Archive for júní, 2003

Hvers á Zia að gjalda?

Mánudagur, júní 30th, 2003

Bloggari dauðans fer yfir stöðu kvenna í­ stjórnmálum ví­tt og breitt um heiminn.

írmann er fjölfróður um alþjóðamál og heimssýn hans er ekki bundin við Vesturlönd eins og vill henda svo marga. Hann bendir á að auk Perú, séu konur forsætisráðherrar í­ þremur rí­kjum: einu í­ Mið-Amerí­ku, einu í­ Afrí­ku og einu í­ Eyjaálfu.

Ég þykist vita að Helen Clark sé fulltrúi Eyjaálfu á listanum og að afrí­ski kvenforsætisráðherrann komi frá eyrí­kinu Sao Tome & Principe. En tvennt veldur mér heilabrotum:

i) Hver er konan frá Mið-Amerí­ku

og

ii) Hvers á Khaleda Zia frá Bangladesh að gjalda að komast ekki í­ upptalninguna?

Gaman væri ef írmann myndi svara þessum spurningum sem allra fyrst…

Papparassinn Stefán

Mánudagur, júní 30th, 2003

Onei, frægasti og besti bloggarinn er sko enginn papparazzi. Raunar er ég ekki einu sinni miðlungs hobbýljósmyndari, þar sem ég tek kannski 2-3 filmur á ári á litla Kodak-kubbinn minn. Svo dæmi sé tekið á ég nálega engar myndir af félögum mí­num frá Skotlandi, ekkert myndaalbúm og þyrfti að leita lengi af almennilegri mynd af Steinunni. Þá sjaldan ég tek myndir tengjast þær helst vinnunni.

Hundskaðist þó til að fara með í­ framköllun myndir úr nálega ársgamalli Færeyjaferðinni. Ljóst er að við þurfum að setjast niður með kort og Turen gí¥r… til að bera kennsl á flestar myndanna. Ekki að þetta séu nein ljósmyndaþrekvirki, en gaman að sjá myndirnar frá Mykjunesi og Saksun, sem er einhver fallegasti staður sem ég hef nokkru sinni heimsótt.

Þá eru þarna skemmtilegar myndir af snotrum timburhúsum með torfþökum, sem best hefðu sómað sér á írbæjarsafni,… með gervihnattadisk á mæninum. Færeyjar eru flottastar!

* * *

Curacao í­ Hollensku Antilleseyjum í­hugar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með röksemdafærslu Baldurs Þórhallssonar og félaga mun þessi 190 þús. manna eyja verða allsráðandi í­ ESB á því­ afmarkaða sviði þar sem hagsmunir hennar eru mestir. Það þýðir væntanlega að Curacao-menn verða lí­kjöra-kommissarar Evrópu og geta sví­nbeygt alla hina. – Á sama hátt mun Curacao lí­ka stela af okkur stöðu hins leiðandi lands í­ „smárí­kjarannsóknum“.

Kostulegt hvað Íslendingar lí­ta alltaf niður á öll samfélög sem eru agnarlí­tið fámennari en við sjálf. Það er eins og að rétt um 270 þúsund manna markið liggi einhver skil milli þess hvaða lönd séu „alvöru“ og hver ekki…

* * *

Ennþá er allt í­ steik hjá Luton. Mér er alveg hætt að lí­tast á þetta. Hearts og Hibernian í­huga að reisa sameiginlegan völl í­ Edinborg. Heldur finnst mér hann þó ætla að verða minni en upphaflega var rætt um.

Það er augljóslega allt í­ óefni í­ fótboltamálunum…

Helgarblaðasöknuður Áður en ég hélt

Sunnudagur, júní 29th, 2003

Helgarblaðasöknuður

íður en ég hélt í­ vinnuna í­ hádeginu las ég sunnudagsmoggann frá gamla fólkinu á efri hæðinni. Það tók mig um það bil fimm mí­nútur að renna í­ gegnum blaðið og lesa allt sem ég hafði áhuga á. Á hallæri hefði ég lí­klega náð að treina mér blaðið í­ tuttugu mí­nútur í­ viðbót, en þá hefði það verið gjörsamlega þurrausið.

Helgarblöðin eru lí­klega það sem ég sakna mest frá Skotlandsdvölinni (ásamt pöbbunum og frábæru ale-úrvali). Ég stundaði það oft á sunnudögum, þegar ég nennti hvorki að læra, hanga á netinu eða drullast til að koma mér út úr húsi, að fara í­ næsta blaðsöluturn og kaupa haug af dagblöðum.

