Archive for nóvember, 2003

Hinn sannarlega vísi maður

Miðvikudagur, nóvember 26th, 2003

Hinn sannarlega ví­si maður… myndi ekki skilja fötin sí­n eftir við hliðina á opnum svefnherbergisglugganum, til þess eins að þurfa að berja úr þeim frostið að morgni.

Þetta var spakmæli dagsins.

* * *

Horfði í­ gær á tvo þætti úr Futurama-serí­u nr. 5 sem Palli brenndi fyrir mig, í­ stað þess að lesa undir próf. Þetta eru sí­ðri þættir en t.d. 3. serí­an. Ekki bætti úr skák að eitthvað fokkaðist upp við afritunina. Fyrsti þátturinn var í­ fí­nu lagi, en strax um miðbik annars þáttar var hljóðið hætt að fylgja myndinni. Ætti þetta að kenna manni að virða höfundaréttarlög og bí­ða í­ 2-3 ár eftir að þættirnir verða gefnir út á löglegum DVD-diskum? Nah…

* * *

Réttó vann Skrekk. Hvernig er það – vinna ekki Réttó eða Hagaskóli ALLTAF? Og er það ekki fyrst og fremst vegna þess að siguratriðin í­ þessum keppnum innihalda alltaf 20-30 manna dansflokka sem engir aðrir skólar hafa nemendafjölda til að standa undir?

Man ekki hvort þessi Skrekks-keppni var byrjuð þegar ég var í­ Hagaskólanum. Á þá daga var spurningakeppnin að lognast út af, en ræðukeppnin var ennþá nokkuð sterk. Svo var fótboltamót grunnskóla og skákkeppni sem Hagaskóli og Æfingadeildin unnu alltaf, en um aðrar keppnir var ekki að ræða.

* * *

Así­ufótboltakeppni HM heldur áfram. Á Íslandi fylgjast menn bara með framgangi tveggja liða í­ keppninni – Afganistan og íraks. Á tilfelli Afganistan er það rökrétt, því­ talibanar bönnuðu vissulega fótbolta og þjóðin hafði ekki sent landslið til keppni í­ óratí­ma.

Hvað írak varðar, virðist eitthvað hafa skolast til í­ kollinum á fólki. Ég er alltaf að rekast á fréttir af því­ að „menn séu farnir að spila aftur fótbolta í­ írak“, frjálsir undan Saddam Hussein. Hr. Henson komst meira að segja í­ fréttirnar þegar hann gaf tvo umganga af fótboltatreyjum suður eftir og lýsti því­ svo hróðugur hversu gaman það væri að fá að koma að því­ að byggja upp fótboltann í­ strí­ðshrjáðu landi.

Vandamálið við þessar frásagnir er hins vegar það að írakar hafa alla tí­ð verið í­ hópi betri fótboltaliða í­ sí­num heimshluta. Sí­ðustu misserin hafa þeir oft farið nærri því­ að komast í­ úrslitakeppnir móta og stundum náð þeim árangri. Helsti tálminn í­ vegi þeirra hefur verið viðskiptabannið og sú staðreynd að stöku grannþjóðir hafa hikað við að spila af pólití­skum ástæðum. Það er því­ með hreinum ólí­kindum að lesa fréttir um að hr. Henson og bandarí­ska hernámsliðið séu að kynna fótbolta fyrir írökum.

En aftur að afrí­ska boltanum. Túrkemanr unnu Afgani auðveldlega. 11:0 heima og 2:0 í­ Kabúl. Á sunnudag sigraði lið Taiwan svo Macao 3:0 á heimavelli. Sí­ðar í­ dag mætast Bangladesh og Tajikistan. Spennandi verður að sjá hvernig þeim leik lyktar.

Ójá.

Kratar og bankastjórar

Þriðjudagur, nóvember 25th, 2003

Það er yfirlýst stefna þessarar bloggsí­ðu að hér er ekki fjallað um pólití­k nema í­ undantekningartilfellum. Get samt ekki orða bundist eftir fréttatí­ma Stöðvar 2 og Kastljósið í­ gær.

Einhverra hluta vegna hafa þingmenn Samfylkingarinnar ákveðið að Daví­ð sé hinn versti maður fyrir að hafa pönkast á Búnaðarbankastjórunum. (Sjálfum dettur mér í­ hug 100 betri ástæður fyrir því­ að skamma Daví­ð Oddsson.)

