Archive for ágúst, 2003

En hvað með Alþýðublaðið?

Föstudagur, ágúst 29th, 2003

Þökk sé góðum ábendingum í­ athugasemdakerfinu mí­nu er nú farin að komast nokkuð heilleg mynd á teiknimyndasagnaflóruna á sí­num tí­ma.

Annars rifjaðist upp fyrir mér að í­ DV var lí­ka einnar-myndar-saga sem hét „Kærleiksheimilið“, en hún fjallaði um bandarí­ska millistéttarfjölskyldu og var einkum merkileg vegna þess að myndaramminn var hringur en ekki ferhyrningur.

Myndasögur Kjarnós í­ Þjóðviljanum hétu „Sví­nharður smásál“ og voru frábærar. Einu sinni birti Þjóðviljinn í­slenska myndasögu um þrjá gamlingja sem struku af elliheimili.

Boggi í­ Degi/Tí­manum var ágætur, en sú saga er miklu yngri en annað það efni sem hér hefur verið rifjað upp.

En hvað með Alþýðublaðið? Nú veit ég að a.m.k. einn fyrrverandi Alþýðublaðsritstjóri er meðal fastra lesenda þessarar sí­ðu – var aldrei skrí­pó í­ Alþýðublaðinu???

Og svo var það náttúrlega Vikan. Þar voru góðar teiknimyndir:
Skuggi, sem Tí­ma-Tóti fjallar um, var í­ Vikunni. Þar voru lí­ka Knold og Tot (sem hétu Binni og Pinni). Gott ef „Ljóska“ úr Mogganum var ekki lí­ka í­ Vikunni en hét þá „Dagur“? Man það ekki nægilega vel. Svo voru örugglega 1-2 serí­ur í­ viðbót…

Enn um skrípó

Föstudagur, ágúst 29th, 2003

Teiknimyndabloggið hér að neðan hefur vakið viðbrögð og umræður á spjallsvæðinu. Kalli og Kobbi á Þjóðviljanum og Hvell-Geiri á Tí­manum hafa verið rifjaðir upp. Hvaða sögur aðrar voru í­ þessum blöðum?

Þjóðviljinn hafði Foldu, í­þróttaskrí­póið Garp, Kærleiksbirnina og sænska sögu um einstæða móður með tvo unglinga. Hvað var í­ Tí­manum annað en Hvell-Geiri? Las einhver Dag? Voru einhverjar sögur þar af viti?

DV var lí­ka með einnar-myndar-skrí­pó, þar á meðal „Vesalings Emmu“ sem fjallaði um eldri hjón. Ömmulega konu og önugan eiginmann hennar, auk þess sem börn og barnabörn komu við sögu. Svo var önnur saga um blondí­nu sem oftar en ekki var nýkomin úr baði með handklæði vafið um sig miðja. Minnir að hún hafi heitið Bella og verið mjög karlrembuleg í­ alla staði.

Hvað var meira? Jú, Myndasögur Moggans voru stórkostlegt blað og óskiljanlegt að Mogginn sé hættur með stóreflis teiknimyndasögukálf. Þar voru Spæderman, Hulk og Súperman (þó ekki allar í­ einu). Ziggy voru heimspekilegar sögur sem oftar en ekki gengu út á að Ziggy sat ásamt hundinum sí­num og horfði upp í­ stjörnubjartan himininn og varpaði fram einhverri tilvistarspekilegri pælingu.

Munaðarleysinginn Anna (Annie) voru sögur dauðans af rauðhærðri stelpu og hundinum hennar og viðureign þeirra við vona menn. Helví­tið hann Högni hrekkví­si var með hundfúlar sögur, sem enduðu á myndaramma sem átti að rekja hetjusögur af köttum lesenda. „Köturinn hennar Binnu (9 ára) er mikill grallari og finnst gaman að horfa á uppþvottavélina að störfum!“

Hermann var lí­ka með stórar sögur í­ Myndasögum Moggans og svo var serí­a um konu sem var endalaust í­ einhverju karlastússi og útistöðum við móður sí­na (frekar fúlt).

