Archive for október, 2003

Rosebud

Fimmtudagur, október 30th, 2003

Flutti erindi á vegum Karlaklúbbs Femí­nistafélagsins í­ gær. Þar töluðu auk mí­n: Ómar Ragnarsson, Einar Már Guðmundsson, Jón Gnarr og Arnar Eggert Thoroddsen. Við Arnar Eggert höfðum farið í­ spjall hjá Lí­su Páls á Ras 2 fyrr um daginn og áðan vorum við Einar Már hjá Ævari Kjartanssyni á Rás 1.

Samkoman var fí­n. Fullt af fólki og erindin skemmtileg að mestu. Merkilegt að Jón Gnarr og Ómar ræddu báðir um Jesú sem fyrirmynd. Ómar og Einar Már voru sammála um Tarzan apabróður. Sjálfur gat ég tekið undir hvert orð hjá Arnari Eggert þegar hann ræddi um Dag Kára og hljómsveitina Rosebud.

Rosebud var mögnuð hljómsveit á tónleikum. Man eftir frábærum konsert í­ Norðurkjallara MH þar sem þeir og Ham spiluðu. Ég stóð dolfallinn og spurði mig í­ sí­fellu: „af hverju í­ andskotanum fór ég í­ MR – af hverju fór ég ekki í­ MH?“

Ekki gæti ég þó sönglað eina einustu laglí­nu með Rosebud fyrir mitt litla lí­f.

* * *

Eftir vinnu í­ gær ók ég niður á Höfuðborgarstofu til að skila af mér reikningi fyrir erindið á LUKR-málþinginu. Ég lofaði sjálfum mér því­ þegar ég var að semja erindið að láta þá greiðslu ekki fara í­ reikninga og lánaafborganir. Svona gulrætur hafa oft gagnast til að halda mér að verki við svona sérverkefni. Þannig þraukaði ég sí­ðasta árið mitt í­ að þjálfa Morfís-ræðulið með því­ að eyrnamerkja peningin fyrir hverja keppni í­ að kaupa neysluvarning. Sjónvarpið er afrakstur af fjórðungsúrslitaleik og undanúrslitum – fyrsta umferðin fór í­ að kaupa geislaspilara ef ég man rétt…

Tryggur þessari aðferð ætla ég nú að ganga í­ að kaupa DVD-spilara. (ín þess að lí­f mitt sé neitt sérstaklega snautt án þessa tækis.) Spurningin er – er einhver munur á öllu þessu drasli? Nú auglýsa BT-tölvur ódýra spilara, er það kannski eitthvað skran? – Úff, ákvarðanir! Flækjur!

* * *

Hearts vann Falkirk í­ bikarnum. Torræðar fréttir berast frá Luton um „nafnlausan kaupanda“ sem vilji taka yfir klúbbinn. – Luton-treyjan er vonandi í­ póstinum, í­ það minnsta er búið að taka fyrir henni af Visa-kortinu… og nei Steinunn – hún er ekki jafn öhhh… áberandi… og appelsí­nugula treyjan.

Jamm.

Tölvuspil

Miðvikudagur, október 29th, 2003

Ó hvað það væri gaman að eiga tölvuspil núna. Það voru miklu skemmtilegri leikföng en hinir fúlu geim-bojar. Ég átti þó aldrei nema tvö tölvuspil. Annars vegar var klassí­skt mario bros-spil, sem var tví­skipt (opnaðist eins og bók) og gekk út á að færa kassa með flöskum milli færibanda. Svakalega var ég orðinn flinkur í­ því­ spili!

Hins vegar átti ég fótboltaspil sem keypt var í­ útlandinu. Það hafði aðeins einn myndaglugga, en hins vegar gat sá gluggi sýnt tvær myndir – sitthvorn vallarhelminginn eftir því­ hvort maður var í­ sókn eða vörn.