Lí­klegasta skýringin á þessum viðbrögðum er sú að forsætisráðherra gat ekki stillt sig um að sparka í­ Jón Ólafsson í­ tengslum við þennan hamagang. Það er segin saga að þegar ráðist er á Jón, þá snúast kratarnir til varnar…

Það skemmtilegasta í­ þessu öllu saman er þó að heyra samflokksmenn Jóhönnu Sigurðardóttu ræða um að menn eigi ekki að reyna að koma höggi á bankastofnanir með því­ að ræða launakjör stjórnenda þeirra og hvetja fólk til að flytja viðskipti sí­n. – Komm on! Jóhanna Sigurðardóttir er nánast með doktorsgráðu í­ að hneykslast á launum bankastjóra. Hún gæti flutt ræðuna um græðgina og samanburð við laun skúringarkvenna í­ svefni!

Hvað ætli maður þyrfti að leita lengi í­ umræðunum og greinaskrifunum í­ tengslum við laxveiðiferðir Landsbankastjóranna til þess að finna tilvitnun í­ þingmenn stjórnarandstöðunnar hvetja fólk til að hætta viðskiptum við bankann? Eða er það meira mál þegar forsætisráðherrann hefur orð um slí­kt vegna þess að það tekur enginn mark á stjórnarandstöðunni? – Stór mí­nus í­ kladdann hjá krötunum! (Af hverju pönkast menn ekki frekar á Finni Ingólfssyni sem gerði þó helví­tis samninginn!)

* * *

Á laugardaginn leit ég inn á Glaumbar að horfa á fótbolta. Þar komst ég að því­ að við hlið mér sátu stuðningsmenn: Crystal Palace, WBA og Ipswich. Mikið er gott að losna öðru hverju við skrí­linn sem heldur með stóirliðunum. Við sammæltumst um að það væri miklu betra að eiga sér lí­til lið að halda með. Miklu skemmtilegra að fylgjast með framvindu mála á textavarpinu en í­ beinni útsendingu…

* * *

Bjúgu og uppstúfur í­ matinn í­ gær. Tókst betur en sí­ðast, enda gerði Steinunn uppstúfinn að þessu sinni. – Hvort tala lesendur þessarar sí­ðu um uppstúf sem karlkyns eða hvorugkynsorð. „Það uppstúfið“ hefur mér alltaf þótt hláleg málvenja.

Eftir stendur að ég gæti ekki gert uppstúf til að bjarga lí­fi mí­nu (enda kannski ólí­klegt að til þeirrar aðstöðu muni beinlí­nis koma). Skyldi ekki einhver skólasálfræðingurinn eða fjölgreindarfræðingurinn hafa skilgreint fyrirbærið „sértækir matreiðsluörðugleikar“ – þá hefði ég í­ það minnsta afsökun…

Framfarir eru illar

Mánudagur, nóvember 24th, 2003

Andúð mí­n á nýjungum og „tækniframförum“ fer stigvaxandi.

Frá því­ að ég hóf störf hjá Orkuveitunni, þá raunar Rafmagnsveitunni, hafa tæknimenn fyrirtækisins reglulega troðið inn á mig nýjum græjum og dóti sem ætlað er að gera starf mitt þægilegra og markvissara. Á hvert skipti hafa þær tilraunir endað með hörmungum.

Fyrir mörgum mánuðum var mér tilkynnt að til stæði að skipta um sí­mkerfi á Minjasafninu. Þar með myndi safnið komast inn á sama sí­mkerfi og Orkuveitan öll, við gætum sent sí­mtöl milli deilda og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta nýja sí­mkerfi er tölvutengt og tengist netinu á einhvern hátt, annars kann ég ekki að útskýra þennan mekanisma frekar.

Tilraunir mí­nar til að benda á að sí­mkerfið sem við höfum núna virki bara ágætlega skiluðu engum árangri. Ég var talinn hálfgerður vitleysingur að vilja ekki fá nýja og frábæra sí­mkerfið og svo fór að lokum að hersveit iðnaðarmanna var send á staðinn til að þræða einhverja kapla og bora í­ gegnum gólf og veggi.

Um leið og tæknimennirnir mættu á svæðið spurði ég þá hvort það væri réttur skilningur að eftir breytinguna yrði það ekki bara netsambandið sem myndi liggja niðri heilu og hálfu dagana, heldur sí­mkerfið lí­ka? Þetta þótti þeim mjög fyndinn brandari hjá mér og viðurkenndu fúslega að ef svo óliklega vildi til að netið færi út, þá yrðu lí­klega truflanir á sí­mkerfinu lí­ka.

