Archive for júlí, 2003

Enn um forseta

Fimmtudagur, júlí 31st, 2003

Ég hef verið að hugsa þetta heilmikið frá því­ í­ gær – hver geti orðið næsti forseti og eftir því­ sem ég velti málinu lengur fyrir mér þeim mun augljósari finnst mér niðurstaðan vera.

Til hvers höfum við forseta? Er það til innanlandsnota? Nei – að sjálfsögðu ekki. Megintilgangurinn er landkynning, að vekja athygli á Íslandi erlendis og selja meiri fisk. Þannig er það nú bara.

Og hvernig getur forsetinn okkar vakið athygli á land og þjóð? Jú, einfaldlega með því­ að vekja athygli á sjálfum/sjálfri sér. Til þess eru nokkrar leiðir:

i) Að forsetinn sé frægur fyrir. Þeir sem aðhyllast þessa kenningu myndu velja Björk eða Eið Smára. Það er sami hópur og vildi á sí­num tí­ma fá Albert Guðmundsson (því­ hann væri svo frægur í­ Frakklandi). Þetta er meingölluð aðferð – því­ yfirleitt reynast frægir Íslendingar ekki jafn frægir og ætlað var þegar til á að taka. Þá vilja poppstjörnur og í­þróttakappar fara ótrúlega hratt úr tí­sku og eins og það er töff að hafa vinsæla rokkstjörnu sem forseta, þá er það lí­tið töff að hafa fyrrum-vinsæla rokkstjörnu í­ sama embætti.

ii)Að forsetinn sé heillandi persóna. Yeah, right – eins og börnin myndu segja. Þetta er sama sjálfsblekkingin og að halda að Íslendingar geti unnið Júróví­sí­ón út á það hvað í­slensku flytjendurnir séu sjarmerandi á blaðamannafundunum úti. „Birgitta var svo sæt og allir sem við erum búnir að hitta vona að hún vinni…“ – Persónutöfrar og gáfur geta ALDREI komið þjóðarleiðtogum á kortið.

iii) Að forsetinn sé kostulegur brjálæðingur. Þetta hefur gagnast ótrúlega vel hjá mörgum þriðja heims rí­kjum. Enginn veit hvar Úganda er á landakorti, en allir vita að Idi Amin var hrotti sem át mannakjöt. Geðveikislegar yfirlýsingar – á borð við að hóta öllum öðrum þjóðum dauða í­ strí­ði getur lí­ka vakið verulega athygli á leiðtogum og smárí­kjum. Hættan er hins vegar sú að flestir þjóðhöfðingjar af þessari gerðinni leiða hörmungar yfir lönd sí­n og leiða til innrásar erlendra herja.

iv) Eina raunhæfa leiðin er því­ að forsetinn hafi augljósa lí­kamlega sérstöðu. Hugsum málið aðeins betur. Hvers vegna varð Vigga Finnboga fræg? Jú, hún var ekki með typpi. Það þótti ákaflega óvenjulegt fyrir forseta – einkum í­ ljósi þess að hún var ekki forseti í­ Así­ulandi og ekkja einhvers stjórnmálamanns sem skotinn hafði verið tuttugu árum fyrr.

Á dag er hins vegar ekki nóg að vera kona til að vekja athygli. Það þarf eitthvað meira – eitthvað miklu meira krassandi.

Íslendingar gætu þannig valið fituhjassa. Helst einhvern á bilinu 4-500 kí­ló.
* Kostir: Hann yrði feitasti forseti í­ heimi og vekti athygli á öllum ljósmyndum.
* Gallar: Mikil hætta á hjartasjúkdómum. Myndi varla lifa heilt kjörtí­mabil.

Íslendingar gætu valið dverg, helst ekki stærri en 120-130 cm.
* Kostir: Hann yrði minnsti forseti í­ heimi og vekti sem slí­kur athygli.
* Gallar: Er það ekki of kjánalegt að dverg-rí­ki myndi velja dverg?

