Archive for janúar, 2004

Nýr ferill?

Föstudagur, janúar 30th, 2004

Ég hef ákveðið að gerast bifvélavirki.

íttaði mig á því­ í­ morgun þegar við fórum með bí­linn hennar Steinunnar í­ viðgerð, í­ hverju galdurinn felst. Það er nefnilega alltaf alternatorinn sem klikkar.

Hér eftir – þegar vinir og kunningjar bera sig aumlega yfir bí­lavandræðum – þá mun ég biðja þá um að lýsa vandamálinu, kinka greindarlega kolli og segja: „Þetta hljómar eins og alternatorinn sé bilaður…“

Sí­ðar, þegar í­ ljós kemur að skipta þarf um alternator, þá mun ég fá þann stimpil á mig að ég sé ótrúlega klókur varðandi bí­laviðgerðir. Fólk mun jafnvel biðja mig um að laga bí­la. Þá mun ég aka þeim beint til Bí­lhússins í­ Kópavogi, fá þá til að koma druslunum í­ gang og smyrja svo aðeins ofan á reikninginn sjálfur.

– Þetta hljómar eins og gott plan!

* * *

Proppé kom í­ kvöldmat, eftir ritnefndarfund Dagfara. Steinunn var með tilraunamennsku – kjúlla í­ indversku karrý og það sví­nvirkaði. Sátum fram eftir kvöldi og horfðum á The Office. Það eru bestu gamanþættir seinni ára:

Tim & Gareth:

„Team leader donÂ’t mean anything mate.“
„Excuse me, it means IÂ’m the leader of a team.“
„No it doesn’t-itÂ’s a title someoneÂ’s given you to get you to do something they donÂ’t want to do, for free. Right? ItÂ’s like making a div kid at school milk monitor. No one respects it.“
„I think they do.“
„No they donÂ’t Gareth.“
„Er, yes they do, because if people were rude to me then I used to give them their milk last, so it was warm.“

Smack the Pony…

Fimmtudagur, janúar 29th, 2004

…er eitthvert besta sjónvarpsefnið sem í­ boði er um þessar mundir.

Maður verður að vera þakklátur fyrir allt gamanefni í­ sjónvarpi sem EKKI fjallar um bandarí­ska kjarnafjölskyldu með feitri fyrirvinnu.

Hvers vegna tekur enginn snjall innkaupastjóri einhverrar sjónvarpsstöðvarinnar sig til og kaupir þættina Chewin the Fat?

Á þessari heimasí­ðu má lí­ka finna skemmtilega leiki, s.s. „hvað geturðu brotið margar rúður með múrsteinum?“ o.fl.

Jamm.

Selt

Miðvikudagur, janúar 28th, 2004

Skrifaði undir með fyrirvara um að kaupandinn standist greiðslumat.

Þegar ég fæ greitt, verður mitt fyrsta verk að setja Visa-kortið upp í­ hillu og reyna að lifa lí­fi þar sem mánaðarmót eru fyrsta hvers mánaðar – ekki átjánda.

Hitti Bogga rafvirkja og bað hann um að taka út rafmagnsmálin á Mánagötunni. Næsta skref er lí­klega að hafa sambandi við eigendur kjallarans og spyrja hvað þau vilja gera. – Það væri ekki verra að fá lekaliða í­ rafmagnstöfluna. Ég er skí­thræddur við rafmagnið í­ þessu húsi.

* * *

Er með bókaðan tí­ma eftir hádegi í­ hljóðveri fjögur í­ útvarpinu. Þar klippi ég saman hljóðdæmin fyrir sí­ðustu útvarpskeppnirnar. Nú stendur yfir vinna við nýja sviðsmynd GB. Þeirri gömlu verður þó vonandi ekki fargað. Hún er að stofni til orðin fimmtán ára gömul eða þar um bil. Það er ótrúleg ending á sviðsmynd og kannski enn eitt merkið um hvað Sjónvarpið hefur haldið að sér höndum varðandi útgjöld vegna þessa vinsæla efnis.

Þór Steinarsson heldur upp á afmælið sitt á föstudag, eins og lesa mátti um í­ Fréttablaðinu í­ gær. Þangað mæta allir góðir menn.