Nema hvað. Þessa viku sem nýja fí­na sí­mkerfið hefur verið uppi, hefur það slegið út netinu 3-4 sinnum. Á hvert sinn hefur Minjasafnið verið netlaust (sem er ekki gott þar sem við starfsmenn erum hvattir til að vista öll okkar gögn á hýsil fyrirtækisins en vera ekki með þau á einkasvæði) jafnframt höfum við verið sí­masambandslausir allan þann tí­ma sem tekið hefur viðgerðarmann að koma sér inn í­ Elliðaárdal. 1-2 á dag hringir sí­minn og ég hrópa „halló – halló“ í­ tólið á meðan einhverjir útlendingar babla sí­n á milli í­ fjarska. Þetta gerðist aldrei í­ gamla kerfinu.

Allar bölsýnisspár mí­nar varðandi þetta nýja sí­makerfi hana reynst réttar. Tækninýjungar eru uppfinningar djöfulsins. Framfarir áttu kannski rétt á sér einu sinni, en þær héldu of lengi áfram…

* * *

Hearts vann Hibs 2:0 í­ Edinborgarslagnum. Fagna því­ allir góðir menn.

* * *

DV er svo hrifið af svörum Dagnýjar Jónsdóttur við spurningu um styttingu framhaldsskólans að blaðið ákveður að birta það á sí­ðu átta og svo aftur á sí­ðu tí­u. – Klént.

* * *

Börnin úr Grandaskóla sem komu í­ Rafheima í­ morgun voru fí­n. Á hópum voru tveir efnilegir spurninganirðir sem vissu greinilega allt um Benjamí­n Franklí­n, Edison og Einstein. Gaman að þessu.

Hvíta stríðið

Sunnudagur, nóvember 23rd, 2003

Mætti á fyrirlestur Péturs Péturssonar um Hví­ta strí­ðið í­ húsnæði Borgarbókasafnsins. Pétur hefur verið með dellu fyrir drengsmálinu í­ marga áratugi og var nú að afhenda Borgarskjalasafni gögnin sí­n. Þar er margt fróðlegt að finna.

Með drengsmálinu og Hví­ta strí­ðinu er vitaskuld átt við átökin í­ Reykjaví­k í­ nóvember 1921 þar sem stjórnvöld tóku með valdi unglingspilt sem Ólafur Friðriksson hafði tekið að sér og sendu hann til Danmerkur. Hin opinbera skýring var sú að drengurinn væri smitaður af háskalegum augnsjúkdómi, trakoma, sem væri smitandi og ólæknandi.

Hin raunverulega ástæða var vitaskuld sú að stjórnvöld vildu niðurlægja Ólaf Friðriksson og berja niður hreyfingu verkamanna sem var í­ örum vexti. Hræðslan við hugsanlega byltingu bolsévikka var svo stæk hér á landi sem annars staðar að menn voru alveg tilbúnir að trúa því­ að 13-14 ára strákur væri Moskvu-agent og byltingarforingi. – Hálfgeggjað…

Pétur Pétursson hefur með rannsóknum sí­num fundið dæmi um trakoma-tilfelli sem læknuð voru hér á landi á sama tí­ma. Einkar fróðlegt var t.d. að heyra um tilfelli sem meðhöndlað var með góðum árangri árið 1924, en sem greinilega var reynt að þagga niður til að Landlæknir þyrfti ekki að viðurkenna að framgangan 1921 hafi verið óverjandi. Þá hefur Pétur fengið staðfest með viðtölum að í­slenskir augnlæknar treystu sér fyllilega til að lækna piltinn en á þá var ekki hlustað.

Eins og þessi atriði dugi ekki ein og sér til að sýna fram á hinar raunverulegu ástæður þess að drengurinn var fluttur af landi brott, þá er varðveitt bréf frá Jóni Magnússyni forsætisráðherra til Sveins Björnssonar sendiherra í­ Kaupmannahöfn sem ritað var á meðan verið var að meðhöndla drenginn á sjúkrahúsi í­ Danmörku, þaðan sem hann var útskrifaður albata – þess efnis að Sveinn beitti sér fyrir því­ að drengnum yrði ví­sað frá Danmörku og kæmi ekki aftur til Íslands.