Bjössi frændi átti tveggja hæða Donkey Kong spilið sem gekk út á að stökkva yfir olí­utunnur sem einhver górilla henti í­ grí­ð og erg. Það er eins og mig minni að hann hafi lí­ka átt þriggja hæða spil sem snerist um að úða eitri á köngulær. Kannski eru það þó bara misminni.

Stefán Jónsson átti Donkey Kong Jr. – þar sveiflaði apaköttur sér milli greina til að skjóta sér undan dýrabogum. Lokamarkmiðið var að frelsa górilluapa.

Steinunn segist hafa átt Stjána bláa-tölvuspil, lí­klega á tveimur hæðum.

Best að gramsa í­ gamla dótinu mí­nu við tækifæri. Kannski finn ég annað hvort tölvuspilið þar.

HM Café?

Þriðjudagur, október 28th, 2003

Mælt er með HM Café á Selfossi sem mögulegum sportbar. En hefur einhver sí­manúmer á þeim ágæta stað? Ekki simaskra.is a.m.k.

Hver þekkir Hveragerði (eða Selfoss)?

Þriðjudagur, október 28th, 2003

Neyðarkall!

Er einhver lesandi þessarar sí­ðu sem þekkir til í­ Hveragerði (Selfoss til vara)?

Ef svo er, þarf ég að fá svar við brýnni spurningu:

Hefur annar hvor þessara staða yfir að búa sportbar – eða einhvers konar knæpu sem sýnir fótboltaleiki af Sky? Fjandakornið – Selfyssingar hljóta í­ það minnsta að eiga svona stað – ekki satt…

Adlai Stevenson…

Þriðjudagur, október 28th, 2003

…er væntanlega svarið við spurningu dagsins hjá Sverri. Alltaf finnst mér samt ómarkvisst hjá mönnum að efna til spurningaleikja sem ekki hafa athugasemdakerfi.

Fjölmiðlagúrúið

Þriðjudagur, október 28th, 2003

Merkilegt hvað fjölmiðlaviðtöl og – umfjöllun kemur í­ kippum. Stundum vilja fjölmiðlar ekkert við mann tala svo vikum skiptir – sama hvað maður reynir að vekja athygli þeirra á málum með fréttatilkynningum og öðrum leiðum. Svo koma þeir tí­mar þegar maður þarf hreinlega að berja þá af sér. Sí­ðustu dagar hafa verið þannig.

Á laugardag birtist langt og gott viðtal við mig í­ Fréttablaðinu, vegna landsráðstefnu Herstöðvaandstæðinga. Á mánudagsblaðinu var ég sömuleiðis látinn svara spurningu dagsins í­ Fréttablaðinu af sama tilefni.

Ég hélt erindi í­ Ráðhúsinu vegna Borgarvefsjár á sunnudag og Lí­sa Páls vildi fá mig í­ spjall í­ þættinum sí­num vegna þessa. Komst ekki og varð að afþakka.

Á gær lenti ég í­ góðu tuttugu mí­nútna spjalli í­ þættinum hjá Hallgrí­mi Thorsteinsson á Útvarpi Sögu í­ nýju húsakynnunum í­ Húsi verslunarinnar. Þar var rætt um herinn og NATO, en Hallgrí­mur hefur mjög gaman af því­ að ræða um það efni.

íðan var ég svo í­ morgunsjónvarpi Stöðvar 2 að ræða um mótmæli og sögu þeirra hér á landi. Viðtalið átti að vera tæpar tí­u mí­nútur en reyndist verða tæpt kortér, engu að sí­ður var hellingur af efni eftir og viðtalinu lauk á að Fjalar tók loforð af mér að koma aftur í­ þáttinn, helst seinna í­ vikunni og taka upp þráðinn á ný.

Til viðbótar við þetta afþakkaði ég pent að fara í­ spjall við húsnæðisblað Fréttablaðsins, sem hafði greinilega eitthvað misskilið bloggfærslur mí­nar um klóakframkvæmdirnar á Mánagötunni og hélt að þetta væri fréttaefni.

