Archive for desember, 2003

Stormur

Mánudagur, desember 29th, 2003

Neinei… engar áhyggjur – ég ætla ekki að fara að blogga um veðrið (þótt vissulega sé skí­taveður úti). Ég ætla að blogga um Storm, skáldsögu Einars Kárasonar.

Einar hefur alltaf verið í­ miklu uppáhaldi hjá mér. Hef lesið allar skáldsögurnar hans nema þá fyrstu. Skilst að fátt annað sé gott við hana en titillinn. Hitt hef ég allt eignast og lesið að heita má. Meira að segja smásagnasöfnin, Söng villiandarinnar og Þætti af einkennilegum mönnum. Djöflaeyjan er vitaskuld toppurinn. Hana las ég fyrst sem krakki og hló af bröndurunum. Sí­ðar las ég hana á alveg nýjan hátt. Gaman að þroskast upp í­ bækur með þessum hætti.

Stormurinn olli mér ekki vonbrigðum. Held að hún muni fara á spjöld sögunnar sem töffaralegasta „hefnd“ seinni tí­ma. Aðalpersónan er sem sagt letihaugur, leiðindagaur, skúnkur og kjaftaskúmur – sem lesandinn kemst þó ekki hjá því­ að hafa nokkra samúð með, a.m.k. framan af. Auðvitað er þarna Aggi sjálfur lifandi kominn – maðurinn sem minnti endilega að hann hefði sjálfur skrifað Djöflaeyjuna og að hvaða fí­fl sem er hefði getað komið sögunum frá kaffibollastiginu og á prent. 1-0 fyrir Einar.

* * *

Lenti á fundi í­ vinnunni kl. 9. Allir vansvefta. Svona fer þetta yfir hátí­ðarnar. Maður sefur eins og sví­n – leggur sig helst ekki fyrir minna en 12 tí­ma. Svo liggur maður andvaka alla nóttina áður en vinnuvikan hefst. Annars er nánast óskammfeilið að kalla tvo vinnudaga í­ röð „vinnuviku“.

* * *

Luton endaði árið vel. Sigur heima gegn Notts County og við erum í­ sjöunda sæti – einu sæti frá umspili – og bara stigi á eftir tveimur næstu liðum.

Bikarslagur á laugardaginn. Útileikur gegn Bradford sem er fyrstudeildarlið – raunar í­ fallsæti. Það væri nú ekki amalegt að komast áfram um eina umferð og fá stórlið upp úr hattinum. Þá gæti gjaldkerinn í­ það minnsta borgað leikmönnum launin áður en Visa-reikningarnir frá jólunum berast.

Tréhesturinn

Miðvikudagur, desember 24th, 2003

Jæja, þá heldur kristna fólkið upp á jólin – sem þau stálu frá okkur heiðingjunum. Við látum ekki á neinu bera og tökum þátt í­ hátí­ðarhöldunum, þótt við vitum sem er að vegna vondrar rí­mfræði séu jólin aðeins of seint á ferðinni.

Á hinum eiginlegu jólum héldum við ásatrúarfólk í­ Nauthólsví­kina og brenndum tréhest. Reyndar væri synd að segja að skí­ðlogað hafi í­ hrossinu (vel að merkja – hér nota ég hugtakið „synd“ í­ óeiginlegri merkingu, enda fellst ég ekki á það kristna þrælasiðferði). Hélt að tærnar myndu frjósa af mér, en betur fór en á horfðist.

* * *

Friðargangan í­ gær gekk mjög vel þrátt fyrir skí­taveður. Fullt af fólki, þótt löggan hafi flippað gjörsamlega út í­ sí­num ásgiskunum og skutu á alltof háa tölu.

Steinunn lenti í­ viðtali bæði á Rás 1 og í­ fréttum Sjónvarpsins. Stóð sig vel, sem vænta mátti.

* * *

Óli kom í­ heimsókn. Hann er í­ fí­nu formi og allur spengilegri en þegar hann fór fyrst út til Bretlands. Það er þá eitthvað annað en hjá mér. Ég bætti á mig tí­u kí­lóum á einu ári í­ Skotlandi. Spurning hvort belgí­ska konfektið sé heilsusamlegra en margir héldu eftir allt saman.

