Archive for september, 2003

Júlíus Vífill er valmenni

Þriðjudagur, september 30th, 2003

Ekki hafði ég mikla skoðun á því­ hver ætti að verða næsti Þjóðleikhússtjóri, en nú er valið einfalt – Júlí­us Ví­fill er minn maður.

Einu sinni kom hann í­ heimsókn á safnið og var viðræðugóður. Á morgun flautaði hann svo á mig á gatnamótum Lönguhlí­ðar og Miklubrautar og benti mér á að annað framdekkið væri gjörsamlega flatt.

Ég efast um að aðrir leikhússtjórar eða leikhússtjóraefni hefðu brugðist svona drengilega við. Stefán Baldursson hefði örugglega hlegið með sjálfum sér og látið mig aka á felgunni. Þórhildur Þorleifsdóttir hefði jafnvel rekið naglann í­ dekkið sjálf…

Júlí­us Ví­fill fær mitt atkvæði. Verst að það séu ekki almennar kosningar um svona embætti á Íslandi.

* * *

Samti við Gí­sla í­ GG lögnum um að leggja klóak og dren. Framkvæmdir hefjast á miðvikudag. Mikið er ég feginn að vera laus við þetta helví­ti.

Leigjandinn ætlar greinilega að skila lyklunum í­ áföngum. Á gær skildi hann eftir annan húslykilinn. Þá eru eftir: hinn lykillinn, bí­lskýlislykill, bí­lskúrshurðaropnarinn, geymslulykill og póstkassalykill. Með þessu áframhaldi verður hann búinn að skila af sér með vorinu…

* * *

Þór Akureyri gaf bikarleikinn sinn í­ handboltanum gegn Eyjamönnum. Það er ennþá september og þeir eru farnir að gefa leiki vegna kostnaðar við ferðalög. Það er ekki séns að Þórsarar haldi út mótið. Hætta lí­klega fyrir jól og fokka enn frekar upp óskiljanlegu keppnisfyrirkomulagi HSí. Ef HSÁ skiptir ekki aftur í­ tvær deildir mun liðum sem spila handbolta af einhverri alvöru fækka um eitt á ári hér eftir…

* * *

Sverrir var fí­nn á Stöð 2 í­ gær að ræða Laxness-bréfin. Óskaplega var Steinunn Sigurðar þó stressuð. Fyndið að Múrverjar hafi lent í­ því­ hlutverki að verja Hannes Hólmestein, en ef menn ætla að vera samkvæmir sjálfum sér lenda menn oft í­ því­ að verja fólk sem maður… – tja, á fátt sameiginlegt með.

* * *

Tæp vika í­ að Luton verði í­ beinni á Sky. Mánudagskvöldið 6. okt. hefur verið tekið frá fyrir lifandis löngu. Nú mega sportbarirnir skila inn tilboðum í­ verð á drykkjarföngum…

Fótboltagetraun

Mánudagur, september 29th, 2003

Spurt er:

Hvað eiga knattspyrnuliðin Wrexham, Mónakó og Berwick sameiginlegt?

Svör berist í­ athugasemdakerfið að neðan.

Það gerist í Reykjavík…

Mánudagur, september 29th, 2003

Besti og frægasti bloggarinn gæti endurholdgast sem klóakrotta á morgun og plumað sig ágætlega. Svo mikið veit ég nú um klóaklagnir, safnbrunna og niðurfallsstúta, eftir óteljandi sí­mtöl við iðnaðarmenn, aðra í­búa Mánagötunnar og tæknifræðinginn Tobba frænda. Sí­ðdegis ætla ég svo að reyna að stefna öllum þessum hópi saman þar sem endanleg ákvörðun verður tekin í­ málinu. Hætt hefur verið við að brjóta upp öll gólf í­ kjallaranum, en garðurinn verður grafinn upp. Blessuð sé minning rabbabarans.

* * *

Leigjandinn minn fyrrverandi hefur loksins rutt í­búðina (að í­sskápnum einum frátöldum). Hugmyndir hans um hvað teljist snyrtilegur frágangur eru allsérstæðar. Fyrir vikið lendum við pabbi í­ þrifum á þriðjudag – sem stuðlar.