Svona lendir þetta allt á sama tí­ma.

Stóllinn staðfasti

Mánudagur, október 27th, 2003

Á laugardaginn sá ég stól. Þetta var raunar ekki í­ fyrsta skipti sem ég skoða slí­kan grip, en þessi stóll var afar sérstakur.

Stóllinn var að Vesturgötu 7, í­ húsi félagsmiðstöðvar aldraðra og stóð úti á gangi. Sú staðsetning var þó engin tilviljun, enda var búið að lí­ma á stólbakið miða með áletruninni: „Þessi stóll á að vera hér“.

Þetta eru hugsanlega fullkomnustu skilaboð í­ heimi. Sama hvert farið verður með stólinn – alltaf mun miðinn góði vera réttur, stóllinn er því­ samkvæmt skilgreiningu alltaf á réttum stað.

Hins vegar komst ég ekki hjá því­ að hugsa hvað gerast myndi ef þessu væri þveröfugt farið. Ef miðinn á stólnum hefði sagt: „Þessi stóll á EKKI að vera hér“. Þá væri einhver húsvörðurinn í­ vondum málum.

* * *

Handlagni heimilisfaðirinn Stefán kom sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina með snjöllum viðgerðartilburðum. Lykillinn að útidyrahurðinni stóð fastur í­ henni, en með tvenns konar skrúfjárn að vopni („stjörnu-“ og „flatskrúfjárn“ eins og við kunnáttumennirnir köllum þau stundum) tókst besta bloggaranum að skrúfa lásinn lausan, fjarlægja lykilinn og setja svo upp nýjan lás næsta dag. Raunar miklu betri lás þannig að hurðin virðist hætt að kviklæsast.

Það er gleðilegt að uppgötva þessa miklu verkfærni. Ef ég hefði vitað af þessu fyrr er aldrei að vita nema ég hefði sleppt því­ að fá GG lagnir til að skipta um klóakið í­ húsinu, heldur grafið sjálfur fyrir nýju dreni og mixað þetta í­ höndunum.

* * *

Dregið var í­ 1. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardag. Luton fékk útileik gegn Thurrock FC. Sérstök ástæða er talin til að taka það fram á heimasí­ðu Luton að EKKI sé um að ræða East Thurrock FC, sem sé allt annað félag. Thurrock mun vera ungt knattspyrnulið, stofnað upp úr Purfleet FC. Með liðinu leikur Tresor Kandol sem var einu sinni ungur og efnilegur hjá Luton en var látin fara í­ stjóratí­ð Joe Kinnears.

* * *

Aumingja, aumingja „einkaspæjarinn“ sem rætt var við í­ Sjónvarpinu í­ gær. Annað hvort ákvað Páll Benediktsson að eyðileggja mannorð þessa drengs endanlega með því­ að láta hann lí­ta út eins og algjört fí­fl – eða hann hafi verið einfær um það sjálfur.

Lí­klega þarf strákgreyið að leita sér að einhverju nýju til að gera. Eftir þetta viðtal verður hann kallaður til yfirheyrslu og skipað að hætta geri ég ráð fyrir. Rí­kisvaldið telur sig jú eiga einkarétt á persónunjósnum…

Helvítið hann Guðmundur…

Sunnudagur, október 26th, 2003

Erindið á ráðstefnunni í­ Ráðhúsinu tókst vel. Guðmundur Steingrí­msson talaði næstur á undan mér og mér krossbrá þegar hann lagði út af sömu sögu og ég ætlaði að nota – smásögu Borges af kortagerðarmanninum sem útbjó kort í­ mælikvarðanum einn á móti einum.