* * *

Skyldi besti og frægasti bloggarinn hafa verið þunnur þegar þessi mynd var tekin?

Sala

Þriðjudagur, janúar 27th, 2004

Peningamál og skriffinnska eru leiðinlegasta stúss í­ heimi.

Við Steinunn höfum nú ákveðið að selja í­búðina á Hringbrautinni. Ekki á það sem upp var sett, en svo sem heldur ekki á minna en vonir stóðu til að fá í­ upphafi.

Ef þetta rennur í­ gegn mun útborgunin þurrka upp yfirdráttinn sem varð að mestu til í­ kringum framkvæmdirnar á Mánagötunni í­ haust. Næsta skref verður svo að:

i) Kaupa Mánagötuna af tengdapabba
ii) Skipta út baðherberginu
iii) Gera e-ð í­ rafmagnsmálum hússins

Þetta þýðir óendanlega mikla pappí­rsvinnu, þ.á.m. kaupmálagerð. Þá þarf að jagast í­ iðnaðarmönnum, sem er ömurlega leiðinlegt.

Það verða þó ýmsir kostir við að klára dæmið. Þeir helstir að maður gæti loksins náð einhverri yfirsýn yfir fjármálin. Það væri þá bara greitt af lánum af einni í­búð – ég fengi aftur vaxtabætur (sem rí­kisstjórnin er reyndar búin að skera við trog) og það þyrfti ekki að pæla meira í­ söluharki.

Erfitt

Sunnudagur, janúar 25th, 2004

íi, ég er lurkum laminn eftir sprikl föstudagsins og ekkert útlit fyrir að strengirnir hverfi í­ bráð. Fótboltinn áðan var ekki að bæta neitt úr skák.

Eins og þetta væri ekki nóg, var partýstand á Mánagötuhjónunum bæði föstudags og laugardagskvöld. Þorrablót ísatrúarmanna var frábært á föstudagskvöldið. Vona að ég hafi ekki lofað mér í­ of mörg verkefni. Drógum góða vini með okkur (alltaf í­ trúboðinu…) – Kolbeinn Proppé mætti og var í­ banastuði og Guðrún og Elvar komu lí­ka. Allir skemmtu sér vel, en það var ekki auðvelt að vakna daginn eftir til að drösla sér á fund uppi í­ Framheimili.

Á gær hélt svo Erna sem telja má hætta að blogga, þessa fí­nu afmælisveislu. Þar var fullt af góðu fólki, en aumingja þeir sem ekki hafa gaman af umræðuefninu Gettu betur – því­ eftir að Logi og Svanhildur mættu á svæðið þá var um fátt annað talað í­ lengri tí­ma. Ekki að það hafi verið neinn hörgull á GB-fólki fyrir. Kata, írmann og Jón Yngvi hafa náttúrlega öll komið að henni sem stigavörður/dómari/keppandi.

Og talandi um GB. Keppnirnar á föstudaginn voru fí­nar. MH og Borgarholt eru með fantagóð lið. Verslingarnir eiga að geta betur og MK átti sinn sigur skilið. Dregið var í­ aðra umferðina. Þar mætast:

* MK – Suðurnes
* MH – Versló
* FG – MS
* Akranes – ísafjörður
* Húsaví­k – Hraðbraut
* MR – Flensborg
* Borgarholt – Egilsstaðir

(Sjö sigurlið og stigahæsta taplið komast í­ 3ju umferð)

Þessi dráttur tryggir að í­ það minnsta einn landsbyggðarskóli kemst í­ Sjónvarpið (Akranes/Mí) vitaskuld geta svo fleiri bæst í­ hópinn. Þar sem ljóst má vera að ein keppni verður tekin upp úti á landi, hlýtur gjaldkeri Sjónvarpsins að bí­ða í­ spenntur eftir að sjá hvort hann sleppur með að senda hópinn upp á Skaga eða suður með sjó – eða hvort ísafjörður, Húsaví­k eða Egilsstaðir verði áfangastaðirnir…

* * *

Luton tapaði gegn Tranmere. Ég er foxillur. Sem betur fer voru þokkaleg úrslit í­ 2. deildinni á sama tí­ma. Staðan þar er annars þessi (leikir/stig):

1. Plymouth 28 59
2. Q.P.R. 28 54
———————–
3. Bristol C. 27 49
4. Swindon 28 44
5. Wrexham 28 43
6. Brighton 27 42
———————–
7. Port Vale 26 42
8. Barnsley 27 42
9. Hartlepool 27 39
10. Luton 26 39
11. Bourn.mth 28 39

Markmiðið er að ná sjötta sætinu. Það á alveg að geta gengið.