Á gamla daga birtust ístrí­ks-sögur í­ Mogganum. Þannig mun bókin „ístrí­kur og gullna sigðin“ hafa birst í­ heild sinni í­ þessum kálfi á einum vetri, en það er einmitt ein þeirra fáu ístrí­kssagna sem ekki hafa komið út á bók á í­slensku. (Sem er náttúrlega kapí­tuli út af fyrir sig…)

Ví­í­í­… nostalgí­a á föstudagsmorgni…

Með morgunkaffinu

Föstudagur, ágúst 29th, 2003

Teiknimyndir í­ dagblöðum mega muna sinn fí­fil fegri. Sú var tí­ðinn að DV var með heila opnu af teiknimyndasögum í­ fí­num gæðum, auk þess sem Gí­sli J. ístþórs var með skrí­pamynd aftarlega í­ blaðinu. Á dag eru teiknimyndarenningarnir bara fjórir. Svona fer öllu aftur í­ heiminum.

Á blómatí­ma DV-teiknimyndasagnanna voru ekki færri en þrjár framhaldssögur í­ gangi. Það voru Tarzan, Rip Kirby og Modesty Blaise. Tarzan-sögurnar voru allar eins og búast mátti við, Rip Kirby var fúll breskur leynilögreglukarl ef ég man rétt og Modesty Blaise voru meintar spennusögur með foxí­ aðalpersónu. (En spennusögur sem sniglast áfram um þrjá myndaramma á dag eru bara ekki að virka.)

Hvað var meira af sögum í­ DV? Jú, Andrés önd var þarna um tí­ma, Hrollur og svo Móri sem gerðist í­ Bretlandi á miðöldum. Man ekki í­ svipinn eftir öðrum markverðum sögum.

Mogginn var með Hermann og Högna hrekkví­sa. Hermann var snilld en Högni hrekkví­si ömurlegur að sama skapi. Drátthagi blýanturinn var fastur liður í­ teiknimyndadálknum. Hann var teiknikennsla í­ þremur einföldum skrefum. Fyrsta mynd sýndi yfirleitt tvö strik sem teiknuð voru í­ kross. Á annarri myndinni var búið að bæta inn tveimur hringum og einni trapisu umhverfis krossinn. Á þriðju myndinni var komin fullkomin mynd af Versölum og stærstum hluta hallargarðsins í­ vorskrúða.

Á sí­ðunni þar sem Hermann og Högni hrekkví­si voru, við hliðina á „íst er…“-væmninni, var mynd af kaffikönnu sem virtist klippt út úr gömlum Moggadagblöðum. Þar stóð undir: „Með morgunkaffinu“. Þetta fannst mér alltaf vera sóun á plássi sem ella hefði getað nýst undir skrí­pó.

Smáfólk – eða Peanuts – hefur alltaf haft sérstöðu vegna þess að þar birtist textinn á ensku í­ talblöðrunum og þýðingin á í­slensku fyrir neðan. Ætli það sé einhver sérstök skýring á þessu eða ætli umbrotsmaður Moggans hafi bara verið að fylla upp í­ plássið? Spyr sá sem ekki veit.

Skyldu B.C. teiknimyndasögurnar aldrei hafa birst í­ í­slenskum dagblöðum?

Ljós í myrkrinu

Miðvikudagur, ágúst 27th, 2003

Klukkan er orðin 13:40 og engir Danir komnir. Ég er foxillur. Hausar munu fjúka.

Ég hugga mig þó við þær fregnir endurútgáfa Múmí­nálfabókanna standi fyrir dyrum.

Kannski helví­tis ferðaskrifstofan ætti að reyna að gefa mér eintak af þessari bók til að blí­ðka mig?

Ergelsi

Miðvikudagur, ágúst 27th, 2003

Er sniðugt að blogga þegar maður er pirraður? Kannski ekki, en það léttir kannski lundina í­ augnablik…

Ef það er eitthvað sem maður þarf EKKI á að halda á miðvikudegi í­ vinnunni, þá er það dönsk ferðaskrifstofa sem bókar hóp 20 danskra rafiðnaðarmanna sem eiga að mæta á safnið „milli kl. 9 og 11“. Fyrir vikið bí­ður Stefán spakur við allan morguninn á útkí­kki eftir gestunum og frestar því­ að vinna í­ kjallaranum eins og til hafði staðið.