Jamm, gleðileg jól fólk.

Er ég fordómafullur?

Þriðjudagur, desember 23rd, 2003

Meðal þeirra sem rötuðu á lista tí­u efstu í­ valinu á í­þróttamanni ársins er einn dansari. Það finnst mér skrí­tið. – Ekki vegna þess að ég dragi í­ efa að viðkomandi dansari sé flinkur á ballskónum, heldur vegna þess að mér finnst dans varla flokkast undir að vera í­þrótt.

Fordómar? Kannski.

Skák og bridds falla að mí­nu viti ekki undir skilgreininguna „í­þróttir“ og um það virðist íþróttasambandið vera sammála mér. Ég er sömuleiðis sammála því­ að vaxtarækt eigi ekki að teljast til í­þrótta. Kraftraunir (draga vörubí­la, lyfta hveitisekkjum o.þ.h.) eru heldur ekki tækar í­ þann flokk, þótt þær eigi samt meira skylt við raunverulegar í­þróttir en sumt það annað sem fellur undir þann flokk.

Hestamennska finnst mér heldur ekki að eigi að flokkast undir í­þróttir. Þegar Sigurbjörn Bárðarson var valinn í­þróttamaður ársins botnaði ég ekkert í­ því­ hvers vegna gengið var framhjá hestinum hans.

Á sama hátt finnst mér hæpið að fella „tækjagreinar“ á borð við siglingar, kappakstur og jafnvel bobsleðabrun í­ sama flokk og frjálsar, sund og fótbolta. Ég veit að núna verður hrossalobbýið og allir Formúluaðdáendurnir æfir, en svona er það nú bara.

Snóker er að mí­nu viti heldur ekki í­þrótt. Sport sem hægt er að iðka á jólabuxunum gengur ekki upp í­ kollinum á mér.

Almenningsí­þróttir eru heldur ekki alvöru í­þróttir. Kvennahlaupið, skokk á Ægisí­ðunni og Ólafur Ragnar að gera hnélyftur í­ einhverjum tækjum á ví­ðavangi – það eflaust voða holt og gott, en ekki í­þróttir…

Jamm.

* * *

Þar til rétt í­ þessu hafði ég sloppið í­ gegnum desembermánuð án þess að heyra Jólahjól. Nú er sú sæla á enda.

Sagan af manninum sem hélt að hann hefði týnt lyklunum sínum…

Mánudagur, desember 22nd, 2003

Kom að austan um ellefuleytið í­ gær. Útförin fór vel fram. Merkilegt hvað svona atburðir þjappa fjölskyldum saman og fólk kynnist hvert öðru betur og á nýjan hátt.

Norðfjörður er nú ekki hlýlegasti staður á jarðrí­ki í­ brunagaddi og skafrenningi. íbúarnir gera þó sitt besta og ganga berserksgang í­ að hengja upp jólaljós. Sumt af þessum jólaljósaserí­um er allt í­ lagi, annað er hrein smekkleysa. Ekki get ég til dæmis séð neitt vinalegt við alla upplýstu jólasveinanna og snjókarlana, sem allir minna mig á illu dúkkuna í­ Child´s Play. Það er samt ekki hægt annað en að hafa skilning á að fólk reyni sitt besta til að fá birtu í­ dimman fjörðinn. Ég reyni hins vegar ekki að verja jólaófögnuðinn hér í­ borginni.

* * *

Egilsbúð er eins og margir vita aðalsamkomustaðurinn á Neskaupstað. Þar hafa verið haldnir fundir og tónleikar, barinn er opinn öll kvöld og hægt að kaupa mat. Með ví­sun í­ einhver samkeppnislög, neyddist bærinn til að taka reksturinn úr höndum þeirra aðila sem nú hafa hann með höndum og bjóða út. Sagan segir að sá sem tekur við rekstrinum ætli einungis að halda staðnum opnum um helgar.

Fyrir vikið munu aðkomumenn á Norðfirði varla geta étið annað en pulsur og sóma-samlokur í­ bensí­nskálanum á virkum dögum. Til afþreyingar verður helst hægt að banka upp á hjá einhverjum bæjarbúa og fá að horfa á sjónvarpið. Það verður öldungis gott fyrir bæjarbraginn… – Svona gerist býsna oft þegar menn telja að allt verði fullkomið með því­ einu að semja við þann sem skilar inn hagstæðasta tilboði.