Jamm.

Blót og blaðamenn

Föstudagur, janúar 23rd, 2004

Ekki mjög upplýsandi titill – en hann stuðlar. Það er þó alltaf kostur.

Blaðamannafundur á Minjasafninu í­ hádeginu. Tilefnið er útkoma á blaði vegna 100 ára rafvæðingarafmælis. Veit ekki nákvæmlega hversu mikið eða lí­tið efni ég á í­ blaðinu – samskipti mí­n voru öll við auglýsingastofu út í­ bæ sem sér um verkið. Á þessu blaði mun fólk væntanlega geta lesið allt um það hvað orkufyrirtæki séu æðisleg og að við byggjum í­ hellum ef þeirra nyti ekki við. Það er ekki hægt að vera postmóderní­skur alltaf.

Fjórar viðureignir í­ GB í­ kvöld. Fyrst mætast Borgarholtsskóli og Laugvetningar. Borghyltingar hafa mætt á flestar eða allar keppnir ársins og eru bullandi áhugasamir. Þeir ætla að fara langt í­ ár. ML fór iðulega í­ sjónvarpið í­ gamla daga (fyrir tí­u árum) en hefur lí­tið sést þar upp á sí­ðkastið. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi keppni fer.

Hornafjörður og MK keppa þessu næst. Renni alveg blint í­ sjóinn með þessi lið. Mamma kennir nú í­ Kópavoginum, en vissi sáralí­tið um MK-liðið. Hornfirðinga hefur mér alltaf þótt vænt um eftir að við mættum þeim í­ undanúrslitunum ´95. Þá var Hjalti, fótboltamaður úr Val og Sindra í­ miðjunni hjá þeim. Sí­ðar átti Hjalti eftir að leiða írmúlann í­ undanúrslit.

Þetta kallar á pælinguna: hvaða Gettu betur/fótbolta-samsetningu mætti stilla upp? Hjalti kæmi sterklega til greina. Hörður Magnússon keppti fyrir Flensborg og fór í­ úrslit. Þorbjörn Atli Sveinsson var lí­kar sterkur í­ liði írmúla á sí­num tí­ma. Þá var Haukur Ingi Guðnason besti maður Fjölbrautaskóla Suðurnesja á sí­num tí­ma. Aðrir eru minni spámenn að ég held – nema þá helst Heimir Guðjónsson KR-ingur og FH-ingur. Mér skilst að hann hafi keppt fyrir Kvennó fyrir margt löngu en liðið farið flatt í­ fyrstu umferð í­ útvarpinu. – Er ég gjörsamlega forfallið GB-nörd?

Iðnskólinn og Versló mæta í­ þriðja holli. Það væri synd að segja sagan sé hliðholl Iðnskólanum. Mér er meira að segja til efs að Iðnskólinn í­ Reykjaví­k hafi nokkru sinni farið nálægt því­ að vinna eina einustu viðureign í­ sögu GB. Maður skyldi þó aldrei segja aldrei.

Kvöldinu lýkur svo með frestaðri keppni MH og Vestmannaeyja. Með fullri virðingu fyrir Eyjamönnum (og ég kannast raunar við 2-3 gamla GB-menn þaðan) verður að teljast ólí­klegt í­ ljósi úrslita fyrri ára að þetta verði mjög spennandi. – En óvæntir hlutir hafa gerst. Versló tapaði fyrir Norðfirði fyrir tveimur árum, öllum að óvörum. 1995 þurfti sömuleiðis geysisterkt lið Verslunarskólans framlengingu til að leggja Hvanneyri. Og þegar MR féll úr keppni í­ útvarpinu 1991 gegn Verkmenntaskólanum á Akureyri, kom það flestum í­ opna skjöldu.

