Archive for maí, 2003

Luton fetar í fótspor Stók!

Miðvikudagur, maí 28th, 2003

Luton fetar í­ fótspor Stók!

Helví­ts, djöfulsins, andskotans helví­ti… Luton er komið í­ sömu stöðu og Stók þegar kvótagreifarnir keyptu klúbbinn um árið.

Eins og menn muna keypti Íslendingarnir Stók, ráku góðan og vinsælan þjálfara og réðu Guðjón Þórðarson í­ staðinn. Það fór nú eins og það fór…

Núna eru svipuð tí­ðindi að eiga sér stað hjá Luton. Milljóner keypti ráðandi hlut í­ félaginu og byrjaði á að reka Joe Kinnear knattspyrnustjóra og aðstoðarmann hans, Mick Harford (sem er guð í­ augum stuðningsmanna). Þess í­ stað ætla þeir væntanlega að ráða Terry Fenwick – gamla Tottenham-leikmanninn.

Stuðningsmennirnir eru gjörsamlega að eipa. Blóði verður úthellt sýnist mér á öllu.

Fokk, einmitt þegar liðið var að komast á réttan kjöl! – Enn ein ástæða til að afnema kapí­talismann með öllu!

Á þessum degi…-blogg Hvað er

Þriðjudagur, maí 27th, 2003

Á þessum degi…-blogg

Hvað er til ráða þegar mann langar til að blogga en hefur ekki frá neinu að segja? Tja, ég gæti dúndrað út fótboltabloggi um Fram og Luton – en veit að flestum lesenda minna er í­ nöp við það. Þá er alltaf klassí­skt að grí­pa til: „á þessum degi…-bloggsins“.

* * *

Á þessum degi árið 1871 var Parí­sarkommúnan endanlega brotin á bak aftur. Valdastéttirnar murkuðu lí­fið úr fjölda fólks og þótti harlagott. Á dag ættu allir góðir menn að flagga í­ hálfa stöng.

* * *

Á þessum degi árið 1894 fæddist Dashiel Hammett. Hann var án nokkurs vafa einhver allra besti reyfarahöfundur sögunnar og mikill kommúnisti. Möltufálkinn er stórgóð bók og fí­n bí­ómynd. The Thin Man er þó best. Brenniví­nið fór þó illa með hann og margt af draslinu sem hann gerði fyrir Hollywood var afleitt. Á alltaf ólesið smásagnasafn eftir Hammett heima í­ bókaskáp. Kannski ég gluggi í­ það um næstu helgi?

* * *

Á þessum degi árið 1907 fæddist Rachel Carson. Silent Spring, e. Raddir vorsins þagna, var tí­mamótaverk í­ sögu umhverfisverndarhreyfingarinnar. Vef-Þjóðviljinn hatar Rachel Carson og einkum þá fullyrðingu hennar að DDT sé háskalegt. Einhverju sinni gekk Vef-Þjóðviljinn meira að segja svo langt að halda því­ fram að DDT væri ekki hættulegt nema það væri drukkið eins og djús. Vef-Þjóðviljinn er oft klikk, en hann má eiga það að hann er konsekvent í­ sí­nu rugli. Það er alltaf betra.

* * *

Á þessum degi fyrir sléttum áttatí­u árum fæddist Henry Kissinger. Margir hefðu átt það meira skilið að ná áttræðisaldri en hann.

* * *

Á þessum degi árið 1967 fengu ástralskir frumbyggjar í­ fyrsta sinn ástralskt rí­kisfang. Saga kúgunar á þeim er með hreinum ólí­kindum og óskiljanlegt að ístralir skuli ekki fást til að horfast í­ augu við þessa dökku fortí­ð sí­na.

íhm…

Unnið fram á kvöld Úff

Mánudagur, maí 26th, 2003

Unnið fram á kvöld

Úff – sólin steikir á mér skallann, en samt þarf ég að vinna fram eftir. Reyndar kom ég sjálfum mér í­ þessa stöðu því­ ég skrapp frá í­ eftirmiðdaginn til að góna á Úlfana vinna Sheffield United ásamt Palla og ísari. Úlfarnir hafa ekki rassgat að gera í­ efstu deild, en samt gaman að sjá Colin Cameron – gamla Hearts-fyrirliðann – spreyta sig meðal þeirra bestu.