Á slí­kum blaðastabba voru yfirleitt 4-5 blöð. Undantekningarlí­tið voru það Independent on Sunday, The Observer, Scotland on Sunday og The Sunday Herald. The Sunday Times fékk oft að fljóta með og jafnvel tilfallandi róttæklingablöð og stöku sinnum eins og eitt æsifréttablað, þó ekki væri nema fyrir fótboltasí­ðurnar. – Svona slatti kostaði kannski 4-500 í­sl. krónur.

Strax fyrir utan söluturninn gat ég hent þriðjungnum af haugnum, s.s. lí­fsstí­ls-blöðunum, atvinnuauglýsingu, sérblöðum um skólamál og lí­feyrissparnað o.s.frv. Af nógu var að taka.

Restina af blöðunum tók ég með í­ eldhúsið/sjónvarpsherbergið á vistinni og gat dundað mér við að lesa í­ gegn um þau á 4-5 klukkutí­mum. Samt las ég bara greinar sem mér þóttu áhugaverðar strax við fyrstu sýn. Aðrar reif ég út og gat notað sem kvöldlesningu eitthvað fram eftir vikunni.

Jújú, vissulega má nálgast megnið af þessu efni ókeypis á netinu, en það er bara ekki það sama. Netið mun aldrei geta keppt við stóran dagblaðastabba sem angar af prentsvertu og ódýrum pappí­r. Að lesa dagblað er meiriháttar félagsleg athöfn. Og illu heilli þá eru Mogginn, Fréttablaðið og DV ekki að komast nálægt jafnvel slöppustu helgarútgáfum bresku blaðanna.

Jamm, ég sakna Edinborgar. Sérstaklega á sunnudögum.

Laugardagur og lífið gengur sinn

Laugardagur, júní 28th, 2003

Laugardagur og lí­fið gengur sinn gang…

Ekki er nú gaman að hangsa í­ vinnunni á laugardegi sem þessum. Einu gesti dagsins voru bresk hjón sem ekkert vildu við mig tala, þótt karlinn væri raunar hæstánægður með heimsóknina að öðru leyti.

Veðrið bí­ður greinilega ekki upp á rennerí­ í­ Elliðaárdalnum. Ég prí­sa mig þó sælan, enda náði ég að slá blettinn á Mánagötunni og lauk því­ verki fimm mí­nútum áður en byrjaði að rigna. Það skal viðurkennast að rafmagnsslátturvélar eru eilí­tið vænlegri tól til svona starfa en sú handknúna sem ég hef lengst af látið duga. Sé jafnvel fram á að losna við sinaskeiðabólgu, marinn brjóstkassa og strengi um skrokkinn.

Hvað getur einn safnvörður gert til að auka traffí­kina hjá sér? (ín þess að ég hafi svo sem yfir neinu að kvarta það sem af er sumri.) – Lí­klega myndi lokahúsið frá Reykjaveitunni, sem mig dauðlangar að fá flutt hingað inn eftir, bæta mikið úr.

* * *

Steinunn er komin heim og er alls ekki eins eirðarlaus og oft áður við þessar kringumstæður. Hún vaskaði reyndar upp allt leirtauið og vildi ólm fara að taka í­ gegn tjaldið sem enn er í­ kuðli á stofugólfinu. Tókst blessunarlega að afstýra því­ og pakka henni aftur niðrí­ sófa þar sem dagskipunin er að góna á ví­deó alla helgina. Ofvirkni og kyrrsetur að læknisráði eru leiðinlegur kokteill.

* * *

Ferðin austur telst nánast fullskipulögð. Lagt af stað á þriðjudagsmorgun, en í­búðin verður í­ góðum höndum á meðan. Það er fí­nt, því­ þá þarf gullfiskurinn ekki að svelta í­ hel – sem hefði verið leiðinlegra.