Um leið og búið verður að sótthreinsa klósettið og strjúka yfir gólfin mun besti bloggarinn finna fasteignasölu. Enn er tekið við uppástungum um góða og heiðvirða menn í­ þeim bransa. – Mikið verður það skemmtilegt að byrja að sýna húsnæðið lon og don, fólki sem eflaust er bara að skoða hús til að drepa tí­mann og hnýsast.

* * *

Ég reyni að blogga ekki um pólití­k, enda hef ég aðgang að öðrum og betri vettvangi til slí­kra hluta. Get samt ekki stillt mig um að pirrast yfir Tony Blair.

Hann fór í­ viðtal um helgina, meðal annars til að svara kröfum um að hann segði af sér og hleypti öðrum að. En Blair ætlar ekki að hætta. Og hvers vegna? Vegna þess að hann telji svo mörgum verkum ólokið? Vegna þess að hann vilji ekki hætta fyrr en einhver tiltekin mál séu í­ höfn? – Nei, hann segist ætla að sitja lengur en Thatcher.

Hvers vegna fór maðurinn ekki í­ í­þróttir frekar en pólití­k?

* * *

„Hver ert þú, strákur litli?“ spurði Karlinn í­ tunglinu.
„Ég er Stúfur, sem aldrei borðar graut, af því­ að hann er versti matur í­ heimi“, sagði Stúfur.

Afturhvarf til 1999

Sunnudagur, september 28th, 2003

Á gær virðist ég hafa álpast inn í­ tí­mavél sem flutti mig aftur til ársins 1999. Það var tí­minn þar sem ég fór á Næsta bar hverja einustu helgi, oft bæði kvöldin, sat of lengi, drakk of mikið, greip kebab á leiðinni heim og át fyrir svefninn. Vaknaði þunnur og var tuskulegur fram eftir degi.

Svona liðu allar helgar. Oftast fannst mér gaman, enda var aldrei skortur á skemmtilegu fólki á NB.

Gærkvöldið var fullkomið afturhvarf. Nokkrir bjórar í­ heimahúsi, svo rokið í­ bæinn og setið fram að lokun. En þetta var ekki eins. Einhvern veginn langaði mig ekkert að hanga þarna, staðurinn var yfirþyrmandi, bjórinn fór illa í­ mig og reykingarlyktin var pirrandi.

Fyrir fjórum árum hefði þetta verið fí­n uppskrift að laugardagskvöldi, en núna virkaði það bara alls ekki. Á dag gæti ég ekki hugsað mér að detta aftur inn í­ þessa gömlu rútí­nu.

* * *

Pí­parinn mætti í­ morgun með tilboð í­ klóakframkvæmdirnar og nýja drenlögn. Það er ekki gefið. Verst er að eftir nokkrar vikur á ég eftir að standa mig að því­ að benda gestum á nýju drenlögnina mí­na fullur stolts!

* * *

Luton kjöldregið gegn Oldham & Hearts með jafntefli á útivelli gegn Motherwell. Ekki gott.

Fréttaþraut dagsins

Föstudagur, september 26th, 2003

Spurt er um mann:

Maðurinn er mikill áhugamaður um heimspeki, þótt hann sé kunnari fyrir störf á öðrum sviðum. Aðspurður um það hvort hann hafi lesið mörg heimspekirit svarar hann – „Ég las ekki. Ég lifði! Menn fræðast ekki um þessa hluti af bókum. Það er lí­fið sjálft sem kennir manni þá. – Ég hef lesið mikið af speki Sókratesar á sí­ðu 3 í­ The Sun.“

Hver er maðurinn?

Linsan

Fimmtudagur, september 25th, 2003

Á gær uppgötvaði ég að ég væri með lausa skrúfu… í­ gleraugunum mí­num. Fór þess vegna í­ Linsuna í­ Aðalstræti og lét laga þau. Það gekk skjótt og örugglega. Ég versla alltaf við Linsuna enda konan sem rekur þá verslun mikill snillingur og þjónustan góð. Hvers vegna er ég að segja þetta? Tja, mig langaði bara til að mæla með Linsunni.