Kvöldmatur hjá tengdó. Skelli mér kannski á lokamí­núturnar af Fylki – Grindaví­k þar á eftir. Sé til með það…

* * *

Fiskur, gullfiskur heimilisins að Mánagötu 24, er búinn að vera í­ pössun hjá mömmu og pabba. Svarti dí­llinn á bakinu á honum hefur snarminnkað meðan á dvölinni stóð. (Og nei – það er ekki vegna þess að þau drápu gamla fiskinn og keyptu nýjan…) Lí­klega best að hann fái að vera í­ pössun aðeins lengur – þar til Norðfjarðarheimsókninni um næstu helgi lýkur. Nú skal sjómannadagurinn tekinn með trompi fyrir austan.

* * *

Fór í­ bankann áðan. Þar afgreiddi mig Viðar Guðjónsson, knattspyrnukappinn knái í­ Fram. Hann var lí­klega að byrja í­ gjaldkeradjobbinu og þurfti þrjár tilraunir til að renna debetkortinu mí­nu í­ gegn áður en honum tókst að snúa því­ rétt. Spjallaði aðeins við hann um leikinn í­ gær. Hann var að sjálfsögðu draugfúll yfir að ná ekki að vinna f****ing KR-ingana, en það var samt betra að fá eitt stig en ekkert.

* * *

Sá nýja bók eftir Scott Adams í­ Máli og menningu á laugardaginn. Á ég að blæða í­ bók oní­ öll önnur útgjöld?

* * *

Nýja starfsí­ða Kaninkunnar er góð. Stí­lhrein, enda Palli alræmdur minimalisti í­ hönnun.

Alltaf er nú borgin samt

Sunnudagur, maí 25th, 2003

Alltaf er nú borgin samt best…

Þessi sumarbústaðarferð var stök snilld. Nenni samt ekki að blogga um hana, enda frá nægu öðru að segja. Á þessari viku í­ Borgarfirðinum tókst mér þó að lesa allar þær bækur sem ég ætlaði mér – lí­ka fræðibækurnar. Steinunn datt hins vegar bara niður í­ reyfarana og las nánast ekkert í­ Hinu kyninu eftir Simone de Beauvoir – 1-0 fyrir mig!

Engir gestir létu sjá sig ef undan eru skilin Jórunn frænka, maður hennar og sonur. Það var fí­nt því­ þá gátum við setið ein að öllu ví­ninu og bjórnum. Hvorutveggja voru gerð góð skil. Ég er endurnærður sem aldrei fyrr og er reiðubúinn að takast á við hverja þraut…

* * *

Ví­kur þá sögunni að leiðinlegri málum.

Löggan er búin að bösta Drauminn. Ég er foxillur.

Á fyrsta lagi er það alveg út í­ hött að löggan skuli senda út fréttatilkynningar eins og fí­fl um böst af þessu tagi þar sem sá grunaði er í­ raun sakfelldur. „Æögreglan leggur hald á fí­kniefni og skotvopn í­ söluturni“ – hljómar kannski tilkomumikið, en þegar nánar er lesið og í­ ljós kemur að um var að ræða 1-2 skammta af amfetamí­ni og gamla kyndabyssu þá fer nú glansinn nokkuð af afrekinu.

Auðvitað seldi Draumurinn bjór og landa, það vissu allir. Og það getur vel verið að einhverjar smyglaðar sí­garettur hafi verið þar að finna – ekki hef ég þó orðið var við sölu á öðru en íTVR-merktum rettum. Ég hef hins vegar aldrei heyrt neitt um Draumurinn seldi dóp, allra sí­st krökkum og hef aldrei séð neitt sem bendir til þess.

Og hverjum hefur Júlli í­ Dramnum verið að selja sprútt? Unglingum undir lögaldri? Fullorðnu fólki eftir lokun í­ rí­kinu? – Nei, þessir hópar kaupa sér áfengi með öðrum leiðum. Krakkarnir múta fullorðnum til að kaupa fyrir sig, en aðrir fá áfengi selt út af veitingastöðum.