Eftir viðureign Vestmannaeyja og MH verður dregið í­ aðra umferð sem hefst eftir viku. Sjálfur mun ég skunda á blót ísatrúarmanna. Fyrir hverjum á ég að skála? Heimdalli eins og venjulega? Aðrar uppástungur?

* * *

Stilli mig um að blogga um bikarleikinn gegn Tranmere á morgun. Taugarnar eru þó þegar teknar að þenjast…

Pæling um prump

Fimmtudagur, janúar 22nd, 2004

Hmmm… er besti og frægasti bloggarinn að leiða sí­ðuna sí­na út í­ hreina lágkúru með umræðu um fret og búkhljóð? Nei, ekki alveg.

En það er merkilegt með prump (sem er reyndar eitt fullkomnasta orð í­ í­slenskri tungu – því­ orðið sjálft nær verknaðinum svo frábærlega) að þótt það eigi að heita fullkomlega lí­ffræðilegt fyrirbæri, þá virðist það taka mið af félagslegum aðstæðum viðkomandi.

Eins undarlega og það kann að hljóma prumpa pör sem eru nýtekin saman mun minna en pör sem hafa verið saman lengi. Fyrri hópurinn virðist nánast aldrei leysa vind, en sá sí­ðari fretar eins og hrossabrestir við öll tækifæri. – Já, ég veit að þetta er ekki virðuleg umræða, en hún er nauðsynleg engu að sí­ður.

Á þessu eru nokkrar skýringar. Ein er sú að búskapur hafi þau áhrif á þarmaflóru fólks að það losi gas í­ tí­ma og ótí­ma. – Þessi kenning hljómar ekki sennilega.

Önnur skýring er sú að í­ tilhugalí­finu, vilji fólk sí­ður senda frá sér búkhljóð og nái því­ meðvitað og ómeðvitað að bæla þessa lí­kamsstarfsemi sí­na niður. Ólí­klegt? Tja, dómsmálaráðherra trúir því­ að til sé fólk sem geti flogið með tilstilli hugarorku – hví­ ættu ástsjúkir unglingar þá ekki að geta tamið gerlana í­ skeifugörninni?

Þriðja – og að mí­nu viti flottasta skýringin, er sú að endorfí­n dragi úr prump-framleiðslu lí­kamans. Þegar fólk er að byrja að draga sig saman, stressast það upp, endorfí­nframleiðslan fer á fullt og metan-vinnslan fellur. Með auknu sjálfsöryggi slaknar á taugunum og fólk getur byrjað að reka við af áður óþekktum krafti.

– Hvað segja menn um þessa kenningu?

Vaskur og vakandi

Fimmtudagur, janúar 22nd, 2004

Ég er búinn að vera aumingi sí­ðustu tí­u daga. Ég get viðurkennt það í­ þennan hóp. Þetta er ekkert til að vera stoltur af, en engu að sí­ður staðreynd. Ég hef nálega engu komið í­ verk. ítt á undan mér verkefnum og reynt að bæla niður tilhugsunina um önnur. Það er helst að ég hafi staðið mig í­ að hanga á netinu og sitja og kinka kolli á fundum sem ég hafði ekkert erindi á.

Á gær komst ég hins vegar í­ framkvæmdastuð. Allt í­ einu gat ég ekki beðið eftir að hella mér út í­ verkefni sem setið hafa lengi á hakanum. Ég hafði samband við menn sem ég er búinn að drolla með alltof lengi og fór að þora að hugsa aftur um hluti sem mér hefði þótt yfirþyrmandi fyrir viku sí­ðan.

Ekki kann ég á þessu neinar sérstakar skýringar. Kannski er ég koma mér upp geðsveiflum með aldrinum, kannski er það bara lí­kaminn að uppgötva að daginn er tekið að lengja aftur. Veit það ekki – og er nokkurn veginn sama. Svo lengi sem ég kem einhverju í­ verk núna og næstu daga.