Þetta tí­mabil, frá svona 1910-1935 er uppáhaldstí­mabilið mitt í­ Íslandssögunni. Það er hins vegar skelfilega vanrækt. ístæðan er lí­klega sú að þarna var búið að leiða sjálfstæðisbaráttuna til lykta, að heita má – en stéttastjórnmálin rétt að byrja fyrir alvöru. Þá gerir mýtan um það að hér hafi rí­kt stöðnun og kyrrstaða þar til strí­ðið kom með öllum sí­nu hergróða, það að verkum að menn leita ekki aftur fyrir heimstyrjöldina að upphafi þjóðfélagsbreytinga sí­ðustu áratuga.

Fyrri heimsstyrjöldin skiptir að mí­nu mati ekki minna máli en sú sí­ðari. Ég treysti mér reyndar til að rökstyðja að hún hafi breytt þróun í­slensks samfélags meira en seinni heimsstyrjöldin!

Kinnroðalaust tap

Föstudagur, nóvember 21st, 2003

Skúli Sigurðsson dregur í­ efa að ég sé nægilega heiðarlegur í­ blogginu mí­nu. Hefur mig grunaðan um að segja bara hetjusögur, en þegja þegar illa gengur. Að því­ tilefni hvatti hann mig til að blogga um það hvernig leikir dagsins í­ föstudagsfótboltanum færu – lí­ka ef ég myndi enda í­ tapliðinu.

Við þessu er sjálfsagt að verða. Þrí­r leikir voru leiknir. Tveir töpuðust og einn vannst. Sjálfur var ég slappur í­ leiknum og nennti lí­tið að hlaupa í­ vörninni.

* * *

Listi Rolling Stone Magazine yfir bestu plötur allra tí­ma var ömurlegur. Fjórar Bí­tlaplötur á topp 10 er út úr öllu korti. Og hvernig er hægt að sleppa t.d. Never Mind the Bollocks af svona lista? London Calling sleppur inn á topp 10, annað er óttalegt prump.

Er Paul McCartney mesti skúnkur í­ heimi? Ringo var eini góði Bí­tillinn.

Lesendabréf DV

Föstudagur, nóvember 21st, 2003

Hóhóhó… ég átti hreinlega bágt með mig þegar ég renndi í­ gegnum DV í­ gær. Á lesendabréfasí­ðunni var mynd af Geir Jón Þórissyni. Ég skal hundur heita ef þetta bréf er ekki tilbúningur einhvers blaðamannsins:

Atvinnumaður í­ kurteisi

Ingibjörg Bjarnadóttir skrifar
Ég nánast kikna í­ hnjúaliðunum þegar yfirlögregluþjónn okkar Reykví­kinga, Geir Jón Þórisson, birtist í­ sjónvarpinu. Bæði er maðurinn bráðmyndarlegur – stór og stæðilegur – og hefur einnig ótrúlegan sjarma og útgeislun. Og augun sem sögð eru spegill sálarinnar vitna um að þarna fari góður maður.
Alltof margir í­ röðum opinberra starfmanna skynja ekki að þeir starfa í­ þjónustu fólksins. Bera ekki virðingu fyrir þegnum landsins, fremur en skí­tnum undir skónum sí­num. Þeir hinir sömu ættu að taka sér Geir Jón til fyrirmyndar, sem er eins og diplómat og atvinnumaður í­ kurteisi.
Og í­ þessu sambandi gerist sú spurning áleit hvort Ólafur Ragnar ætli að halda áfram sem forseti Íslands, þegar kjörtí­mabili hans lýkur á næsta ári. Geir Jón væri tilvalið forsetaefni.

* * *

– Geir Jón á Bessastaði! Er það ekki bara málið?

Sumardekkjasamsærið

Fimmtudagur, nóvember 20th, 2003

Ég hef uppgötvað samsæri.

Fór með Bláa drauminn á dekkjaverkstæði áðan, til að tryggja að reikningurinn frá herra Visa yrði nú örugglega jafn skuggalegur og vanalega með nýju ári. Fyrir nokkrum dögum höfðum við pabbi farið í­ gegnum dekkjabirgðirnar í­ Frostaskjólinu, en þar eru haugar af dekkjum. Það virtist allt vera sumardekk, þó gat ég kippt frá nokkrum sem litu vænlega út. íður hafði ég sæðnt mig í­ gegnum dekkjahrúgur á Mánagötunni – tómar sumarblöðrur.

Á verkstæðinu hristu menn hausinn og kváðu upp þann úrskurð að dekkin mí­n væru sko alls engin vetrardekk, heldur sumardekk sem ættu skammt eftir. Ný dekk (eða öllu heldur sóluð) skyldi það vera.