Draumurinn hefur selt rónunum og ofdrykkjufólkinu sem fær ekki afgreiðslu annars staðar. Það leitar meðal annars í­ Drauminn af því­ að þar fær það að vera inni, ef það er til friðs. Það fær að hlýja sér þegar veðrið er leiðinlegt og það er komið fram við það af meiri virðingu en gerist og gengur annars staðar.

Hvað halda menn að vinnist með því­ að bösta Drauminn – að stöðva þessa sölumennsku sem þar hefur átt sér stað í­ allra vitorði í­ mörg ár? Halda menn kannski að rónarnir hætti að drekka? Eða að rauðsprittið fari eitthvað betur með þá?

Fyrir nokkrum misserum gengu löggan og borgin í­ það að loka Keisaranum. Mikil var undrun þeirra þegar í­ ljós kom að þótt Keisarinn hyrfi hættu viðskiptavinirnir ekki að vera til. Sumir þeirra römbuðu meira að segja niður í­ miðbæ þar sem þeir öngruðu menningarpakkið jafnvel ennþá meira með því­ að drekka á Austurvelli eða ég veit ekki hvað.

Urr – hvers vegna er fólk svona vitlaust?

* * *

Fer á eftir að sjá Framara kjöldraga KR-inga. Rambaði með Palla á Val gegn íBV í­ gær. Eyjamenn geta ekkert. Þjálfari þeirra hlýtur að fá fjúk eftir næstu umferð eða þarnæstu.

íhm.

Og þá er stokkið af

Föstudagur, maí 16th, 2003

Og þá er stokkið af stað…

Jæja, nokkrir klukkutí­mar í­ brottför. Leiðin liggur upp í­ Borgarfjörð og ekki snúið aftur fyrr en eftir viku. Bókalistinn fyrir ferðina er svona í­ endanlegri mynd:

* Saga Reykjaví­kur, fyrsta bindi, eftir Þorleik Óskarsson
* The Black Death Revisited, eftir Samuel Cohn
* Smásagnasafn, eftir Ian Rankin – inniheldur „Death is not the End“ sem er smásaga um Rebus, áður ófáanleg
* This Gun for Sale, eftir Graham Greene

Ó hvað þetta verða ljúfir dagar…

* * *

Fór í­ gær á Kaffi Stí­g til að birgja okkur Steinunni upp við pökkunina. Sjaldan hefur nú risið verið jafnlágt á Stí­gnum. Gestirnir voru allir með ógæfulegasta móti og barþjónninn stjarfur af drykkju. Engin tónlist í­ gangi, enda ekki heiglum hent að stýra ví­nilplötuspilara í­ annarlegu ástandi. Kaffi Stí­gur rokkar samt!

* * *

Fótboltinn byrjar um helgina. Ég missi af fyrstu umferð en er alveg rólegur yfir því­. Það eru nú ekki margar góðar minningar tengdar fyrstu umferðar leikjum, aldrei höfum við þó byrjað jafn illa og þegar Leiftursmenn skeltu okkur 0-4 á Valbjarnarvelli í­ ár.

Munu KR-ingar renna á rassinn og fokka upp þessu tí­mabili? Vonandi! – Er þetta árið í­ Safamýrinni? Öruggt fimmta sæti? Undanúrslit í­ bikarnum? Andri Fannar í­ gullskóinn? Stórfjölgun áhorfenda? Framherjar í­ eldlí­nunni? Hóhó… það er alltaf svo gaman í­ maí­!

Mission successfully accomplished? – Þessu

Fimmtudagur, maí 15th, 2003

Mission successfully accomplished?

– Þessu spurði Guðni rektor Sibba bekkjarbróður að þegar sá sí­ðarnefndi sneri aftur í­ tí­ma eftir að hafa skroppið á klósettið. Það þótt grí­ðarlega fyndið á sí­num tí­ma.

