánagötunni að næturlagi? Er verið að hnita út heimili formanns miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga – sem raunar er einnig besti og frægasta bloggari landsins? Það skyldi þó ekki vera að næsta skref í­ „strí­ðinu gegn hryðjuverkum“ að geta gert háskalega menn óvirka á augabragði ef risaveldinu bí­ður svo við að horfa? Sennilega!

Rétt er þó að taka fram að aðrar kenningar hafa komið fram varðandi rúmruskið í­ nótt. Ein þeirra er sú að klikkaði nágranninn í­ næsta húsi – sem hendir ruslinu sí­nu í­ tunnurnar hjá okkur og blæs í­ sí­fellu dómaraflautu til að kalla á dætur sí­nar – sé í­ geggjun sinni farinn að vinna með loftpressu á nóttunni. Ef sú er raunin mun ég drepa hann.

Önnur kenning er sú að hinn klikkaði nágranninn – sem fer oft út og ræsir bí­linn sinn á nóttunni, þenur vélina í­ nokkrar mí­nútur og fer svo aftur inn að sofa – sé í­ geggjun sinni farinn að vinna með loftpressu á nóttunni. Ef sú er raunin mun ég ekki heldur skirrast við að drepa hann.

Þriðja kenningin er sú að Sonja í­ kjallaranum hafi einhverra hluta vegna farið að þvo þvott í­ manndrápsþvottavélinni sinni um miðja nótt. Sonja er góð stúlka. Ég myndi að sjálfsögðu fyrirgefa henni lí­tilsháttar þvottamennsku þó á óhefðbundnum tí­ma sé.

* * *

Luton vann Colchester 5:0 á útivelli á laugardag og Hearts vann Celtic 2:1, með sigurmarki á lokamí­nútunni. Ekki var það amalegt!

Ástæður til að gleðjast og

Miðvikudagur, apríl 16th, 2003

ístæður til að gleðjast og gráta…

Nú eru ástæður til að gleðjast og gráta sem aldrei fyrr.

* ístæða til að gráta:

Neisti nýrrar aldar er á verkstæði, það er afleitt.

* ístæða til að gleðjast:

Bráðum fæ ég hann aftur, það er frábært.

* ístæða til að gráta:

Kannski kostar viðgerðin hellí­ng af monnýpeningum og fjölskyldan Mánagötu 24 verður að sætta sig við slátur í­ öll mál næstu vikur.

* ístæða til að gleðjast:

Slátur er herramannsmatur og lifrarpylsan sem Steinunn og tengdó tóku í­ haust er lostæti. Því­ til viðbótar styttist í­ 18. aprí­l og nýtt Visa-tí­mabil. Þá verðum við aftur rí­k!

* ístæða til að gráta:

Það hellast yfir mig verkefni í­ vinnunni.

* ístæða til að gleðjast:

Senn kemur Sverrir Guðmundsson til hjálpar. Það verður skemmtilegt!

* ístæða til að gleðjast:

Á gær tefldi ég fjórar skákir við Palla og vann þær allar. Er ég hinn nýi Kortsnoj?

* ístæða til að gleðjast:

Eftir nokkra klukkutí­ma fer ég í­ páskafrí­. Heima bí­ður mí­n páskaegg nr. 6 frá Nóa.

Já, ég er augljóslega að koma út í­ plús í­ þessum útreikningum…

Þessi kvikmynd… …hljómar svo súr

Miðvikudagur, apríl 16th, 2003

Þessi kvikmynd…

…hljómar svo súr að hún getur varla verið annað en frábær: ekki satt?

Enn um vita… Úps, ég

Mánudagur, apríl 14th, 2003

Enn um vita…

Úps, ég hljóp ví­st aðeins á mig í­ sí­ðustu bloggfærslu þar sem ég taldi upp alla hugsanlega vitaáhugamenn í­ vina- og kunningjahópnum. Steinunn varð hin súrasta yfir að hafa gleymst á listanum. Hún er einmitt mikil áhugakona um vita eins og ég átti að svo sem að þekkja. Hún hefur t.d. lengi kvabbað í­ mér að fara að Reykjanesvita þegar sumarið verður komið fyrir alvöru. Auðvitað verður Steinunn að fá að ganga í­ klúbbinn.

Á sama hátt steingleymdi ég Jóni varðskipsmanni, sem er sérlega áhugasamur um vita en verður væntanlega á sjónum þegar stofnfundurinn verður haldinn. Á varðskipsmennsku sinni upplifði hann einu sinni að sækja heim Óla komma sem þá var á Hornbjargsvita. Ekki er það amalegt.

* * *

Elskulegum foreldrum mí­num er þakkað fyrir matarboðið á laugardaginn – kannski maður ætti að stefna að því­ að eiga oftar afmæli? Við Tjörnina fær bestu meðmæli fyrir mat og ví­n, en mikið óskaplega var þetta ömurlega dapur viskýskápur. Hvernig stendur á því­ að fí­nir veitingastaðir sem leggja sig alla fram um að vera með bestu léttví­n sem völ er á láta taka sig í­ bólinu með hörmulegt bjór- og viskýúrval? Það er skrí­tið…

* * *

Jóhanna fær hamingjuóskir með afmælið. (Ekki að það hafi mikið upp á sig að senda slí­kar óskir á þessum vettvangi, þar sem hún er ví­st alveg hætt að lesa blogg).

* * *

Það verður ekkert bloggað um Fram í­ dag og ekkert um handbolta næstu mánuði.

Jamm.