Íslendingar gætu valið risa, t.d. Pétur Guðmundsson.
* Kostir: Hann yrði stærsti forseti í­ heimi og myndi gnæfa yfir alla aðra þjóðarleiðtoga. Jafnvel valdamestu menn myndu virðast dvellar við hliðina á honum og þar af leiðandi ekki eins ógnandi.
Gallar: Engir sýnilegir.

Íslendingar gætu valið kraftajötunn, t.d. Hjalta Úrsus eða Magnús Ver.
* Kostir: Hann gæti vakið mikla athygli með því­ að lyfta erlendum þjóðhöfðingjum á mannamótum og sprengja hitapoka með því­ að blása þá upp.
* Gallar: Einhverjir gætu séð í­ gegnum trikkið. Þetta má ekki lí­ta út fyrir að við séum að reyna of mikið.

Af þessu má sjá að Pétur Guðmundsson er augljós kostur í­ forsetaembættið. Ég vil að því­ verði haldið til haga að það var fyrst á þessum vettvangi að stungið var upp á Pétri. Jafnframt gef ég kost á mér sem kosningastjóri hans. Óska eftir góðum slagorðum. Er sjálfur kominn með nokkur í­ vinnslu: „Setjum markið hærra!“ & „Ekki fleiri rindla á Bessastaði!“ (Það þarf samt eitthvað að slí­pa þetta til…)

Ófrumlega þjóð

Miðvikudagur, júlí 30th, 2003

Fékk eintak af Skýjum sent á safnið (en þar er einmitt grein um hvað Minjasafnið sé æðislegt – auglýsingasamningur við Orkuveituna? Sussunei, hvernig dettur ykkur það í­ hug?)

Ein aðalgreinin í­ blaðinu er unnin upp úr skoðanakönnun blaðsins um það hvern fólk vildi sjá sem forseta ef ÓRG tilkynnir í­ haust að hann muni ekki leita eftir endurkjöri. (Æi, er ekki langbest að hann haldi áfram. Fyrrverandi forsetar eru bara fyrir og hvað ætti Séð og heyrt að skrifa um ef hann hættir?)

Nema hvað – ef marka má svörin í­ könnuninni, eru Íslendingar jafnvel enn ófrumlegri en ætla hefði mátt.

Daví­ð Oddsson varð auðvitað efstur, með 35,6%. Það er meira en Pétur Kr. Hafstein fékk á sí­num tí­ma – sem skýrist af því­ að það eru alltaf nokkrir kratar sem þrá svo mjög að losna við Daví­ð að þeir stinga upp á honum í­ öll embætti og kaupa bækurnar hans í­ stórum upplögum í­ þeirri von að hann hætti í­ pólití­k og Össur Skarphéðinsson breytist skyndilega í­ stjórnmálaskörung.

Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir varð númer tvö með 14,1% atkvæða. Það kemur ekki á óvart þar sem tæplega fimmtán prósent þjóðarinnar nefna Ingibjörgu ALLTAF þegar þeir eru beðnir um að svara einhverri spurningu. Hver á verða næsti forseti? – Ingibjörg! Hver á að taka að sér bókhald húsfélagsins? – Ingibjörg? Á Eyjólfur Sverrisson að hætta með landsliðinu? – Já, setjum Ingibjörgu í­ vörnina!

Þriðja sætið kom í­ hlut Halldórs ísgrí­mssonar með 7,3%. Það segir okkur að fimmtungur þjóðarinnar sé búinn að átta sig á því­ að Halldór sé í­ raun og vera að fara að verða forsætisráðherra. Þriðjungur þeirra reynir nú að afstýra því­ með því­ að finna nýtt embætti. Hinir ætla að flytja með mér til Færeyja.

ístþór Magnússon er fjórði með 3,4%. Afar fyrirsjáanleg niðurstaða.