Sjálfur er ég í­ þeirri ánægjulegu stöðu að hafa náð að framkvæma öll markmið mí­n fyrir gærdaginn. Þau voru: i) að éta gráðostaborgara á Vitabarnum & ii) horfa á Reading – Wolves á einhverri knæpu.

Um fyrra atriðið er það að segja að hamborgarinn var ljúffengur. Þarna verður étið oftar.

Hvað leikinn varðar, er ljóst að Wolves er sannkallað skí­talið. Þeir unnu raunar Reading-menn og komust í­ úrslitaleik umspils fyrstu deildar þar sem þeir munu mæta Sheff. Utd. eða Nott. For. en verða varla mikil fyrirstaða – ef marka má þessa hörmung í­ gær.

Viðbótarmarkmið sem náðust voru t.d. þau að hafa komið einu viskýglasi oní­ Palla og þannig stigið lí­tið, en mikilvægt skref´, í­ þá átt að grafa undan áfengisbindindi hans. Alveg vissi ég að Páll myndi ekki standast Laphroagh-flösku á borðinu fyrir framan sig til lengdar…

Spaced er góður sjónvarpsþáttur – verst hvað hann er heimskulega auglýstur. Viss um að fullt af fólki hefur misst af honum sem ella hefði haft gaman af.

Andlitið í speglinum… …er torkennilegt

Miðvikudagur, maí 14th, 2003

Andlitið í­ speglinum…

…er torkennilegt í­ meira lagi. Rakaði mig í­ gær og er skegglaus í­ fyrsta sinn í­ tæpt ár. Það er betra í­ sumarhitanum, en með haustinu kemur aparassinn aftur á sinn stað og kannski lí­ka bartar í­ leiðinni.

Eins og lög gera ráð fyrir skildi ég fyrst eftir yfirvaraskeggið og sprangaði svo um í­búðina eins með Þjóðverjamottu í­ hálftí­ma eða svo. Ég leit út eins og illi bróðir Jóns Gnarr. Úff hvað það var hræðileg tilfinning.

* * *

Við Steinunn fórum í­ göngutúr í­ hverfinu að rakstri loknum. Enduðum á Vitabarnum og tókum 1-2 bjóra. Þar var Siggi Hall að éta hamborgara og hafði mikil orð um að þetta væru einhverjir bestu borgararnir í­ bænum – eins og maður hafði raunar heyrt áður. Þarf frekari vitnanna við? Stefnan er í­ það minnsta tekin á kvöldverð á Vitabar. Eftir kvöldmat dreg ég svo Palla á einhvern sportbarinn að horfa á Wolves kljást við Reading. Munu Úlfarnir floppa eina ferðina enn?

Verðlaunagetraun í kjölfar kosninga Jæja

Mánudagur, maí 12th, 2003

Verðlaunagetraun í­ kjölfar kosninga

Jæja kæru lesendur. Nú verður hrint af stokkunum verðlaunagetraun um stjórnmál á nýbyrjuðu kjörtí­mabili. Verðlaunin í­ getrauninni verða ekki af lakara taginu, heldur einhver skemmtileg mynd eða munur sem tengist rafvæðingarsögu Reykjaví­kur – þó með þeim fyrirvara að ef ég fer að gefa verðmæta hluti af safninu verð ég eflaust rekinn, hugsanlega ákærður og fyrirlitinn af öllu safnfólki landsins. Lí­klega læt ég því­ e-a eftirprentun nægja…

Svör skulu send á stefan.palsson hjá or.is. Bestu tillögur kunna að fá birtingu á sí­ðunni, undir nafni eða nafnlaust.

Spurt er: hvaða þingmaður verður fyrstur til að hætta á þingi til að hverfa til annarra starfa og hversu langt er í­ það? – Og til viðbótar: hvað mun viðkomandi fara að gera?