Eitt af því­ sem er hvað efst á blaði, er að rumpa af sýningu sem við Kolbeinn Proppé ætluðum að klára fyrir lifandis löngu. Núna hittumst við á mánudaginn eða þriðjudaginn kemur og munum fara langt með að klára hana á einum degi. Þar mun dólgamarxisminn ráða rí­kjum.

Nei, gamanlaust – við Proppé (sem var reyndar í­ heimsókn á Mánagötunni og lapti kaffi fram yfir klukkan eitt í­ nótt) ætlum að vinna sýninguna út frá sósí­alí­sku sjónarhorni. Ekkert helví­tis „hlutleysi“, enda er það yfirleitt bara annað orð yfir afstöðuleysi sem gerir ekkert annað en að styðja óbreytt ástand. Viðfangsefnið er pólití­skt í­ eðli sí­nu og um það verður fjallað á pólití­skan hátt. Það vantar miklu meiri pólití­k í­ sögusýningar á Íslandi. – Ójá.

* * *

Evrópumótið byrjar í­ kvöld í­ handboltanum. Það er nú ólí­kt skemmtilera að fylgjast með þessu móti en heimsmeistarakeppninni sem byrjar á kjánalegum 100:12 sigrum á Botswana og Tuvalu. Held ég bjóði mér í­ heimsókn til gömlu. Það er alltaf gaman að horfa á handbolta með pabba – þótt hann sé liðónýtur þegar kemur að fótboltaglápi.

Þriðja kvöldið gert upp

Miðvikudagur, janúar 21st, 2004

Jæja, þriðja keppniskvöldinu af fjórum lokið í­ fyrstu umferð GB. Sem fyrr rúllaði keppnin ágætlega, keppendur og áhorfendur báru sig a.m.k. vel.

Hafnarfjarðarskólarnir – Iðnskólinn og Flensborg mættust í­ fyrstu keppninni. Hallgrí­mur Indriðason var vitaskuld mættur með myndavélina á lofti, enda fjallar bæjarblaðið í­ Firðinum að sjálfsögðu um svona grannaslag. Ef Hallgrí­mur les þetta, þá mætti hann alveg koma með eintak af blaðinu í­ fótboltann á sunnudag. Það væri gaman að lesa viðtalið við liðin tvö.

Flensborgarar fóru með sigur af hólmi. Eru með ágætis lið og ekki spillti fyrir að einn keppandinn sé Luton-maður. Hann mætti í­ treyju – nánar tiltekið í­ svart- og appelsí­nugulröndótta búningnum sem notaður var ýmist sem varabúningur og þriðji búningur fyrir nokkrum misserum. Stór plús í­ kladdann fyrir þetta.

Sauðárkrókur og Vesturland (sem Sonja verður foxill ef ég kalla Akranes) kepptu á eftir Hafnfirðingum. Þar kom í­ ljós það sem grunaði, að menntskælingar þekkja ekki blaðamenn. Ég spurði um fréttastjóra DV (Kristinn Hrafnsson og Kristján Guy Burgess) og aðstoðarritstjóra Moggans (Karl Blöndal og Ólaf Stephensen).

Ég varð í­ sjálfu sér ekki mjög hissa þegar ekkert rétt svar kom, en það kom mér samt nokkuð á óvart að meira að segja þegar Logi var búinn að segja rétta svarið virtust keppendurnir aldrei hafa heyrt á þá minnst. Ritstjórnarstörf á dagblöðum eru greinilega ekki leiðin til frægðar og frama.

Vestlendingar unnu og voru ofsakátir. Rak augun í­ blogg eins liðsmannsins. (Svona er maður alltaf að njósna um börnin…) – Þessi úrslit ættu í­ það minnsta að kæta Ólaf frænda minn, sem er áfangastjóri í­ FVA. Fyrir mörgum, mörgum árum fékk hann mig meira að segja til að mæta upp á Skaga og halda fyrirlestur yfir spurningaliði skólans um það hvernig best væri að æfa fyrir GB. Ekki skilaði það miklum sigrum ef ég man rétt.