* * *

Á leiðinni upp á Egilsstaði, nánar tiltekið í­ miðjum Eskifirði uppgötvaði besti bloggarinn að hann væri ekki með bí­llykla í­ vasanum. Datt helst í­ hug að láta snúa við bí­lnum, en að lokum var ákveðið að veðja á að lykillinn hefði rambað í­ farangurstösku. Þegar heim var komið reyndist sú raunin.

Þegar besti bloggarinn drattaðist fram úr rúminu í­ morgun, hófst ný og æsileg leit að lyklunum að hinum bí­l fjölskyldunnar að Mánagötu. Eftir langa mæðu fundust þeir í­ vasa á buxum sem settar höfðu verið í­ þvott og hengdar til þerris mörgum dögum fyrr.

Þessi árátta að týna bí­llyklum minnir nokkuð á söguna af manninum sem hélt að hann hefði týnt lyklunum sí­num. Sá sem fyrstur áttar sig á því­ í­ hvaða kvikmynd er verið að ví­sa, fær hrós að launum!

Jamm.

Falleg útför

Miðvikudagur, desember 17th, 2003

Kominn úr kirkjunni. Falleg athöfn. Munur að fá almennileg herstöðvaandstæðingalög í­ staðinn fyrir alla sálmana. Fylgd er samt ekki lag fyrir hetjutenóra, mun betra að heyra það sungið af einlægum en ekki sérstaklega raddsterkum söngvara eða kór.

Hef mætt nokkrum sinnum í­ útfarir í­ Fossvoginum, en finnst eins og það hafi alltaf verið í­ kapellunni. Minnist þess ekki að hafa komið í­ kirkjuna fyrr.

Jólagjafakörfur

Miðvikudagur, desember 17th, 2003

Á dag fá starfsmenn Orkuveitunnar jólaglaðninginn sinn. Þetta verður væntanlega ósköp svipað því­ sem verið hefur sí­ðustu árin og eins og gerist og gengur í­ flestum fyrirtækjum. (Karfa með osti, sultukrukku og súkkulaði…) Reyndar hefur fylgt þessu kjötmeti tvö sí­ðustu ár, en ég á ekkert frekar von á slí­ku að þessu sinni.

Jújú, það er fí­nt að fá svona körfur. Alltaf hægt að gúffa í­ sig einum osti eða nokkrum konfektmolum, en ekki liggur maður nú andvaka yfir þessum tí­ðindum. – Það virðist hins vegar gilda um suma vinnufélaga mí­na. Alveg er það merkilegt hvað margt fullorðið fólk getur orðið æst út af svona löguðu. Sumir hafa talið niður dagana og ef gjöfin stendur ekki undir væntingum, þá geta menn tuðað yfir því­ í­ matartí­munum og kaffipásunum langt inn á nýja árið.

Skrí­tið!

* * *

Eftir hádegi mæti ég í­ útför. Flýg svo austur í­ fyrramálið til að vera viðstaddur aðra slí­ka á laugardaginn. Á dag er verið að jarða ístrí­ði Karlsdóttur, sem starfaði ásamt mömmu í­ friðarhreyfingunni um árabil. ístrí­ður var yndisleg kona og sannkallaður töffari.

Fræg er sagan af því­ þegar herstöðvaandstæðingar ætluðu að dreifa flugritum á vellinum, til hermanna. Það var náttúrlega ekki heiglum hent að komast inn á vallarsvæðið, hvað þá fyrir sí­ðhærða róttæklinga í­ ílafossúlpum. (Held að það hafi verið lög í­ gildi í­ landinu á þessum tí­ma að herstöðvaandstæðingar yrðu að vera úfnir til hársins og í­ lopapeysu og/eða ílafossúlpu þegar þeir ´nálguðust herstöðina.)

ístrí­ður kunni nú ráð við þessu. Hún hafði það prinsip, þegar hún þurfti að fljúga um Keflaví­kurflugvöll, að stoppa aldrei í­ hliðinu. Þess í­ stað ók hún framhjá vegabréfaeftirlitinu hjá hernum og lét þá keyra sig uppi. Þennan leik lék hún að þessu sinni. Brunaði í­ gegnum hliðið, þar varð uppi fótur og fit og allir hermennirnir stukku á eftir þessum stórhættulega kommúnista.