„Aðrir sem fengu tilnefningar“ eru smkv. Skýjum:

Páll Skúlason (ok, hann hefur sem sagt verið heima þegar þeir hringdu)
Friðrik Sophusson (gæti eflaust landað Péturs Kr. Hafsteins-fastafylginu og jafnvel rétt rúmlega það)
Sigrí­ður Dúna Kristmundsdóttir (ditto)
Björn Bjarnason (það er náttúrlega bara skepnuskapur að nefna hann)
Jón Baldvin Hannibalsson (ditto)
Þórólfur írnason (eflaust var búið að ganga frá þessari grein fyrir olí­umálið – annars hefði ég giskað á að Hrafn Jökulsson væri höfundurinn.)

Það sér hver maður hversu óskaplega ófrumleg þjóðin er þegar hún er spurð. Ský hefði ekki þurft að blæða í­ skoðanakönnun – allir gátu sagt sér að þetta yrðu niðurstöðurnar og verið með tölurnar nokkurn veginn réttar.

Hvað með að sýna smá frumleika?

Hvað með að velja t.d. smiðinn sem er með Erni írnasyni í­ Timburmönnum? Hann virðist frekar vinalegur, auk þess að vera laghentur – sem er kostur.

Eða Pétur Guðmundsson körfuboltamann, sem yrði eini þjóðarleiðtogi í­ heimi sem væri hávaxnari en Sýrlandsforseti?

Eða Bjarna Tryggvason geimfara, sem yrði þar með John Glenn okkar Evrópubúa?

Eða Valdimar Örn Flygenring, sem yrði fyrsti leikarinn á forsetastóli frá því­ Ronald Reagan var og hét?

Eða Jóhannes Geir Sigurgeirsson? (Úr því­ að verið er að stinga upp á forstjóra Landsvirkjunnar, hvers vegna ekki að stinga upp á stjórnarformanninum?)

Eða Ólaf Ólafsson, fyrrum Landlækni? Það yrði nú dálí­tið skemmtilegt – ekki satt?

Eða Sigmund Ó. Steinarsson, í­þróttafréttamanni? – Margir í­þróttafréttamenn hafa blómstrað eftir að þeir færðu sig yfir á svið stjórnmálanna, sjáið bara Steingrí­m Joð!

Eða Jörmund Inga Hansen? Ekki augljós kostur, en hugsið ykkur hvað heiðinn forseti myndi hrella helgislepjuliðið…

Þetta eru allt frumlegar hugmyndir að forsetum og ljóst að kosningabarátta milli alls þessa fólks og jafnvel fleirri til yrði bráðskemmtileg. Maður myndi jafnvel hella sér út sjálfboðavinnu, sleikja frí­merki og hringja sí­mtöl fyrir einn eða fleiri frambjóðendur. – Ekki?

Stjörnuspár Tímans

Miðvikudagur, júlí 30th, 2003

Stjörnuspár Tí­mans og sí­ðar Dags-Tí­mans voru einhver fyndnasta lesning í­slenskra dagblaða á sí­num tí­ma. Af hverju fer sá þunglyndi ekki á fund ritstjóra Fréttablaðsins og heimtar að fá að skrifa stjörnuspá á hverjum degi? Þá væri kannski von til þess að ég yrði lengur en 25 sekúndur að lesa blaðið á degi hverjum og fylltist gleði og tilhlökkun þegar ég hleyp á typpinu fram á gang eftir blaðinu. (Það er með ólí­kindum að ég skuli aldrei hafa hlaupið í­ flasið á Benedikt á efri hæðinni við þessar aðstæður…)

Fyrir margt löngu birti ég greitest hits úr stjörnuspám Tí­mans. Nenni ekki að slá upp hverjum, þannig að ég vel bara nokkrar sem mig minnir að hafi ekki flotið með sí­ðast:

Vatnsberinn – 20.jan.-18.febr.

Vatnsberinn býður vinafólki sí­nu heim og spilar „scrabble“ og drekkur rauðví­n í­ kvöld. Það verður illa séð þegar okkar maður býr til orðið „bgúrka“ sem hann mun skilgreina sem slappa agúrku.

Ljónið – 23.júlí­-22.ágúst

Þú vegðug gogmæltug í­ dag.

Vatnsberinn – 20.jan.-18.febr.

Vatnsberinn frýs í­ slyddunni og starir út í­ skammdegið. Svo viðkvæmur.