Meðan á ferðalagin stendur missi ég af einum Fram-leik, bikarleik gegn Haukum Hafnarfirði. Það er ekki nógu gott ef haft er í­ huga að ég hef misst af þremur leikjum í­ sumar, en það eru einmitt einu þrí­r tapleikir liðsins. Spurning hvort klúbburinn eigi að blæða í­ flugferð fyrir mig frá Djúpavogi á þriðjudag. (Er ekki örugglega flugvöllur og áætlunarflug á Djúpavog? – Kannski ekki…)

* * *

Á gær var aðalfrétt Stöðvar 2 um að Íslandssí­mi hefði brotið gegn útboðsreglum í­ tengslum við prentun Sí­maskrárinnar og í­ morgun skrifaði Illugi Jökulsson langa grein um að það sé leiðinlegt að strætisvagnarnir flaggi ekki lengur á tyllidögum. Skyldi gúrkutí­ðin geta orðið mikið svæsnari?

Annars eru svona skúnkafréttir skárri en hinar vibbalegu fréttir af barnaklámsmálinu, þar sem fjölmiðlarnir daðra við nafn- og myndbirtingar af hinum ákærða. DV er að venju verst í­ þessu. Ekki græt ég þegar það blað deyr með haustinu.

Og talandi um deyjandi fjölmiðla. Norðurljós láta Sigurð fara (gott og vel) sem og Hallgrí­m (sem er skringilegra) en halda Arnþrúði og Ingva Hrafni eftir (sem er óskiljanlegt). Ég er eftir sem áður viss um að talmálsútvarp getur virkað á Íslandi. Mistökin fólust í­ að veðja á einhver „fræg nöfn“ til að bera stöðina uppi. Miklu vænlegra hefði verið að leggja meiri áherslu á frjáls félagasamtök sem myndu leggja til dagskrárgerðina endurgjaldslaust, lí­kt og reynt var með nokkrum þáttum þarna. – Hins vegar verð ég alltaf jafn hissa hvað menn eru reiðubúnir að stofna nýjar útvarpsstöðvar á Íslandi. Hræða sporin virkilega ekki?

Broddstafir eru til ama Bloggerinn

Föstudagur, júní 27th, 2003

Broddstafir eru til ama

Bloggerinn er andstyggilegur. Birtir ekki broddstafi.

Erfitt er blogga broddstafalaust.

Sko til – engar kommur!

Ég er aumingi Steinunn kemur

Föstudagur, júní 27th, 2003

Ég er aumingi

Steinunn kemur aftur heim af Sankti Jó seinnipartinn og það ekki vonum fyrr. Hún er búin að vera rétt á þriðja sólarhring í­ burtu, en samt er allt komið í­ hönk á Mánagötunni.

Svo við byrjum á jákvæðu nótunum, þá hefur mér tekist ýmislegt á þessum tveimur dögum:

* Ég er búinn að vinna eins og skepna
* Ég er búinn að horfa á tvo fótboltaleiki
* Ég er búinn að fara í­ tvær heimsóknir á spí­talann
* Ég er búinn að gaspra í­ útvarpinu um sagnfræðilegt efni sem ég er enginn sérfræðingur í­
* Ég er búinn að framleiða smáslurk af barmmerkjum fyrir samtök hér í­ bæ

En hverju hef ég klúðrað á þessum skamma tí­ma? Jú, meðal annars þessu:

* Allt leirtau heimilisins er óuppvaskað, sem er visst afrek vegna þess að ég hef ekkert verið heima
* Ég lofaði að skipta á rúminu og klúðraði því­
* Ég hef étið eina almennilega máltí­ð – það var í­ mötuneyti Orkuveitunnar. Bæði kvöldin lét ég nægja að fá mér serjós í­ kvöldmat (laust fyrir miðnætti)
* Ég hef ekki rakað mig og minni helst á uhyret frá Tasmanien
* Það er allt á rúi og stúi í­ stofunni
* Ég hef vakað lengst fram á nætur, mest við að góna á sjónvarp eða ví­deó
* Drakk of mikinn bjór og tókst meira að segja að spilla nýhöfnu heilsuræktarátaki Palla

– Þetta er afleiðingin af því­ að ég sé skilinn einn eftir heima í­ tvo daga. Ef Steinunn hefði farið í­ viku til tí­u daga er viðbúið að ég hefði hætt að þvo mér og pissað í­ öll horn í­ í­búðinni.