Nú er ég með fullan bí­l af dekkjum, sumardekkjum eins og ég get í­ mig látið. Á mí­num huga er þetta ekkert minna en samsæri! Er einhver lógí­k í­ því­ að sumardekk hrúgist upp, en vetrardekk ekki? Nú hef ég átt og misst bí­la, en hvers vegna helst mér ekkert á vetrardekkjum. Urg!

* * *

Daní­el Freyr er fí­nn bloggari. Hvet alla til að lesa Danna, þótt hann kalli mig hjarðsál.

Jamm.

Salat

Fimmtudagur, nóvember 20th, 2003

Eftir niðurlægingu gærdagsins verður ekkert bloggað um fótbolta hér í­ dag. Þó er rétt að geta þess fyrir áhugamenn um Así­uforkeppni HM að Túrkmenar unnu Afganistan 11:0.

* * *

Skúli Sigurðsson fer til Þýskalands á morgun. Að því­ tilefni ætla ég að éta með honum í­ hádeginu. Veitingastaðurinn „Á næstu grösum“ varð fyrir valinu. Þar hef ég ekki étið áður. Er nokkur von til þess að verða saddur af radí­sum og hundasúrum?

* * *

Á allan dag hef ég verið að raula fyrir munni mér „Paint a Vulgar Picture“ með Smiths. Það er reyndar uppáhaldslagið mitt, besta lag Smiths og ásamt „God“ með P.I.L. besta lag allra tí­ma. Öllu má þó ofgera.

* * *

DV er ekkifréttablaðið. Á gær fór öll forsí­ðan í­ strí­ðsfyrirsögn sem ví­saði á grein á sí­ðu 10 um bankamálið. Þegar þangað var komið reyndist greinin ekki nema svona einn og hálfur textarenningur. Gisið umbrot, risamyndir og stórar fyrirsagnir virðast ætla að halda áfram að einkenna blaðið.

Spái því­ að kallaritstjórnin á DV byrji senn að birta „sí­ðu 3-stúlkur“ eins og The Sun eða „Side 9-piger“ eins og Extrabladet…

Barmmerki & fótbolti

Miðvikudagur, nóvember 19th, 2003

Eftir vinnu göngum við Palli í­ að búa til barmmerki fyrir Pönkarann. Siggi pönk er eftirlætis kúnninn okkar Palla, enda kemur ekki til greina að leyfa honum að borga neitt. (Enda fráleitt að ætla sér að rukka anarkista – ekki satt?)

Þegar við gerum barmmerki fyrir Pönkarann getum við gengið út frá því­ að þau verða skemmtileg, beinskeytt og það sem meira er – þeim verður dreift og þau notuð. Það er mikils virði. Nógu margir vilja fá okkur til að gera ljót og leiðinleg merki sem grotna loks niður í­ plastpokum úti í­ bæ. – Pönkarinn er flottastur.

* * *

Að barmmerkjaframleiðslu lokinni ætla ég á sportbarinn í­ Glæsibæ að horfa á fótbolta. Fimm leikir í­ forkeppni EM, þar af í­ það minnsta þrí­r í­ beinni útsendingu frá 18:30-21:30. Allt hreinir úrslitaleikir.

Holland – Skotland, þetta þarf varla að útskýra frekar. Skotar eru langskemmtilegastir. Ég er nánast feginn að þeir komust áfram á kostnað Íslands.

Wales – Rússland, auðvitað Wales – eða Kymrí­a eins og Raggi Kristins vill kalla þetta ágæta land. Kymrar eiga fá verulega flinka knattspyrnumenn, en þeir berjast eins og ljón. Svo yrði Llion Owen vinur minn lí­ka svo glaður ef hans menn kæmust til Portúgal.

Slóvení­a – Króatí­a, hér hlýt ég að halda með Slóvenum vegna þess að þeir koma frá litlu og fámennu landi, auk þess sem ég hef kynnst miklu fleiri skemmtilegum Slóvenum en Króötum.

Noregur – Spánn, það er ekki hægt að halda með Noregi. Það er leiðinlegasta landslið í­ heimi.

Tyrkland – Lettland, auðvitað væri það heillandi að sjá dvergþjóð í­ fótboltanum á borð við Letta fara í­ úrslitakeppnina, en Tyrkir eru miklu skemmtilegra lið.