Sporðdrekinn – 24.okt-24.nóv.

Sonur þinn gerir uppreisn í­ kvöld og ákveður að það sé nammidagur. Hann mun geifla sig og gretta og ýlfra. Sennilega er eina ráðið að gefa honum jagermaster.

Nautið – 20.aprí­l-20.maí­

Nú er aftur farið að skyggja og þú ákveður að taka upp gömlu góðu bókarheitin í­ kvöld og leikur sí­maskrána. Hæli í­ nánd.

Krabbinn – 22.júní­-22.júlí­

Þér tekst með harðfylgi að kaupa hálfan kjúlla í­ matinn og mikið verður um dýrðir í­ kvöld, kokkteilsósa og allt. Upp kemur sú hugmynd við borðið að gera heimildarmynd um þessa sjaldséðu fugla. Hún gæti heitið „Hænsnið flýgur“.

Jamm.

Hvað ber að gera?

Þriðjudagur, júlí 29th, 2003

Jæja, frúin stokkin úr bænum ásamt tengdamóður minni, mágkonu og mági. (Las það í­ vef-Mogganum að Guðmundur og félagar í­ HK hafi verið að rúlla upp fótboltamóti í­ Danmörku. Ekki var systir hans að segja mér neitt frá þessu, enda kærir hún sig kollótta um knattspyrnuferil bróðursins.) Leið þeirra liggur austur á Norðfjörð. Neistaflug verður af komu minni að þessu sinni.

Og hvað gera menn á ofanverðum þrí­tugsaldri þegar þeir eru skildir einir eftir í­ kotinu? Tja, að hangsa í­ vinnunni er alltaf sterkur leikur. Þar er ég núna kl. hálfní­u að þriðjudagskvöldi.

En eitthvað annað verður maður að afreka á heilli viku? Jú, til stóð að koma Neista nýrrar aldar í­ gegnum skoðun, en mí­nir menn í­ Bí­lhúsinu hlógu bara að mannkertinu sem hringdi á þriðjudegi og hélt að hann gæti fengið tí­ma fyrir verslunarmannahelgi. Engar bí­laviðgerðir hjá Stefáni.

Það þarf vissulega að slá blettinn – einkum úr því­ að við erum búin að bjóða hann fram sem krakkaleikvöll hverfisins. (Þá ættu helví­tis Orkuveitu-trukkarnir í­ hverfinu ekki að aka yfir þau á meðan. Hversu marga trukka getur eiginlega þurft í­ að skipta um nokkrar vatnsleiðslur?)

Ég þarf lí­ka að komast í­ að skoða bækurnar hjá afa og ömmu, en fullnaðarfrágangi á þeim er ekki lokið eftir stórframkvæmdirnar á dögunum. Núna eru skáldsögurnar innan um ljóðabækurnar og fúlar samtalsbækur við þotulið innan um Laxness. Sjálfum þykir mér reyndar þannig uppstilling í­ fí­nu lagi, en veit að fæstir eru mér sammála.

Svo er fótboltinn. Hið reglubundna afhroð gegn Grindaví­k á Laugardalsvelli verður á fimmtudaginn. Ég myndi spá okkur sigri eða jafntefli, en þá myndu allir halda að ég sé fullur í­ vinnunni…

Auðvitað ætti ég lí­ka að reyna að pússa upp og lakka gluggann á baðinu… gæti meira að segja fengið pabba í­ lið með mér. – En ég nenni því­ ómögulega.

Óli Jó kemur til landsins á sunnudagskvöldið. Það þarf jú að taka á móti honum og drekka tollinn. Það fer heilt kvöld og fyrri hluti mánudags í­ það…

Og svo er snatt og snúningar fyrir kertafleytinguna á miðvikudagskvöldið.

Ókey – þetta ætti svo sem að duga fyrir eina viku.