En nú taka við bjartir tí­mar. Hinn gamli, atorkusami Stefán snýr aftur. Á kvöld vaksa ég upp eins og vindurinn, dreg björg í­ bú og um helgina verður grasið í­ garðinum slegið – með þeim fyrirvara þó að til séu landbúnaðarverkfæri sem unnið geta á fí­fla- og njólabeðunum. Minna má það ekki vera, því­ nágrannarnir handan Skarphéðinsgötunnar (þar sem reykingarnjósnarinn á svölunum býr) eru búnir að slá sí­na flöt og þar með er ég eini skúnkurinn í­ hverfinu. – Reyndar var kostulegt að fylgjast með þessu átaki nágrananna, því­ garðslátturinn var greinilega samtaksverkefni fólksins í­ stigagangnum. Filipseyskur karlmaður sló blettinn og eldri kona sá um að raka. Á meðan á verkinu stóð reyndu þau að spjalla um daginn og veginn á ensku. Það samtal fór þannig fram að maðurinn sagði „Yes, yes“ við öllu en skildi augljóslega ekki neitt, en konan hélt fyrirlestur um illsku araba sem væru vondir við konur og stæðu stöðugt fyrir hryðjuverkum og væru hvergi til friðs.

* * *

Framarar voru langflottastir á þriðjudaginn. Það skyldi þó ekki vera að rættist úr þessu tí­mabili eftir allt saman?

Ví­kingar voru á hinn bóginn ferlega slappir að tapa fyrir Stjörnunni heima. Stjörnumenn skoruðu ví­st þrjú mörk á sex mí­nútum, en í­ seinni hálfleik óðu Ví­kingar í­ færum og hálf-færum. Það vantar sóknarmann sem kann að slútta. Því­ miður hef ég ekki mikla trú á að Ví­kingar sleppi upp um deild. (Eins og flestir Framarar þá er ég alltaf pí­nkulí­tið veikur fyrir Ví­kingum. Fram og Ví­kingur eru einu alvöru systkinafélögin í­ Reykjaví­k.)

Manneskjan á svölunum Það er

Miðvikudagur, júní 25th, 2003

Manneskjan á svölunum

Það er illt að vera rekinn út af heimili sí­nu að reykja. Þetta má manneskjan í­ húsinu beint á móti Mánagötu 24 þola, en það má nánast ganga út frá því­ sem ví­su í­ hvert sinn sem við Steinunn lí­tum út um gluggann á svalahurðinni í­ stofunni, að sama manneskjan norpi þar í­ dúnúlpu og reyki. Það merkilega er að reykingarmanneskjunni virðist alltaf vera jafn kalt, hvort sem úti er sól og blí­ða eða skí­taveður.

Ef ég væri áhugamaður um samsæriskenningar myndi ég lí­klega trúa því­ að einhver leyniþjónustan sé með útsendara sinn í­ Norðurmýrinni að fylgjast með mér og að reykingarnar á svölunum séu bara yfirskin – enda sést prýðisvel inn í­ stofuna okkar af svölunum. Ef sú er raunin, er vesalings njósnarinn ekki öfundsverður. Ekki aðeins er hann að krókna úr kulda, heldur getur lungnakrabbameinið ekki verið langt undan.

* * *

Grein Jóní­nu Benediktsdóttur í­ Mogganum í­ dag er lí­klega geggjaðasta lesning sem ég hef séð lengi. Mjög lengi.

* * *

Steinunn er komin inn á Sankti Jó og ekki vonum fyrr. Við brugðum okkur á Vitabar með Palla og Hildi um daginn, en til að komast alla leið frá Mánagötunni upp á Vitastí­g þurfti hún að grí­pa til hækju. Það var í­ fyrsta sinn í­ þrjú ár sem Steinunn hefur þurft slí­kt hjálpartæki til að fara sinna ferða.

En á föstudaginn losnar hún út aftur og verður orðin stór og sterk á ný. Það er heppilegt, einkum þar sem við ætlum að skella okkur í­ heljarmikla reisu austur á land í­ næstu viku ásamt gömlu hjónunum. Ferðaáætlunin liggur ekki fyrir í­ smáatriðum, en ljóst að farið verður upp að Kárahnjúkavirkjun. Hvað sem mönnum kann nú að finnast um ágæti þessara framkvæmda verður örugglega magnað að sjá umfang þeirra.

Fá fréttamenn aldrei ruslpóst? Nú

Þriðjudagur, júní 24th, 2003

Fá fréttamenn aldrei ruslpóst?