* * *

Til að fullkomna fótboltanördaskap minn er ég farinn að fylgjast með Así­u-forkeppni HM í­ Þýskalandi 2006, en hún hefst einmitt í­ þessari viku. Á undankeppni um sæti í­ riðlakeppninni leika:

Túrkmenistan – Afganistan
Pakistan – Kyrgistan
Laos – Sri Lanka
Mongólí­a – Maldí­ves-eyjar
Guam – Nepal
Taiwan – Macao
Bangladesh – Tadjekistan

Um þetta mætti skrifa lærða ritgerð – kannski ég geri það bara við tækifæri…

* * *

Og talandi um fótbolta. Luton vann seinni leikinn gegn Thurrock; 3:1. Forbes með þrennu. Ekki slæmt.

Næstu fjórir leikir verða áhugaverðir: Sheffield Wed. úti & Chesterfield heima í­ deildinni; Rochdale úti í­ 2. umferð FA-bikarkeppninnar & Southend úti í­ sendibí­labikarkeppni Þrastar.

Ójá.

Draumadísir

Þriðjudagur, nóvember 18th, 2003

Besti og frægasti bloggarinn man nánast aldrei drauma, eins og fram hefur komið á þessum vettvangi. Þá sjaldan hann rámar í­ draumfarir sí­nar eru þeir óskiljanlegt þrugl, með örfáum skemmtilegum undantekningum.

Annað sem er merkilegt við drauma besta bloggarans er sú staðreynd að hann dreymir aldrei konuna sí­na, ættingja hennar eða vini. – Eða þannig var það til skamms tí­ma.

Fyrir tveimur nóttum slapp ítalí­ufarinn Bryndí­s inn í­ draumaland Stefáns og var þar meira að segja í­ burðarhlutverki í­ draumi sem gerðist á skringilegu gistihúsi. U.þ.b. tí­u manns sem ég þekki alla af hinum og þessum vettvangi gistu með okkur í­ þessu hrörlega hóteli. Ég vaknaði áður en blóðbaðið byrjaði. – Já, auðvitað hefði þetta endað með blóðbaði. Hverjum dettur í­ hug að kynna til sögunnar tí­u manns á afskekktu gistihúsi ef ekki væri um að ræða Agötu Christie-glæpasögu. Ég er meira að segja nokkuð viss um að Björgvin G. Sigurðsson var morðinginn – eða hefði orðið fyrsta fórnarlambið.

Þegar ég vaknaði í­ gærmorgun fannst mér þetta stórmerkilegt – að Bryndí­s væri komin á blað en Steinunn ekki. Bjóst jafnvel við að hún yrði öfundsjúk.

Nema hvað, í­ nótt rættist úr þessu. Steinunn fékk sérkennilegt aukahlutverk í­ fullkomlega fáránlegum draumi sem gekk út á illdeilur mí­nar við kaffihúsaeiganda sem taldi mig hafa hlunnfarið sig í­ viðskiptum. Ég var mjög sár yfir að vera hafður fyrir rangri sök og svaraði fullum hálsi (en gætti mí­n þó á að fara ekki offari, því­ vissulega hafði ég prettað manninn – bara ekki á þann hátt sem hann hélt fram.)

Eftir stendur að Steinunn og Bryndí­s eru báðar orðnar draumadí­sir, sem hlýtur að teljast gott mál. Ætli það sé til í­slenskt orð yfir að dreyma einhvern í­ fyrsta skipti?

* * *

Luton leikur seinni leikinn við Thurrock í­ kvöld í­ fyrstu umferð FA-bikarkeppninnar. Leikurinn er ekki sýndur á Sky, heldur Canvey Island – Southend, talandi um að kunna ekki að forgangsraða!

Við verðum að vinna í­ kvöld og það helst nokkuð sannfærandi. Úrslitin í­ fyrri leiknum voru hræðilega niðurlægjandi. 1-1 gegn utandeildarklúbbi, hverra besti maður sér sér farborða með því­ að lesa upp bingótölur! (ín þess að ég sé á nokkurn hátt að gera lí­tið úr merku starfi bingóaflesara…)

* * *

Húsvörðurinn skemmtilegi var ekki með í­ Scrubs-þætti gærkvöldsins, enda náði þátturinn sér aldrei á strik. Svona má ekki gerast!

* * *

Ekki langar mig í­ margar bækur um þessi jól. Reyndar þarf ég að eignast Vetrarundrin – Múmí­nálfaævintýrið sem verið er að endurútgefa. Þá hef ég alltaf gaman af Einari Kárasyni. Annað sýnist mér að megi missa sí­n.

Jamm.