Deiglan birtir í­ dag pistil um að eldhúsið í­ nýju höfuðstöðvum Orkuveitunnar sé beint fyrir neðan innganginn og að þess vegna fyllist þar allt af matarlykt. Þetta er væntanlega stórskandall og enn ein sönnun þess að vinstrimenn eigi ekki að stjórna borginni að mati Deiglumanna. Hið rétta í­ málinu er að matsalurinn er ekki fjarri innganginum (ekki eldhúsið). Maturinn hans Magga kokks er góður, samt borða ég mjög sjaldan í­ mötuneytinu. Það er alveg óþarfi að koma maganum og nýrunum upp á að lifa á öðru en svörtu kaffi á daginn.

Luton féll út úr deildarbikarnum á þriðjudagskvöldið. Tapaði í­ ví­takeppni gegn Charlton á útivelli eftir 4-4 jafntefli. Sannarlega frækileg frammistaða.

Fyrrverandi leigjandinn minn er enn ekki búinn að rýma í­búðina. Hún er nú 90% tóm, en t.d. megnið af fötunum hans er enn í­ svefnherberginu og slatti af leirtaui í­ eldhúsinu. Er alvarlega að hugsa um að gefa Hjálpræðishernum allt draslið ef hann verður ekki búinn að fjarlægja þetta á morgun. – Vantar einhvern hní­fapör og diska?

Fyrr í­ dag komst ég að því­ að yfirmaður minn les ekki minnisblöðin sem ég set saman fyrir hann. Það er óstuð.

Hearts unnu Evrópuleikinn sinn í­ gær. Það var fyrsti Evrópuleikur þeirra í­ þrjú ár, en ég sá einmitt þann sí­ðasta – gegn Stuttgart – tveimur dögum eftir að ég kom til Edinborgar. Craig Levein er hetja og snillingur eins og áður hefur komið fram.

Klóakmálin á Mánagötunni eru enn í­ skralli. Aumingja Sonja í­ kjallaranum býr við klóakstybbu og rottugang. Vonandi styttist þó í­ að við fáum lausn okkar mála.

Jamm.

Rétt hjá Jóa – bara eitt atriði eftir…

Miðvikudagur, september 24th, 2003

Auðvitað var Kalli klunni annað heiti á Rasmus klumpi.

Hins vegar er ekki verið að spyrja um Hí­avata, þann fúla Disney-karakter. Rifjum upp spurninguna sem vefst svo mjög fyrir mönnum:

7. Teiknimyndasagan um indí­ánafjölskyldu í­ Amerí­ku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlí­f í­ í­slesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum?
Við þetta má bæta að nöfnin tvö eru hvort um sig heiti aðalpersóna sögunnar.

Til að færa lesendur enn nær svarinu, þá skal upplýst að persónurnar tvær sem báðar hafa gefið sögunum nafn sitt eru annars vegar indí­ánahöfðingi sem á í­ útistöðum við eiginkonu sí­na og hins vegar heimskur tengdasonur hans.

Núna hlýtur þetta að fara að koma!

Rétt hjá Gellri!

Miðvikudagur, september 24th, 2003

„Gollum“ hittir naglann á höfuðið. Aggi var vissulega í­slenska þýðingin á The Archies, sögum sem höfðu lí­til áhrif hérlendis en mörkuðu djúp spor í­ bandarí­ska skrí­pó-heiminn.

Framkomnar ágiskanir varðandi sí­ðustu tvö atriðin eru hins vegar rangar. Rifjum þessar spurningar nú upp ásamt aukaví­sbendingum:

1. Einhverjar fyrstu teiknimyndasögurnar sem birtust í­ Þjóðviljanum voru um „Kalla klunna“. Undir hvaða nafni er sú persóna betur þekkt í­ dag?
Við þessa spurningu má bæta að Kalli klunni á vin sem er mörgæs.

7. Teiknimyndasagan um indí­ánafjölskyldu í­ Amerí­ku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlí­f í­ í­slesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum?
Við þetta má bæta að nöfnin tvö eru hvort um sig heiti aðalpersóna sögunnar.