Kl. 11:15 hringir ringlaður bí­lstjóri og spyr: „Huh… hvenær áttum við aftur að mæta? Ha? Fyrir kl. 11? Ókey, þá kem ég með þá um 12-leytið…“

Stefán bí­ður áfram. Sleppir því­ að fara í­ mat og í­ bankann eins og til hafði staðið.

Kl. 13 bólar enn ekkert á helv. Dönunum. Ekki múkk frá bí­lstjóranum. Ekkert.

Á að vera staddur annars staðar kl. 14. Stefnir í­ að Danirnir verði að bjarga sér sjálfir og læra í­slensku í­ skyndi. – Ferðaskrifstofur eru verkfæri Satans. Urg!

* * *

Ég er svo pirraður að ég nenni ekki einu sinni að blogga um fótbolta. Væri þó um margt að fjalla í­ þeim efnum.

Rétt svar er komið fram!

Þriðjudagur, ágúst 26th, 2003

Nanna átti kollgátuna í­ þriðjudagsþrautinni. Hér var að sjálfsögðu verið að spyrja um Hroll hinn hræðilega (Hí¤gar the Horrible), en fyrsta teiknimyndasagan um hann birtist einmitt 4. febrúar 1973.

Höfundur teiknimyndanna er Dik Browne, en eftir dauða hans tók sonurinn Chris Brown við pennanum og skrifblokkinni.

Eftirlætisfí­gúran mí­n í­ þessum sögum er þó ví­kingaöndin Kwack. – Hvað skyldi hún annars heita í­ í­slesnku þýðingunni?

2. vísbending

Þriðjudagur, ágúst 26th, 2003

Jæja, þá er klukkan 15:25 og komið að 2. ví­sbendingu.

Framkomnar ágiskanir eru snjallar en ekki réttar.

Maðurinn sem um er spurt er fjölskyldumaður. Hann á tvö börn. Dóttur sem er mikill skörungur og son sem er hálfgerð veimiltí­ta. Þá á hann tengdason sem er tónlistarmaður.

Helsti starfsvettvangur þessa manns er Bretland, en seint verður hann talinn með vinsælli mönnum þar í­ landi.

Maðurinn á sér viðurnefni og það heldur ví­galegt.

Hver er maðurinn?

Getraun dagsins

Þriðjudagur, ágúst 26th, 2003

Úff hvað þetta er leiðinlegur dagur. Ég stend í­ stappi – bæði við launadeildina og tölvudeildina. Kemst ekki frá en þyrfti að komast í­ að útrétta. Best að brjóta þetta upp með getraun.

Spurt er um mann.

Maðurinn sem um er spurt er af óræðu þjóðerni. Strangt til tekið er hann bandarí­skur, flestir álí­ta hann þó vera Sví­a eða í­ það minnsta Norðurlandabúa.

Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 4. febrúar árið 1973.

(nú er klukkan 14:25 – næsta ví­sbending verður sett inn kl. 15:25 ef ekki hefur áður borist svar í­ athugasemdakerfinu…)

Frjálsar

Þriðjudagur, ágúst 26th, 2003

Stórmót í­ frjálsum í­þróttum eru eitthvert besta sjónvarpsefni sem til er. Það er hægur vandi að detta niður í­ margra klukkutí­ma gláp þegar sleggjukast karla, 3.000 metra hlaup eða kvennalangstökk er í­ boði. Það er helst gangan og maraþonhlaupin sem ég er ekki að ná uppí­, auk þess sem tugþrautir og sjöþrautir eru hvimleiðar – of miklir útreikningar og flókið að keppt sé í­ tveimur hópum.

Á tengslum við frjálsí­þróttamótin ber alltaf nokkuð á kynþáttahyggju þar sem fólk reynir að grí­pa til lí­ffræðilegra skýringa á velgengni tiltekinna þjóða í­ einstökum greinum – t.d. að svertingjar séu sérstaklega vel fallnir til að hlaupa. Þetta heyrist ekki sí­ður frá „meðvituðu“ fólki sem er sérstaklega á móti kynþáttafordómum og notar jafnvel sigurgöngu blökkumanna í­ spretthlaupum sem rök gegn rasisma hví­tra manna.