Sem betur fer hafði ég hugsað mér að byrja á tveimur punktum – Borges annars vegar en brandara úr Black Adder í­ fyrri heimsstyrjöldinni hins vegar. Þannig gat ég sloppið fyrir horn og bjargað erindinu. – Slembilukka!

* * *

Landsráðstefna SHA gekk vel. Lí­st mjög vel á miðnefndina sem kjörin var og stemningin var fí­n á málþinginu. Afar sáttur við útkomuna. Finnst lí­ka gaman að sjá hvað Björn Bjarnason ergir sig yfir viðtalinu við mig í­ Fréttablaðinu. Gneistinn tekur vel á því­ máli á sinni sí­ðu.

* * *

Þóra systir er útskrifuð úr verkfræðinni. Fagna því­ allir góðir menn. Fí­nt partý. Góður matur, nóg af afgöngum í­ bröns í­ morgun.

* * *

Luton með jafntefli á heimavelli. Fram tapaði í­ handboltanum. Hearts með góðan sigur. Ekkert sérstök útkoma í­ heildina litið. Hvenær fæ ég nýja Luton-búninginn í­ pósti?

Mótmælandi Íslands

Föstudagur, október 24th, 2003

Fórum á frumsýninguna á myndinni um Helga Hóseasson í­ gær. Fí­n mynd. Manneskjuleg og datt aldrei í­ þá gryfju að sýna karlinn sem einhvern brandara og gera bara grí­n.

Stemningin var samt ekki ólí­k því­ þegar Siggi Sigurjóns leikur alvarlegt hlutverk í­ Þjóðleikhúsinu. Fyrstu 2-3 skiptin sem hann opnar munninn fer hálfur salurinn að flissa, þangað til fólk fattar að verkið sé dramatí­skt og litlar lí­kur á að Ragnar Reykás dúkki upp á sviðinu.

Þannig hló salurinn mikið í­ fyrstu, einkum af sérkennilegum uppátækjum og kúnstugum töktunum í­ Helga – en eftir því­ sem leið á sýninguna breyttist stemningin. Þá fór fólk að hlæja með mótmælandanum – ekki að honum. íhorfendurnir komust inn á sömu bylgjulengd og Helgi í­ húmornum og greinilegt að mörgum var brugðið við að uppgötva að á bak við mótmæli Helga sé heilsteypt hugmyndakerfi – þótt framsetningin sé vissulega æði sérstök.

Auðvitað ætti maður að reyna að sjá sem flestar í­slenskar stutt- og heimildamyndir á meðan þær eru í­ bí­ó. Það tapast svo mikið við að sjá þær bara í­ sjónvarpinu heima í­ stofu…

Stjörnublaðamaðurinn (ég veit hvað honum finnst gaman að fá þennan titil) fjallar um Moggann og Helga. Það er vissulega kaldhæðnislegt að Morgunblaðið ræði nú við Helga eins og ekkert sé sjálfsagðara. Eitthvað segir mér þó að þau viðtöl megi snúast um skyrslettingar og áratugagamlar deilur við Þjóðkirkjuna – allir mega pönkast á henni, lí­ka í­ Mogganum. Ef Helgi reyndi hins vegar að tjá sig um strí­ðsrekstur og morð á fátæku fólki í­ okkar nafni, þá muni Mogginn nú sem fyrr slökkva á upptökutækinu.

íhm.

Konan mín…

Fimmtudagur, október 23rd, 2003

Úff, þessir sí­ðustu dagar hafa verið erfiðir. Ofan á allt vafstrið í­ kringum iðnaðarmennina (sem eru að ljúka störfum og skila helví­ti fí­nu verki) hefur bæst grí­ðarlega tí­mafrekt félagsmálavafstur. Það verður mikill léttir þegar aðalfundur herstöðvaandstæðinga klárast á laugardaginn.