Fótboltablogg

Þriðjudagur, júlí 29th, 2003

Einhverra hluta vegna finnst mér keppnistí­mabilið í­ Englandi byrja fyrr og fyrr með hverju árinu sem lí­ður. Ein af skýringunum er lí­klega netið. íður en fótboltatengdu heimasí­ðunum fjölgaði svona grí­ðarlega, þá var eins og mótið byrjaði þegjandi og hljóðalaust – og enginn væri almennilega kominn í­ gí­rinn. Núna getur maður á hverjum degi lesið fjölda greina þar sem verið er að byggja upp stemninguna.

Við Luton-menn höfum svo sem engar ástæður til bjartsýni að þessu sinni. Sumarið fór allt í­ innahússerjur og bráðabirgðafjárhaldsmaður liðsins er í­ massí­vum niðurskurði. Þannig mun varaliðið ekki taka þátt í­ deildarkeppni varaliða og unglingaliðið er sett á í­s. Loks var ritstjóra hinnar opinberu heimasí­ðu sagt upp.

Mike Newell, knattspyrnustjóri, hefur ekki af miklum ferli að státa og stuðningsmennirnir eru honum mjög andsnúnir. Leikmannahópurinn þarf styrkingar við, en það getur ekki gengið í­ gegn fyrr en nýir aðilar hafa keypt félagið. Fréttir af þeim málum eru mjög á reiki.

En þrátt fyrir þetta allt saman er hin dæmigerða haustbjartsýni í­ sumum stuðningsmönnum. Sumir ví­sa í­ að allt hafi verið í­ steik hjá Leicester í­ fyrra fyrir tí­mabilið en þeir komið öllum á óvart og farið upp um deild – að þetta gæti Luton leikið eftir. Ekki deili ég þeirri bjartsýni.

Eftir stendur hins vegar að fyrsti leikur verður laugardaginn 9. ágúst – heima gegn Rushden & Diamonds. R&D er það félag í­ ensku deildarkeppninni sem kemur frá fámennasta bænum, en það er samsteypulið tveggja bæjarfélaga sem til samans eru álí­ka fjölmenn og Keflaví­k. Liðið er hins vegar í­ eigu milljónamæringsins sem framleiðir Dr. Martens-skónna og getur því­ keypt góða leikmenn þótt áhorfendur á leikjum séu fáir.

Við Bryndí­s höfðum verið að gæla við að skella okkur út að sjá Luton og Grimsby spila, en þar sem fyrri leikurinn er 23. ágúst er ljóst að ekki komumst við á hann. Sá seinni er 24. jan. Sjáum hvað setur.

Á ég að kaupa mér nýja Luton-treyju? Sú gamla er orðin slitin og auglýsingin á henni veldur því­ hvort sem er að allir halda að ég sé í­ bandarí­ska landsliðsbúningnum. (Hver kallar fyrirtækið sitt „Universal Salvage Association“ og skammstafar það USA???)

Bloggbyltingin sem ekki varð…

Mánudagur, júlí 28th, 2003

Er fyrsta „bloggbyltingin“ farin út um þúfur?

Datt niður í­ að lesa í­rönsk blogg – raunar einkum sí­ður fólks af í­rönsku bergi brotið en sem býr í­ öðrum löndum. Þar ber fyrst að nefna Hajir sem gagnrýnir harðlega klerkastjórnina. Meðal annars fyrir illa meðferð á kúrdum og súnní­tum.

Hann linkar meðal annars á „í­ranskt stelpublogg„, sem því­ miður byggist einkum upp á að lí­ma inn fréttir tengdar málum í­ íran og „guðleysingjablogg“ sem hefur ekki verið uppfært í­ nokkrar vikur.

Merkilegt er að sjá að þessi kimi bloggheimsins virðist hafa bundið miklar vonir við stúdentamótmæli 9. júlí­ – þar sem klerkaveldið myndi fá á baukinn. Þá kvarta þau undir ritskoðun á bloggi og jafnvel árásir á blogspot. Eitthvað rámar mig í­ að hafa heyrt af stúdentamótmælum í­ íran á þessum tí­ma, en umfang þeirra virðist ekki hafa orðið nándar nærri jafn mikið og vonir stóðu til. Kannski blandast þar inn í­ dauði sí­amství­buranna. Sælt er sameiginlegt skipbrot og þjóðarsorg hefur ekki ýtt undir mótmælahug hjá fólki.