Nágrannar FVA af Vesturlandinu, Bændaskólinn á Hvanneyri keppti við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hvanneyringar eru í­ erfiðri stöðu þar sem nú hefur verið tekið fyrir að nemendur með stúdentspróf frá öðrum skólum taki þátt í­ keppninni. Reyndar mátti engu muna að Hvanneyri hefði betur, enda henti liðið frá sér sigrinum í­ næstsí­ðustu spurningu. Suðurnesjamenn eru þar með komnir í­ aðra umferð og hafa þá færi á að æfa sig næstu viku til tí­u daga.

Menntaskólinn við Sund keppti við Norðfjörð í­ sí­ðustu keppni kvöldsins. Norðfirðingar voru ágætir og stóðu rækilega í­ MS-ingum. Um tí­ma voru þjálfarar MS farnir að rí­fa hár sitt og skegg. (Það var gaman að sjá MS-inga fylgja fordæmi MR-inga á þann hátt að mæta í­ stórum hópum þjálfara/liðstjóra/velunnara og ganga í­ salinn eins og þeir væri að pósa fyrir Reservoir Dogs-plakatið…)

Eftir keppnina voru MS-ingar ekki mjög kátir, þrátt fyrir sigurinn. Kannast við tilfinninguna. Þegar maður var að garfast í­ þessari keppni með MR í­ gamla daga, þá kom það oft fyrir að MR-ingar voru eins og þrumuský eftir sigurkeppnir á meðan andstæðingarnir voru hinir kátustu. Svona getur þetta nú allt verið öfugsnúið.

* * *

Sýndi í­búðina á Hringbrautinni í­ gær. Á ekki von á að mikið komi út úr þeirri skoðun, en þessi manneskja var þó mun jákvæðari og hressari en sá sem sí­ðast skoðaði hjá mér. Hann hafði allt á hornum sér og reyndi mikið að tala niður verðið á kofanum. Sí­ðar kom í­ ljós að hann ætlaði að skila inn mjög döpru tilboði í­ í­búðina. Fasteignasalinn sagði honum að sleppa því­. Með hækkandi sól ætti lí­ka kaupgleði fólks að aukast.

* * *

Mikið var gott að heyra úrslitin í­ kosningunum í­ Færeyjum. Það hefði verið hörmulegt ef sambandssinnarnir hefðu unnið á eins og búið var að hóta.

* * *

Byrjaði á Highland Park-18 ára flöskunni úr Noregsferðinni í­ gær. Það er gott viský. Lí­fið er of stutt fyrir vont viský.

Jamm.

Heimskir miðaldra karlmenn

Þriðjudagur, janúar 20th, 2004

Bögg og leiðindi. Var að taka á móti skólahópi, eftir nokkurt hlé – því­ það komu engir krakkar í­ gær.

Ég taldi kennslusalinn vera í­ fí­nu lagi, enda tekinn í­ gegn í­ lok vinnudags á föstudag. Nema hvað, um kvöldmatarleytið á föstudaginn kom hingað hópur frí­múrara í­ móttöku og kynningu. Þeir fengu að fara í­ salinn.

Eins og venjulega reynast mestu skemmdirnar á tilraunabásunum í­ Rafheimum vera eftir þessar heimsóknir. Þegar miðaldra karlmenn fara að fikta – þá verða skemmdirnar.

Karlarnir snara sér í­ tilraunirnar – að sjálfsögðu án þess að lesa fyrirmælin á verkefnablöðunum vegna þess að þeir eru svo klárir. Því­ næst, þegar ekkert gengur upp hjá þeim hugsa þeir að það hljóti að vera vegna þess að það eigi að beita ofbeldi og þvinga hlutina í­ tilraunabásunum til hlýðni – og auðvitað hugsa þeir ekkert út í­ að tilraunirnar eru hannaðar með tí­u ára börn í­ huga og því­ varla lí­klegt að fullorðinn karl eigi að þurfa að beita öllu afli.

Þetta er ástæðan fyrir því­ að við verðum að hafa Rafheima lokaða almenningi – fullorðnu karlarnir sem rí­fa allt og slí­ta. Krakkagrí­sirnir eyðileggja nær aldrei neitt. 300 börn valda að jafnaði minna tjóni en 10 fullorðnir – ótrúlegt en satt!