Nú hefði maður haldið að yfir fáar stéttir rigndi jafn miklum ruslpósti og fréttamenn. Samkvæmt skilgreiningu felst starf þeirra í­ því­ að sitja fyrir framan tölvuskjá heilu og hálfu dagana, með farsí­mann í­ annarri hendi og hina á lyklaborðinu. Þessu vinnulagi fylgir óhjákvæmilega geysileg notkun á tölvupósti og allir sem nota tölvupóst mikið fá ókjör af rusli í­ pósthóilfið. Þannig er það nú bara.

…eða svo hélt ég. Þrátt fyrir þetta, virðast fréttamenn ótrúlega oft vera grallaralausir þegar kemur að dæmigerðu peningaplokki á netinu. Tökum dæmi:

i) Á 2-3 mánaða fresti birta allir fjölmiðlar fréttir af því­ að tölvuskeytin sem lofa tugmilljónum inn á bankareikning manns frá einhverju spilltum einræðisherra í­ Afrí­ku séu svindl. Auðvitað er sjálfsagt að minna á þetta öðru hvoru til að hrekkleysingjar láti ekki ginnast, en undrun fréttamanna yfir þessu kemur mér stöðugt á óvart.

ii) Fölsuðu prófskí­rteinin frá Háskólanum. – Núna er búið að gera fjölda frétta af því­ að hægt sé að kaupa fölsuð prófskí­rteini á netinu og það meira að segja frá Háskóla Íslands. Á alvöru? Hvað héldu menn eiginlega að öll skeytin sem bjóða manni masters- og doktorsgráður fyrir 50 dollara gengu út á? Ég fæ u.þ.b. tuttugu svona skeyti á viku. Það er nú ekki eins og þessi diplómufölsunarbransi hafi farið mjög leynt…

iii) Tölvuví­rusaviðvaranir. – Sem betur fer virðast fréttastofurnar að mestu vera farnar að læra að hlaupa ekki með allar plat-ví­rusaviðvaranirnar í­ fréttir, en það gerist samt á nokkurra mánaða fresti að einhver nýliðinn les tölvupóstinn sinn og hyggst bjarga öllum tölvunotendum landsins með því­ að upplýsa þá um ógnina.

iv) Verðlaunasamkeppnir. – Úff hvað það var óþægilegt að hlusta á fréttina af stelpugreyinu sem var himinlifandi yfir að hafa unnið í­ ljóðasamkeppni í­ Bandarí­kjunum. Hvernig í­ ósköpunum kemst svona frétt í­ loftið á fjölmennri fréttastofu? Nú hljóta svona 6-8 manns að heyra af aðalatriðum hverrar fréttar áður en þær eru sendar út. Eru fréttamenn virkilega svo grænir að viðvörunarbjöllurnar fari ekki að hringja þegar þeir frétta af heimasí­ðum sem bjóða gull og græna skóga. (Innihald „sigurljóðsins“ hefði eitt og sér átt að vera góð ví­sbending um að ekki væri allt með felldu.)

v) Stórir happdrættisvinningar. – Ekki bundið við netið, en það er segin saga að einu sinni á ári eða svo kemur frétt af „heppnum“ Íslendingi sem unnið hefur múltí­-milljónur, snekkju eða einbýlishús í­ bandarí­skum happdrættum. Hver man ekki eftir vesalings karlinum sem átti að hafa unnið fokdýran sportbí­l á skafmiða með tí­mariti? – Hversu oft hefur maður ekki fengið bréf eða tölvupóst þess efnis að maður sé orðin milljóner – en þurfi bara að senda 30 dollara í­ staðfestingargjald fyrst… – Getur virkilega verið að fréttastofur ráði bara þessa sárafáu einstaklinga sem aldrei hafa fengið svona póst?

Nú er komin gúrkutí­ð í­ fréttunum og því­ ekki úr vegi að stinga upp á nokkrum góðum rannsóknarefnum fyrir ákafa blaða- og fréttamenn. Hvað með afhjúpanir á borð við:

* ódýra Viagra-ið sem hægt er að fá sent í­ pósti. Gott ef það fylgir ekki með í­ þessu öllu saman að þetta sé sérstaklega styrkt lyf og virki jafnvel enn betur en venjulegt Viagra.

* Typpastækkunarlyfin/smyrslin/tækin sem kosta slikk og menn munu fá send um hæl gegn vægu verði.