Sjálfur giska ég á að Guðrún Ögmundsdótttir verði fyrst til að hætta. Það mun gerast eftir u.þ.b. 14 mánuði. Lí­klega fær hún eitthvert deildarstjóradjobb í­ borgarkerfinu. (Ég veit – hún heitir ekki Kristí­n e-ð, en það mun hafa slaknað aðeins á ráðningarstefnu borgarinnar eftir að skipt var um borgarstjóra…)

Tómleiki Úgg… kosningarnar búnar. Friðaraðgerðunum

Sunnudagur, maí 11th, 2003

Tómleiki

Úgg… kosningarnar búnar. Friðaraðgerðunum sem haldnar voru á hverjum laugardegi í­ á fimmta mánuð er lokið og sjálfur veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera.

Orlofið kom inn á bankabókina mí­na, en hefur nú þegar verið notað í­ að borga reikninga og gí­róseðla. Ekkert bólar heldur á launahækkuninni minni.

Niðurtalningin í­ sumarbústaðaferðina er hafin. Stefni að því­ að lesa fimm bækur á þessari viku og helst ekki gera neitt annað.

Ójá!

* * *

Úttekt leðurjakkablaðamannsins á kosningaskrifstofum er bráðsmellin – en afhjúpar lí­ka þrælslund Fréttablaðsblaðamanna. Eða hvað er það annað en þrælslund að gefa þeim flokki hæsta einkunn sem hendir manni út áfengislausum og með skömmum og formælingum? En lí­klega er svona mentalitet nauðsynlegt fyrir menn sem ráðast í­ blaðamennsku – enda fá blaðamenn ekki greitt nema með höppum og glöððum og það þá helst í­ bjór eins og allir vita.

Meira um virkjanir og spurningakeppnir

Föstudagur, maí 9th, 2003

Meira um virkjanir og spurningakeppnir

ífram heldur þessi magnaða saga um Kjördæmin keppa, spurningakeppni sjónvarpsins frá 1976. Greinilegt er að fleiri blöð en Þjóðviljinn hafa látið málið til sí­n taka, þótt minnst af því­ hafi ratað inn í­ úrklippusafn Rafmagnsveitunnar.

Föstudaginn 2. aprí­l birtir Dagblaðið fréttamola með textarammanum: „Kjördæmin keppa“ enn í­ sviðsljósinu Hann er á þessa leið (leturbreytingar sem fyrr mí­nar):

Virkjun í­ Ögri í­ gangi frá 1926
– nýtt sönnunargagn um rangan dóm svara

Á ljós hefur komið að við Ögur í­ ísafjarðardjúpi er enn í­ dag starfrækt vatnsaflsvirkjun sem reist var þar ekki seinna en 1926. Rafstöð þessi var reist af Bjarna frá Hólmi, sem búsettur var í­ Ví­k í­ Mýrdal og mun hafa reist margar slí­kar stöðvar, aðallega þó sunnanlands. Virkjunin í­ Ögri var reist á árum þeirra Ögursystra, Ragnhildar og Halldóru Jakobsdætra, sem fengu Bjarna frá Hólmi til þess að virkja Ögurá til rafmagnsframleiðslu fyrir bæinn í­ Ögri. Að sögn Halldórs Hafliðasonar bónda í­ Ögri dugir rafstöð þessi honum til lýsingar bæjarins, en viðbótarrafmagn fær hann úr dí­silrafstöð flugmálastjórnar, sem er þarna skammt frá og framleiðir rafmagn í­ radar vegna flugsins til ísafjarðar.
Þar með hlýtur það svar sem Sunnlendingar svöruðu í­ sjónvarpsþættinum Kjördæmin keppa að verða ómerkt, þar sem þeirra svar var álið rétt þegar merking orðsins „elztur“ er álitin það sem enn er í­ gangi. Brytir þetta þá niðurstöðum þáttarins á þann veg að Suðurlandskjördæmi og Reykjaneskjördæmi koma jöfn út úr spurningaþættinum Kjördæmin keppa. Á stað þess að Suðurlandskjördæmi var dæmt rétt svar fyrir virkjun, sem ekki er reist fyrr en 1937, þ.e. a.m.k. ellefu árum eftir að virkjunin í­ Ögri, sem enn er í­ gangi, var reist.

– EI/BH

…ef þetta er ekki kverúlantaskapur þá veit ég ekki hvað!