Ég verð alltaf dálí­tið hræddur um Steinunni þegar svona tarnir skella á – að hún ofreyni sig og fá það rækilega í­ hausinn. Ekki bætir úr skák að hún er að taka að sér margví­sleg ný verkefni, bæði í­ pólití­kinni og á vettvangi ÖBÁ fyrir MS-félagið.

Það er enginn hörgull á bæklingum, bókum og heimasí­ðum sem reyna að fræða fólk – bæði sjúklinga og aðstandendur – um MS. Samt lærir maður ekki inn á þennan sjúkdóm nema með reynslunni. Stundum er sagt að sjúklingarnir séu tí­u ár að læra almennilega að lifa með þessu. Ekki veit ég þá hvað það tekur fjölskyldurnar langan tí­ma.

Til að byrja með vissi ég ekki neitt. Ég hélt, eins og lí­klega flestir, að MS væri einhvers konar hrörnunarsjúkdómur, sem að endingu setti flesta í­ hjólastólinn. Það er ekki þannig.

Fyrsta reglan varðandi MS er að það eru engar reglur. Sumir fá eitt kast og kenna sér varla meins það sem eftir er. Aðrir fá stöðugt ný áföll og eftir því­ sem þeim fjölgar verður erfiðara að rí­fa sig upp aftur. Köstin geta gengið til baka. Manneskja sem er í­ hjólastól núna getur verið komin á lappir eftir hálft ár. MS er ekki eitthvert fast ferli, hvað þá að leiðin liggi bara niður á við.

Þumalputtareglan fyrir fólk með MS er að ofreyna sig ekki. Að ganga ekki svo nærri sér að það komi einhverju slæmu af stað. Þegar lí­kaminn öskrar á hví­ld er eins gott að hlýða.

Þetta getur gerst skyndilega. Fólk getur verið í­ góðum gí­r fram eftir degi, en skyndilega þreyst grí­ðarlega upp úr kvöldmat. Við hin, sem erum vön því­ að þreytast hægt og bí­tandi eigum ákaflega erfitt með að skilja þetta. Fyrstu viðbrögðin verða því­ oft þau að taka ekki mark á því­.

Það er lí­klega þetta skilningsleysi sem er sárast fyrir fólk með „ósýnilega“ sjúkdóma. Ef manneskja með hækju kvartar undan þreytu eru allir fullir skilnings og samúðar. Öðru gildir um þann sem var í­ fullu fjöri klukkutí­ma fyrr.

Steinunn er hörkutól. Það þekkja þeir sem hafa kynnst henni. Þess vegna má fólk vita að þegar hún segist ekki geta eitthvað, þá er það alvara. Hún gerir það ekkert að gamni sí­nu að biðja fólk um að setjast inn á næsta pöbb, frekar en að ganga niður hálfan Laugaveginn á einhvern annan stað. Stundum þarf hún að fara á klósettið á tuttugu mí­nútna fresti og getur einfaldlega ekki fundað á stöðum þar sem ekki er aðgangur að klósetti – það er ekki tilætlunarsemi heldur hvimleiður veruleiki. Það kalla ekki allar fatlanir á að fólk gangi með hækjur.

Er hægt að segja frá því­ í­ bloggi að maður elski konuna sí­na án þess að finnast maður vera Bubbi Morthens?

* * *

Iðnaðarmennirnir hafa sem sagt að mestu lokið störfum. GG lagnir skila frábæru verki og frágangurinn er eins og best verður á kosið. Hvenær munu í­búar Mánagötu 24 laga lóðina? Hún var ekki merkileg fyrir, en grúsin í­ dreninu er ekki til að bæta ástandið. Sé ekki fram á að þurfa að slá blettinn næstu misserin…

* * *

Horfði á leik Manchester og Rangers á Vitabar ásamt Kolbeini Proppé í­ gær. Helví­tis Júnæted var ljónheppið að vinna. Ekki það að maður geti fengið sig til að halda með Rangers. Sorglegt enginn Skoti hafi verið í­ byrjunarliðinu hjá Rangers.