Mér sýnist hins vegar að tölfræði í­þróttanna sýni þvert á móti hversu menningarbundinn árangurinn í­ þeim er. Sum lönd eru einfaldlega alltaf góð í­ tilteknum greinum og geta furðulí­tið í­ öðrum.

Tökum sem dæmi Hví­ta-Rússland. Hvers vegna í­ ósköpunum eru Hví­trússar alltaf góðir í­ kúlu, kringlu og sleggju? Nágrannar þeirra Finnar eru hins vegar góðir í­ spjótkasti, en ekki í­ öðrum kastgreinum. Þetta skýra menn ekki með erfðafræði heldur kúltúr.

Eða þá Kúbumenn. Þeir eru stökkmeistarar – eiga af því­ er virðist endalaust marga langstökkvara, hástökkvara og þrí­stökkvara. Miklu fleiri en hin löndin í­ Karabí­ska hafinu sem eru aðallega í­ spretthlaupunum. Og hvers vegna eru Þjóðverjar betri í­ að hoppa upp í­ loftið en beint áfram?

ístralir punda út afbragðsí­þróttamönnum í­ flestöllum í­þróttagreinum, en hversu margir í­þróttamenn koma frá Nýja Sjálandi? Eru einhver rök fyrir því­? Ekki lí­ffræðileg í­ það minnsta.

Eitt af því­ sem gerir það að verkum að fólk grí­pur til kynþáttaskýringa á velgengni sumra þjóða tengist mismunandi lí­kamsbyggingu í­þróttamanna eftir svæðum. Þannig virðast þeldökku hlaupararnir frá Norður-Amerí­ku flestir vera nýkomnir úr vaxtaræktarkeppni. Svo hlaupa þeir við hliðina á Rússum sem eru langir, þvengmjóir og virðast ekki hafa neina vöðva. (Sérstaklega áberandi í­ kvennaflokki.) Þar kemur í­ ljós að brjóstvöðvar að hætti Schwartzeneggers eru engin trygging fyrir sigri í­ 400 metra hlaupi…

Diskúteraði þessi mál heillengi við Sverri og Steinunni á Dillon í­ gær. Vorum um flest sammála í­ greiningunni á þessu. Sérstaklega kom okkur þó saman um skýringuna á því­ hvers vegna Indverjar eiga ekki fleiri toppí­þróttamenn en raun ber vitni. – Ef það er eitthvað sem getur fokkað upp möguleikum manns á að ná Nirvana – þá er það að reyna að setja heimsmet…

Meira um frjálsar sí­ðar.

Bank Holiday

Mánudagur, ágúst 25th, 2003

Á Bretlandi er til fyrirbæri nokkuð sem nefnist Bank Holiday. Það lýsir sér í­ því­ að nokkrum sinnum á ári (þrisvar minnir mig) taka þeir sér frí­dag á mánudegi. Þetta kemur væntanlega í­ staðinn fyrir ýmis í­-miðri-viku-frí­ okkar Íslendingar, eins og öskudag, sumardaginn fyrsta o.s.frv.

Þegar ég bjó í­ Edinborg komu þessir frí­dagar mér alltaf í­ opna skjöldu. Maður mætti út í­ verslun og skyndilega var helgaropnunartí­mi á mánudegi… Það bætti heldur ekki úr skák að Bank Holiday í­ Skotlandi go Englandi voru á mismunandi dögum, þannig að dagblöðin gátu ekki varað mann við.

Á dag er Bank Holiday í­ Englandi. Á slí­kum dögum eru fótboltaleikir alltaf leiknir og það um miðjan dag. Núna er Luton t.d. að spila í­ Brighton og er strax komið undir eins og búast mátti við. Rats!

Væri sniðugt að taka svona frí­daga upp hérna í­ skiptum við öll fimmtudagsfrí­in? Tja, held ekki. Við verkalýðurinn fáum miklu meira út úr fimmtudagsfrí­unum því­ við þær kringumstæður er aldrei unnið nema af hálfum krafti á föstudögum. Auk þess vilja Samtök atvinnulí­fsins taka upp mánudagsfrí­ og það er agætt að nota þá sem kompás – alltaf vera á öðru máli er Ari Edwald…