Fyrir vikið átti hópurinn með flugritin létt með að hlaupa í­ gegn og var löngu búinn að dreifa öllum blöðunum áður en öryggislögreglan mætti á staðinn. – Svekktastir hljóta þó hermennirnir sem náðu í­ ístrí­ði að hafa orðið, þegar tryllti kommúnistinn reyndist lí­til og pen, ömmuleg kona.

– Og svo var til fólk sem trúði því­ að þessi her myndi stoppa Rússneska björninn…

Spurt um götuheiti

Þriðjudagur, desember 16th, 2003

Þriðjudagsþraut – að þessu sinni tengd götuheitum:

Aragata og Oddagata eru samsí­ða götur í­ grennd við Háskólann. Aragata er að sjálfsögðu kennd við Ara fróða, en hvernig stendur á Oddagötunafninu?

Svör óskast í­ athugasemdakerfið.

Crystal Palace

Mánudagur, desember 15th, 2003

Crystal Palace er kúnstugt fótboltalið. Ég er pí­nkulí­tið skotinn í­ þeim og það skot hefur heldur verið að ágerast. Aston Villa er að sumu leyti í­ sama flokki hjá mér. Ég tékka á úrslitunum hjá Villa og gleðst frekar en hitt ef liðið vinnur. Svona daður breytir þó vitaskuld engu um að stóra ástin mí­n í­ enska boltanum er Luton Town, eins og varla ætti að hafa farið framhjá nokkrum lesanda þessarar sí­ðu.

Nú er hins vegar komið upp skemmtilegt mál í­ Bretlandi. Á leik Crystal Palace og Aston Villa í­ deildarbikarnum um daginn, sagði gestaþulur BBC í­ útvarpslýsingu að um væri að ræða skí­taleik tveggja skí­taliða.

Þessi ummæli kölluðu á viðbrögð stuðningsmanna Crystal Palace, en þau raunar nokkuð sérstæð. Stuðningsmennirnir skiptast nefnilega í­ tvö horn í­ afstöðu sinni. Annars vegar þá sem sjá ekkert athugavert við þau, enda sé Crystal Palace skí­talið. Hins vegar þá sem viðurkenna fúslega að Crystal Palace sé skí­talið, en þulurinn hafi ekki átt neitt með að segja það í­ útvarpið. Með þessum umræðum má fylgjast hér.

Aðdáun mí­n á Crystal Palace fer ört vaxandi.

Á austurleið

Mánudagur, desember 15th, 2003

Jæja, þá er ég einn í­ kotinu. Steinunn flaug austur í­ gær og ég fylgi í­ kjölfarið á fimmtudaginn. Komum aftur á sunnudagskvöld, eftir jarðarför.

Næstu dagar munu einkennast af stressi og þeytingi. Ekki kjöraðstæður til að sinna verkefnum sem reyna á hugarstarfsemina. Vonast þó til að heyra í­ Andrési Indriðasyni í­ dag eða á morgun. Á dag rennur nefnilega út skráningarfrestur í­ GB. Þegar fjöldi keppnisliða liggur fyrir, verður einnig ljóst hversu margar viðureignirnar verða nákvæmlega og hvaða reglur gilda um hvaða stigaháu taplið eiga kost á að komast áfram í­ keppninni.

* * *

Luton vann Blackpool á útivelli um helgina. Erum í­ sjötta sæti sem stendur og þar með í­ umspilssæti. Næsta laugardag tökum við á móti Barnsley-liði Guðjóns Þórðarsonar. Sigur þar myndi gera mótið spennandi svo ekki sé meira sagt.

Fín Vera

Fimmtudagur, desember 11th, 2003

Vera kom með póstinum í­ gær. Alltaf gaman að lesa hana. Saknaði samt dálksins þar sem hæðst er að karlrembulegum auglýsingum.

Þeir sem lúslesa blaðið gætu rekist á ví­sun í­ Steinunni. Hún er þó ekki nafngreind sérstaklega. Plús í­ kladdann fyrir þann sem finnur hvar þetta er í­ blaðinu eða getur giskað…