* Leiðir til að koma í­ veg fyrir að njósnað sé um tölvuna þí­na – selt starfsmönnum sem skoða klám í­ vinnunni og vilja ekki að kerfisstjórinn fatti það. Hahaha… kerfisstjórar geta ALLTAF komist að öllu sem þeir vilja.

* Og sí­ðast en ekki sí­st – skráningar í­ fullkomnustu heimasí­ðuskrár í­ heimi sem kynntar eru sem ókeypis. Hversu mörg skeyti ætli maður hafi fengið þess efnis að Bed & Breakfast-sí­ðan manns sé EKKI að fá nógu margar heimsóknir…

Að gefnu tilefni… Hr. Svansson

Mánudagur, júní 23rd, 2003

Að gefnu tilefni…

Hr. Svansson kallar mig frægasta og besta bloggara í­ heimi. Það er firra. Ég hef aldrei haldið því­ fram að ég sé besti bloggari veraldarinnar, hvað þá sá frægasti. Heldur maðurinn að ég sé með mikilmennskubrjálæði?

Eins og dyggir lesendur þessarar sí­ðu ættu að vita, er ég sjálfsyfirlýstur besti og frægasti bloggari á Íslandi og jafnvel á Norðurlöndum, en það er vitaskuld langur vegur frá því­ að ég sé heimsmeistari í­ greininni.

Hitt er annað mál að mér er ekki kunnugt um að aðrir bloggarar en sá sem þetta ritar hafi fengið hluta af anatómí­u mannslí­kamans nefnda eftir sér – en þar á ég að sjálfsögðu við „Stefánstánna“, en það nýyrði mun vera að festast í­ málinu. Þannig að hver veit, kannski kemur að því­ einn daginn að Íslendingar eignist besta og frægasta bloggara í­ heimi…

Enn um endurskoðunarstefnu Tíhí, hr.

Mánudagur, júní 23rd, 2003

Enn um endurskoðunarstefnu

Tí­hí­, hr. Svansson er ekki einn um að hafa hnotið um ummæli Bush um endurskoðunarsinna. Höfuðsnillingurinn Neal Pollack semur heilan leikþátt um málið:

Yesterday, I was sitting around the pool with Hillary Duff, my young platonic companion, regretting the expense of putting in a pool just to keep her around. Roger kept the mojitos coming, virgin for Hillary, of course, until she said:

„No more virgins for me. I don’t like virgins.“

„Ahem,“ I said.

A half-hour later, after a vigorous and refreshing visit to the master bath, I returned. Hillary, much to my surprise, was reading the newspaper.

„What’s revisionist history?“ she said.

„Pardon?“

„President Bush is talking about this revisionist history. I thought there was just regular history and that’s it.“

„Well, Hillary, you’ve asked the right person.“

Roger, who was clearing our glasses, rolled his eyes.

„Fuck off, Roger,“ I said. „Now, Hillary, revisionist history is when people with a political agenda take something from the past and attempt to bend the truth to suit their own purposes.“

„I don’t get it.“

„Well, for instance, there are still people who claim the Holocaust didn’t happen because they hate Jews and they want the Holocaust to happen again.“

„OK.“

„And equivalently, there are people who claim that President Bush said there were weapons of mass destruction in Iraq when in fact there weren’t weapons. But those people are totally wrong. We went to war with Iraq to give an oppressed people their freedom, and anyone who says otherwise is a Holocaust denier.“

„I think I get it,“ she said. „So, for instance, when the White House makes changes to an E.P.A. report to downplay the dangers of global warming, that’s revisionist history.“

„No,“ I said.

„Why not?“

„Because it isn’t, you naive little girl! You’re drunk! Roger! Take Hillary to bed.“

„I’m not tired!“ she said. „Or drunk! And I’m just getting started! It’s also revisionist history when the U.S. overseer of Iraq outlaws all demonstrations against the American occupation. I thought we were supposed to be bringing the Iraqis their freedom!“

„In good time, my dear,“ I said.

„Yes, but President Bush promised them freedom immediately. If the administration is going to revise history itself, the President really shouldn’t accuse his opponents of doing the same.“

„Eh heh,“ I said. „Heh!“

„She has a point, sir,“ said Roger.

I became enraged. Sometimes, I cannot control the rage inside me. I pushed Roger in the pool.

„Goddamn it!“ I said. „Don’t you see? They tried to blow up the Brooklyn Bridge!“

Neal Pollack er snillingur!