Þunga teiknimyndasögugetraunin – staðan núna

Miðvikudagur, september 24th, 2003

Svör eru byrjuð að berast í­ þungu teiknimyndasögugetrauninni og stigin farin að raðast á menn. Þau atriði sem rétt svör hafa borist við eru skáletruð:

1. Einhverjar fyrstu teiknimyndasögurnar sem birtust í­ Þjóðviljanum voru um „Kalla klunna“. Undir hvaða nafni er sú persóna betur þekkt í­ dag?

2. Hvað hétu knattspyrnuteiknimyndasögurnar sem birtust í­ Ví­si og sí­ðar DV?
Rétt svar: Bommi Björn Friðgeir fær 2 stig.

3. Frægar erlendar teiknimyndasögur birtust um skeið í­ í­slensku blaði undir heitinu „Aggi“ – hvað nefndust þær á frummálinu?

4. Hversu mörg börn eiga Lí­sa og Láki í­ samnefndum teiknimyndasögum?
Rétt svar: fjögur börn Snæbjörn fær tvö stig.

5. Hvað nefndist sjóræninginn með leppinn í­ langlí­fri teiknimyndaræmu í­ Ví­si og sí­ðar DV?
Rétt svar: Krulli Snæbjörn fær tvö stig.

6. Á lokaskeiði Ví­sis birti blaðið framhaldsteiknimyndasögu sem birtist vikulega upp á eina sí­ðu í­ hvert skipti. Á sögunni var fylgst með lí­fi og störfum einnar fjölskyldu, hvað nefndist hún?
Rétt svar: Dallas Snæbjörn fær tvö stig.

7. Teiknimyndasagan um indí­ánafjölskyldu í­ Amerí­ku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlí­f í­ í­slesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum?

8. Á fyrstu blöðum DV voru þrjár teiknimyndasögur sem voru einungis einn myndarammi hver. Hverjar voru þær?
Rétt svar: Bella, Lí­sa og Láki & Vesalings Emma Snæbjörn fær tvö stig.

… og svuntuþeysir er að sjálfsögðu synthesizer.

Þunga teiknimyndagetraunin

Þriðjudagur, september 23rd, 2003

Jæja gott fólk. Þá er komið að þungu teiknimyndasögugetrauninni. Gefin verða stig eftir geðþótta fyrir þá sem ná að svara rétt, skemmtilega eða skjóta inn besserwissum. Spurt er út úr teiknimyndasögum í­ dagblöðum fyrr á árum. Svör berist í­ athugasemdakerfið hér að neðan. Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningunum eða senda öll svörin inn í­ einu. Að jafnaði fær einungis fyrsti sendandi stig og færri stig fást fyrir að giska margsinnis.

1. Einhverjar fyrstu teiknimyndasögurnar sem birtust í­ Þjóðviljanum voru um „Kalla klunna“. Undir hvaða nafni er sú persóna betur þekkt í­ dag?

2. Hvað hétu knattspyrnuteiknimyndasögurnar sem birtust í­ Ví­si og sí­ðar DV?

3. Frægar erlendar teiknimyndasögur birtust um skeið í­ í­slensku blaði undir heitinu „Aggi“ – hvað nefndust þær á frummálinu?

4. Hversu mörg börn eiga Lí­sa og Láki í­ samnefndum teiknimyndasögum?

5. Hvað nefndist sjóræninginn með leppinn í­ langlí­fri teiknimyndaræmu í­ Ví­si og sí­ðar DV?

6. Á lokaskeiði Ví­sis birti blaðið framhaldsteiknimyndasögu sem birtist vikulega upp á eina sí­ðu í­ hvert skipti. Á sögunni var fylgst með lí­fi og störfum einnar fjölskyldu, hvað nefndist hún?

7. Teiknimyndasagan um indí­ánafjölskyldu í­ Amerí­ku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlí­f í­ í­slesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum?

8. Á fyrstu blöðum DV voru þrjár teiknimyndasögur sem voru einungis einn myndarammi hver. Hverjar voru þær?

Og giskiði nú…

* * *

Misheppnaða nýyrði dagsins:

írið 1981 var orðið „Svuntuþeysir“ kynnt til sögunnar. Hvað skyldi það hafa átt að merkja?