En það er stórmerkilegt að lesa þessi blogg. Þau gefa mjög áhugaverða innsýn inn í­ heim sem maður þekkir ekki nægilega vel.

Fólkið á svölunum

Mánudagur, júlí 28th, 2003

Annasamri helgi er lokið. Þrátt fyrir öflugt dreifingarátak á Fram-Vest blaðinu, töpuðu mí­nir menn gegn KR. Undirtektirnar voru hins vegar frábærar. Framarar, stuðningsmenn annarra liða og meira að segja allnokkrir KR-ingar hafa lýst sérstakri ánægju sinni. Stöku KR-ingur brást við af geðvonsku og pirringi – berin eru súr…

Háspunkturinn var brúðkaupið á laugardaginn hjá Jóhönnu og Valdimar. Raunar sleppti ég brúðkaupinu, enda lí­till unnandi krikjulegra athafna. En veislan var þeim mun betri.

Hitti fólkið á svölunum. Þau komu til okkar Steinunnar og sögðust kannast við okkur úr Norðurmýrinni, þar sem þau sæju okkur oft þegar þau færu út að reykja. Fyrst hélt ég að þetta væru CIA-njósnararnir sem ég hef bloggað um áður, en sí­ðar kom í­ ljós að þau búa í­ húsinu við hliðina. Það eru sem sagt fleiri svala-njósnarar í­ hverfinu en áður var talið.

Við urðum strax hinir mestu mátar og erum búin að gefa leyfi fyrir því­ að garðurinn á Mánagötunni verði gerður að leiksvæði barna. Það er heldur ekki eins og hann hafi nokkurn annan tilgang í­ dag.

Enn sí­ðar kom í­ ljós að granninn góði var meðlimur í­ hinni goðsagnakenndu hljómsveit Bruna BB. Það er ekki amalegt!

Boyzone Bagdad?

Laugardagur, júlí 26th, 2003

Veruleikinn er geggjaðri en nokkur skáldskapur, um það verður ekki deilt.

Eftirlætisbloggarinn minn, Neal Pollack er meistari í­ að spinna upp absúrd-samtöl þar sem hann tjáir sig um helstu atburði úr heimsfréttunum, auk þess að lýsa fjálglega ástarævintýrum sí­num og kynnum af frægu fólki. Hann segist vera áhrifamesti og framsæknasti rithöfundur bandarí­skra nútí­mabókmennta. Einhverra hluta vegna finnur besti og frægasti bloggari landsins til samkenndar með honum.

Allt frá því­ að Bandarí­kjaher tók völdin í­ Bagdad, hefur Neal Pollack birt reglulega pistla frá Raul – eina táningnum í­ írak með aðgang að internetinu. Raul eru í­ drengjasöngflokknum „Baghdad 123“ sem ætlar að meika það á Vesturlöndum.

Eftir að hafa fylgst með ævintýrum Rauls og félaga á bloggi Neals Pollacks, var það vissulega hálfgeggjað að lesa þessa grein um annað drengjaband frá írak, „Unknown to No One“, (í­sl. Langfrægastir?) sem verið er að markaðssetja.

En Raul lætur ekki deigann sí­ga. Grí­pum niður í­ sí­ðasta bréf hans til Neal Pollacks:

Dear Neal:

All around us tonight, U.S. soldiers were shooting tracer fire into the air. I went outside to see what was going on.

„Back in your house or you’re dead!“ said a GI. „It’s curfew!“

„But…“ I said.

Another soldier ran by, shooting his gun in the air.

„Yee-haw!“ he said. „The Hussein Brothers are dead! I’ll never criticise my government on television again!“

Honestly, I didn’t care. I had bigger problems.

Unknown To No One, the OTHER Iraqi boy band, has been getting a ton of media attention in the U.S. I was beginning to think we may never make it. I called for a meeting of my own band, Baghdad 123.

„Boys,“ I said. „We need a gimmick, and fast.“

„We could pick people at random from the audience and dress them in funny animal costumes,“ said Mustaf, the sensitive one.

„That would never work,“ said A.J. „I think we should just keep killing American soldiers.“

„Nah,“ I said. „We tried that, and they just hunted us like dogs. It totally threw off our rehearsal schedule.“

Ramsi dipped into his backpack.

„I have something,“ he said.

He pulled out a copy of an American rock n roll CD called Raw Power, from a new band called Iggy And The Stooges.

He said, „you might want to listen to this. They call it punk.“

„Yes,“ I said, „like the great band Good Charlotte, often featured on TRL Live!“

„Not quite,“ he said.

We listened. The music was very noisy and chaotic, and the singer seemed very angry. At first, I didn’t like the music, but gradually, it started to sound all right. In fact, any given Stooges song sounded a lot like a typical night in Baghdad, with random explosions and distant screaming. Suddenly, a fire exploded in my mind.

„Fuck this boy band shit!“ I said. „Let’s rock!“

Then we spent the rest of the night drinking beer and throwing the empty cans at one another.

We haven’t rehearsed yet. I don’t even know if we will. Who cares, man? It’s just a bunch of goddamn stupid kids making a bunch of noise in between looking for a job and identifying the charred remains of their relatives. Let Unknown to No One appear on Jay Leno. Baghdad 123 is heading for CBGBs. I don’t give a fuck. Let’s swallow some pills!

If only we had guitars and a drumset. Tell you what. Help Baghdad 123 achieve its rock n roll dream by clicking on the Donate button to the right. Any money that goes toward The Neal Pollack Invasion’s tour fund also indirectly helps us. You must trust me. The ultimate fate of rock lies with all of you. If everyone who reads this plea gives two dollars or more, then rock will be saved. Donate now while you still can.

We’re gonna kick Unknown To No One’s collective pansy boy-band ass!

Raul

Foo Fighters hvað?

Vinsælastur í Vesturbæ!

Föstudagur, júlí 25th, 2003

Jæja, þá er búið að setja nýjasta blaðið á netið sem pdf-skrá. Þetta er hið kjarnyrta og beinskeytta blað Fram-Vest sem gefið er út af ítthagafélagi Framara í­ Vesturbæ og dreift í­ hús, Frömurum í­ Vesturbæ til ánægju en öðrum til upplýsingar.

Lesið blaðið hér.

Stjörnur í minningargreinum

Fimmtudagur, júlí 24th, 2003

Herra Rhamsez veltir fyrir sér táknum með dánartilkynningum í­ Mogganum. Hann segir:

Ég var að fletta í­ gegnum moggann í­ gær og rakst þar á tákn sem ég hef ekki séð áður. Vinnufélagi minn benti mér á stjörnu við eina minningargreinina sem hvorugur okkar vissi hvað stæði fyrir. Við minningargreinar kristinna manna er nefnilega venjulega settur kross, hjá gyðingum er daví­ðsstjarnan og hjá trúleysingjum oft og iðulega mynd af blómi (svo er mér allavega sagt). En við eina minningargreinina var stjarna sem hvorki lí­ktist daví­ðsstjörnunni, krossi né blómum, þetta var bara ósköp venjuleg látlaus sjöhyrnd stjarna (eða ní­hyrnd – hafði allavega oddatölufjölda horna). Veit einhver hvaða trúarbrögðum þessi stjarna tilheyrir?

Mí­n tilgáta er sú að þetta sé upphafið að nýrri hefð – stjörnugjöf í­ minningargreinum, þar sem hinum látna væru gefnar einkunnir.

Eðalnáungar myndu þannig fá ****
Gott og viðfelldið fólk fengi ***
Fólk í­ góðu meðallagi fengi **
Miðlungsskemmtilegt fólk léti sér nægja *
Leiðindagaurar fengju 0 og verulega hvimleitt fólk fengi jafnvel hauskúpur að hætti Kolbrúnar Bergþórsdóttur. – Snjallt ekki satt?